Þjóðviljinn - 05.11.1955, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.11.1955, Síða 5
Laugardagur 5. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN (3 Andúð Klakksvíkinga á dönsku lögreglunni blossar upp Tilraun gerð til að sprengja upp hús sem danska lögreglan hefur til umráða Enda þótt kyrrt hafi verið á yfirborðinu í Klakksvík síðustu vikurnar eftii’ að danska lögreglan kom þangaö og tók að handtaka Klakksvíkinga, sýndu atburöir þar í fyrrakvöld og nótt að undir niðri er andúðin á hinum dönsku valdsmönnum hin sama og fyrr. að utan. Lögreglan leitar nú að r sökudólgunum. Friðarverðlaun Nóbels veiti í fyrrakvöld safnaðist margt ungt fólk saman á hafnarbakk- anum í Klakksvík sem danska fangelsisskipið Ternen liggur við og danska lögreglan hefur því girt af. Hófu Klakksvíking- ar upp söng og köstuðu jafn- framt hnútum í lögregluþjón- ana. Kölluðu þeir á liðsauka Og létu ryðja hafnarbakkann og kom þá til nokkurra átaka. Einn lögregluþjónanna meiddist svo að fiytja varð' hann í sjúkrahús. Kyrrð komst á eftir þetta en um nóttina vöknuðu Klakksvík- ingar við mikinn hvell. Kom í ljós að dýnamíti hafði ver- ið komið fyrir við gafl gamals dómshúss sem danska lögregl- an hafði fengið til umráða, enda þótt það væri bæjar- etjóminni þvert um geð. Höfðu Danir komið fyrir hafurtaski sínu í húsinu, en enginn þeirra mun þó hafa verið í því um uóttina. Húsið stórskemmdist Crenfarfnndur Framhald af 12. síðu. Molotoff, utanríkisráðherra fíovétríkjanna, móbnælti tillög- unni m.a. á þeirri forsendu að hún væri ekki í samræmi við þau fyrirmæli sem utanríkis- ráðherrunum hefðu verið gefin af stjómarleiðtogunum á fundi þeiriu í Genf í sumar. Nóbelsverðlaunanefnd norska Stórþingsins ákvað að veita friðarverðlaun ársins 1954 Flóttamannaráði SÞ, en fresta úthlutun verðlauna ársins 1955 um eitt ár. Friðarverðlaunin nema rúmum 180.000 s. kr. Flóttamannaráð SÞ var stofn að árið 1950 þegar alþjóða- stofnun sú sem þangaðtil hafði annazt málefni flóttamanna var lögð niður. Um 350.000 flótta- menn í Evrópu heyra undir ráðið, og af þeim búa um 90 þúsund enn í flóttamannabúð- um eða við enn verri aðstæður. Blað lifnar við eftir hálfs sjötta árs hann Málgagn kommúnistaflokks Argentínu, vikublaðið Nusestra Palabra kom út í síðustu viku í fyrsta sinn í 5% ár, en stjóm Perons hafði bannað það. í fyrsta tölublaðinu eftir bannið var einkum rætt um hvernig tryggja mætti einingu verka- lýðsins og lýðræði í verkalýðs- félögunum. Verkfall í aðsigi í Ruhr Kaupdeilan í málmiðnaðin um í fylkinu Norðurrín-Vest falen í Vestur-þýzkaland hefur harðnað. Slitnað hefur upp úr samningum verka nanna og vinnuveitenda, enda íöfðu vinnuveitendur lýst þv yfir afdráttarlaust að ekk kæmi til mála að ræða kröfu verkamanna um kauphækkun sem settar voru fram 16. sept ember s.l. Þykir nú allt bend ;il þess að til verkfalla kom í Ruhrhéraði innan skamms 50 larast I námuslysi Óttazt er að 50 japanskir námumenn hafi farizt í spreng- ingu sem varð í kolanámu ná- lægt Yubetsu á nyrztu ey Jap- ans, Hokkaido. 82 námumenn lokuðust inni í námunni við sprenginguna, en 26 þeirra tókst að komast upp úr henni af sjálfsdáðum. Sex lík hafa fundizt og litlar vonir eru taldar á að hinir 50 finnist lifandi. Kosningabaráttan í Frakklandi hafin Kommúnistar hjörguða Faure frá falli * og tryggðu um leið skjéiar kosBÍngar Þingmenn kommúnista björguðu í fyrradag stjórn Faure frá falli og tryggðu um leið að kosningar rnunu fara fram 1 landinu í vetur. Sólororka hitar hús og knýr verkssniðjur Alþjóðleg ráðstefna um beina hagnýiingu sólarorkunnar haldin í Bandaríkjunum Alþjóðleg ráðstefna um hagnýtingu sólarorkunnar hefur Staðið yfir síðustu daga í borginni Phoenix í Arizona-fylki í Bandaríkjunum. líelslavirk skúrkvikindi Vísindamenn hafa fundið að- ferðir til að gera skorkvikindi geislavirk, en á þann hátt er hægt að fylgjast með smitber- um er valda t. d. mænusótt, malaríu, inflúensu og holds- veiki. Heilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna (WHO) gengst fyrir rannsóknum á þessu sviði. Faure hafði gert atkvæða- greiðslu um frumvarp ríkis- stjórnar um þingrof og kosn- ingar að fráfararatriði. Frum- varpið var samþykkt í neðri deild þingsins með 330 at- kvæðum gegn 211 og riðu 100 þingmenn kommúnista bagga- muninn. Duelos, leiðtogi þeirra á þingi, sagði að þeir væru ekki að votta stjóminni traust sitt, en vildu hinsvegar að kosning- um yrði hraðað. Faure mun reyna hvað hann getur til að hægt verði að halda kosningar 11. desember eða 18. desember, en ekki er víst að honum takist það. Þing- rofsfrumvarpið fer nú til efri deildar þingsins og er deildinni heimilt að fjalla um það í tvo mánuði. Noti hún þann frest til fulls, getur ekki orðið úr kosningum fyrr en eftir ára- mót. Engu að síður er vist að kosningarnar eru skammt fram undan og flokkarnir eru þegar teknir að búa sig undir þær. Viðræður eru hafnar milli miðflokkanna og hægri flokk- anna um kosningabandalög sem eiga að tryggja þeim 50% atkvæða eða meira í vissum kjördæmum og þarmeð alla þingmenn þeirra kjördæma. Mendés-France hefur betur betur en Faure Vegna væntanlegra kosninga hefur Róttæki flokkurinn kall- að saman flokksþing enda þótt það hefði 'að réttu lagi ekki átt að halda fyrr en í desem- ber. Strax á fyrsta degi þingsins urðu hörð átök milli þeirra tveggja manna sem berjast um völdin í flokknum, Mendés- France og Edgars Faure. — Fréttaritarar segja að Mendés- France hafi sigrað í fyrstu lotu, en þingið ákvað að fara þess á leit við Edouard Herriot að hann gegni formennsku flokksins og Mendés-France verði varafofmaður. Egypzkir hermenn réðust í fyrrinótt inn á hluta ísraels- Visindamenn frá um 30 lönd- um sóttu ráðstefnuna, sem ekki hvað sízt fjallaði um „leyndardóm“ blaðgrænunnar, um hvernig jurtimar fara að því að nota sólarorkuna til að breyta, kolsýru og vatni í kol- vetni og súrefni. Vísindaraenn í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum hafa á síðustu misserum náð miklum árangri í að ráða þetta leyndarmál. Verði unnt að hagnýta sólarorkuna í stórum stíl eins og jurtirnar nota blaðgrænuna til þess jnunu skapast áður óþekktir möguleikar á stóraukinni mat-: vælaframleiðslu. Hagnýting í þágu iðnaðar Ennfremur var fjallað um það á ráðstefnunui hvemig nota megi hitaorku sólarinnar í þágu iðnaðarins. Tilraunir sem gerðar hafa verið á þessu sviði viða um heim á síðustu árum sýna, að full ástæða er til að ætla að slik hagnýting sólarorkunnar muni verða að, veruleika áður en langt líður, | a. m. k. í þeim hlutum jarðar þar sem mjög er sólríkt. Það yrðu þá gamlir draum- ar sem rættust, því að bæði Grikkir og Egyptar létu sig dreyma um sólarvélar. 