Þjóðviljinn - 28.09.1955, Blaðsíða 10
iiuiiniiiiiHnmHitMfiiHviminmfniiiiliiuiiiuiimiBfiuiimiiiíPfiiiniHifiMiiiiHHiimiiinHiiiiiniimii
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. aeptember 1955
Út é Stóra-Skœling
Framhald af 7. síðu.
næstum beint fyrir framan,
og syndir svo annan spöl í
kafi. Það er alltaf gaman þeg-
ar hnísa kemur upp nærri
bátnum með sinn sívala grá-
svarta búk sem hefur sömu
gljáandi áferð og skrautmun-
ir úr brenndum leir; hún er
eins og lifandi skrautmunur
sem-snillingur hefur mótað til
að sýna hvaða lögun skuli
vera á þeim hlut sem vel á að
fara í sjó, og á því sviði getur
varla fullkomnara verk.
Það er raunar alltaf gaman
að sjá sel og hnísu og önnur
sjávardýr, og í Norðfjarðar-
flóa er oftast eitthvað af
þeim, og þessvegna er sjald-
an leiðinlegt að keyra um
hann. En þetta gaman getur
// lintiin íiíir.sj}jöt
SJ.RS.
Blöð
Tímarit
Frímf'iki
Filmur
SÖLUTURNINN
við Arnaihól
stundum orðið dálitlum uggi
blandið. Að minnsta kosti
varð mér um og ó þegar við
sáum hér stóra hvalinn. Við
vorum á leið út einn morgun,
og þá setti hann skyndilega
hausinn uppúr í um 200 metra
fjarlægð frá okkur og blés
svo að hvítur strókur stóð
eina 15 metra upp í loftið.
Síðan hélt hann áfram að
koma uppúr, lengi lengi, og
þegar bakugginn birtist, var
orðið svo langt fram á haus að
við héldum fyrst þetta hlyti
að vera sporðurinn, en þetta
var þá bakugginn, og skepnan
hélt áfram að koma uppúr,
og þegar sporðurinn birtist
var hausinn löngu kominn aft-
ur í kaf. Við áætluðum lengd-
ina á hvalnum, og okkur kom
saman um að hún mundi vera
um 30 metrar. Hann hefði ef-
laust getað gleypt litlu trill-
una okkar með öllu saman, ef
hann hefði haft lyst á henni,
en við reyndum að sannfæra
sjálfa okkur um að þetta væri
ekki búrhveli né nokkur önn-
ur tegund illhvelis, heldur
steypireiður sem er gamall
vinur sjómanna og ver þá
jafnan fyrir ásókn illhvelis.
Hvalurinn kom upp á sama
stað nokkrum sinnum í röð
og blés mikinn í hvert skipti.
Hann hefur sennilega verið
þarna í einhverju æti, enda
var mikið af kríu kringum
hann. 1 síðasta skiptið tók
hann ógurlegt viðbragð, um
leið og bakugginn kom uppúr,
og sporðurinn hófst einar
tvær mannhæðir í loft upp, og
siðan stakkst hann beint nið-
ur. Næst þegar við sáum hval-
inn, var hann kominn nokkuð
út fyrir Horn. Nú sáum við
hann reyndar ekki sjálfan, en
aðeins hvítu strókana sem
hann sendi uppúr blásturshol-
unni. Við gizkuðum á að
hann væri búinn að fara fjór-
ar mílur í kafi, eða álíka langt
og landhelgin íslenzka er
breið. Hann hafði farið þessa
vegarlengd á 4-5 mínútum.
Hann sendi nú upp fimm
stróka í röð; hefur viljað vera
búinn að anda vel, áður en
hann legði á hafið. Það var
tilkomumikil sjón að sjá þenn-
an hval, en það var líka gott
að vita hann farinn langt í
burtu.
