Þjóðviljinn - 29.09.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.09.1955, Blaðsíða 7
,pB*wi Fimmtudagur 29. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 I Gunnar Jóhannsson alþing- ismaður, formaður Verka- mannafélagsins Þróttar á Siglufirði, er sextugur í dag. Gunnar Jóhannsson hefur frá því á unga aldri fylkt sér þar í baráttu verkalýðsins fyr- ir bættum lifskjörum og sigri sósíalismans, sem djarfast hef- ur á hverjum tíma verið sótt fram. Hann hóf starfsemi sína í verklýðshreyfingunni 1923, var 1926 einn af stofnendum Spörtu og síðan Kommúnista- flokks íslands 1930 og átti sæti í miðstjórn hans og síðan Sósíalistaflokksins frá upp- hafi. Hann flutti 1928 til Siglufjarðar og hefur nú um aldarf jórðungs skeið lengst af verið formaður þess verka- mannafélags, er á Siglufirði hef ur starfað og auk þess gegnt trúnaðarstörfum fyrir verkamenn í stjórnum verk- lýðssambanda, í bæjarstjórn Siglufjarðar og nú á Alþingi íslendinga. Saga Gunnars Jóhannssonar ¦öll þessi ár er hetjusaga ís- lenzka verkamannsins, — þess verkamanns, sem fyiir rúmum þremur áratugum reis upp til pess að.berjast með stétt sinni fyrir frelsi hennar, virðingu og rétti. Það er saga verka- mannsins, sem unnið hefur daglangt við hlið stéttarbræðr- anna fyrir brauðinu handa :sér og sínum, varið kvöldun- um til þess að hlaða það sterka vígi; sem verklýðssamtökin nú eru orðin þeim, sem áður voru mest kúgaðir allra, og ótal andvökunóttum til þess að brjóta til mergjar erfið við- . fangsef ni íslenzkrar verkalýðs- hrej'fingar á söguríkasta kafla þróunar hennar. Frelsun íslenzka verkalýðs- íns af klafa fátæktarinnar og auðvaldsins verður að vera verk íslenzkra verkamanna sjálfra. Og þá frelsun öðlast verkalýðurinn ekki hema ís- Henzkur verkalýður gerist um : leið forusta allrar alþýðu. kunnað að meta mannkosti hans. Þessvegna hefur hann verið í miðstjórn fyrst Komm- únistaflokksins og síðan Sós- íalistaflokksins frá upphafi vega. Og nú er hann fulltrúi siglfirzkrar alþýðu á Alþingi íslendinga. Gunnar Jóhannsson getur með stolti horft til baka yfir farinn veg á sextugsafmæli sínu. Hann hefur unnið ís- lenzkri alþýðu allt hvað hann orkaði. Fyrir það sendir hún honum hugheilar þakkir í dag og óskar þess að fá að njóta starfskrafta hans sem lengst. Við samfögnum þér á sex- tugsafmæli þínu, Gunnar, samherjar þínir og vinir. Flokkurinn þinn, Sósíalista- flokkurinn, sendir þér sínar hjartans kveðju og þakkir á þessum degi, þér og þinni á- gætu konu og félögum þínum ölhim á Siglufirði. Flokkur þinn er stoltur að eiga þig meðal sinna forustumanna. • gott að eiga eins Það er Gunnar Jóhannsson alþingismaðuiy formaður Verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði, sextugur og þú, þegar hárin fara að grána og heilsan að bora merki þrotlauss strits erfiðr- ar ævi, andann hinn sama og í æsku, þann, er aldrei lét bugast, — hugann jafn heiðan og fyrst, er þú hófst að ryðja þá braut, sem alþýðan nú gengur fram til sígurs. — Því hyllir íslenzk alþýða þig í dag og þakkar þér, Gunnar. Einar Olgeírsson •Ib • hópurinn kringum hann voru traustustu félagsmennirnir og bezt fallnir t'il forystustarfa. Margir atvinnurekendur voru á þeim tíma meðlimir verka- verkamannafélaginu, en þess- ar kosningar fóru þannig að Gunnar Jóhannsson var kos- inn formaður félagsins með rúmlega 20 atkvæða meiri- mannafelagsins og þótti það á hluta. Frá þeim tima hefur Saga Gunnars Jóliannssonar «r saga íslenzka verkamanns- ins, sem með þrotlausu starfi ¦ í þjónustu félagsheildarinnar ©g órofa trúmennsku við hug- !