Þjóðviljinn - 09.10.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.10.1955, Blaðsíða 1
VILIINN Iflakkunnnl Sumiudagur 9. október 1955 — 20. árgangur — 228. tölublað Deildarfundir verða annað- kvöld kl. 8:30 á venjulegum stöðum. Áríðandi að félagar -fjölmenni á þessa fyrstu fundi á haustinu. — Stjórnirnar Ólöglegur gróði af dollarasölu Stef. A.Pálssonar nam 1.250.000 króna Fékk 228 jbús. dollara til kaupa á veiSarfœrum frá USA en seldi þá innanlands á 22 kr. hvern Dómsrannsókn í máli Stefáns A. Pálssonar heildsala? hefur nú staðið yfir sleitnlaust síðan á mánudag og er enn hvergi nærri lokið. Fyrir réttinum hefur Stefán játað að hafa selt ólöglega hér innanlands 88 dollaraávísanir, sem hann fékk til kaupa á netum og öðrum veiðarfær- um í Bandaríkjunum á tímabilinu frá því seint í nóvem- ber 1953 fram á mitt s.l. sumar. Ávísanir þessar voru að upphæð samtals rúmlega 228 þús. dollarar eða um 3 millj. 721 þús. ísl. krónur miðað við núverandi gengi, en gróði Stefáns af sölu þeirra mun hafa numið um einni millj. 250 þús. króna. Guðmundur Ingvi Sigurðsson fulltrúi sakadómara, hefir unn- ið að rannsókn málsins og skýrði hann blaðamönnum frá gangi þess í gær. 228 þús dollarar Kæra gjaldeyriseftirlits Lands bankans til sakadómaraembætt- isins varðand gjaldeyrissvik Stefáns A. Pálssonar er dagsett hinn 27. sept. s.l. en réttar- rannsóknin hófst eins og áður segir á mánudaginn var. Gjald- eyriseftirlitið kærði Stefán fyr ir að hafa eigi gert skil á gjaJdeyrisyfirfærsIum samtals að upphæð 228.031.50 dollarar. Alls voru dollaraávísanirnar, sem Útvegsbankinn gaf út, 88 tals- ins, sú fyrsta dagsett 27. nóv- ember 1953 en sú síðasta 12. júlí s.l. Upphæð hverrar ávís- unar var frá rúmum eitt þús. dolurum í rúm þrjú þús., flestar voru stílaðar á 2000 dollara. Stefán bað um þennan gjald- eyri og fékk á þeim forsendum að hann væri að kaupa veiðar- færi frá Bandaríkjunum. 1,25 milljón kr. gróði Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Ingva hefur Stef- án nú viðurkennt fyrir saka- dómi Reykjavíkur að hafa selt allar fyrrgreindar ávisan- ir innanlands og fengið 22 ferónur fyrir hvern doliar. Skráð gengi Bandarikjadoll- ars er nú 16,32 krónur, þann- ig að hann hefur að greiddu leyfisgjaldi o.þ.h. grætt um 5,50 krónur á hverjum dollar, eða alls um 1 milljón og 250 þúsund krónur, Stefáni og Grétari ber ekki saman Stefán hefur borið það fyrir réttinum að hann hafi selt, Grétari Emil Ingvasyni, bók- ara hjá Áburðarverksmiðjunni í kring um 220 þús. dóllara, en f jórar ávísanir að upphæð; um 7—8 þús. dollara segist' hann hafa ráðstafað sjálfur á annan hátt. Grétar segist hinsvegar ekki hafa fengið nema 40—50 þús. dollara hjá Stefáni, en megnið af þeirri upphæð hafi hann síðan selt Kristjóni nokkrum Ágústssyni heildsala hér í bæ. Ber þeim Grétari og Kristjání saman um að verðið hafi verið 23 íslenzkar krónur pr. dollar. Seldi dollarana áfram á 23—25 krónur Kristján þessi hefur einnig komið fyrir dóm en ekki viljað kannast við að hafa keypt jafn- mikið af dollurum og Grétar vill vera láta. Hefur Kristjón nefnt 11—16 þús. dollara en en kveðst þó muna illa eftir þessum viðskiptum. Hann seldi síðan hinum og þessum mönn- um dollarana á 23—25 krónur stykkið og er þessi þáttur máls- ins enn í frumrannsókn. Framhald á 3. síðu. Stjjórn Faures hefur von um gálgafrest Hann guggnaði á að biðja um traust, vonar að kratar bjargi sér frá faili Edgar Faure, forsætisráðheiTa Frakklands, guggnaði á þvi að biðja þingið um traustsyfirlýsingu vegna stefnu stjórnarinnar í Marokkó og gerir sér nokkrar vonir um að sósíaldemókratar muni bjarga stjórn hans frá falli. Ólafur og Stein- grímur með Kópa- Þegar umræðurnar um Mar- okkó hófust á franska þinginu á fimmtudagskvöldið lýsti Faure yfir þvi að hann myndi gera atkvæðagreiðsluna að þeim loknum að fráfararatriði, en í gær tók hann aftur kröfu sína um trausts- yfirlýsingu. Taldi hann sig hafa nokkra von til þess að fá meirihluta í atkvæða- greiðslunni, ef ekki væri um traustsyfirlýs- ingu að ræða, þar sem sósíal- Faure demókratar myndu þá senni- lega sitja hjá. 1 óstaðfestum fréttum frá París í gær