35 tilraunavéiar sýndar I sambandi við ráðstefnuna var haldin sýning á ýmsum gerðum véla sem hagnýta sól- arorkuna. Ein slík var ítölsk að uppruna. I henni var sólar iiitinn notaður til að hita upp brennisteinstvísýring, gufan var látin knýja litla gufuvél og síðan kæld og þétt með vatni. xVrkítektar Princeton-há- skóla sýndu líkan af húsi sem er hitað upp með sólarorku. Ætlunin er að húsið verði byggt í Phoenix. Dr. Maria Telkes við háskól- ann í New York hefur smíðað bökunarofn sem hægt er að láta fjóra alúmínspegla hita upp í 175 stig á Celsíus. Slíkir speglar hafa líka verið notaðir í tilraunaskyni til málmbræðslu. Bardögum linnir en viðsjórvert óstand í gærkvöld var ekki barizt á landamænim ísraels og Egyptalands, en ástandiö var viðsjárvert og hvenær sem er getur logað upp úr aftur. manna af hlutlausa svæðinu og landamærunum og sló í bar- daga, en hann stóð ,ekki íengi og ekki er getið um manntjón. Hinsvegar er ástandið mjög viðsjárvert og hætt við að ísra- elsmönnum finnist þeir þurfa að hefna fyrir þessa árás. Dag Hammai-skjöld, aðalrit- ari SÞ, hefur rætt við fulltrúa Egyptalands og ísraels hjá SÞ og lagt fyrir þá tillggur um hvernig koma megi í veg fyrir slíka atburði á 1 andamærunum. Ekki er vitað með vissu hvað hann leggur til, en talið líklegt að hann vilji að hlutlausa svæðið verði breikkað og her- sveitir deiluaðilja látnar hörfa ■ m Kópavogsbúar | MUNIÐ GÖMLU DANSANA í Félags- heimilinu við Kársnesbraut 21. 4ra manna hljómsveit spilar fyrir dans- inum. Húsið opnað kl. 8.30. Miða- pantanir í síma 81085 frá kl. 5—6, eftir það í sima 6990. Skenuntinefndin Aðgefnu tilefni tilkynnist hér með aö RÁÐNINGAHSKRIFSTOFA F.Í.H. getur útvegað hljóöfæraleikara í allskonar samkvæmi. Gerið svo vel og snúið yður til skrif- stofunnar Vonarstræti 8. — Opið kl. 11—12 og kl. 3—5, sími 82570. Ráðningaiskrifstofa F.Í.H. : ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■aaaaaBaaaB^ til að draga úr hættu á að þeim lendi saman. Hammarskjöld hefur rætt tillögur sínar við fulltrúa Vest- urveldanna hjá SÞ og einnig hefur borið á góma að kalla saman Öryggisráðið. Hann mun þó vera því andvígur þar sem deilur á fundum ráðsins mundu ekki fallnar til þe3s að leysa vandann. Sýrland og Líbanon, sem bæði hafa gert hernaðarbandalag við Egyptaland, hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin að veita Egyptum stuðning ef þeir fari fram á það og i gær kallaði utanríkisráðherra íraks sendi- herra Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands í Bagdad á sinn fund og tilkynnti þeim að írak myndi veita öllum þeim Arabaríkjum, sem Israel réðst á, alían hugsanlegan stuðning. írak er aðili að hernaðarbanda- lagi ásamt Bretlandi, Tyrklandi, Pakistan og Ir«k. j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.