Þjóðviljinn - 05.11.1955, Qupperneq 3
Laugardagur 5. nóvember 1955 — ÞJ ÓÐVILJINN— (5
Mikil nýsköpun i þungaiðnaöinum
Gifuiiegt kapp lagt á menntun
Kinafararnir fjórir, sem Heildarsamtök kínverskrar æsku
buðu í haust austur til sín voru farþegar heim með Gull-
fossi í gærmorgun.
Listamenn og alþýða fapa Laxness
Eftirfarandi ávörp voru flutt nóbelsverðlaunaskáldinu Laxness
r.e hann kom að landi í gær:
■ Formaður sendinefndarinnar
er kominn heim fyrir skömmu
en fjórmenningarnir sem komu
í gærmorgun voru Halldór
Stefánsson, Indriði Þorsteinsson,
Sigurður Guðgeirsson og Stefán
Gunnlaugsson. Þjóðviljinn hafði
tal af þeim um borð í Gull-
fossi í gærmorgun.
— Jæja, hverju viljið þið
ljúga í mig, strákar?
— Ljúga, við vorum beðnir
uni það austur þar að segja
satt, og ekkert nema satt, og
það ætlum við að reyna, svar-
aði Sígurður Guðgeirsson og fá-
lagar hans staðfestu það.
— Gott, i sannleika sagt:
hvemig líkaði ykkur í Kína?
— Prýðilega.
— Var þá ekki allt í niður-
níðslu hjá þeim?
— Við komum að vísu í leir-
kofahverfi frá gamla tímanum,
þar sem ekki var ásjálegt, en
mun þó hafa tekið miklum
stakkaskiptum frá 1949, m.a.
verið leitt í það vatn. En við
komum líka í andstæðu þess
frá nýja tímanum í Kina, ný-
byggð verkamannahverfi. Það
er mikið gert að því að byggja
upp í Kína.
Það er mikil , nýsköpun í
þungaiðnaðinum og gifurlegt
feapp lagt á að mennta fólkið.
Það er lögð mikil áherzla á
hreinlæti og þrifnað. Eitt af því
fyrsta er við sáum að morgni
dags í Peking var : líkamsrækt.
„Öll Peking baðaði út höndun-
um eftir músik“!
í>að er auðsæ almenn fram-
för í menningarlegu og efna-
legu tilliti.
Við komumst í kynni við all-
margt af kínversku æskufólki,
sem líklegt er að verði varanleg
kynni. Við vorum m.a. beðnir
Fyrirlestrar um
líf og starf
Schweitzers
Á morgun flytur Sigurbjörn
Einarsson prófessor fyrirlestur
fyrir almenning um lífsskoð-
un Alberts Schweitzers og mun
hann þar á alþýðiegan hátt
gera grein fyrir aðalatriðunum
í kenningum hans. Fyrirlestur-
inn verður fluttur í hátíðasal
Háskólans og hefst kl. 2 e.h.
stundvíslega.
Næstsíðasti sýn-
ingardagurinn
Aðsókn að sýningum hinna
6 þjóðviðurkenndu listamanna
í Listamannaskálanum hefur
verið ágætlega sótt og sala
mikil.
1 dag er næstsíðasti sýning-
andiaginn því sýningunni lýk-
ur á morgun. Annan hvom
þessara daga þarf því að nota
til að líta þar inn, því sýningin
verður álls ekki framlengd; þar
sem skálinn hefur þegar verið
leigður. öðrum. . .. . u ;
fyrir kveðjur frá Lu Sho, er
hér var í sumar, til vina sem
hann eignaðist hér þá. og vara-
forsætisráðherra Kína, Yean Yi,
bað okkur að skila kveðju sinni
Framhald af 1. síðu.
Laxness í gærmorgun, landið
gerði það einnig; veðrið var
svalt og bjart þegar Gullfoss
kom á ytri höfnina og fjöllin
tjölduðu hvítu í tæru morgun-
loftinu. Halldór stóð á þilfari
og horfði til lands þegar blaða-
menn komu um borð með toll-
bátnum. Var tekið upp tal um
atbúrði ‘ siðústu dagá, sem rakt-
ir hafa verið ýtarlega hér í blað-
inu, og spurt um margt. M.a.
var Halldór inntur eftir þvf
hvort hann tæki eitthvert verka-
sinna fram yfir önnur.
— Nei, ég hef ekki sérstakar
mætur á neinni bók minni; ég
sé að sumstaðar hefur mér tek-
izt sæmilega og annað er ég ekki
ánægður með. Þetta á við um
allar bækur mínar og ég
tek enga sérstaklega fram yfir
aðrar.
— Ertu með nokkurt nýtt
leikritsefni í huganum?
— Ég er með einhver ósköp
í huganum; en það ér ákaflega
litið sem maður kemst yfir að
vinna af öllu því sem manni
dettur í hug. Reynslan ein getur
skorið úr því hvað mér kann
að verða úr verki. ,
— Óttastu ekkú að vinnufrið-
urinn skerðist nú enn eftir nó-
belsverðlaunin?
