Þjóðviljinn - 25.11.1955, Page 4
%) — í>JÓÐVILJINN —. Föstudagur 25. nóvember 1955
Ragnar V. Siurluson:
Síðan fyrir aldamót hafa
fiskveiðarnar verið sá liorn-
steinn undir þróun þeirrar
1,ækni- og menningarlegu fram-
íara sem einkennt hafa þjóð-
líf vort þennan mannsaldur,
erið sú lyftistöng, sem öllu
'-'ðru fremur hefur gert fært
að útrýma hallærum og hung-
•..rdauða sem því miður of oft
e.afði landlægur verið á því
iandi íslandi, sökum hamskipti-
ilegrar veðráttu og ills stjórn-
srfars af annarlegum toga.
Það mætti því vænta þess
;ð sú kynslóð, sem grettis-
lökum hefur lyft á þessu sviði
i ppbyggingar íslenzks þjóðlífs,
iéti sig miklu skipta allar for-
iendifr fyrir því að árangurs-
rikt áframhald geti orðið á
athafnasemi hennar.
Eins og fslendingum ætti að
rera kunnugt, þá er aðal-
iorsendan fyrir því, að gildi
fiskveiðanna haldist fyrir þjóð-
iíf íslendinga, sú, að auðgi
iiskigrunnanna kring um land-
3ð minnki ekki og aflasæld
þeirra gangi ekki íslenzkum
jiskimönnum úr greipum. Af
þessu leiðir svo nauðsyn á
bví að íslenzkum fiskimönnum
té tryggð aðstaða, sem bezt
:ná, til þess að nýta þessi auð-
æfi hafsins og hagsmunir
beirra að þessu leyti séu einnig
‘íryggðir fyrir ofnýtingu fiski-
miðanna. Og þá er komið að
Umræðuefninu sem þessi grein
átti að fjalla um; sem sé
'íryggingu þess að íslenzkir sjó-
xaenn geti öðrum fremur hag-
xýtt þessi náttúrugæði í kring
tsm landið; „Landhelgi ís-
iands“.
J>ó undarlegt sé þá hefur
íurðu lítið verið ritað um þetta
efni, sem þó er ekki þýð-
i«garminna fyrir sjálft at-
hafnalíf í landi voru en ákvörð-
un landamæra milli ríkja ann-
ars staðar á Imettinnm er fyr-
ír þær þjóðir sem þau byggja.
Helzta rit sem út hefur kom-
íp til þessa um landhelgi ís-
Jands, er rit dr. jur. Gunn-
jaugs Þórðarsonar um þetta
sfni með tilliti til * fiskveiða,
fem út kom érið 1952 og hann
iblaut doktorstitil fyrir. —
CJrípur það töluvert — þó í
jausum dráttum sé — inn á
jögu þjóðréttarlegra yfirráða
íslands yfir hafinu umhverf-
ýs landið, sem og þróun fram-
x.væmda og viðhalds þess rétt-
ar. Bókin er því ágætt forsögu-
efni handa þeim er vilja kynna
sér þetta málefni til hlítar. —
Má það kallast táknrænt fyrir
áhuga íslenzkrar sjómanna-
stéttar um grundvöll þess að
peir geti haldið áfram að afla
sér lífsbjargar, að þetta for-
sögulega rit um þetta stærsta
elferðarmál þeirra skuli enn-
pá fást í bókabúðum.
Eins og þetta rit dr. Gunn-
jaugs ber með sér, þá er við-
íangsefnið „Landhelgi íslands“
ekki einþætt mál eða jafn ein-
íalt og í fljótu bragði mætti
virðast. — „Landhelgi" í víð-
,'iistu merkingu þess orðs felur
^,4 sér yfirráðarétt viðkomandi
jþjóðar yfir hafsvæði yið
strandléndi hennár að ýztu tak-
mörkum lög'sögulegs umráða-
svæðis hennar.
