Þjóðviljinn - 28.09.1955, Blaðsíða 6
tf) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. september 1955
Afturhaldið óttast endaíok
bandaríska hernámsins
Ver&i Sjálfstœðisflokkurinn ekki svipfur
völdum bindur hann Island fastar her-
stöSvakerfi Bandaríkjanna
r------------------------>
tllÓÐVILIINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurnn —
k------------------------v
Bakkðbræðurnir í
Kcpawogi
Fyrir tæpu ári fóru þremenn-
ingarnir Hannes félagfræðing-
ur, Þórður hreppsstjóri og Jón
Oauti hamförum í Kópavogi.
í>eir höfðu allt í einu eignazt
ihugsjón og baráttumál: Kópa-
vogshreppi skyldi breytt i bæj-
arféiag. Fluttu þeir ótal „rök-
semdir“ fyrir því hversu mikil-
vægt þetta væri, gengu hús úr
ihúsi í hreppnum og boðuðu
fagnaðarerindið og fengu að
lokum ráðamenn þjóðarinnar i
lið með sér. Það var flutt sér-
st#ikt lagafrumvarp á þingi til
þéss að tryggja að þjóðinni
bættist þarna nýr og sjálf-
stæður kaupstaður, og það voru
fluttar innfjálgar ræður um á-
huga. Kópavogsbúa á þessu
' Þ.i óðbr'famáli, lagðir fram
xmdinkriftalistar og málinu að
lókum trvggður framgangur af
éir.valsliði hernámsflokkanna.
Var því lýst sem miklum sigri
og hagsbótamáli fyrir Kópa-
vogsbúa; nú ættu þeir fyrir
hóndum bjarta framtíð sem
sjálfstætt bæjarfélag.
Þegar svo allt var komið í
kring var efnt til enn einna
kosninga —að þessu sinni bæj-
arstjómarkosninga. Voru sett
um það sérstök bráðabirgðalög
hvernig þessar kosningar ættu
að fara fram; því auðvitað voru
venjuleg landslög of ófullkom-
in fyrir hinn nýja kaupstað.
Og nú hefði mátt vænta þess
að þremenningarnir hefðu ekki
verið í vandræðum með kosn-
ingamálið, þeir gátu lýst sigri
sínum í kaupstaðarbaráttunni
og rakið hversu miklu þeir
befðu til vegar komið fyrir íbú-
ana í Kópavogi.
En þegar komið er að því að
tþremenningarnir hrósi sigri og
áfrekum frammi fyrir háttvirt-
tim kjósendum, gerist undrið
mikla. Þeir steypa sér allt í
■einu kollhnís og lýsa yfir því
áð þeir hafi verið að gera tóma
vitleysu í fyrra. Það nái ekki
nokkurri átt að gera Kópavog
að sérstökum kaupstað, heldur
beri að sameina hann Reykja-
vík sem allra frst. Það eitt
sé i samræmi við hagsmuni og
þarfir íbúanna. Og síðan biðja
þeir kjósendur að veita sér
hrautargengi til þess að þeir
geti lagt niður kaupstaðinn sem
þeir fengu stofnaðan með hvað
mestum bægslagangi í fyrra.
Það hefur margt kynlegt
gerzt í íslenzkri pólitík, en þó
eru þessir atburðir eflaust eitt
það stórfurðulegasta sem sögur
fara af — og það þótt leitað
væri til margra þjóðlanda til
samjöfnunar. Það er raunar
mesta furða að þeir Bakka-
bræður í Kópavogi, Hannes fé-
lagsfræðingur, Þórður hrepps-
stjóri og Jón Gauti, skuli
treysta sér til að líta upp á
nokkurn mann eftir þessa at-
burði. En dómgreindin er auð-
sjáanlega ekki þeirra sterka
hljð; hana þurfa kjósendurnir í
Kópavogi að leggja til.
Undirtektir Morgunblaðsins
og annarra málgagna Sjálf-'
stæðisflokksins við brottför
sovéthersins frá Porkkala hafa
orðið mönnum nokkuð undrun-
arefni. Dag eftir dag hafði
blaðið allt á hornum sér og var
ekki annað að sjá lengi vel
en það teldi mikla ógæfu hafa
dunið yfir „frændur vora
Finna“ að losna við rússneska
herstöð úr landi sínu, mörgum
áratugum áður en samnings-
tíminn var útrunninn.