—Ætli það þurfi að vera.
Annars er baráttan fyrir næð-
inu erfið; ég verð að bíta menn
af mér, neita að vera heima
er gestir koma o.s.frv., og það
er ekkert skemmtilegt.
— Finnst þér ekki andrúms-
loftið breytt í Evrópu?
— Jú, það er talsvert frið-
samlegra. Viss blöð reyna þó
enn að móta eithvert óviðkunn-
anlegt andrúmsloft, og það kom
t.d. fram í sambandi við nóbels-
verðlaunin. Eitt blaðið birti um'
það stóra fyrirsögn að nú hefði
stalínverðláunahafi fengið nó-
belsverðlaun, og var þetta auð-
sjáanlega gert til þess að hræða
borgar astéttina. Ég var avó
til íslenzku þjóðarinnar.
þetta verður að nægja í bili,
en Þjóðviljinn mun síðar segja
nánar frá ferð þeirra félaga um
Kína, auk þess er fréttamaður
hans ræddi við Indriða Þorsteins-
son, ér 'hann hitti fyrstan þeirra
félaga. Birtist það viðtal á morg-
un
hafa fengið stálínverðlaun. Á
sama fundi kom til tals að Rúss-
um þætti Atómstöðin ekki að-
gengilegi stíll hennar- er ólíkur
breiða epíska stíl sovézkra höf-
unda. Og það var eins og við
manninn mælt; næsta dag birti
sama blað um það stóra frétt
að Rússar vildu ekki lesa Lax-
ness. Það hafði hringsnúizt á
einum- degi, og eina hugsjón
þess virtist vera að rægja sitt
á hvað.
Einnig hringdi í mig maður
frá Associated Press og byrjaði
strax að rífast. Hann spurði
mig um álit mitt á Atlanzhafs-
bandalaginu og þjarkaði svo við
mig um, það í tíu mínútur. Síð-
an hringdi hann af án þess að
spyrja um nokkuð annað!
★
Eftir spjallið gekk Halldór út
á þilfar, út í sól þess vonglaða
haustmorguns, og Gullfoss seig
að landi, þar sém þúsundir biðu .
þess að fagna skáldi sínu.
Stúdentafélags-
fundur um kjarn-
orku á morgun
Stúdentafélag Reykjavíkur
heldur fund í Sjálfstæðishúsinu
á morgun og hefst hann kl. 2
síðdegis. Umræðuefnið er Frið-|
samleg nýting kjamorkunnar
og frummælendur eðlisfræðing-
amir Magnús Magnússon MA
og Þorbjörn Sigurgeirsson mag.
scint., framkvæmdastj. rann-
sóknaráðs ríkisins, en þeir em
mestir kunnáttumenn á Islandi
um þessi efni, sátu t.d. báðir
kjamorkuráðstefnuna í Genf í
sumar. Til skýringar efninu
verða sýndar kvik- og skugga-
myndir. Að lokinni framsögu er
fundarmönnum heimilt að
leggja fyrir frummælendur
spuraingar. — Aðgangur að
Ávarp Jóns Leifs
forseta Bandalags
islenzkra listamanna
Kæri vinur og samherji Hall-
dór Laxness!
Stjórn Bandalags íslerrzkra
listamanna hefur falið mér að
fagna þér í nafni Bandalagsins
og þakka þér afrek og sigur.
Ekki skal ég þreyta þig og
hlustendur með samskonar lofi
um þig og lesa má nú í öllum
blöðum heims. Tilfinningar okk-
ar listamanna á íslandi hljóta
að verða dýpri gagnvart þeim
atburði til sigurs íslenzkri
menningu, sem vér minnumst
ÍKdag”Og þökkum þér,- *><> > "•
Með sigri þessum breytist
söknuður og sálarkvöl margra
kynslóða í djúpan fögnuð. Vér
minnumst þeirra íslenzku lista-
manna, sem féllu í valinn ó-
bættir, — allra þeirra, sem
skópu listaverk hér á landi í
þúsund ár, skáldanna ókunnu,
sem unnu án launa og án heið-
urs, buguðust í miðri baráttu
við örðugustu kjör, svo að enn
lifa ekki nema molar úr verk-
um þeirra, — svo að jafnvel
sjálf nöfn höfundanna eru
gleymd.
Þú hefur fært þeim sigurinn,
— og þú hefur sigrað fyrir
oss alla, — einnig fyrir þá
sem á eftir koma og fara sömu
leið.
— Þú hefur loks hrundið
upp hurðinni, svo að „ijós
heimsins" nær að skína
inn og „fegurð himinsins“ verð-
ur sýnileg hverju mannsbami.
Vér hyllum þig og hyllum
jafnframt þær hugsjónir, sem
vér sjálfir lifum og deyjum
fyrir. Vér hyllum ísland. I>ú
hefur sannað heiminum tilveru-
rétt íslenzks þjóðemis.
