Þjóðviljinn - 28.09.1955, Blaðsíða 12
Samkomulag um 68 milljón króna við
skipti víð Tékkóslóvakíu undirrítað
Islendingar selja þangað allt að 8000 tonnum af
1 frystum fiski og 1000 tonnum af síld
S.l. laugardag var gengið frá samkomulagi um við-
skipti milli íslands og Tékkóslóvakítu á tímabilinu 1. sept.
1955 til 31. ágúst 1956. Gert er ráð fyrir að íslendingar
selji á þessu tímabili allt að 8000 tonnum af frystum fiski,
1000 tunnum af síld og auk þess ýmsar landbúnaðaraf-
úrðir, niðursoðnar fiskafurðir og fiskimjöl.
Heildarverömæti viðskiptanna er áætlað um 68 millj-
ónir króna á hvora hlið.
september 1955 til 31. ágúst
1956. Samkomulagið undirritaði
fyrir íslands hönd Bjarni Ás-
geirsson, sendiherra.
Samkomulág þetta er gert í
samræmi við ákvæði viðskipta-
samningsins milli íslands og
Tékkóslóvakíu, sem undirritað-
ur var í Reykjavík hinn 31.
ágúst 1954.
Samkvæmt nýjum vörulist-
um, sem samkomulaginu fylgja,
er gert ráð fyrir, að íslending-
ar selji til Tékkóslóvakíu á
tímabilinu allt að 8000 tonnum
af frystum fiski, 1000 tonnum
af síld, frystri og / eða salt-
aðri, 1000 tonnum af fiski-
mjöli, og auk þess ýmsum land-
búnaðarafurðum og niðursoðn-
um fiskafurðum.
Á móti er gert ráð fyrir
kaupum á ýmsum vörutegund-
um frá Tékkóslóvakíu, svo
Utanríkisráðuneytið sendi
Þjóðviljanum fréttatilkynningu
um viðskiptin í gær, og fer hún
hér á eftir:
„Laugardaginn 24. þ.m. var
undirritað í Prag samkomulag
um viðskipti milli íslands og
Tékkóslóvakíu á tímabilinu 1.
Tefla við Pilnik
'Árgentínski skákmeistarinn
Pilnik kom hingað í gærkvöld
pg; annað kvöld er fjöltefli við
hánn í Skátaheimilinu. Á sunnu-
■ ->í
daginn hefst skákmót Taflfélags
Reykjavíkur með þátttöku hans
og hefur nú verið ákveðið að
eftirtaldir íslendingar tefli með
ihönúm: Guðmundur Pálmason,
Ingi R. Jóhannsson, Baldur
Möller, Arinbjörn Guðmunds-
son, Jón Þorsteinsson, Guð-
mundur Ágústsson, Þórir Ólafs-
son, Ásmundur Ásgeirsson, Jón
Einarsson.
Safn hannyrða-
mynztra gefið
Þjóðminjasafninu
sem: járn- og stálvörum, vefn-
aðarvörum, leður- og gúmmí-
skófatnaði, asbesti, vírneti og
gaddavír, bifreiðum, vélum,
gleri og glervörum, sykri, sem-
enti, pappírsvörum, rafmagns-
vörum o. fl.
Samkvæmt vörulistum er
heildarverðmæti viðskiptanna
áætlað um 68 milljónir króna
á hvora hlið.
1 íslenzku samninganefndinni
átti sæti, auk sendiherra, dr.
Oddur Guðjónsson, forstöðu-
maður Innflutningsskrifstof-
unnar.“
HlðÐVILllNM
Wiðvikudagur 28 september 1955 — 20. árg. — 218. tölublaó
Mikill afli á nýjum karfamiðum
Siglufjarðartogararnir fylltu sig á 3-—4
sólarhringum
Siglufirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Ný karfamið eru nú fundin um 120 sjómílur í norð-
vestur af Patreksfiröi og er þar mjög mikinn afla að fá.
