Þjóðviljinn - 28.09.1955, Blaðsíða 9
----Miðvikudagiar 28. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (&
M.s.
„Gullfoss
fer frá Reykjavík miðvikudag-
inn 28. þ. m. kl. 7 síðdegis
Leith og Kaupmannahafnar.
Farþegar mæti í tollskýlinu
vestast á hafnarbakkanum kl.
6 síðdegis.
H.f. Eimskipafélag Sslands
Myndin er af þýzkai hástökkvaranum Werner B'Áhr og var tekin á íþróttamóti í Kaup
i mannahöfn í fyrra mánuði.
Ensk knattspyrna
Það hefur um nokkra hríð
gengið manna á milli í Eng-
landi og víðar að aðalritari
enska knattspymusambands-
ins Sir Stanley Rous hefði hug
á að leggja fram breytingar á
núverandi deildaskipun í enskri
knattspymu.
Nú nýlega hefur Sir Stanley
Ftmleikar
skýrt nokkuð frá þessum til-
lögum sínum, og tillögurnar
ætlar hann að leggja fram og
skýra á fundi með stjórn deiid-
anna þriggja og snerta atvinnu-
knattspymuna.
Höfuðatriðið í tillögum hans
er það að stofnuð verði úrvais-
deild með 16—18 félög. Auk
þess gerir hann ráð fyrir 4
deildum með 20 félög hver. Með
þessu er ætlazt til að fleiri
komist að, en enginn þeirra
sem nú eru í deildunum missir
nokkurn rétt.
Ekki er vitað hvernig stjórn-
armenn deildanna taka þessum
tillögum. Þó hefur einn látið
orð falla á þessa leið : ,,Ef við
érum ailir sannfærðir um áð
þetta sé til gagns fyrir enska-
knattspyrnu, og eiginhagsmuii-
ir látnir víkja getur tillagan.
orðið blóðgjöf fyrir brezka
knattspyrnu“.
Á sunnudaginn kemur keppá
Bretar við Dani og fer leikur-
inn fram í Kaupmannahöfa.
Bretar hafa valið lið sitt pg
hafa með tilliti til leikjann?.
heima í Bretlandi, um helgina
valið sinn manninn úr hverju
félagi, en þeir eru: Baynhani
(Luton); Hall (Birmingham i :
Byrge (Manchester U.); Mc
Grory (Huddersfield) Wright
(Wolves); Dickinson (Ports-
mouth); Matthews (Blackpooí)
Revie (Manchester City);
Lofthouse (Bolton); 'Bradford
(iBristol); Finney (Preston)'
Varamaður: Andersen (Sunder-
land).
Á laugardag og mánudag
fór Reykjavíkurmeistaramótið í
frjálsum íþróttum fram. Þátt-
taka í móti þessu var minni en
gera hefði mátt ráð fyrir, ef
leggja á til grundvallar þann á-
gæta árangur sem náðst hefur
í sumar : frjálsum íþróttum og
þær ágætu utanfarir sem farnar
hafa verið nú í ágúst og sept-
ember.
Forráðamenn frjálsíþrótta-
deildar KR töldu að mótið hefði
ekki verið auglýst með nægum
fyrirvara og kváðust ekki taka.
þátt í því sem slíku. íþróttasíð-
an . sneri sér því til formanns
f r j álsíþróttaráðs Reyk j a víkur,
Sigurjóns Þorbergssonar, og
spurði hann um gang þessa leiða
máls, og fórust honum orð á
þessa leið:
— Upphaflega var ákveðið
að mót þetta skyldi fara fram
rétt fyrir landskeppnina við
Holland. Það þótti þá of nærri
þeirri keppni og ákveðið að
fresta því. Vegna þess hve völl-
urinn er mikið notaður reyndist
erfitt að fá tíma fyrir mótið.
Þann 11. ágúst er svo ákveð-
ið á fundi að fresta því enn
þar til eftir 20. sept., og var
fullt samkomulag um það og
hefðu öll félögin átt að gera
ráð fyrir að fyrsta tækifæri
yrði notað eftir þann tíma.
Þessi frestur var veittur vegna
utanfara ÍR og KR. Ég skal
játa að auglýsingafresturinn
var of stuttur, en áleit að á-
kvörðunin frá 11. ágúst rétt-
Iætti það að nokkru. Reynt var
að fá samkomulag um þetta t.d.
að þetta yrði þá meistaramót
en ekki stigamót, en það reynd-
ist árangurslaust, sagði Sigur-
jón að lokum.
Á öllu þessu má sjá að svo
gæti farið að ekki aðeins mótið
væri misheppnað, það gæti haft
leiðinleg eftirköst.
Er leitt til þess að vita ein-
mitt þegar frjálsíþróttamenn
þurfa að standa sem fastast
saman, á þeim tíma þegar ver-
ið er í óða önn að byggja upp
það sem hrundi svo ótrúlega
fljótt á sínum tíma.
