Þjóðviljinn - 05.11.1955, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.11.1955, Qupperneq 10
3 Þitt augnadjúp Ljóð eftir Freystein Gunnarsson við lag eftir Maríu Markan. María Markan hefur sung- ið það inn á hljómplötu ísl. tóna. í dag er lífið létt og blítt, Ijúft er allt og rótt. Um mig streymir angan vors og blóma. Blærinn andar undur þýtt, allt er svo hljótt, sál mín heyrir vorsins unaðsóma. Ég hcyri þig, í hægum sunnanvindi. Ég heyri þig, er stormur fer um vog. Ég heyri þig, í hljóm frá efsta tindi, Ég heyri þig, við djúpsins öldusog. Þitt augnadjúp er dökkt sem nóttin svarta, er stormur tendrar glóð í huga mér. Þú hefur fjötrað allt mitt unga hjarta, svo aldrei framar skal ég gleyma þér. Um úlíinn og sannleikann Amma segir við litla telpu, sem var ýkin í frá- sögnum sínum: — Þú mátt aldrei fara með ó- sannindi. Annars fer fyr- ir þér eins og smala- drengnum, sem kallaði „úlfur, úlfur“, til að gabba menn. Loksins kom úlfurinn og át allar kind- urnar. — Át hann kindumar? spurði telpan. — Já, svaraði amma. — Át hann þær allar? — Já. — Jæja, amma mín, sagði teljan, — það er þá líkt með okkur, — ég trúi þér ekki og þú trúir mér ekki. íslenzkt viðlag Vertu í tungunni trúr tryggur og hreinn í lund. Hugsaðu um það, hýr sveinn á hverri stund. Myndir í jólablað Nokkrir hafa nú teikn- að inn í kvæðin og sent blaðinu. Myndimar þurfa að berast blaðinu fyrir 1. desember. Pósthólfið Framhald af 4. síðu bréf á rauðu bréfsefni með mynd í hominu og sent í rauðu umslagi. í>annig var bréfið frá henni, sem Óskastundinni barst. Bókin nm Island jþið, sem ætlið að vera þáttakendur í bókinni um ísland, þurfið að tilkynna þátttöku ykkar sem fyrst. Enn vantar höfunda úr ýmsum sveitum. Orðsendingar Framhald af 4. síðu. meyjum. Beztu kveðjur. Jóhann og Rósa. Það var ljómandi gaman að fá bréfið frá ykkur syst- kinunum. Við skulum muna ósk ykkar. Lesend- unum til skemmtunar setjum við hér seinustu setningamar: „. . . Að síðustu viljum við þakka þér fyrir allar skemmti- legu stundirnar, sem þú hefur veitt okkur. Ein- hverntíma ætlum við að skrifa þér lengra og skemmtilegra bréf og segja þér frá því sem hefur drifið á daga okk- ar“. Við hlökkum til að fá þá frásögn. En hvað segið þið um það, Jóhann og Rósa, að verða þátt- takendur í bókinni um ísland. Gaman væri það. Tóta, 13 ára, segir m. a.: „Ég held, að eftir nokkum tíma verði önn- ur uppáhaldslög hjá krökkunum en nú er, því það eru alltaf að koma ný spennandi lög, og þá er lítið gaman að þeim eldri.“ Tóta hefur komið ýmsum til að leggja orð í belg um þetta, svo sem sjá má í blaðinu. Ævintýri rjúpuimar Einu sinni var lítilí rjúpa, sem hét Mjallhvit. Hún átti heima uppi í heiði. Hún var einstæð- ingur. Bæði foreldrar hennar og systkin voru farin frá henni og nú hafði hún engan félaga. Einn dag er hún var að tína í sarpinn kom valur fljúgandi. Mjallhvít litla varð voða hrædd, hún sá að hann stefndi á hana. Hún fór að hugsa um hvað hún ætti að gera. J>á hóf hún sig til flugs og flaug niður í dalinn. Valurinn var fast á eft- ir henni og hún hélt að hann myndi hremma sig áður en hún kæmist nið- ur að bænum. Litla hjart- að hennar hamaðist af ótta og hún var svo þreytt að hún gafst loks upp. Hún datt niður hjá. einum bænum. En þegar valurinn ætlaði að Henni langar... honum vantar Hversu mörg ykkar getið leiðrétt þetta og byrjað setninguna eins og vera ber. Nokkrum sinn- um hefur í blaðinu okkar verið minnzt á þágufalls- sýkina og bent á nauð- synina að losna við slíka sýki. Og það á að vera hægt. Flettið upp í eldri blöðum Óskastundarinn- ar og lesið greinarstúf- ana um þetta. Þessi orð eru skrifuð núna að gefnu tilefni í bréfum frá ykkur, kæru lesendur. hremma hana, opnaðist bærinn og út kom lítil stúlka, sem hét Sólrún. Þegar Sólrún sá hvað val- urinn ætlaði ,að gera, hljóp hún til Mjallhvítar og greip hana, en þá varð Valurinn hræddur og flaug burt. Sólrún fór með Mjallhvít inn ,og lagði hana í körfu, sem ull var í og gaf henni grjón og vatn. Mjallhvít leið nú vel og borðaði eins mikið og hún gat og svo sofnaði hún. Þama var hún í marga daga, en svo sleppti Sól- rún henni og flaug upp á heiði, en stundum kom hún aftur til að finna Sólrúnu. Og lýkur nú æv- intýri Mjallhvítar. 60 m hlaup: Ólafur Unnsteinsson ÍG. 8.5 sek. 1952 80 m hlaup: Ólafur Unnsteinsson ÍG 11.5 sek. 1952 100 m hlaup: Þórir Guðbergsson KFS 13,9 sek. 1952 200 m hlaup: Ásgeir Hjörleifsson ÍD 30,0 sek. 1950 Hástökk: Gunnar Jóhannsen ÍD 1,37 m 1952 Hástökk án atrennu: Þið kannist eflaust flest við Tensing og Hill- ary, fj allgöngugarpana tvo sem tókst fyrstum manna að klífa hæsta tind jarðar, Everest. Áður en þeir lögðu í þessa löngu og erfiðu fjallgöngu þurfti að sjá fyrir mörgu og afla ýmis- legs margbrotins útbún- aðar. M. a. voru allir þátttakendurnir í leið- angrinum búnir út með súrefnisgeyma og grímur vegna þess hve loftið er þunnt og erfitt að anda þegar komið er í svona mikla hæð. Heimir Guðjónsson ÍD 0,95 m 1950 Langstökk: Ormar Þorgrímsson ÍH 4,44 m 1953 Langstökk án atrennu: Haraldur Stefánsson ÍD 2,37 m 1950 Þrístökk án atrennu: Haraldur Saefánsson ÍD 6,85 m 1950 Boltakast: Ólafur Unnsteinsson ÍG 68,30 m 1952. Næst verður birt meta- skrá 13—15 ára drengja. Nansy, 12 ára S.MúI. Metaskrá íþróttabandalags drengja 15. júlí 1955 C-flokkur, 10—13 ára. MERCEDEjS BENZ Bifreið Landgræðslusjóðs bíður yðar í Bankastræú Gangið til móts við heppnina kaupiS mlSa strax; á morgun er jboð of seint DREQ1Ð 1 KVOLD oðe/ns úr seldum miSum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.