Togarinn Elliði lagði í gær^
upp 280 tonnum af karfa og í
dag kom Hafliði með á að gizka
330 tonn. Afla þennan fengu
togararnir á nýju miðunum á
3—4 sólarhringum. Mikil vinna
er nii hér i bænum í sambandi
við vinnslu karfans, en hann er
unninn í tveimur hraðfrystihús-
um.
' . :‘V"Í
Mesta verðhrun í 25 ár við
veikindi Eisenhowers
Mesta kauphallarverðhrun síðan í kreppunni miklu
öndverðri varð í Bandaríkjunum við fregnina um veikindi
Eisenhowers forseta.
Fjármálafréttaritarar í New
York segja að verðfallið á kaup-
höllinni þar stafi af þvi að kaup-
sýslumenn telji að Eisenhower
verði ekki í framboði í næstu
forsetakosningum og republik-
Egyptar kcrapa vopn
í Tékkóslóvakíu
Vesturveldin settu óaðgengileg skilyrði
fyrir vopnasölu, segir Nasser
Nasser, forsætisraðherra Egyptalands, skýrði frá því
í gær að stjórn sín hefði samið um vopnakaup frá Tékkó-
slóvakíu.
Inga Lárusdóttir
\
Hinn 7. nóvember 1949 and-
aðist ungfrú Inga Lárusdóttir í
Reykjavik. Hún var mjög vel að
sér um allt, sem að hannyrðum
laut, liafði lengi safnað hann-
yrðamynztrum ýmiskonar og lét
eftir sig mikla syrpu þess efn-
is. Síðan ungfrú Inga lézt, hafa
ýmsar konur spurzt fyrir um
safn þetta og óskað eftir að fá
mynztur úr því til þess að vinna
eftir þeim.
Nýlega hafa erfingjar ungfrú
Ingu, sem eru börn frú Ólafar
Magnúsdóttur I Víðinesi, afhent
Þjóðminjasafni íslands safn
hennar að gjöf. Geta því. konur
þær, sem hagnýta vilja þessi
mynztur, snúið sér þangað fram-
vegis.
Nasser sagði í útvarpsræðu,
að samkvæmt viðskiptasamn-
ingi myndi Tékkóslóvakia selja
Sgyptalandi þung hergögn sem
Sgyptar geta ekki framleitt
ijálfir.
Forsætisráðherrann rakti til-
raunir stjórnar sinnar til vopna-
kaupa frá því Farúk konungi
var steypt af stóli. Hann kvaðst
fyrst hafa snúið sér til Yestur-
veldanna. Þau hefðu boðið vopn
eins og Egyptar vildu, en sett
skilyrði sem ósamrýmanleg hefðu
verið sjálfstæði landsins.
Franska stjómin hefði sett það
Lyfjafræði-
kennslunefnd
skipuð
Heilbrigðismálaráðherra, Ing-
ólfur Jónsson, hefur skipað
nefnd til þess að gera tillögur
um framtiðarskipan lyfjafræði-
kennslunnar í landinu og eru í
nefndinni Baidur Möller, full-
trúí í dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu, Guðni Ölafsson,
apótekari, og Ólafur Ólafsson,
lyfjafræðingur.
■ (Frá heilbrigðismála-
ráðuneytinu).
skilyrði fyrir vopnasölu að
Egyptar hættu að láta í ljós
samúð með sjálfstæðisbaráttu
trúbræðra sinna í frönsku ný-
lendunum í Norður-Afríku.
Bandaríkjastjóm hefði sett það
skilyrði að Egyptaland gengi í
hemaðarbandalag við Bandarík-
in. Brezka stjórnin hefði sett
svipuð skilyrði.
Kvaðst Nasser hafa snúið sér
til ýmissa annarra rikja eftir
þessar undirtektir. Sum hefðu
svarað jákvætt en önnur ekki.
Ákveðið hefði verið að taka
boði Tékka, vegna þess að þeir
buðu vopn á hreinum viðskipta-
grundvelli án allra pólitískra
skilyrða.
Áður en Nasser hélt ræðu
sína hafði brezka utanríkisráðu-
neytið tilkynnt, að því hefði
borizt vitneskja um /að Egyptar
hefðu ákveðið að kaupa vopn af
Sovétríkjunum.
