Þjóðviljinn - 17.09.1955, Side 6

Þjóðviljinn - 17.09.1955, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. september 1955 Ásberg Jóhaxuiesson, kennari Y----------------------- þlÓSVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurnn — Skemdarverk í fræðslumálNm Annað aðalblað menntamála- ráðherrans skýrir frá því í áber- andi frétt í fyrradag að útlit sé fyrir mikinn skort á kennurum og jafnvel skólastjórum við foarnaskóla víðsvegar um land. Svo hafi einnig verið undanfar- in ár. Við frásögn unv erfið- leika skólanna úti á landi bætir málgagn menntamálaráðherrans iþessu: „Við barnaskólana í Rcykjavík hafa þó jafnan verið iu gilega margir kennarar, en aidrei hafa umsóknir um kenn- arustöður hér verið jafnfáar og á þéssu hausti. Virðast kenn- arar leita í aðra vinnu en til kennslunnar ef þeir eiga þess kc ;t, enda ríkir mikil óánægja m ðal þeirra um launamálin". Málgagn menntamálaráðherr- ars víkur hvað eftir annað að óánægju kennara með launamál- in og skal sízt úr því dregið að fu ' þörf er að launa kennara to-c' ur en nú er gert, svo mjög n\ ur á fyrir þjóðina alla að til þc ss starfa veljist hinir hæfustu Dienn. Virðist eftir þessum sk ilningi málgagns mennta- rn 'laráðherrans mega vænta þi s að ríkisstjórnin sýni launa- rr.' lum kennara meiri sanngirni foér eftir en hingað til, og er það vc-l. Hins vegar gæti þessi ó- Vfr íjulega undirstrikun íhalds- b! iðs á launamálum vakið þann gi un, að ríkisstjórnin vissi um aðra ástæðu til hins alvarlega 3ít "Lnaraskorts. Kunnugir vita, ao þeir afturhaldspokar sem Kfrtið hafa í embætti mennta- m Maráðherra undanfarið hafa verið mikilvirkir að fæla unga m -nn frá kennaranámi og fæla ktnnara frá kennarastarfi. Hef- ur það verið gert með þeim lúalegu og ósvífnu aðferðum Bem þessir ráðherrar hafa beitt itil að reyna að útiloka frjáls- lynda menn og róttæka frá kennarastöðum, en troða í þær fii kksmönnum sínum, hvað sem hr fileikum og verðleikum leið. Ti' allrar hamingju er sá mann- d< mur í flestum íslendingum, að jx ir selja ekki sannfæringu sína né knékrjúpa mönnum á borð við tukthúsráðherrann Bjarna Benediktsson eða menningar- Krauðan heildsala eins og hús- ibónda Visis, til að fá að gegna 'þ’.'í þjóðnytjastarfi sem hæfi- leikar þeirra, menntun og skóla- gcnga gera þá sjálfkjörna til. Það er rétt að launakjör kenn- ara valda miklu um kennara- skortinn. En hin lúalega hlut- drægni íhaldspokanna í sæti menntamálaráðherra á ekki síð- ur sök á því hve erfitt reynist að fá hæfa kennara til starfa. Og hitt er ekki síður alvarlegt vandamál, hve þessi framkoma valdhafanna fælir ungt fólk frá fcennaranáminu, og verður þess valdandi að kennarastéttin fer á mis við dýrmæta starfskrafta. Það getur reynzt þjóðinni dýrt að láta íhaldspoka þjóna lund í embætti menntamálaráð- iherra landsin*5 Að kvöldi þess 13. þm. dó í Landspítalanum Ásberg Jó- hannesson kennari frá Stykk- ishólmi. Hann var fæddur 15. september 1902 að Undir- túni í Helgafellssveit. For- eldrar hans vor-u þau hjón Guðbjörg Jónsdóttir og Jó- hannes Einarsson. Bernskudraumar