Þjóðviljinn - 28.09.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.09.1955, Blaðsíða 1
VILIINN Miðvikudagur 28. scptember 1955 — 20. árg. — 218. tölublað Nýr þáttur ] um kvikmyndir hefst á 4, síðu blaðsins í dag og rríun eftirleiðis birtast á mið- vikudögum. Yerður forseti A.S.I. rek- inn úr Alþýðuflokknum? Morgunblaðið birtir opinská fyrirmæli til hægri klíkunn- ar um brottrekstur Hannibals og Helga Sæmundssonar Ta>lið er að hœgri klíkan í Alpýðuflokknum. hafi ein- seít sér að reka Hannibal Valdimarsson, forseta Alþýðu- sambands íslands, úr Alþýðuflokknum á flokksstjórnar- fundi sem verður síðari hluta næsta mánaðar. Einnig mun hún hyggja á að reka Helga Sœmundsson frá ritstjórn Alþýðublaðsins, og er honum gert að sök að hann hafi verið of linur í „baráttunni gegn kommúnismanum" og ekki sýnt Hannibal Valdimarssyni og Alþýðusambands- stjórn nœgan fjandskap. Þær fyrirætlanir hægri klík- unnar að ætla að reka forseta Alþýðusambands íslands úr Al- þýðuflokknum eru afleiðing af vitneskju hennar um það að vinstri samvinnu í verkalýðs- hreyfingunni og í stjóramála- baráttunni vex nú óðfluga fylgi um land allt. Er ætlun þeirra að hreinsa svo til í Alþýðu- flokknum að klíka Stefáns Jó- hanns verði einráð þar á nýjan leik, því heldur vilja þessir of- stækisfullu menn leggja flokk sinn að velli en taka upp skyn- samlega stefnu í þjóðmálunum. Eru aðgerðir þessar undirbúnar í samráði við forustumenn í- haldsins, enda hældist Morgun- blaðið mjög um yfir því s.l. sunnudag að nú yrði forseti Al- þýðusambandsins flokksrækur. Og blaðið gefur hægri klíkunni einnig góð ráð og bendingar opinberlega. Segir það að ,,kommúnistar“ vilji ,,í lengstu lög geta notað hann Peron bíður íararleyfis Peron fyrrverandi Argentínu- forseti hefst enn við í fall- bvssubát frá Paraguay í höfn- inni í Buenos Aires. Bíður hann eftir tryggingu fyrir því frá nýju stjórninni að honum verði leyft að halda óáreittum í útlegð til Paraguay. Sagt er að argentinsk yfirvöld bíði fyr- ir sitt leyti eftir loforði frá stjórn Paraguay um að Peron fái ekki að setjast þar að til frambúðar, en Paraguay liggur norðan að Argentínu. og sgtur í gær lauk í blaðinu fram- haldssögunni Illum feng, fyrra bindi af skáldsögu Hans Kirks um hernámsárin í Danmörku og það sem á eftir fór. í dag hefst svo síðara bindið, er nefnist Klitgaard og Synir. Er það álíka langt hinu fyrra, og mun ekki verða síðui vin- sælt. (þ. e. Hannibal Valdimarsson) til þess að vinna að hruni Al- þýðuflokksins. Væri sennilega hagkvæmast fyrir þá að hann yrði þar kyrr.“ Það er sem sé hagkvæmast fyrir „kommúnista" að foraeti Alþýðusambandsins verði kyrr i Alþýðuflokknum, en ráðið til að forða hruni flokksins er að reka hann! Gátu fyrirmælin ekki verið öllu skýrari — hverja trú sem Alþýðuflokksmenn kunna svo að hafa á heilindun- um. En hægri mönnunum finnst óhægara um vik að reka Hanni- bal sökum þess að Alþýðublaðið hafi verið of lint í baráttunni gegn honum og Alþýðusam- bandsstjórn. Þykir hægri klík- unni Helgi Sæmundsson hafa verið þungur í taumi og lítill á- hugamaður um „baráttuna gegn kommúnismanum“, og því eru nú einnig uppi tillögur um að reka hann frá Alþýðublaðinu sem fyrst, til þess að það geti orðið skeleggara vopn hægri klíkunnar en verið hefur. Einn- ig þær fyrirætlanir njóta öflugs stuðnings Morgunblaðsins, sem segir í gær í forastugréin að Alþýðublaðið hafi Gestapoaðferðir í Suður-Afríku Leynilögregla Suður-Afríku- stjórnar gerði í gær húsleitir hjá hundruðum manna og í skrif- stofum 48 félaga og samtaka víðsvegar um landið. f tilkynn- ingu frá dómsmálaráðuneytinu segir, að lögreglunni hafi verið falið að leggja hald á skjöl sem hún kynni. að finna og varpað gætu ljósi á baráttuna gegn kynþáttakúgunarstefnu hennar. Krefjast bóta af USA Á svæðisfundi alþjóða við- skiptasamtakanna GATT fyrir Vestur-Evrópu var það ákveðið í gær, að krefja Bandaríkjastjórn skaðabóta fyrir það tiltæki henn- ar að hækka toll á reiðhjólum þvert ofan í gerða samninga. Munu Bretland, Vestur-Þýzka- land, . Frakkland og Benelux- löndin standa að skaðabótakröf- „verlð venju fremur orðljótt og æsingakennt upp á síðkastið . . . Slíkur málflutningur af hálfu jafnaðarmannablaðs er ekki líklegur til þess að vinna stefnu þess hljómgrunn meðal íslenzku þjóðarinnar. Sannast hér enn sem fyrr, að ólán Al- þýðuflokksins ríður eklti við ein- teyming. I nálægum löndum eiga jafnaðarmenn góð og ábyrg blöð, sem ræða þjóðfélagsmál af hófsemi og stillingu. Og þar er mikið mark tekið á þeim og flokkum þeirra.