Þjóðviljinn - 28.09.1955, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3S
Alyktanir 13. þings Iönnemasambands íslands:
Lágmarkslaun iðnnema nægja
ekki fyrir framfærslu þeirra
Nœgilegt fjármagn verSi útvegaS til
framkv. á hinum nýju lögum um dagskóla
Á nýafstöðnu þingi Ið'nnemasambands íslands var
m. sl rætt um launamál iðnnema og í því efni samþykkt
eftirfarandi ályktun:
„13. þing I. N. S. í. ítrekar
enn einu sinni . þá kröfu sína
um hækkun lágmarkslauna iðn-
nema upp í:
40% af kaupi sveina á 1. ári
50% — — — — 2. —
60% — — — — 3. —
70% — — — — 4. —
Þrátt fyrir þá hækkun lág-
margslauna iðnnema, sem fékkst
á þessu ári, telur þingið, að þau
hrökkvi hvergi nærri fyrir fram-
færslu þeirra. Þingið vítir Iðn-
fræðsluráð harðlega fyrir að
hafa ekki þegar hækkað kaup
iðnnema upp í fyrrgreint lág-
mark og vill í því sambandi
benda á, að hækkun sú, sem
fékkst á þessu ári, er einungis
knúin fram með harðfylgi þeirra
sveinafélaga, sem áttu í kjara-
deilu, þegar hækkunin fékkst,
og álítur þingið að með þeirri
afgreiðslu réttlætismála iðnnema
hafi Iðnfræðsluráð sýnt, áð það
sinnir ekki eða er ekki fært um
að ákveða lágmarkslaun iðn-
nema.“
Þá samþykkti þingið eftirfar-
andi ályktun um iðnskólann og
iðnnámið:
„13. þing I. N. S. f. lýsir á-
nægju sinni yfir þeim árangri
í hagsmunamáli iðnnema, sem
náðist á sl. alþingi, að iðnskól-
ar skuli vera dagskólar. Vonast
þingið fastlega til þess, að allir
iðnskólar landsins uppfylli þær
kröfur hinna nýju laga um iðn-
skóla, að allir skólarnir verði
nú þegar dagskólar. Um leið
krefst þingið þess, að öll ákvæði
laganna komi nú þegar til fram-
kvæmda. Verði í þeim efnum út-
vegað nægilegt fjármagn til
þeirra framkvæmda. Sérstaklega
vill þingið vekja athygli á þeim
kafla Jaganna, sem tekur yfir
það að iðnskólar geti sjálfir út-
skrifað iðnsveina. Telur þingið
mjög nauðsynlegt, að sú deild
skólans taki nú þegar til starfa.
13. þing I. N. S. í. lýsir einnig
Forseti A.S.Í. rehinn?
Framhald af 1. síðu.
fyrirætlanir hennar. Og Stefán
Jóhann og félagar hans virðast
staðráðnir í því að hlýðnast
fyrirmælum íhaldsins, reka og
halda áfram að reka, þótt ekkert
verði eftir að lokum nema klík-
an sjálf.
yfir fullkomnu samþykkti við
álitsgerð þá, sem stjórn I. N. S.
í. sendi alþingi, varðandi frum-
varp ríkisstjórnarinnar til laga
um iðnskóla, sem lagt var fyrir
alþingi 1954.“
Þar er meiri óherzla lögð
á somrœður en þýðingar
Málaskóli Halldórs Þorsteinssonar heísf
15. okt. í Kennaraskólanum
Málaskóli Halldórs Þorsteinssonar hefst að þessu sinni ekki
fyrr en 15. október, en innritun nýrra og gamalla nemenda m
þegar hafin og fer fram i Félagsbókbandinu Ingólfsstræti 9.
Enda þótt kennsla verði í að-
alatriðum eins og áður, verður
enskunemendum gefinn kostur
á að velja um flokka, þar eð í
sumum þeirra verða 3 kennslu-
stundir á viku, en aftur á móti
aðeins 2 í öðrum.
Bók eítir Brynjúlí írá Minna-Núpi
Dulrænar smósögur
„teknar eftir skilgóðum heimildum"
Menningar- og* fræöslusamband alþýðu hefur gefiö
út bókina Dtdrænar smásögur, er Brynjúlfur frá Minna-
Núpi skráöi á sínum tíma, en Guöni Jónsson skólastjóri
hefur nú búiö til prentunar.
Fyrri hluta þessa safns gaf
Brynjúlfur frá Minna-Núpi út
árið 1907, og nefndi bókina
Dulrænar smásögur I. Mun
hann hafa ætlað að framhald
yrði á útgáfunni, en svo varð
þó ekki; en í handriti lét hann
eftir nokkurt safn samskonar
sagna, og er það þetta safn
allt sem nú er komið út. Seg-
ir dr. Guðni Jónsson að sögurn-
ar séu prentaðar með öllu ó-
breyttar frá því sem höfundur-
inn gekk frá þeim, nema fá-
einar smávægilegar villur eru
leiðréttar.