Árangur í sumum greinum
þessa móts var góður. T.d. ár-
angur Hilmars Þorbjörnssonar
í 100 m og 200 m. — 10.7 og
22.3. Árangur í kringlukasti var
líka góður, þar sem Hallgrím-
ur kastaði 50.46 og þeir Frið-
rik Guðmundsson og Þ. Löve
köstuðu báðir 48,08.
Þórir Þorsteinsson hljóp 400
m keppnislaust á 50.2. Þrí
stökkið var líka skemmtilegt og
góður árangur náðist. Skildi að-
eins einn sm. þessa tvo kappa
sem þar kepptu, en það voru
þeir Daniel Halldórsson og
Björgvin Hólm, stukku þeir
13.60 og 13.59 og hefur Björg-
vin Hólm ekki fyrr stokkið yfir
13 metra.
Þess má líka geta að Val-
björn Þorláksson (KR) stökk
þarna stangarstökk í lok keppn-
innar (ekki þátttakandi) og fór
léttilega yfir 4 metra klæddur
fullum æfingabúningi.
Annars urðu úrslit sem hér
segir:
■ máyjji!
100 m
Hilmar Þorbjörnsson Á 10.7
Daníel Halldórsson ÍR 11.3
Dagbjartur Stígsson Á 11.3
200 m
Hilmar Þorbjörnsson Á 22.3
Guðm. Vilhjálmsson ÍR 22.9
Þórir Þorsteinsson Á 23.0
400 m
Þórir Þorsteinsson Á. 50.2
Daniel Halldórsson ÍR 53.2
Karl Hólm ÍR 55.7
800 m
Dagbjartur Stígsson Á 2.02.8
Sigurður Guðnason ÍR 2.09.9
Ingimar Jónsson IR 2.11.5
1500 m
Sigurður Guðnason IR
4.30.2
5000 m
Sigurður Guðnason ÍR 16.22.0
400 m grind
Þórir Þorsteinsson Á 58.2
Daníel Halldórsson ÍR 59.6
110 m grind
Pétur Rögnvaldsson KR 15.4
Björgvin Hólm ÍR 17.5
Daníel Halldórsson tR 18.0
Hástökk
Sigurður Lárusson Á 1.76
(Björgvin Hólm ÍR 1.71
Valbjörn Þorláksson KR 1.65
Langstökk
Daniel Halldórsson IR 6.53
Helgi Bjömsson ÍR 6.48
Björgvin Hölm IR 6.14
Stangarstökk
Heiðar Georgsson ÍR 3.50
Bjami Linnet ÍR 3.35
Magnús Pálsson ÍR 3.15
Þrístökk
Daniel Halldórsson tR 13.60
Björgvin Hólm IR 13.59
Kringlukast
Hallgrímur Jónsson Á 50.46
Friðrik Guðmundsson KR 48.08
Þorsteinn Löve KR 48.08
Kúluvarp
Skúli Thorarensen ÍR 14.31
Hallgrímur Jónsson Á. 14.10
Friðrik Guðmundsson KR 12.67
Spjótkast
Björgvin Hólm ÍR 48.32
Helgi Björnsson IR 46.74
Skúli Thorarensen IR 45.69
Sleggjukast
Þorvarður Arinbjarnarson
Keflavík 48.21
Friðrik Guðmundsson KR 47.54
Einar Ingimundarson Keflav.
45.63
Þorsteinn Löve KR 43.90
Marteinn Guðjónsson ÍR 33.06
Þorvaður og Einar kepptu
sem gestir. Séu KR-ingar ekki
með í mótinu verður Marteinn
því Reykjavíkurmeistari.
Þessar rnyndir eru af tveim
beztu fimleikamönnum Dana,
Freddy Jensen er á þeirri efri,
Bjarne Jörgensen á þeirri neðri.
Jofnfefli
í •» •,
í Búdapest |
■
■ _ ■ _ ■
Landsleik Ungrverjalands |
og Sovétrikjanna í knatt- :
■
spyrnu sem háður var í i
Búdapest á sunnudaginn •
lauk með jafntcfli 1:1. |
Sovétrikin xmnu hinsveg- •
ar leik B-li'ðanna sem háð- j
ur var í Moskva með 4:2. j
Heimsmeistarinn í þungavigS
hnefaleika, Rocky Marciano, gaf
þá óvæntu yfirlýsingu eftir leik-
inn s.l. miðvikudagskvöld, er
hann sigraði Archie Moore á
rothöggi í 9. lotu, áð hann hefðt
hugsað sér að leggja hanzkana
á hilluna fyrir fullt og allt cg
hætta allri keppni.
Það er ekki af því að ég
vilji sjálfur hætta keppni, sagði
Marciano í búningsherberginu
að loknum leik, heldur er þetia
heitasta ósk konu minnar og
móður.
Sigur Marciano á miðviku-
daginn var 43. sigur hans á
rothöggi. Áhorfendur. að leiknums
voru rúmlega 60 þús. og greiddut
um 15 millj. króna í .aðgangí-
eyri.
# ÍÞRÓniR
RITSTJÓRS FRtMANN HELGASON
w„--------------------—
Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum