Þjóðviljinn - 09.10.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (S
Finnar vænia tilslakana á
l'riálaelði ai Sewéfrskiunum
SambúSin siSasta áratuginn fordœmi
um friSsamlega sambúS, segir Kekkonen
Eftir endurheimt Porkkalaskaga, sem sovézkt herlið
mun rýma í haust eftir 11 ára hersetu, gera Finnar sér
vonir um að á döfinni séu tilslakanir af sovézkri háifu
á Kyrjálaeiði.
Þykir ýmislegt benda til að
í Moskva hafi ekki verið tekið
ólíldega í óskir Finna í þessu
efni.
Saima-skurðurinn ræddur
Ein þýðingarmesta sam-
gönguleið Suður-Finnlands,
Saima-skipaskurðurinn úr
botni Viborgfjarðar til vatn
anna inni í landi, varð gagns-
laus við landaafsal Finna
Kvrjálaeiði, vegna þess að
nýju landamærin liggja um
hann miðjan.
Eftir för Paasikivis forseta
og Kekkonens forsætisráðherra
til Moskva, þar sem þeir
sömdu um endurheimt Pork-
kala, skýrði Kekkonen frá því
að öll önnur átriði í sambúð
ríkjanna sem máli skiptu hefðu
einnig verið rædd. í ræðu
nokkru eftir heimkomuna fór-
ust Kekkonen svo orð, að það
væri mikið hagsmunamál Finna
að fá umráð yfir Saima-skurði.
Ummæli forsætisráðherrans
eru skilin svo að hann telji
að brátt muni hefjast form-
legar viðræður um málið við
sovétstjóraina.
Með ágætum árangri
Kekkonen, sem er foringi
Bændaflokksins og frambjóð-
að halda nýju bifreiðinni fallegrl og gljáandi ef notað er.
afþurrkunarskinn (chamois) við að strjúka af hennl. Þessi
írægu skinn eru sérstaklega hentug til að fága málm og gler.
eru mjúk og þægileg. íara vel með flötinn, slitna ekkj og endast
vel. heir. sem tll þekkja. nota afþurrkunarskinn til að haldu
Oifreiðum sinum gljáandl.
Höfum aíþurrkunar-
sklnn — chamois —
fyrirliggjandl. Komið
og kynnið yður kosti
þeirra.
andi hans í forsetakosningun-
um sem standa fyrir dyrum,
ritar grein um friðsamlega
sambúð rikja sem búa við
mismunandi þjóðskipulag í nýj-
asta hefti tímarits flokks síns,
Kuntaja. Hann minnir þar á,
að það hafi verið Lenín sem
fyrstur setti þetta hugtak
fram og ræðir síðan um
reynslu Finna á þessa leið:
„Hvað Finnland snertir hef-
ur friðsamleg sambúð (við Sov-
étríkin) verið reynd í fram-
kvæmd síðan haustið 1944
Reynslan sýnir að árangurinn
er ágætur. Samstarf og gagn-
kvæmt traust Finniands og
Sóvétríkjanna hafa eflzt ár frá
ári. Þessi stefna nýtur nú
stuðnings margra þeirra meðal
vor, sem höfnuðu .henni og
reyndu að spilla fyrir fram-
lcvæmd hennar fyrst eftir
stríðslokin. Vér Finnar óskum
þess af öllu hjarta að öll ríki
heims vildu fara eftir reglunni
um friðsamlega sambúð."
Bil mjékkar í af
föampavínskapphlaup í Sohn
vopnunar-
umræðum
DRÁTTARVÉLAR H.F.
Hainarstræti 23
Harold Stassen, fulltrúi
Bandarikjanna í afvopnunar-
nefnd SÞ, sagði í gær að all-
miklar vonir væru til þess að
stórveldin myndu komast að
samkomulagi um afvopnun.
Fulltrúi Sovétríkjanna í nefnd-
inni, Soboléff, sagði eftir fund
nefndarinnar í gær, að bilið
milli hinna ólíku viðhorfa
nefndarmanna hefði mjókkað
síðustu daga.