Ásbergs stefndu út á sjóinn en hann reyndist ekki hata heii.su til að stunda sjómennsku og varð kennari að roe intim. En ekki hafði hann stundað fyrir- hugað ævistarf sitt nema skamma hríð, þegar harin þrí- tugur að aldri, varð fyrir því mótlæti að veikjast af berkl- um og f'ytjast til langdvalar á Vífilsstaði. — Og livað svo meir? Var þá ekki sagan öll, eins og svo oft á þeim tima, þegar ungur maður lenti á hæli? Að vísu er það rétt, að þessi ungi maður átti aldrei framar aftiirkvæmt út í hið „frjálsa glnða líf'" meðal hraustra, að undanteknam 1-2 árum, sem lrlé varð á hælis- vistinni. En þessi maður á þó sögu engu ómerkavi en margir góðir menn, er aldr- ei kenndu sér meins, nutu að því leyti sjálfs sín og fengu opinbera viðurkenningu í einni eða annarri mynd. Ásberg Jóhannesson var frá því fyrsta á hælisárum sínum og meðan lít og orka entust leiðandi kraftur í félagslífi berklasjúklinganna. Og hann er sá eini maður, er setið hef- ur í miðstjórn Sambánds ís- lenzkra berklasjúklinga sam- fleytt frá stofnun þess þau 17 ár, sem það hefur starfað. Ef honum hefði enzt ævi út kjörtíma sinn nú, myndum við hafa getað fagnað sjmeigin- lega tvítugsafmæli SlBS og tuttugu ára starfsafmæli hans í miðstjórn sambands- ins. Auk þess hafði hann jafnan gegnt fjölda trúnaðar- starfa fyrir vistmenn að Reykjalundi sem ekki er rúm að rekja nú, en þar var hann vistmaður frá byrjun. Þótt ekki væri metra sagt má athugull lesandi ráða i, ao hér mani ekki hifa verið hversdagsmaður á ferð, því það vita ahb nú. að SÍBS og Reykjalundur eru með þjóð vorri p:er stærðir, sem ekki hafa >rr * til af sjalfu sér, og sá er þar nýt:i sv> ótví- ræðs trausts til forystu scm Ásberg naut hlýtur að vera maður góðum gáfum gæddur. En þeir, sem vita hyað það er að vera skyndilega Iirifinn frá lífsstarfi, vera lagður inn á berklahæli, eins og þá var ástatt í þessum efnum í landi voru, og þurfa að heyja stríð við skæðan sjúkdóm um ára- tugi, þeir vita, að meira þarf til en góðar gáfur, að ganga í spor svona manns, það þarf sterkan persónuleika og sér- stök jákvæð lífsviðhorf. Ásberg Jóhannesson hafði af meðfæddri greind og með öflun þekkingar, eigi aðeins komið auga á hinar félagslegu rætur mannlegs ófarnaðar og félagslega lausn þessara vandamála, hann skildi manna bezt, að maðurian er sjálfur Nokkur minningarorð sinnar gæfu smiður, ekki einn út af fyrir sig, heldur í sam- starfi við aðra menn. Haun trúði á sigur mannvits og réttlætis í krafti samstarfs og samtaka. Hann var sósíalisti í orðsins sönnustu merkingu. Ýmsum þóttu ekki berkla- sjúklingar líklegir til stór- virkja fyrir 17-18 árum, þegar fámennur hópur þeirra hóf undirbúning að stofnun SlBS, og margir í þeirra eigin röð- um höfðu enn ekki öolazt trúna á sjálfa sig og samtaka- mátt sinn, því enn lá vanmátt- arkenndin og bölsýnin eins og mara á sálarlífi þeirra. Var það tilviljun að maður eins og Ásberg Jóhannesson skyldi verða einn í hópi þeirra berkla- sjúklinga, sem fyrstir sögðu vanmáttarkenndinni og böl- sýninni stríð á hendur og blésu í brjóst