Sovétgjöf til USA
Framhald af 1. síðu.
un á 175.000 dollara. Er þetta
gjöf til þess fólks, sem beð-
ið hefur tjón af völdum hvirfil-
byljanna sem gert hafa usla á
austurströnd Bandaríkjanna í
haust.
anar muni því tapa þeim. Verði
þá stjórnarstefnan ekiti lengur
eins hliðholl atvinnurekendum
og verið hefur síðustu árin. í
gær hækkuðu verðbréf aftur
nokkuð í verði en náðu hvergi
nærri þvi verði sem var á þeim
fyrir hrunið
Batahorfur góðar
Læknar Eisenhowers segja að
vel horfi með bata eftir blóð-
tapann sem hann fékk í krans-
æðakerfi hjartans. 1 fyrradag
gat hann verið utan súrefnis-
tjalds í næstum klukkutíma og
í fyrrinótt svaf hann nær sam-
fleytt í tíu klukkutima.
Brownell, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
• hann vonaði að Eisenhower
hresstist 'svo fljótt að hann
þyrfti ekki að kveða upp neinn
úrskurð um það, hvemig haga
beri yfirfærslu forseetavaldsins
til Nixons varaforseta um
stundarsakir.
Adenauer sakaður
um njósnir
%
Það vakti mikla athygli í
Vestur-Þýzkalandi í gær að rétt-
arhaldi í meiðyrðamáli var af-
lýst í Hannover. Höfðu ekki
minni menn en Adenauer for-
sætisráðherra, Blankenhorn, full-
trúi Vestur-Þýzkalands i aðal-
stöðvum A-bandalagsins, og aðal-
ræðismaðurinn i New York höfð-
að mál gegn manni að nafni
Scheider og ábyrgðarmanni
fréttatímaritsins Spiegel. Hafði
Spiegel það eftir Scheider, að
hann hefði verið njósnari ,i
þjónustu Frakka og þá komizt
að því að þeir þremenningarnir
hefðu látið Frökkum í té leyni-
lega hernaðaráætlun þýzka her-
foringjaráðsins. Réttarhöldunum
var aflýst vegna þess að Aden-
auer og embaéttismenn hans
féllu frá málshöfðun.
Fyrirlestur
dr. Seyffarths
Norski læknirinn Henrik Seyf-
farth, sem staddur er hér á
landi, flutti í gærkvöld síðari
fyrirlestur sinn um atvinnu- og
þreytusjúkdóma. Flutti hann fyr-
irlesturinn í Tjarnarbíói, fyrir
nær fullu húsi.
í erindi hans komu fram
margir athyglisverðir hlutir, og
útskýrði hann mál sitt með „lif-
andi dæmum“: smátilraunum
með tvær litlar telpur, unga
stúlku og roskinn karlmann.
Vegna þrengsla í blaðinu verð-
ur nánari frásögn af erindinu
að bíða morguns.
Fangelsaður fyrir
skrif sín
Frönsk yfírvöld vörpuðu í gær
blaðamanni að nafni Robert
•Barrett í fangelsi d París. Til-
ikynnt var að hann yrði ákærður
fyrir að „láta undir höfuð leggj-
ast að fordæma glæpi sem stofna
öryggi Frakklands i voða.“
Hafði Barrett átt viðtal við einn
af foringjum skæruliða Araba
sem berjast gegn Frökkum í
Alsír.
Franco hnýr á
dyr SM>
Stjórn Francos á Spáni hef-
ur sótt um upptöku í SÞ.
Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna,
lýsti) þegar í stað yfir að hann
myndi styðja upptökubeiðnina.
Á fyrsta allsherjarþinginu
1946 var samþykkt, að Spánn
gæti ekki fengið upptöku i SÞ
meðan Franco væri við völd.
Utanríkisráðherrar Vesturveld-
anna, þeir Dulles, Macmillan og
Pinay, ræddust við í New York
í gær um væntanlegan fjór-
veldafund í Genf í næsta mán-
uði.
Munið bálahappdrætii Þjóðviljans - Dregið tvisvar.