í elztu lögbók íslendinga er
þegar getið um þessi takmörk
austur af landinu, sem sé mið-
hafslínu milli fslands og þjóð-
félaganna sem skattskyld voru
undir uursku konungana. Þessi
„lögsögu.ega" markalína hefur
því legið vestan við Færeyjar,
Orkneyjar og Suðureyjar allt
fyrir norðvestan írland. í vest-
urátt þekktu íslendingar þá
ekkert þjóðfélag með aðra „lög-
sögu“ en íslenzka, — Þetta er
fyrsta vitneskjan se'in við höf-
um um viðurkennda „land-
helgi“ eða „lögsögulegan rétt“
íslendinga yfir hafinu í kring
um land þeirra. Á vitundinni
um þennan rétt hafa síðan
allar aðgerðir handhafa „drott-
invaldsins" yfir íslandi byggzt.
Út til yztu takmarka þessa
„lögsögulega" íslenzka yfirráða-
svæðis bera hinar gömlu lög-
bækur ekki með sér hverjar
reglur giltu um fiskveiðar, sem
ekki var von, því þá voru hin
stórvirku fiskveiðitæki nútím-
ans ekki komin til sögunnar, og
veiðar landsm.anna stundaðar
með tækni sem aðeins gat náð
til þröngra svæða uppi undir
strandlendinu. Aðsókn manna
frá öðrum þjóðfélögum á ís-
lenzk fiskimið var þá ekki fyr-
ir hendi. En um allar fisk-
veiðiaðferðir sem þá þekktust
í ám og vötnum og uppi við
landsteina voru gerðar ákveðn-
ar reglur.
Að um þessi mál skuli ekki
hafa verið skrifað meira af
fræðimönnum með tilliti til að-
stöðu okkar á alþjóðavettvangi,
má vekja furðu. En hitt má^"
vekja meiri undrun, er áhuga-
samir einstaklingar fórna fé
og tíma til að kryfja þessi mál
til mergjar, að þá skuli at-
hygli íslenzkrar sjómannastétt-
ar ekki beinast 'meir að varn-
aðarorðum þessa framherja í
þessu máli en svo, að hillur
bókabúðanna fái í næði að fella
ryk sitt á fræðirit þessara
manna. Ég á þarna við rit eins
og fyrrnefnda „Landhelgi ís-
lands“ eftir Gunnlaug Þórðar-
son og svo nýútkomið rit um
„Sögu landhelgismáls fslands",
eftir Þorkel Sigurðsson vél-
stjóra. Eftir að hafa lesið það,
vekur það furðu mína hvernig
maður, sem ekki hefur til þess
fræðilega aðstöðu, hefur get-
að sett rök fram og flétt sam-
an í svo stóra drætti sögu land-
helgismáls íslands svo góða
yfirsýn getur um eðii þessara
mála; sýnir það eitt hversu
fórnfús áhugi um eitthvert á-
hugamál getur gripið fram-
herja sinn algerlega á vald
sitt.
Það er íslenzkri sjómanna-
stétt til mikils vanza, ef þetta
rit Þorkels vélstjóra gistir lengi
hillur bókabúðanna í fyrstu
útgáfu.
£>að hæfir því að ég geri
nokkru nánari grein fyrir riti
þessu eftir því sem það kem-
ur mér fyrir sjónir.
Bók Þorkels er 64 bls. að
stærð í stóru Droti og skiptir
hann henni í tvo hluta. Hinn
fyrri er átta kaflar, sem segir
úr sögu „landhelgismálsins"
ásamt endurútgefnum nokkr-
um blaðagreinum sem hann
hefur skrifað um þetta mál.
Þessum atriðum lætur hann
fylgja 6 heilsíðuuppdrætti af
íslandi ásamt takmarkalínum
um fiskveiðar, fyrirskipaðar af
konungum Islands á ýmsum
tímum ásamt skýringum. Er
þetta allt samanþjappaður
fróðleikur í hinu þrönga formi,
sem stærð bókarinnar er mið-
uð við. Birtir hann þarna bráða-
birgðalögin, sem ríkisstjómin
gaf út 19. marz 1952, um bann
við togveiðum og Alþingi sam-
þykkti síðar og mestur þym-
ir hefur verið í augum Eng-
lendinga.