Skáldið Goethe sagði einu
sinni, að ef einhver ungur
maður ynni sér eitthvað til
hróðurs, þá sameinuðust ósjálf-
rátt allir kraftar og allar að-
stæður um að koma í veg firir
að hann gæti aftur gert sams-
konar frægðarverk.
Vér vitum að þú ert ekki í
slíkri hættu. Þú hefur öðlazt
þann þroska, sem einkennir
hvem sannan skapandi lista-
mann, þá þolinmæði, sem lætur
listamanninn leggja stein við
stein á löngum tíma, án tihits
til árangurs augnabliksins, svo
að úr megi verða nokkurskonar
varði fyrir kömandi kynslóðir.
Samt ertu kominn að þeim
tímamótum í ævi hvers höf-
undar, er neyðir hann til að
taka ákvörðun um hvort hann
þurfi að lifa fyrir hagnýtingu
þeirra mörgu verka, sem hann
hefur skapað, eða fórna ein-
hverju af hagnaðinum og lifa
listinni eingöngu. Vér hljótum
að óska þess í dag og vera
sannfærðir um, að sú ósk sé
þær kærust, að létt sé af þér
öllum áhyggjum listrænna og
efnalegra afnota þinna verka,
— að á voru landi verði til þau
skilyrði fyrir hagnýtingu hug-
verka, að listamennimir sjálf-
ir þurfi ekki að fóma miklum
tíma og kröftum til % þeirra
hiuta.
braut þín sé ekki nema hálfn-
uð. Vér óskum þér framhalds
og viðgangs.
Með óskir þessar í huga bið
ég áheyrendur að hrópa fer-
falt húrra fyrir skáldinu Hali-
dóri Laxness. Hann lengi lifi!
Ávarp Hannibals
Valdimarssonar
forseta Alþýðusambands
islands
Halldór Kiljan Laxness.
íslendingar, sem mál mitt
heyrið.
Giæsisnekkjan Gullfoss flyt-
ur í þetta sinn heim til fslands
stranda skáldið Halldór Kiljan
Laxness, sem fyrir viku síðan
hlaut þann mesta heiður, er rit-
höfundi getur hlotnazt fyrir
verk sín, er hann var sæmdur
bókmenntaverðlaunum Nóbels.
Þegar þessi frétt barst hing-
að heim, aðeins nokkrum
klukkustundum eftir, að
sænska Akademían hafði skýrt
frá ákvörðun sinni, fagnaði
öll íslenzka þjóðin hjartanlega.
— Hún samfagnaði skáldinu og
gerði sér einnig ljóst, að íslandi
og íslenzkri þjóð hafði hlotnazt
mikill heiður, vegna andlegra
afreka eins af mætustu sonura
hennar.
Ég inni af hendi ljúfa
skyldu, er ég í dag í nafni
Alþýðusambands íslands og ís-
lenzkra alþýðustétta býð Hall-
dór Kiljan Laxness, skáld al-
þýðunnar, sem gert hefur ís-
lenzka alþýðumanninn og al-
þýðukonuna ódauðleg í verkum
sínum — velkominn helm til
íslenzkra heiða og fjalla, taeim
í hús skáldsins í dalnum,
Gljúfrastein, — þakka taonum
ódauðleg skáldverk hans og
óska honum innilega til ham-
ingju með verðskuldaðan
frama.
Ég tel-fara vel á því, að sam-
tök listamanna og alþýðu fagni
þér, er þú stígur á land. En það
gera fleiri — það gerir þjóðin
öll: verkamaðurinn við vinnu
sína, sjómaðurinn á hafinu,
bóndinn á búi sínu, iðnaðar-
maðurinn við iðju sína — allar
stéttir þjóðarinnar.
íslenzka ’þjóðin dáir þig,
gerir til þín miklar kröfur,
væntir mikils af þér sem manni
á bezta aldri. Og þeir sem hér '
eru staddir biðja þig lengi
lifa.
Lárviðarskáld íslendinga,
Halldór kiljan Laxness lengi
lifi. — Hann lifi!
Merkjasala fyrir
Langholtskirkju
Kvenfélag Langholtssóknar"
efnir á morgun til merkjasölu
til ágóða fyrir væntaniega
kirkjubyggingu safnaðarins,
sem fyrirhuguð er á einum
fegursta stað borgarinnar: |Há-
logalandshæð. Þetta er fyrsta
merkjasala félagsins. — Merkin
kosta 5 kr. og verða afhent
sölubömum í dag eftir kl. 2
í Ungmennafélagshúsinu við>
Holtaveg. .. .
spurður að þessu á blaðamanna-
íundi og. s^a^ðÍsSt.því^rojðuL ekki.j íundinum. er,.öllum heimill.
Vér. trúum því að listamamns-
Kínafarar taldir frá vinstri: Sigurður Guðgeirsson, Indriði Þor-
Steinsson, Stefán Gunnlaugsson og Halldór Stefánsson.
Þúsundir hylltu Halldór Laxness