var sagt að þingflokkur sósíaldemó- krata hefði ákveðið að sitja hjá. Samt ekki viss um meirihluta Enda þótt sósíaldemókratar, sem áreiðanlega hefðu greitt atkvæði móti traustsyfirlýs- ingu, sitji hjá, er ekki víst að Faure fái meirihluta og mun honum þá reynast erfitt að sitja lengur. Umræðumar á þinginu í gær vora mjög harð- ar og voru nær allir ræðumenn andvígir stefnu stjómarinnar. Framhald á 12. síðu. Eitt stjórnarfrumvarp sem nú er lagt fyrir Alþingi ber virðulegt naf n!: „Frumvarp til laga um að kjörskrá sú er sasn- in var í febrúar 1955 skuli gilda við bæjarstjórnarkosninga-r í Kópavogskaupstað 2. október 1955“. Þetta er frumvarp til stað- festingar á bráðabirgðalögum þeirra Steingríms Steinþórsson- ar og Ólafs Thórs um að önnur kjörskrá skyldi gilda við bæjar- stjómarkosninguna í Kópavogi en gilt hefði samkvæmt gild- andi kosningalögum. Hins vegar mun höfundum þeirra bráðabirgðalaga vera það takmarkað ánægjuefni að eiga eftir að velta þessu frum- varpi sínu gegnum sex umræður á Alþingi, eins og nú er kom- ið. Rhee méti frjáis- um kosningum Þing Suður-Kóreu samþykkti í gær einróma ályktun þar sem lýst er yfir að ekki komi til mála að haldnar verði „frjáls- ar kosningar undir alþjóðlegu eftirliti" í íandinu, ef að því kemur að Suður- og Norður- Kórea sameinist. Það er álit suðurkóreska þingsins að slík- ar kosningar eigi aðeins að fara fram í Norður-Kóreu. Maður barinn til bana í fyrrinótt ÁrásarmaSurlnn réSst á hann úti á götu Sá hörmulegi atburður gerðist í fyrrinótt að maður sem var á leið heiman að frá sér til heimilis foreldra sinna var bai-inn svo að hann höfuðkúpubrotnaði. Hann vai* fluttur í sjúki’ahús um nóttina og lézt þar í gær af völdum áverkans. Títinda flokksþing Sósialista- flokksms hefsl U. §m, Tíunda flokksþing Sósíalistaflokksins — sam- einingarflokks alþýöu verður sett föstudaginn 28. okt. í fundarsalnum aö Tjarnargötu 20. Sósíalistafélög utan Reykjavíkur eru beöin að tilkynna fulltrúaval sem fyrst. Miðstjórn Sósíalistaflokksins — sameiningarflokks alpý&u. Þessi maður var Ingvi Hraun- f jörð, átti hann heima í Heima- hvammi í Blesugróf. Rannsókn- arlögreglan var enn að rann- saka málið í gærkvöldi og gat ekki gefið skýrslu um málið, en að því Þjóðviljinn bezt hefur fregnað eru málavextir þessir. Ingvi var, ásamt Pétri bróður sinum á leið heiman að frá sér til foreldra sinna er búa í Sogamýri. Þeir bræður munu hafa verið eitthvað hreyfir af víni. Þegar þeir komu á móts við Skeiðvallarveginn kom á móti þeim bíll er var á leið til Blesugrófar. Bíll þessi sneri fljótlega við og kom á eftir þeim bræðrum. Var Pétur þá nokkuð á undan Ingva á vegin- um og heyrði að bíllinn stopp- aði. Leit hann þá við og sá hann þá farþega úr bílnum vera að berja Ingva. Sneri hann þá bróður sínum til hjálpar, en þá fór bílstjórinn út úr bílnum og réðist á Pétur. Hús er þarna skammt frá er nefnist Vellir og þegar Pétur kom Ingva til aðstoðar mun hann hafa háldið heim að hús- inu í því augnamiði að komast í síma og hringja til lögregl- unnar, en eftir að bílstjórinn, var farinn að slást við Pétur elti farþegi hans Ingva heiní að húsinu. Pétur og bílstjórinn munií fljótlega hafa hætt að slást og fór þá Pétur heim að húsinu. Lá Ingvi þá upp við tröppuriÞ> ar og blæddi úr nösum hans og munni. Fór þá Pétur að tala, við mann þann er barið hafði Framhald á 12. síðu. Ælþingi írar sett í gær Alþingi kom saman í gær og er það 75. löggjafarþingið, en 90. þing frá því Alþingi var endurreist. Sæmundssonar. Risu þingmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Tilkynnt var að vegna fjar- veru Eggerts Þorsteinssonar* tæki Kristinn Gunnarsson sæti á Alþingi. Vegna þess að allmargt er enn ókomið af þingmönnum til þings frestaði aldursforseti fundum til mánudags. Að aflokinni guðsþjónustu gengu alþingismenn í þingsal, hlýddu setningarræðu forseta íslands og hrópuðu ferfalt húrra fyrir Islandi. Aldursforseti, Jömndur Bryn- jólfsson, stjómaði fundi, bauð þingmenn velkomna til starfa og minntist látins þingmamis, Jóhanns G. Möllers, og látins fyrrverandi ráðherra, Jóhanns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.