Þjóðviljinn - 19.10.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ríkisstjórn íhalds og Framsóknar hefur stefnt fjármálum og efnahags- lifi þjéðarinnar í algert öngþveiti stefnan í fjármáJura hefur verið að verki. Ok rétt er að undirstrika það sérgtaldega, að þetta hefur gerzt áður en kaupliækkanirnar voru gerð- ar s. 1. vetur. 'Ar Aíleiðingin — aukin dýrtíð Herra forseti. Hér liggur fyrir til umræðu frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1956. Það er í öllum höf- uðatriðum svipað fjárlögum yfirstandandi árs og fjárlög- um síðustu ára. Fjármála- stefnan er hin sama og þró- unin er í sömu átt og áður. ^ Hækkuð útgjöld í j árlagaí rum varps- ins staía ekki aí kauphækkunum i; verkafólks Samkvæmt frumvarpinu eru heildarútgjöld á reksturs- reikningi næsta árs áætiuð 515 milljónir króna, en voru á síðustu fjárlögum 455 millj- ónir. Hækkun útgjalda er því 60 milljónir króna, eða rétt um 13%. Gefið er í skyn, að þessi hækkun útgjaldanna stafi fyrst og fremst af hækkun kaupgjalds og orsökina sé að finna í verkföllunum í vetur, þegar verkafólk knúði fram nokkra kauphækkun. Við at- hugun á frumvarpinu kemur þó í ljós, að þessi skýring er í verulegum atriðum röng. Þeir gjaldaliðir frumvarpsins, s£m almennt verkamanna- kaup verkar mest á, hækka langsamlega minnst. Glöggt dæmi um það eru framlög til vegamála. Samkvæmt frum- varpinu eru útgjöld til vega- mála áætluð 49,7 millj. kr. en voru á síðustu fjárlögum 48,9 millj. kr. Hækkunin er því aðeins 800 þús. eða um 1,6%. Til vita- og hafnarmála er áætlað á frumvarpinu 13,5 milljónir en var 13,2 milljón- ir, hækkunin er aðeins 2,2%. Þessir tveir liðir: vegamál og hafnarmál eru þeir liðir, sem langmestu máli skipta og að- allega byggjast á kaupi verka fólks. En á þeim er hækkunin svona sára lítil........ Það er að vísu augljóst mál að þessar fjárveitingar jafngilda minnkandi framkvæmdum í vega- og hafnarmálum, en hitt er líka ljóst að hækkanir á útgjöldum ríkisins eiga að renna eitthvað annað en til verkafólks. ★ Hækkunin rennur í útþenslu ríkis- báknsins Séu aftur á móti athuguð þau útgjöld ríkisins, sem renna í embættis- og skrif- stofubáknið, þá verður ann- að uppi á teningnum. Kostnaður ríkisstjórnarinn- ar sjálfrar er áætlaður í frumvarpinu 17,9 millj. króna, en var 14,9 milljónir, þar neniur hækkunin rúmum 20%. Útgjöld við dómgæzlu og lögreglustjórn eru áætluð 34,7 milljónir, en voru 28,9. Hæklí- unin nemur 20%. Kostnaður við innheimtu tolla og skatta er áætlaður Ræða Luðvíks Jósefssonar við 1. umr. um fjárlaga- frumvarpið 1956, flutt 17. október 1955 14,6 milljónir, en var 11,7. Hækkunin er 25%. Þannig hækkar embættis- og skrifstofubáknið miklu meira en sem nemur meðal- talshækkun frumvarpsins. Launahækkanir til embætt- ismanna hafa auðvitað verið samþykktar þó að þeir gerðu ekkert verkfall, en hækkun á þessinn liðum stafar þó eins mikið, eða meir, af stækkun embættisbáknsins eins og af beinni kauphækkun starfs- manna. Útþensla embættis- kerfisins heldur enn áfram eins og hún hefur gert í mörg ár. Stjórnarflokkamir kapp- ráða nýja og nýja menn í þjónustulið sitt hjá ríkinu. Einn daginn hefur Framsókn frumkvæðið og ræður nokkra gæðinga sína, en næsta dag er það Sjálfstæðisflokkurinn, þvi í höfuðatriðum má ekki raska helminga-hlunnindum stjórnarflokkanna. Það er glöggt, svo ekki verður um villzt, að þetta fjárlagafrumvarp er byggt á sömu fjármálastefnu og fylgt hefur verið í nokkur undan- farin ár, og breytingar þess frá gildandi fjárlögum eru yfirleitt sama eðlis og breyt- ingar ríkisstjómarinnar á fjárlögum síðustu ára. _ Við afgreiðslu fjárlaga und- anfarin ár höfum við fulltrú- ar Sósíalistaflokksins tekið það skýrt fram, að við erum í aðalatriðum ósamþykkir fjármálastefnu ríkisstjómar- innar. ^ „Jaínvægiskenn- ingin" Einn veigamesti þátturinn í f jármálastefnu stjómarinnar hefur verið sá, að ríkissjóður ætti að hafa sem álitlegastan tekjuafgang. Sérfræðingar stjómarinnar hafa látlaust hamrað á þeirri speki, að rif- legur tekjuafgangur ríkis- sjóðs mundi skapa jafnvægi í fjárhagslífi þjóðarinnar og stuðla að almennri velgengni. Það sama hefur verið sagt um rekstur bankanna. Aukinn árlegur gróði þeirra hefur átt að stuðla að fjárhagslegu jafnvægi, forða verðbólgu og auka almenna velmegun. Þessi kenning hefur óspart verið notuð til þess að koma fram aukinni tekjuöflun fyrir ríkið og til þess að tryggja bönkunum vaxandi gróða. Tekjur ríkissjóðs hafa farið ört vaxandi einmitt hin síð- ari ár, sem áttu að vera ár jafnvægis í efnahagslífinu. Tolltekjurnar hafa stórvaxið og nýir gífurlega háir tollar hafa verið lagðir á, án þess þó að renna beint í ríkissjóð og skiptir þar mestu máli bátagjaldeyrisskatturinn, sem nú mun nema um 100 millj- ónum á ári. ^ Ríkið eykur álögurnar Stórfelldar hækkanir hafa verið samþykktar á ýmsum smærri liðum skattlagningar éins og t.d. á aukatekjum höfðu rúmlega fjórfaldazt. Árið 1950 voru aukatekj- urnar 2,0 milljónir, en 1954 > -» Lúðvík Jósefsson voru þær 8,2 milljónir, eða höfðu rúmlega fjórfaldazt. Árið 1950 voru tekjur rikis- ins af stimpilgjöldum 5,3 milljónir en s.l. ár 13,5 millj- ónir. Þannig hefur ríkið sífellt gengið lengra og lengra í tolla- og skattaálagningu. Þegar gripið var til þess ráðs að leysa vandamál togaraút- gerðarinnar á þann hátt, að efna til stórkostlegs innflutn- ings á bílum, var fyrirsjáan- legt að ríkissjóður mundi stórgræða á miklum bílainn- flutningi vegna gífurlega hárra tolla sem á bílum eru. Þegar á það var bent, að réttmætt væri, að rikið gæfi nokkuð eftir af þessum toll- um sínum og að annað tveggja yrði gert, að nýi tog- araskatturinn yrði þeim mun lægri, eða að eftirgjöf ríkis- ins rynni beint í sjóð þann, sem styrkja átti togaraút- gerðina, þá var öllu slíku harðlega neitað, því meira máli skipti, að dómi ríkis- stjórnarinnar, að auka við gróða ríkissjóðs en að tryggja sómasamlega útgerð togara- flotans. Þannig hefur Iinnulaust ver- ið gengið á það lagið, að inn- heimta nýjar og stærri fjár- fúlgur í ríldssjóð, þó að öllum mætti vera ljóst, að slíkt hlaut að leiða til aukinnar dýrtíðar, erí'iðaii afkomu at- vinnuveganna og fyrr eða síð- ar beinnar og almennrar kaup- hækkunar þeirra, sem látnir voru greiða í ríkiskassann. Stefna bankanna hefur verið hin sama og ríkissjóðs. Þeir hafa hækkað vexti og krafizt meiri og meiri fyrirfram- greiðslu vegna gjaldeyris- kaupa. Með því hafa þeir auk- ið gróða sinn, en jafnframt aukið dýrtíðina og torveldað allan eðlilegan rekstur. ^ Gróði milliliða Fjármálastefna ríkisstjóm- arinnar hefur ekki aðeins mið- azt við það, að tekjur ríkis- sjóðs yrðu sem mestar og gróði bankanna færi sívax- andi. Ilún hefur einnig ste"nt að því, að gróði ýmissa milli- liða yrði sem mestur. Og auð- vitað hefur gróði kaupsýslu- manna, olíuhrínga og skipa- félaga átt að gera sams kon- ar gagn til jafnvægis í fjár- hagslífinu og gróði ríkissjóðs og bankanna. Slíkar skoðanir byggðust á þeirri kenningu, að kaupmáttur almennings væri of mikill og því væri gróðasöfnun nokkurra aðila mikilvæg, til þess