>að er nú ljóst orðið að þeg-
ar um er að ræða brottflutning
erlends hers úr landi, þorir
Morgunblaðið og leiðtogar
Sjálfstæðisflokksíns ekki að
halda því fram að þeir telji
slíkt vel farið. Svo óttaslegn-
ir virðast ritstjórar Morgun-
blaðsins og leiðtogar Sjálfstæð-
isflokksins vera við þá tilhugs-
un að einnig íslendingar gætu
losnað við erlendar herstöðv-
ar úr landi.
En raunar eru þetta eðlileg
viðbrögð. Sjálfstæðisflokkurinn
er sá flokkur sem ákafast hsf-
ur barizt fyrir bandarískum
herstöðvum á íslandi. Á þeirri
baráttu hefur aldrei verið neitt
hik eða hálfvelgja. Allt for-
ingjalið flokksins, allur blaða-
kostur flokksins hefur óskað
eftir bandariskum herstöðvum
á íslandi og barizt fyrir því að
þær yrðu sem varanlegastar.
Allur Sjálfstæðisflokkurinn
hefur tekið á sig skilyrðislausa
ábyrgð á öllum þeim hættum
og hörmungum sem af erlcndu
hernámi hafa leitt og kunna að
leiða 'á íslandi. f hugum þjóð-
arinnar er Sjálfstæðisflokkur-
inn bandarískasti flokkurinn í
landinu, foringi hans sá sem
ávann sér auknefnið „hinn ís-
lenzki Laval“, ótútlegasta og
hreinræktaðasta gerð landráða-
manns sem fram hefur komið
í íslenzkum Stjórnmálum. Hef-
ur niðurlæging og smán fs-
lands líklega aldrei orðið meiri
en í viðskiptúm þess vesæla
Bandaríkj aþj óns við hina er-
lendu húsbændur' sína.
Með því að benda á þessar
staðreyndir -er engan veginn
verið að draga úr ábyrgð hinna
hernámsflokkanna, Framsókn-
arflokksins og Alþýðuflokksins,
á smán hernámsins og afleið-
ingum þess. Við hlið Bjarna
Benediktssonar mun íslands-
saga eiga rúm fyrir menn eins
og Eystein Jónsson, Stefán Jó-
hann Stefánsson og nokkra
fleiri sem ekki hikuðu við að
gerast samábyrgir um aðild
fslands að hernaðarbandalagí
Bandaríkjanna og staðsetningu
bandarískra herstöðva á fs-
landi. En í báðum þessum
flokkum hefur komið fram
meiri andstaða gegn afsali
landsréttinda og bandarísku
hernámi en í Sjálfstæðisflokkn-
um. >að gefur fyrirheit um að
flokkar þessir kunni að snúa
af smánarvegi hernámsins og
fólkið í þeim taki fyrr eða síð-
ar höndum saman við andstæð-
inga hernámsins í öðrum flokk-
um, hvað sem líður andlegri
líðan afturhaldsforystunnar í
flokkunum, og fastheldni henn-
ar við landráðastefnu Sjálf-
stæðisflokksins.
Andstaðan gegn hernáminu
fer ört vaxandi. Árum saman
urðu sósíalistar að heyja þá
baráttu nær einir. Sú barátta
varð árangursrík, og mun þess
lengi minnzt hver úrslitaáhrif
sú barátta hafði og hefur að
vekja þjóðina til vitundar um
þjóðsvikin miklu og til and-
stöðu við hernámið. Það er ár-
angur þeirrar þaráttu að nú
síðustu árin hafa fleiri og fleiri
risið upp til þátttöku í hinni
nýju sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga. Svo er nú komið að þeir
tveir aðilar sem mesta hags-
muni telja sig hafa af banda-
rískum herstöðvum á íslandi,
bandaríska afturhaldið og aft-
urhaldið á íslandi, eru farnir
að ugga um sinn hag. Þeim er
að verða það ljóst að haldi
andstaðan gegn liernáminu
áfram að aukast jafn ört og
orðið hefur síðustu árin er
þess ekki langt að bíða að
bandariska hernum verði vis^ð
burt af ísiandi og sú stefna
tekin upp að ljá engu erlendu
ríki fangstaðar á íslenzkri jörð.
=5SS=
Engir íslenzkir aðilar óttast
þessa þróun jafnmikið og Sjálf-
stæðisflokkurinn og nánustu
afturhaldsbandamenn hans í
öðrum flokkum, menn eins og
Eysteinn Jónsson og Stefán Jó-
hann Stefánsson. í þessum ótta
afturhaldsins íslenzka við
brottför Bandaríkjahersins af
íslandi sér hið erlenda her-
námsstórveldi sína einu von.
