Þjóðviljinn - 19.10.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.10.1955, Blaðsíða 10
Jí) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. október 1955 Rceða Lúðvíks Jósepssonar Framhald af 7. síðu. styrkja hefur þurft togara- flotann með. En auk þess hefur svo ver- ið sívaxandi gróði allskonar milliliða. Þannig hefur fjármála- stefna ríkisstjórnarinnar leitt til þess ófremdarástands, að aðalatvinnuvegir landsmanna eru reknir sem styrkþegar. Hún hefur leitt til versnandi kjara vinnandi fólks, og til stórfelldra framleiðslustöðv- ana. Hún hefur jafnframt ýtt undir brask og milliliðaokur og hjálpað nokkrum auðfé- lögum til þess að raka að sér stórgróða á kostnað at- vinnuveganna. ^ Nýjar álögur í vændum Fjárlagafrumvarpið fyrir komandi ár ber það með sér að sama stefnan er fyrirhug- uð í öllum meginatriðum. Rökrétt framhald þessarar stefnu mun koma fram í því, að á þessu þingi verði enn ákveðnir nýir tollar og nýjar skattahækkanir á almenning í einu eða öðru formi. Telja má alveg víst, að í vetur verði lagður á.. nýr toll- ur til þess að standa undir verðuppbótum á útfluttum landbúnaðarvörum. Nýjar álögur munu einnig verða samþykktar til þess að forða stöðvun togaranna, og bátagjaldeyrisskatturinn verð- ur hækkaður til stuðnings bátaflotanum. í fullu samræmi við þessa stefnu er svo sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur látið semja nýtt írumvarp til breytinga á skatta- og út- svarslöggjöfinni. Þar er gert ráð fyrir að leggja algjörlega niður öll veltu-útsvör fyrirtækja og gera raunverulega allan rekst- ur skattfrjálsan. 1 stað þessa er lagt til að hækka söluskattinn um 25% og láta þá hækkun renna til bæjar- og sveitarfélaga í stað veltu-útsvaranna. Með þessu á að gera öll út- svör og allan tekjuskatt að hreinum persónugjöldum. Allur rekstur og þá fyrst og fremst verzlunarrekstur á að losna að fullu við útsvör og tekjuskatt. Þessi ráðstöfun miðar að því að koma gjöldunum yfir á herðar einstaklinganna, en losa verzlun, iðnað og annan rékstur við beina skattlagn- ingu. * Sú hugsun, sem að baki þessu stendur, er í fyllsta samræmi við grundvallarskoð- un þá, sem stendur á bak við fjármálastefnu ríkisstjórnar- innar, þá skoðun, að kaup- máttur almennings sé of mik- ill og því sé rétt að draga úr honum með hærri skatt- lagningu, hærra verðlagi og auknum gróða félaga og fyr- irtækja. Þetta er jafnvægiskenning ríkisstjórnarinnar og sérfræð- inga hennar. Sú kenning, að þá fyrst megi vænta heil- brigðs f jármálaástands að takast megi að koma á því jafnvægi, að kaup vinnandi fólks minnki en gróði ríkis, banka og milliliða vaxi að sama skapi. ^ Gengislækkun? Það er út frá þessari skoð- «»■»■■■■■■■■■•••■■•»■■»•■■»■■■■■■■■■■■■•■■»•■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■*•■■•■■■■■■■■■" Stórt athafnasvæði við Grindavíkurhöfn Til sölu eru hús og mannvirki að Hópi III í Grindavík ásamt tilheyrandi erfðafestulandi, samtals 9.21 ha., þar af er tún 1.41 ha., en annað land 7.80 ha. Eign þessi liggur á bezta stað við Hópið, þar sem nú er hin nýja höfn Grindavíkur. Eignin er mjög vel fallin til reksturs skipasmíðastöðvar, fiskverkunarstöðva eða fyrir hverskonar verk- smiðjur og verkstæði, og jafnframt sem bygginga- lóðir. Upplýsingar gefur á staðnum Jónas Gíslason, Hópi III, og ennfremur undirritaður. Kauptilboð sendist undirrituðum fyrir 1. nóv. n.k., og er á- skilinn réttur til þess aö taka hverju þeirra sem er eða hafna þeim öllum. ÞORVALDUB ÞÖRARINSSON. lögfrœðingur, Þórsgötu 1, Reykjavík Sími 6345 og 5391. «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■; Röskir sendisveinar óskast Fyrir hádegi (vinnutími kl. 9—12) m :: \ 1.. . Eftir hádegi (vinnutími kl. 1—6) MÖÐVILJINN, Skólavörðustíg 19, sími 7500 un, að ríkisstjómin og sér- fræðingar hennar eru alltaf að ræða um möguleika á nýrri gengislækkun. Sérfræðingar stjórnarinnar telja sjálfsagt að samþykkja nýja gengislækkun með það sem aðalmarkmið að kaupið verði lækkað. Ríkisstjórnina vántar ekki viljann, en hún hefur ekki þorað vegna al- mennrar andúðar á gengis- breytingu. En enginn launþegi þarf að efast um, að núver- andi ríkisstjórn situr um færi til gengislækkunar og hún mun grípa til þess hvenær sem tækifæri býðst, en senni- lega leggur hún þó ekki í slíkt fyrr en að afstöðnum kosningum til Alþingis. (Frh) 55% DAGRON - 45% ULL Höfum aftur fengið karlmannaföt úr þessum efnum, sem mjög hafa rutt sér til rúms. Falleg Létt Halda vel brotum Fást aðeins HJÁ OKKUR Andersen & Lauth bi. Vesturgötu 17 — Laugavegi 37 «■■■■ .■■»■:*■■•>•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■: ■ ■■■«■■■«■■■■!( ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■u■■■■■■»■■■■a■■so: Tékkneskt byggingarefni úr asbest-sementi Varanlegt Öruggt gegn eldi Veggplötur, þilplötur, bárupiötur, þakhellur, þrýstivatnspípur, fráreiutslispípur og tengistykki EINKAUMBOB: MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20 — Sími 7373 CZECHOSLOVAK CERAMICS. PRA6. TEKKÖSLðVAKtU ilHHIMUI ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.