¦ sjón verklýðshreyfingarinnar ávinnur sér ást og traust al- ¦. jþýðunnar og verður einn vin- - sælasti verklýðsleiðtogi Is- lands. Hann hefur þolað með aiþýðunni þjáningar örbirgð- ¦ arinnar, hann hefur . barizt með henni gegn ógn atvinnu- leysisins, hann hefur staðið með henni í bardögum hörð- ¦ustu stéttarárekstranna fyrir tveim áratugum, hann hefur fengið að kenna á fangelsis- ¦ dómum og ofsóknum aftur- haldsins, — en alltaf staðið í fylkingarbrjósti. Og hann hef- xir orðið þeirri gæfu aðnjót- andi að geta, ásamt sínum á- gætu samherjum á Siglufirði, Þóroddi, Óskari og öllum hin- nm, leitt verkalýðinn fram til hvers sigursins á fætur öðr- um í átökum liðinna áratuga, þótt vandkvæðin steðji að vísu ætíð áð meðan endanlegur sig- ur yfir auðvaldinu er ekki unn- inn. Gunnar Jóhannsson hefur verið farsæll leiðtogi síns fólks. Þessvegna hefur hann verið forustumaður verklýðs- samtakanna á Siglufirði í hart nær aldarfjórðung og mun . það einstakt á íslandi. Alþýða íslanda hefur á hvarium tíma Gunnar Jóhannsson alþing- ismaður og.formaður Verka- mannafélagsins Þróttar er sextugur í dag. Félagar hans í Þrótti halda honum og konu hans samsæti í Alþýðuhúsinu hér í kvöld í tilefni dagsins. Þar verður honum afhend gjöf sem margir Þróttarfélag- ar gefa honum í félagi sem þakklætis- og virðingarvott fyrir áratuga þirotlaust og óeigingjarnt starf í þágu verkalýðshreyfingarinnar. . 1928 fluttist Gunnar Jó- hannsson og kona hans Stein- þóra Einarsdóttir hingað til Siglufjarðar. Segja má að koma þeirra'hingað hafi vald- ið straumhvörfum hjá verka- lýðshreyfingu bæjarins. Þá var verkalýðshreyfingin hér reynslulaus og fálmandi og áhrifa atvinnurekenda gætti við ákvarðanir flestra mála sem einhverju, skipti. Strax myndaðist skipulagð- ur hópur manna kringum Gunnar sem ræddi ýtarlega öll vandamál verkalýðshreyf- ingarinnar og varð brátt kjarni hennar og áhugalið. Lífið og sálin í þessum hópi var Gunnar, enda hafði hann >þá þegar töluverða reynslu og þekkingu á störfum verka- lýðshreyfingarinnar fram yfir áhugamennina í verkalýðs- hreyfingunni hér. Fljótt sáu varkamentt feár að Gunnar og þeim tíma ekkert sérstakt til- tökumál. Þessir menn börðust að sjálfsögðu hatrammri bar- áttu gegn auknum áhrifum Gunnars og hans manna. Gerðist margt sögulegt í þeim átökum og myndi sumt af því þykja æði broslegt í dag. 1932 mátti heita að allur bærinn stæði á öndinni út af stjórn- arkosningu á a^Salfundi í Gunnar verið hinn óumdeildi foringi, þó á ýmsu hafi geng- ið, félagið klofnað og síðan verið sameinað aftur, lent í harðvítugum verkföllum og vinnudeilum. 1934 var Gunnar kosinn í bæjarstjórn Siglufjarðar og hefur átt þar sæti síðan. Mörg eru þau trúnaðarstörf sem siglfirzkur verkalýður hefur falið Gunnari að gegna, enda. nýtur hann mikils trausts og vaxandi. Við síðustu alþingis- kosningar var Gunnar í kjöri af hálfu Sósíalistaflokksins. Ekki náði hann því að.verða kjördæmakosinn þingmaður en situr á þingi sem uppbót- arþingmaður sósialista. Þær taumlausu blekkingar sem afturhaldið hafði í frammi við > síðustu kosningar og færðu því illa fenginn sigur eru nú orðnar svo gagnsæjar að þær munu ekki duga því við