I þessum hluta ræðir hann
og efnahagsafkomu togaranna
og bendir á að athuga verði
hina raunverulegu tekjuþörf
togaraútgerðarinnar og hvort
ekki sé greitt óeðlilega lágt
verð fyrir fiskinn af eigendum
hraðfrystihúsanna, hvort ekki
sé of hátt verð á veiðarfærum
og brennsluolíum og fleira sem
hann minnist á í því sambandi.
Einmitt .málefni sem sjómenn
hafa ofarlega í huga.
Seinni hluti bókar Þorkels
fjallar um „Jarðfræði og haf-
fræðisögu íslands og land-
grunnshjallans".
Kemur höfundur þar inn á
efni sem dr. Gunnlaugur Þórð-
arson minnist og á í sinni bók;
nefnilega að íslendingar eigi
þjóðréjtarlega kröfu eða því
sem iíæst á „landhelgi“ út á
yztu brún landgrunnsins. Er
og á þessari skoðun, sem hef-
u'r verið að mótast síðustu
áratugina, byggt frumvarp
alþm. Hannibals Valdimarsson-
ar um 50 milna landhelgi. Er
um þetta ræðir, virðast stuðn-
ingsmenn þessara skoðanna
eingöngu hafa ,,fiskveiða“land-
lielgi í huga og rugla saman í
eitt hugtak ,,lögsögulegum“ rétti
yfir hafi og ákvæðum um fisk-
veiðar.
Til enn frekari rökstuðnings
fyrir gagnsemi þessara kenn-
inga um tilkallsrétt íslands til
umráða yfir strandhöfum sín-
um, er í bók þorkels að fá
veigamiklar upplýsingar um
landgrunn og fiskimið íslands
og nágrennis, ásamt sjávar-
dýpi og strauma, fylgja þessu
fáeinir uppdrættir og síðast en
ekki sízt hið ýtarlega gerða
kort hans.um þetta efni, sem
hann gaf út síðastliðið sumar
og er það bókarauki. Það eru
því orðin mörg upplýsingar-
atriði sem bók Þorkels hefur
að flytja íslenzkum sjómönn-
um, sem hljóta að knýja þá
til umhugsunar um þetta mál
og nánari rannsóknar á því,
enda hefur hann tileinkað bók-
ina íslenzkri sjómannastétt og
æskulýðnum, sem á að erfa
landið.
Gagnvart kenningunni um
þjóðréttarlegt gildi landgrunns-
hjallans undir lögsögu vora,
til sóknar á alþjóðavettvangi.
vil ég beita v.arasemi, þótt ég
telji hana ekki forkastanlega
með öllu. Elzta kenningin um
miðhafslínu hefur meiri stuðn-
ing sögu vorrar, sem ennþá
eru sterkustu rökin fyrir rétti
vorum, sem vér getum borið
fram á alþjóðavettvangi, því
það er eingöngu saga vor og
menning, sem oss hefur tekizt
að bregða lifandi upp á þing-
um þjóðanna, sem gert hef-
ur oss fært að láta virða oss
viðlits. — Þessvegna er við-
sjárvert að hrökkva til hlið-
ar fyrir nýjum kenningum
sem þar að auki eru vart full-
mótaðar orðnar í vitund þjóð-
anna.
Eitt er það sem öll alþýða
og ekki sízt sjómenn þessa
lands verða að hafa í huga:
að halda sífellt vakandi athygli
sinni á aðgerðum stjórnarvalda
landsins í þessum málum, því
það er ekkert efunarmál að
allt það sem þau hafa gert
jákvætt í þessum málum er
eingöngu framið af hinni þungu
knýjun almenningsálitsins í
landinu. Hefði slíkt ekki til-
komið mundu viðbrögð stjórn-
arvaldanna öll önnur og verri
hafa orðið svo sem háttur er
þeirra er „lítilla landa og lít-
illa sæva“ eru. Hér mega því
vökumenn alþýðunnar ekki
slaka á verðinum. Þorkell Sig-
urðson vélstjóri hefur hrópað
sitt aðvörunarkall út til lýðs-
ins. Vel sé honum fvrir það.