“ Þarna birtist sem sé enn sama umhyggjan fyrir Alþýðuflokkn- um og gengi hans; það þarf að skipta um tón í Alþýðublaðinu taka upp „hófsemi og stillingu“ og þá mun mikið mark verða tekið á blaðinu og flokknum! Þessi skrif Morgunblaðsins sýna mætavel hvaða öfl standa á bak við hægri klíkuna í Al- þýðuflokknum og brottrekstrar- Framhald á 3. síðu. „Kýpurbúum sagt stríð á hendur“ Stephanopoulos, utanríkisráð- herra Grikklands, sagði í fyrra- dag að skipun sir John Hardings marskálks í embætti landstjóra á Kýpur sýndi, að brezka stjórn- in væri staðráðin í að fara með ófrið á hendur Kýpurbúum. H-arding sagði við fréttamenn í London í gær, að hann harm- aði þessi ummæli utanríkisráð- herrans, en lýsti jafnframt yfir að fyrsta verkefni sitt yrði að „koma á lögum og reglu“ á Kýp- ur, Eyjarskeggjar þar krefjast réttar til að ráða sjálfir framtíð sinni. Þorri Araba í Alsír býr við eymdarkjör. Myndin er Arabahverfinu í stórborginni Oran. Franska stjórnin komin í ogöngur í málum Alsir Tryggustu stuðningsmenn Frakka í hópi Araba snúa við þeim baki Stefna frönsku ríkisstjómarinnar í málum Alsír er komin í ógöngur.. I gær var aflýst aukafundi þingsins í Alsír. Hafði hann ver- ið boðaður til að ræða boðskap Faure forsætisráðherra um ný- i skipan mála þar. Strandhéruð Alsír eru talin Sendinefndin er komin til Peking Svohljóðandi skeyti barst í gær frá íslenzku æskulýðssendi- nefudinni til Kina : Peking 26. september. Komum hingað til borgarinn- ar í dag. öllnm líður vei, og biðjum að lieilsa. Böðvar. ■■■■■■■••••■■■< Ályktun 13. þings Iðnnemasambandsins: i i Hernámssamningnum sé fafarlaust sagt upp Á þingi Iðnnemasambands íslands, sem háð var um síðustu helgi, var samþykkt eftirfarandi ályktun mn hernámið; 13. þing I.N.S.Í. inótmælir liarðlega liinu bandaríska hernámi, sem leitt hefur verið yfir þjóðina. Þingið álítur að íslenzku þjóðinni, menuingu hennar og öllu atviimu- lífi stafi mikil hætta af dvöl hins erlenda herliðs í land- inu. Um leið og 13. þing I.N.S.I. krefst þess, að Alþingi og ríkisstjórn segi tafarlaust upp herverndarsanmiiign- um, hvetur þingið öll félagasamtök til þess að samræma nú þegar allar aðgerðir sínar til þess að fá samningn- um sagt upp. hluti af Frakklandi og þaðan eru kosnir þingmenn á þingið í París. Auk þess er sérstakt þing í Alsír, skipað jafnmörgum fulltrúum Frakka og Araba þótt Arabar séu langtum fjölmenn- ari í landinu. Ástæðan til þess að aukafund- inum var frestað er að þing- menn Araba í Alsír og París samþykktu í fyrradag á sameig- inlegum fundi að hafna tillög- um Faure. Lýstu þeir yfir, að Alsírmenn myndu aldrei fallast á að landið yrði gert óaðskilj- anlegur hluti Frakklands, eins og forsætisráðherrann vill. Yfir- gnæfandi meirihluti landsmanna styddi kröfu þjóðernissinna- flokkanna um sjálfsstjórn. Þessi samþykkt kom eins og reiðarslag yfir frönsku stjórn- ina og yfirvöldin í Alsír. Arab- amir sem sæti eiga á þinginu í París og Alsír hafa hingað til til verið taglhnýtingar frönsku yfirvaldanna í sérhverju máli, enda er margsannað að Frakk- ar hafa beitt skefjalausum kosningafölsunum til að koma skjólstæðingum sínum að. Þyk- ir nú fok’ð í flest skjól fyrir Frökknm í Norður-Afríku, þeg- ar iafnvel bessir Arabar snúa við þeim bakinu. Sovéf^ iöf til naiið- sfaddra í USA Fulltrúi Rauða kross Sovét- | ríkjanna hefur afhent forseta j bandaríska rauða krossins ávís- Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.