næstu kosningar. Gunnar hefur alla tíð, alla ævi helgað verkalýðshreyfing- unni starfskrafta sína. Hann hefur einbeitt áhuga sínum svo gjörsamlega að þeim mál- um að fátítt er um aðra menn. Alla ævi hefur Gunnar lifað. erfiðu lifi hins fátæka verkamanns og ætíð verið þrátt fyrir allt reiðubúinn að láta eigin persónulega hags- muni víkja fyrir hagsmuna- málum stéttarinnar. Gunnar er einn af hinum góðu traustu foringjum alþýðunnar sem hefur helgað hennar hags- munamálum allt án þéss að spyrja um endurgjald. Á af- mæli hans í dag er hahn um- vafinn hlýju og vinsemd fé- laga sinna, þakklæti og virð-— ingu. Við nánustu samstarfs- menn hans og vinir þökkum honum allf og allt undánfar- in ár og óskum honum af heilum hug alls hins bezta í framtíðinni. Þóroddur Guðmundsson. Klakksvík Framhald af 1. síðu. án með flugvél í gær og gekk strax á fund landstjórnarinnar. Skýrði hann frá því að hann teldi sig engu hafa.lofað Klakks- víkingum um að Halvorsen lækni yrði leyft að koma aftur. f Kaupmannahöfn kallaði Han- sen forsætisráðherra saman ráðuneytisfund og var þar á- kveðið að senda freigátuna Hrólf kraka til Færeyja til fuh- tingis við Kampmann. Var skip- ið tekið úr flo.taæfingúm og lagði úr höfn í Helsingör um nónbil í gær með 32 vopnaða lögregluþjóna og 130 sjóliða inn- anborðs. Búizt er við að skipið verði hálfan annan sólarhring á leiðinni. Stjórn sósíaldemókrata hafði samráð við formenn borgara- flokkanna um þessar aðgerðir en bar þær ekki undir kommún- ista, sem einir danskra stjórn- málaflokka hafa varað við of- beldisaðgerðum gegn Færeying- um. Dönsku síðdegisblöðin komust svo að orði í gær að nú yrði að binda endi á „þennan skripaleik. Vjlji Klakksvíkingar ekki heyra, skulu þeir fá að finna til". ?c;Því fér víðs fjarri" að fliald- ið vilii hægri klíkmia í Al- þýðiiflokkniim f eiga! Morgunbláðið heldur áfram kröfum sínum um það að hægri klíkan í Alþýðuflokknum hreinsi nú verulega til og gerir bæði að lokka og hóta í langri forustugrein í gær. Morgunblaðið segir: „Enda pótt Sjálfstœðismenn hafi oft átt í haröri baráttu við pjóðnýtingar- og haftastefnu Alpýðuflokksins fer pví fjarri að hann telji pað ceskilegt að flokkur jafnaðarmanna líði undir lok, en kommúnistar og hálfbrœður peirra í Þjóðvarn- arflokknum eflist að sama skapi. Ábyrgir jafnað- armannaflokkar eiga fyllsta rétt á sér í lýðrœðis- pjóðfélagi. Jafna&armannaflokkur, sem preytir stöðugt kapphlaup við kommúnista og á enga stefnu aðra en úrelta haftastefnu og lætur blað sitt fyrst og fremst stunda persónuníð, á hins vég- ar engan rétt á sér. íslendingar hafa ekkert með slíkan flokk að geta. Þetta verða íslenzkir jafnað-- armenn að gera sér Ijóst ef ekki á að halda áfram að síga á ógœfuhlið fyrir peim. En ekki veröur annað séð en blað peirra, sé pess alráðið a& eyði- leggja allt traust og álit flokksins." íhaldið býöst þannig til að halda verndarhendi yfir Alþýðuflokknum, ef hanh gerist aðeins „ábyrg- ur", hættir öllu samstarfi við sósíalista, rekur forseta Alþýðusambandsins og skiptir um ritstjóra við Alþýðublaðið. Sé þetta allt gert „fer því víðs fjarri" að íhaldið vilji Alþýðuflokkinn feigan. Eru þettahinar athyglisveröustu vísbendingar og sýna glöggt hvar yfirboðara hægri klíkunnar er að finna. .KIKHXtMHMtMOIXMItfllMdlKIIXIHKllKVtllUII.IOHIlllittMIIlltm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.