Hnísan kemur upp enn á ný
örskammt frá okkur á bak-
borða. Væri byssan með,
mundum við geta reiknað út
hvar hún kæmi upp núna í
þriðja sinn, og kannski skotið
hana. Ég sé það á ívari hvern-
ig hann horfir á eftir hnís-
unni, að hann er að hugsa um
hvað gott væri að eiga garn-
irnar úr henni á fyrstihúsinu
til að beita þeim seinna í
sumar þegar ýsan kemur, því
að hnísugarnir eru bezta
beita sem hugsazt getur fyrir
ýsu. En þá blánar allt á svip-
stundu og verður kalt.
TEKKNE$KUR
jSKÓFATNAÐUR
er heimskunniir sakir gæða og hagkvæms verðs
Kaupmenn!
Kaupfélög!
Sem umboðsmenn á Islandi fyrir C3ENTROTEX, Footwear De-
partment, Prag, getum við boðið yður óvenjuf jölbreytt úrval af
hverskonar gúmmí-, striga- og leðurskófatnaði. Á skrifstofum
okkar höfum við bæði sýnishom og myndalista yfir skófatnað
þenna.
Sendið okkur pantanir yðar og mun CENTROTEX síðan senda
yður vörumar beint frá Tékkóslóvakíu. Gúmmí- og striga-
skófatnaður er á frílista, en leðurskófatnaður er háður venju-
legum gjaldeyris- og innflutningsleyfum.
Lárus G. Lúðvíksson
skóverzlun
Pósthólf 968 — Reykjavík
Th. Benjamínsson & Co.
Óli J. Ólason
Pósthólf 602 — Reykjavík
Umboðsmenn á íslandi fyrir
CENTROTEX
— Footwear Department —, Prag
Þjóðviljann vantar unglinga
til að bera blaðið til kaupenda í eftirtöldum hverf-
um frá næstu mánaöamótum:
Skjólin
Ránargata
Seltjarnarnes
Freyjugata
Grettisgata
Drápuhlíð
Gerðin
Vogar (2 hverii)
Sigtún
Kársnes
Talið við afgreiðsluna.
Þjóðviljinn, Skólavörðustíg 19. Sími 7500
Ríkisútvarpið
Sinfóníuhljómsveitin
TÖNLEIKAR
í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 30. sept. kl. 8.30 síðá.
Stjórnandi: Dr. Victor Urbajicie
Einsöngvari: Kristinn Hallsson
Viðfangsefni eftir Urbancic, Wirén, Haydn, Handei,
Verdi, Mozart og Borodin.
Aðgöngumiöasala í Þjóðleikhúsinu.
IHHMK •■■■■■■■■■•■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*,■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■•
Haf nar f j örður
Umsóknum um leikskólann veitt móttaka í
dagheimilinu n. k. fimmtudagskvöld kl. 8.30.
Dagheimilisnefndin
■■■•■■■■■■■i
!■■■■■■■■« ■■■■■!
!■■■■■■■■■■!
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■ ■■•■■■■■■nnii >■■■■>
Dráttarvextir
Dráttarvextir falla á tekju- og eignaskatt og
önnur þinggjöld álögð í Reykjavík 1955 hafi gjöld
þessi ekki verið greidd að fullu föstudaginn 7.
október n.k. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.,
5. ágúst síðastliðnum. Þetta tekur einnig til skatta,
sem teknir eru smám saman af kaupi.
Reykjavík, 26. september 1955
Tollstjóraskrifstofan
Arnarhvoli
•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
Námsflokkar Reykjavíkur
Innritun hefst mánudaginn 3. október. — Innritað
verður í Miðbæjarskólanum 1. stofu (gengið inn frá
norðurálmu frá Lækjargötu), kl. 5—7 og 8—9 síðdegis.
Kennsla hefst mánudaginn 17. október. Upplýsingar
um stundaskrá og námsgreinar verða gefnar við inn-
ritun. Kennslan fer fram kl. 7.45—10.20 á kvöldin.
Þátttakendur velja sjálfir éina eða fleiri námsgreinar.
Nánari upplýsingar í auglýsingu síðar i þessari viku.