Austfirðingafélagið
heldur aöalfund sinn sunnudaginn 27. nóvember
kl. 3 í Naustinu.
Venfuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
.ómRnn
Sjoppurnar og skólamir — Tillögur „bamavinar”
„Börnin í dag — Þjóðin á morgun"
„BARNAVINUR“ skrifar: „Bæj-
arpóstur góður! Þú varst að
tala um það í pistli þínum
um daginn, hversu ömurlegt það
væri að sjá skólabörn þyrp-
ast í nærliggjandi búðir og
sjoppur í frímínútunum, til
þess að kaupa (sér) gosdrykki
og sælgæti fyrir aurana sína.
Ég er þér hjartanlega sammála
í þesu efni; það er blátt áfram
viðurstyggilegt að horfa upp á
bömin hópast í búðir og sjopp-
ur til þess að kaupa sér kóka
og sjá þau svo teyga úr flösk-
unum ýmist inni í búðunum
eða úti undir húsvegg, ef gott
er veður. Mér er sagt, að börn
fái ekki að drekka kóka eða
aðra gosdrykki innan veggja
skólahúsanna, og er það vel
farið svo langt sem það nær.
En það nær bara allt of
skammt. Umhverfis skólana
finnst mér að eigi að vera stór
afgirt lóð, með leikvöllum
bæði fyrir eldri og yngri böm,
og út af þeirri lóð ætti ekki
að leyfa börnunum að fara,
fyrr en skólinn er úti þann
daginn. í frímínútunum gætu
þau leikið sér á leikvöllnnum,
a. m. k. þegar gott væri veð-
ur, og get ég ekki séð að það
hafi minni þýðingu fyrir upp-
eldi þeirra heldur en þessar
„verzlunarferðir" þeirra í
næstu búðir. Sömuleiðis finnst
mér, að það ætti alls ekki að
leyfa að setja upp verzlanir
í neinni mynd í næstu hús-
um við skólana, a.m.k. verður
þá að krefjast þess, að böm-
um sé stranglega bannað að
fara í búðirnar í frímínútum,
og í öðru lagi, að afgreiðslu-
fólkið neiti að selja þeim gos-
drykki og sælgæti og aðra ó-
þurftarvöru, ef þau brjóta
bannið og laumast út í búð.
í sambandi við það, sem þú
sagðir um nesti skólabarnanna,
hefur mér dottið í hug hvort
ekki væri heppilegast, að börn-
unum væri seld mjólk og brauð
á sanngjörnu verði í skólunum
sjálfum. Mér virðist að vel
mætti koma því í kring án mik-
illgr fyrirhafnar, og með því
væri tryggt, að hið sama gengi
yfir alla hvað nestið snerti, svo
að þá þyrfti ekki að rísa nein
úlfúð eða öfund milli barnanna
út af því. — Ég slæ svo botn-
inn í þessar bollaleggingar mín-
ar og vona, að ráðamenn í
skólamálum taki þær til vin-
samlegrar athugunar“.
— ÞANNIG farast „barnavini11
orð, og vissulega hefur hann
mikið til síns máls, eða hvað
finnst ykkur? Persónulega ef-
ast Bæjarpósturinn ekki um að
„ráðamenn í skólamálum“ taki
til athugunar allar tillögur, sem
fram eru bornar í þvú skyni
að bæta og auðvelda uppeldis-
starf skólanna. Langflestum
skólastjórum og kennurum er
áreiðanlega fátt kærara en að
„barnavinir“ (og erum við
ekki öll bamavinir? veiti þeim
með orðum eða athöfnum
drengilega aðstoð við að inna
af hendi þann hluta uppeldis-
starfsins, sem skólunum til-
heyrir. Einn af ágætustu skóla-
mönnum þessa lands, nú lát-
inn, sagði eitt sinn, að „börnin
í dag væru þjóðin á morgun“.
Og þann einfalda sannleik held
ég að við ættum að hafa að
leiðarljósi í uppeldis- og skóla-
málum.