að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu. Áf þessum ástæð- um var kaupsýslumönnum gefinn laus taumurinn, að mestu leyti, í verðlagsmálun- um. Fyrst var þeim heimilað að verðleggja allar bátagjald- eyrisvörur eftir vild. Næst komu nær allar frílistavörur og svo öll þjónusta. VerðlagseftirliL og verðlags- hömlur voru ekki lengur þarf- ar í þessum efnum. Auðvitað stórhækkaði álagning, og gróði ýmissa einstaklinga var gífurlegur, einkum þar sem sérstaða skapaðist. ^ Ríkið tvöíaldar álögurnar á íjórum árum Árið' • 1950 var fyrsta ár jafnvægisstefnunnar. Það ár var gengisbreytingin gerð. Þá urðu heildartek,jur rík- issjóðs 306 milljónir króna. Það ár voru ekki í gikli nein- ar reglur um bátagjaldeyris- skatt, né heldur togaragjald- eyri. S. 1. ár — 1954 — urðu tekjur ríkisins 551 milljón króna, en auk þess nam báta- gjaldeyrisálag um 100 millj- ónum og togaraálagið um 27 milljónum. Þannig hefur ríkið á beinan og óbeinan hátt innheimt 372 milljónum kr. meira af lands- mönnum s. 1. ár, en árið 1950, eða meir en tvöfaldað skatta- fúlguna. Við þetta má svo bæta aukinni innheimtu bankanna, verzlunarinnar og ýmissa milliliða. Þannig hefur þróunin verið á undanförnum árum, einmitt þeim árum, sem jafnvægis- Afleiðing þessarar fjár- málastefnu hefur auðvitað orðið sú, að dýrtíðin hefur aukizt, að raunverulegur kaupmáttur launa « hefur minnkað og hagur aðalat- vinnuveganna hefur örðið verri og verri. Á s. 1. vetri var svo komið að kaupmáttur launa verkamanna hafði minnkað um 20% frá árinu 1947, eftir því sem 2 lands- kunnir hagfræðingar, sem það mál athuguðu, gáfu yfirlýs- ingu um. Verkalýðssamtökin hafa eðlilega reynt að hamla gega þessari þróun' og krafizt hækkaðs kaups verkafólki til handa. Slíkum kröfum hefur verið mætt af ríkisstjómar- innar hálfu með löngum og hörðum verkföllum, seuv' kost- að hafa þjóðarheildina offjár. Þannig hefur f júmála- stefna ríkisstjórnarinnár æ ofan í æ leitt af sér fram- leiðslustöðvanir um lengri eða skemmri tíma. Það hefur verið venja stjórnarflokkanna að snúa al- gjörlega við sannleikanum um þessi mál, og reyna að halda því fram, að kauphækkanir verkafólks hafi skapáð dýr- tíðina og séu orsök allrar verðlagshækkunar. Gegn betri vitund er fjöður dregin yfir þá staðreynd, að það er fjár- málastefna ríkisstjóraarinnar, sem er orsök vaxandi dýrtíð- ar. Glöggt dæmi í þessum efnum eru þær verðhækkanir, sem ákveðnar hafa verið I vor og sumar, allar greiniíega með beinu samkomulagi við ríkisstjórnina, og hugsaðar þannig að hægt sé að kenna kauphækkun verkafólks um. Flestar voru verðhæUþanir þessar langt yfir það sera kauphækltunin nam. Sumar voru 20%, aðrar 30^L og nokkrar jafnvel um 60%. Kaupgjald hækkaði þó aðéins um 10—11% og í flestuni til- fellum gat það ekki valdið meir en 5—8% verðliækkun. En ríkisstjórnin virtist láta sér þessar verðhækkanir vel líka. Við þeim sagði hún ekki eitt orð, nema síður væri, t. d. var varla annað hægt að skilja en, að Morgunblaðið birti þessar verðhækkunar- fréttir sigri hrósandi og hið ánægðasta um leið og það kenndi kauphækkun verka- fólks um allt saman. Gróði ríkis og banka meiri en „styrk- irnirv' til íram- leiðslunnar Ríkisstjórnin hefur lítið kært sig um að halda á lofti þeim sannindum, að tekjuaf- gangur rflússjóðs hefur und- anfarin ár numið jafnnarri upphæð og lögð hefur yerið ölluin vélbátaflotannm irieð bátagjaldeyrisálaginu. Og að gróði bankanna hefur niímið hærri fjárhæð árlegá en Framhald á 10. siðiL • • ’ -Ol TÍTJmi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.