■
Sólarorku- \
raistöð
m
■
I Sovetríkjunum er hafinn •
■
undirbúningur að byggingu j
sólarorkurafstöðvar. Til- •
raunir með hagnýtingu sól- j
arorku til iðnaðarþarfa hafa j
verið gerðar í Úsbekistan:
að undanförau. Sólarorkan:
■
hefur þar verið notuð m. a.:
til að bræða stál og vol- j
5 fram. ;
Samið við Kína á
fundum í Genf
Fulltrúar Kína og Bandaríkj-
anna héldu tuttugasta fund sinn
í Genf í gær.
Fulltrúar kínversku stjórnar-
innar ræddu einnig við full-
trúa stjórna Frakklands og
Ítalíu um að taka upp eðlilegt
viðskiptasamband milli land-
anna.
vistoskipti
Franska Nóbelsverðlauna-
skáldið Francois Mauriac hefur
sagt sig úr útgáfustjóm
íhaldsblaðsins Rgaro í París.
Jafnframt hættir hann að
-----skrifa í blað-
:>V K;t)i •• k
ItlÍlf ' \ trú Mauriacs
sei.ur svip
sinn á skáld-
rit hans, en
hann er
vinstrisinnað-
ur í stjórn-
málum og hef
. ur oft verið á
F’rancois Maunac ..
ondverðum
meiði við ritstjórnarstefnu
Figaros. Hér eftir mun Maur-
iac skrifa í frjálslynda vikurit-
ið Express, sem stuðnings-
menn Mendés-France standa
að og brátt verður breytt
í dagblað.
Soho er. alþjóölegasta,
hverfi heimsborgarinnar
London, þar er urmull af
skemmtistööum þar sem
fólki af öllum þjóðernum
œgir daglega saman. í
haust var haldin Soho-
vika og hér sézt einn
þáttur hennar — kampa-
mnskapphlaupiö. Þjónar
á veitingastofum Soho
hlaupa kapphlaup meö
kampavínsflösku á bakka.
Á minni myndinni sést
sigurvegarinn, Robert
Taylor, gera sér gott af
innihaldinu í sinni flösku.
Verkefiaf íyrir
kvenlögregln •
ALLT A SAMA STAÐ
VÉR ERUM UMBOÐSMENN
FYBIR HINA HEIMSÞEKKTU
demp&ra, vatnslása, miðstöðvar
09 ioftnetssteiignr
Hi Egiil Vilhjáimsson
Laagavegi 118. Sími 8-18-12.
í Lömunarsjúklingur lagðisi út
! með öndunartæki sitt
i
j Miöaldra lömunarveikissjúklingur í Finnlandi, sem á
: líf sitt undir öndunartæki, strauk af sjúkrahúsi í síö-
5 ustu vjku og lagöist út.
Sjúklingurinn, Eino Lamsá,
lá á sjúkrahúsinu í Kuusamo.
Hjúkrunarfólkið hafði lengi vel
átt í mesta stríði með að halda
honum í rúminu, strax og
] hann var látinn vera einn fór
j hann fram úr rúminu og bar
j öndunartækið sem hélt í hon-
: um lífinu. Hreinsa þarf tækið
: á kortérs fresti.
Lámsa strauk á sunnudaginn
í fyrri viku í sjúkrabúningnum
og ,,yfirhöfn“ sem hann hafði
gert sér úr pokum.
Eftir fjóra daga fannst sjúkl-
ingurinn nálægt heimili sínu.
Hafði hann farið hundrað kíló-
metra vegalengd fótgangandi.
Var hann aðeins á ferli á nótt-
unni en faldi sig í skógum og
útihúsum á daginn.
I franska baðstaðnum Nissa
var fyrir skömmu hringt í sím-
ann á lögreglustöðinni um
miðja nótt og kona skýrði með
grátstafinn í kverkunum frá
óláni sínu. Hún hafði kynnzt
ungum, aðlaðandi manni á bað-
ströndinni um daginn og þau
höfðu verið saman um kvöldið.
Þegar hann var farinn tók kon-
an eftir því, að skrín með fjög-
urra milljóna franka virði af
skartgripum var horfið.
— Við komum í snatri, svar-
aði lögregluþjónninn. Snertið
ekki á neinu. Kannski finnum
við fingraför.
— Ef þið ætlið að leita að
fíngraförum, sagði konuröddin
dræmt, skuluð þið hafa kven«
lögregluþjón með.