>ví er nú allt gert til að
treysta hagsmunabönd forkólfa
Sjálfstæðisflokksins og aftur-
haldsins í Framsókn við sjálfa
framkvæmd hemámsins.
Gróðafyrirtæki þeirra eru lát-
in vaða í hermangsgróða, og
eins er haldið að þeim um-
boðum fyrir bandarísk auðfé-
lög sem gefa drjúgan skilding
auðmönnum stjórnarflokkanna,
en þeir eru svo ríflega skatt-
lagðir í flokkssjóðinn. Engar
opinberar skýringar hafa feng-
izt á því hvernig bandaríska
sendiráðið á íslandi hefur var-
ið þeim 20 milljónum króna í
íslenzkum peningum, sem það
hefur fengið af mótvirðisfénu.
En það er alkunnugt að vinir
og stuðningsmenn bandarísks
hernáms á fslandi virðast ekki
þurfa að búa við fátækt þessi
ár, hvorki einstaklingar, fyr-
irtæki sé flokkar.
Bandaríska auðvaldið hefur
löngum talið að það gæti keypt
allt fyrir dollara sína. >að
hefur styrkzt í þeirri skoðun
við það að kynnast Laval-
manngerðinni meðal stjórn-
málamanna afturhaldsins í Ev-
rópu. En vonbrigðin miklu
koma þegar bandaríska aftur-
haldinu verður ljóst, að í lönd-
um bandarísku herstöðvanna
umgangast engir fúslega her-
námsliðið nema ráðherrar, her-
mangarar og skækjur. Þá
byrja lýsingarnar um ömurlegt
ástand í herstöðvunum að
streyma til bandarískra blaða.
Og þá vakna bandarískir
ráðamenn einn góðan veðurdag
upp við þann vonda draum að
Bandaríkjamenn eru vel á veg
komnir að ávinna sér óvild,
hatur og fyrirlitningu fólksins
í herstöðvalöndunum.
Fyrsta viðbragðið er að ausa
meiri dollurum í þá sem falir
eru. Það er verið að gera
þessi missirin við hermangs-
liðið íslenzka. En brátt kemur
að því, að það dugar ekki
heldur. Fólkið gerir upp við
ábyrgðarmenn hernámsins. Það
sviptir innlendu landsölumenn-
ina völdum og heimtar rétt
sinn af hinu erlenda her-
veldi, sem smeygði herstöðv-
arfjötrinum á þjóðina með
hjálp Sjálfstæðisflokksins og
afturhaldsins í Framsóknar-
flokknum og Alþýðuflokknum.
Þá duga engir dollarar léngur.
íslenzka þjóðin ris upp, og
linnir ekki fyrr en hún hefur
þurrkað smán hemámsins af
landi sínu.
=SS25= j
í íslenzkum stjórnmálum er
þessi barátta nú fyrst og fremst
baráttan við Sjálfstæðisflckk-
inn. Meðan sá flokkur hefur
völd í landi, einn eða í sam-
vinnu við afturhaldið í öðrum
flokkum, vinnur þjóðin ekki
sigur í baráttu sinni gegn
bandaríska hernáminu. Bein-
asta leiðin til að vinna stóra
sigra í hinni nýju sjálfstæðis-
baráttu íslendinga er því að
þjóðholl öfl hvar í flokki ,sem
þau standa bindist samtökum
um að hnekkja valdi hins fjar-
stýrða Sjálfstæðisflokks, aðal
ábyrgðarflokks bandaríska her-
námsins á íslandi. Kjami í
þeirri samfylkingu þarf sam-
takst alþýða íslands að verða,
og samhugur verkamanna og
samstilling til hagsmunabar-
áttu og sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar er nú meiri en ver-
ið hefur um langt skeið.
Sjálfstæðisflokkurinn og hin-
ir bandarísku húsbændur hans
óttast þá þróun mála sem nú.
er að hefjast í íslenzkuna
stjórnmálum. Báðir þessir aðil-
ar óttast batnandi heimsástand,
batnandi friðarhorfur. Það er
á valdi þeirra fslendinga senx
vilja land sitt frjálst, vilja að
í stað smánar herstöðvanna og
herstöðvavinnunnar komi al-
hliða sókn til íslenzkrar ný-
sköpunar og velmegunar ís-
lendinga, að gera upp við nið-
urrifsöfl afturhaldsins, svipta
Sjálfstæðisflokkinn völdum og
heimta rétt þjóðarinnar af hinu
erlenda herveldi.