Þjóðviljinn - 09.10.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVIUINN — Sunnudagur 9. október 1955
Slöngulausir hjólbarðar
Það eru liðin mörg ár, síð-
fi-ft byrjað var að tala um
slöngulausa hjólbarða, en nú
eru þeir komnir á markaðinn
Þverskurður af slöngulausum
hjólbarða. 1) þéttihringir, 2)
Ioki, 3) gjörð
•úg lítill vafi á, að ekki verða
sðrir hjólbarðar notaðir í
íramtíðinni. Allar stóru gúm-
Efsasi Mlliiiit
af þremur í
happdrætti
Þjóðviljans
DREGIÐ TVISVAR
verksmiðjurnar framleiða nú
slöngulausa hjólbarða og í
Bandaríkjunum mun um
fimmtungur af þeim bílum
sem framleiddir eru í ár hafa
hina nýju hjólbarða.
Þeir eru að mörgu leyti ó-
líkir þeim hjólbörðum sem
notaðir hafa verið hingaðtil.
Höfuðkostur þeirra er, að
þeir eiga ekki að geta sprung-
ið. Innan á þessum hjólbörð-
um er nefni-
lega sérstakt
gúmlag, sem
verndar þá
gegn nöglum
I framtíðinni og öðrum odd'
ætti þeíta ekki hvössum hlut'
að þurfa að ^ sem sting-
ltoma fyrir. ast inn 1
Götin sem þeir
skilja eftir lokast nefnilega
af sjálfu sér. Viðgerðir á
þessum nýju hjólbörðum
verða miklu auðveldari, þar
sem loka má rifum og götum
méð gúmmassa, sem spraú.táð
er inn í barðann með sér-
stakri sprautu, án þess að
þurfi að taka hjólið af.
Þegar ekið er langar leiðir
með miklum hraða hitna
venjulegir hjólbarðar mjög,
vegna þess að loftið í slöng-
unum hitnar. Þetta getur leitt
af sér að bætur á slöngunum
losni og slitið á börðunum
eykst allavega fyrir bragðið.
Hjá þessu er einnig komizt
með slöngulausum börðum.
Þar sem loftið í þeim hefur
óhindraðan aðgang að hjól-
gjörðinni (felgunni), kælist
það jafnóðum.
Slöngulausu hjólbarðarnir
eru því augsýnilega ódýrari
Í þegar til lengdar lætur, enda
þótt þeir séu enn að sjálf-
- sögðu dýrari en venjulegir.
i
. . . ef þú kemur hundinum
burt, skal ég koma bílnum af
stað.
Austin Seven sem menn hlógu að í fyrstu en reyndist bera af
öðrum vögnum af þessari stærð. Herbert Austin við stýrið.
Austmverksmiðj urnar
í Birmingham 50 ára
Á þessu ári áttu Austin-
verksmiðjurnar í Birmingham
50 ára afmæli. Herbert Austin
byggði fyrsta þríhjóla bílinn
árið 18S5, en verksmiðjurnar
sem reistar voru 20 árum síð-
ar hafa síðan framleitt
2.320.000 bíla.
Árið 1922 hóf Austin að
smíða gerðina Austin Seven
og þá hófst velgengnistímabil
fyrirtækisins. Bíllinn var
byggður eins og venjulegir
stórir bílar þá, aðeins allur
smærri í sniðum. Ætlunin var
að gera fleirum kleift að
kaupa bíl og ná til f jölmenns
hóps manna sem höfðu ekki
haft ráð á að eignast bíla, þó
þeir gjarnan vildu. Þetta
tókst enda þótt margir hristu
höfuðið og sumir gerðu sér
ferð til sölumanna Austins til
að fá tvo bíla — einn fyrir
hvorn fót!
Hreyfillinn var fjögurra
strokka og sá minnsti (750
rúmsm.) sem til þess tíma
hafði verið gerður, en gekk
eins og klukka. Austin Seven
ruddi sér braut hvar sem hann
kom enda var hann mun ódýr-
ari en aðrir bílar á þeim tíma.
Hann var utan Englands
framleiddur í Bandaríkjunum,
Frakklandi og Þýzkalandi og
frábærum árangri var náð í
honum í fjölmörgum aksturs-
keppnum. Hann var fyrsti
vagninn af minni gerð sem
komst upp í 160 km hraða á
klukkustund.
Á bílasýningu í Mílanó sýndi
Alfa-Romeo þennan almenn-
ingsvagn, sem hefur heldur ó-
venjulega framrúðu. Sæti bíl-
stjórans er fyrir miðri
rúðunni.
Þegar maður sér þessa mynd
af vesturþýzku skellinöðrunni
Riviera dettur manni fyrst í
hug að auðvelt sé að lialda
lienni hreinni. Hreyfillinn er
50 rúmsm. Sachs.
Á ÍTALlU voru framleiddir
180.00 bílar í fyrra, eða
38.000 fleiri en árið áður.
Meira en 40.000 bílar voru
fluttir út.
Austin-bifreiðar
Nýjum bílum ekið til
reynslu 40.000 km
AUSTIN A-SO 09 A-90
fólkshiífeiðar
AUSTIN 3 09 5 tonna
vörubifreiðar
Austin moelir með sér sjúlfur
GARÐAR GÍSLASON H.F.
í upphafi hvers smíðaárs í
Bandaríkjunum þegar nýju
bílarnir eru komnir á mark-
aðinn. gera General Motors
út menn tD að kaupa rúmlega
hundrað bíla í bílaverzlunum,
ýmist af þeirra eigin gerðum
eða gerðum keppinautanna.
Það er nauðsynlegt að bílarn-
ir séu keyptir hjá bílasölum
en ekki verksmiðjunum sjálf-
um til að tryggja að þeir séu
í engu frábrugðnir þeim bíl-
um sem fást á markaðinum.
A. m. k. einn bíll af hverri
gerð er látinn ganga undir^
próf, sem hefur mikla þýðingu'l'
fyrir bílaframleiðsluná íj
Bandarí k j inum.
40.000 km akstur
Þessi próf eru haldin í Mil-"
ford við Michiganvatn, þar \
sem General Motors hafa lát-"
ið leggja 68,5 km langan veg, ■
sem á eru allir hugsanlegirj
farartálmar og miklar og_
brattar brekkur. Eftir þessum’
vegi er bílunum ekið 24 tíma’,
á sólarhring þar til þeir hafa’
farið 40.000 kílómetra. Allir
bílarnir aka sömu leiðina og
með sama hraða. Sumir hlut-
ar bílsins slitna fjórum sinn-
um meira en við venjulegan
akstur og þeir hafa því þolað
álag sem svarar til 160.000
km aksturs.
Teknir í sundur
Tilgangurinn með þessum
reynsluakstri er að fá saman-
burð á því hvernig hinir ýmsu
bílar reynast og hve mikið
þeir slitna. Að akstrinum
loknum eru bílarnir skildir að
og hver einasti smáhluti
þeirra skoðaður gaumgæfi-
lega. Á þennan hátt geta
General Motors gert upp á
milli sinna eigin tegunda, t.
d. Chevrolets, Pontiacs, Bu-
ieks og Cadillacs og á milli
þeirra og bíla keppinautanna.
Að þessu prófi loknu, eru
hinir ýmsu eiginleikar hverr-
ar tegundar reyndir sérstak-
lega, hraðaaukning, hemlun,
sparneytni, akstur upp brekku
o. s. frv.