félaga sinna á hælunum félagslcgri sjálfsvit- und? — Var það nokkur til- viljun að hann skyldi verða einn af aðalhvatamönnum þess að berklasjúklingar efndu til sinna eigin samtaka, að einmitt hann skyldi stjórna fyrsta fundinum sem haldinn var með fulltrúum berklasjúk- linga víðsvegar af landinu til undirbúnings stofnun Sam- bands ísl. berklasjúklinga og að fyrir honum skyldi það liggja að verða einn traustasti og markvísasti forystumaður í samtakabaráttu þeirra næstu tvo áratugi? — Vissulega ekki. Ég hygg, að í fylgd með öðnim fjölþættum mannkost- um Ásbergs hafi hin mann- elska félagslega lífstrú hans og sigurvissa verið sá töfra- sproti, sem mest lýsti af í fari hans og meginskýring þeirr- ar frábæru hugprýði og bar- áttugleði, sem hann var gædd- ur. Aldrei sá ég þess merki að hin langa hælisvist og veik- indi liefðu beygt eða lamað siðferðislega reisn hans. Slíkt er þeim einum gefið sem vita sig tilheyra mikilli hugsjón á sigurbraut, fyrir þá skiptir þeð ekki meginmáli hvort sá sigur vinnst að þeim sjálfum lífs eða liðnum, ef rétt horf- ir. „Glaður og reifur skyli gumna hVterr, unz sinn bíður bana“. Það var andi breið- firzkrar sjóhetju og bamings- manns, borinn upp af sigur- vissunni fyrir réttlætisins hönd, sem gat hafið þennan mann yfir eigið böl, gætt hann frjórri starfsgleði og gefið honum kraft til að breyta hinu lifandi umhverfi sínu til bóta fyrir sjúka fé- laga sína og gaf honum giftu til að verða einn þeirra ein- staklinga, sem SlBS og öll þjóðin stendur í þakkarskuld við. Verk þessa manns munu ekki aðeins halda á lofti minn- ingu hans á ókomnum tíma; minning Ásbergs Jóhannes- sonar mun gefa veikum trú á lífið og styrk til að berj- ast til sigurs. Það er gott að liafa kynnzt slíkum manni og átt hann að vini. Jón Rafnsson. Ásberg Jéhannesson F. 15/9 1902. D. 13/9 1955. í dag verður gjörð bálför Ásbergs Jóhannessonar, gjaldkera að Reykjalundi. Við félagar hans í stjórnum Sambands ísl. berkla- sjúklinga og Vinnuheimilisins að Reykjalundi látimi í ljós söknuð, er við horfum á bak samstarfsmanni, sem staðið hefur í fylkingarbrjósti samtaka okkar frá fyrstu tíð. Einnig viljum við í nafni allra berklasjúklinga færa lionum þakkir fyrir trúa og dygga varðstöðu, sem stað- in var til dauðadags um heiður og sóma sambands okk- ar. Við þökkum drengskap og ráð, sem hverju máli vís- aði til betri vegar. Við þökkum fölskvalausa vináttu í okkar garð. Eiginkonu Ásbergs Jóhannessonar, móður hans, syni og frændaliði vottum við samúð okkar. Stjórn S. I. B. S. Marhis Helgason Árni Einarsson Oddur Ólafsson Gunnar Ármannsson Guðmundur Jakobsson Júlíus Baldvinsson Þórður Benediktsson Stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi Ólafur Björnsson Höskiddur Ágústsson * Kjartan Guðnason Guðmundur Jóhannesson Jón Benjamínsson Vatnsrör Eftirtaldar slærðir af svörtum vatns- rörum fyrirliggjandi 1" l1/^” l1/^” 1%” 2” 2 y2” 3” 4 Rörin eru afgreidd frá vörulager okk- ar að Rauðará við Skulagötu LANDSSMI9JAN Slmi: 1680. 99

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.