HAPPDRÆTTI ÞJÖÐVILIANS HAPPDRÆTTI ÞJÖÐVILIANS HAPPDRÆTTI ÞIÖI
M-t
wj
w
oo
Í23
w;
Þ>
ffi
o
►Q,
*—i
E-h
E-h
Ctí
Q
Oh
Ph
w;
ffi
co
!25
w;
>
Q
O
►P
H-4
E-
E—
fed
Q
Cri
Ph
w:
w
co
w;
Einn
• Ae •
m í o í
veitir
möguleika
til
að
eignast
Hverri
happdrættismiðablokk
(10 miðum) jylgir
Verðlauna-
krossgáta
1. verðlaun br. 1000,00, 2. verðlaun fcr. 600.00,
3. verðlaun kr, 400.00,
-'O
ið
Verðlaunamyndagáta
verðlaun kr. 1000.00, 2. verðlaun kr. 600.00,
3. verðlaun kr. 400.00.
w;
w
co
Í25
w:
>
Q
S
a
i—i
E-
E—
«
Q
Ph
P.
w;
w
to
tZ!
WJ
>
Q
O
H..
A
►—i
E-
E-
PG
Q
P,
P.
w;
m
co
!2fe
£
l—I
>
í stuttum Eftirmála er fylgdi
Dulrænum smásögum I. 1907
segir Brynjúlfur frá Minna-
Núpi meðal annars:
„Því vildi ég koma sögun-
um á prent, að ég veit, að
fleiri eða færri þeirra munu.
hvort sem er, berast til seinni
manna, en þá ýktar og afbak-
aðar, ef eigi er betur fyrir séð.
En þeir munu heldur vilja fá
þær sannar og réttar. Þeir
munu á sínum tíma verða svo
vel að sér, að þeir geti, í þess-
um efnum sem öðrum, dæmt
rétt, ef rétt erundir flutt: (let-
urbr. höf.) gefið óþvingaðar
skýringar á hinu dularfulla í
sögunum og séð með vissu, að
hverju leyti slíkt er í manni
sjálfum, og að hverju leyti það
kann að stafa frá utan að kom-
andi dularáhrifum. Hver veit,
nema það verði vísindalega
uppgötvað, að heili manns hafi
frá náttúrunnar hendi fengið
móttÖkuáhald fyrir áhrif úr
heimi leyndardómsins, en að
þetta áhald hafi smám saman
hætt að þroskast, af því nær-
ingin hafi meir og meir dregizt
frá því til annarra áhalda heil
ans, sem menntunin lagði rækt
við.“
Bókin er 221 blaðsíða,
fylgir henni nafnaskrá.
og
I skólanum eru jafnt flokkaf
fyrir byrjendur eins og þá, sent
meira kunna, og er nemendum
svo skipað í flokka eftir kunn-
áttu og aldri, að svo miklu leyti
sem því verður við komið. Þrátt
fyrir það, að megin áherzla sé
lögð á það að kenna nemenduia
að hugsa og tala á erlenduin
tungum, þá eru helztu reglur
málfræðinnar engu að síðui”
kenndar bæði með munnleguua:
og skriflegum æfingum.
Reynslan hefur þegar sýnt'
það og sannað, að þeir nemend-
ur, sem hefja málanám me3>
miklum samtalsæfingum finna-
síður til þeirrar feimni, sem!
veldur því, að mörgum íslená-
ingum vefst svo oft tunga ura
tönn, þegr þeir eiga erindi við
útlendinga. Til þess að ráða bófe
á þessu verða nemendur að fa
æfingu í því að tala á því máli„
sem þeir hafa valið sér, endi
mun reynslan vera bezti kenn-
arinn.
I skóla Halldórs Þorsteinssoii-
ar er nemendum einlægt gefi‘5
tækifæri til að reyna sig, fyrst
á einföldum, margendurteknumí
spurningum, sem svo smáþygnj-
ast er fram í sækir. I framhalds-
flokkunum er reynt að auka
samtalshæfni nemenda m., a„
með því að fá þá til að segja'
frá ýmsu í samfelldu máli, ræða
áhugamál sín eða dægurmál„
sem vakið hafa athygli þeirra
o. sv. frv.
Þannig er lagt meira upp ú;í
talæfingum en tímafrekum þýð-
ingum, enda er fremur stefnt aJ$
þvi að gera nemendur samtals-
hæfa á erlendum málum en hinu!
að gera iþá að þýðendum, ein.'g
og flestir framhaldsskólar land®
ins virðast stefna að mecS
kennsluaðferðum sínum.
Innritun nýrra og gamalla
nemenda fer fram frá 5—7 síð-
degis á skrifstofu Félagsbók-
bandsins, Ingólfsstræti 9 og 3
síma 3036.
■P
i—i
E—
E-
pci
Q
P.
P.
w;
ÍXJ
bíla!
E—
E—
PC
«
Ph
Ph
Wj
w
HAPPDRÆTTI ÞIÓÐVILIANS HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVHLIANS HAPPDRÆTTI ÞJÓ3
Uppboð
Nauðungaruppboö verður haldið í tollskýlinu
á hafnarbakkanum, hér í bænum, föstudaginn 30.
sept. n. k. kl. 1.30 e. h., eftir kröfu Magnúsar
Árnasonar hdl. o. fl.
Seldar verða alls konar vefnáöarvörur tilheyr-
andi Vörumarkáðnum h.f., svo sem nærfatnaður
kvenna, karlaog barna, náttföt og náttkjólar, káp-
ur, kjólar, pils, skyrtur, kvenskór, drengjaföt,
vinnuföt, kjólaefni, gluggatjaldaefni, borödúkar,
handklæöi, sokkar o. m. fl.
Ennfremur verða seld útvarpstæki, samlagn-
ingarvél, ritvél, peningaskápur, stofuskápur,
sófasett og fleiri húsgögn og áhöld.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.