Þjóðviljinn - 28.12.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.12.1955, Blaðsíða 4
4) —3ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28, desember 1955 Þrír á fleka, sovézk ádeilumynd ÞRIR drengir leika sér að gömlum pramma a fljóti einu, sem rennur um úthverfi Moskvu- borgar. Það verður minniháttar uppreisn um borð, tveim strákanna þykir „skipstjórinn" helzti ráðríkur og kasta honum því í ána. Þeg- ar friður er saminn að nýju heita þremenning- arnir því, að einhvern- tíma á fullorðinsárum sínum skuli þeir ráð- ast í regluiega .kijóta- siglingu á timburfleka. Þetta er upphaf og inn- gangur gamanmyndarinn- ar Þrir á tiinburfleka, sem gerð var undir stjóm hins kunna sov- ézka leikstjóra Michail? Kalatozoffs. Mynd þessi hefur fengið mjög lof- samlega dóma, þar sem hún hefur verið sýnd, og í fyrra hlaut hún fyrstu verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Karlovy Vary í Tékkóslóvakíu. Þrjátíu ár eru liðin síð- an drengirnir léku sér saman á prammanum. Einn þeirra er orðinn dýralæknir, annar tauga- sérfræðingur, og nú hefja báðir leit að þeim þriðja, húsameistaranum, því að þeir eru staðráðn- ir í að sjá um að heitið gamla sé haldið. Þeim tekst að finna Nestrotoff arkitekt, en hann neitar að fara með þeim, segist ekki hafa tíma til þess vegna vinnu sinnar. Auk þess ber hann því við, að hann sé ekki nægilega hraustur til slíks ferða- lags, ,,og maður verður að gæta heilsu sinnar vegna velferðar hins op- inbera". Hann lætur þó undan að lokum, land- festar eru leystar og ævintýrið hefst. Þetta er sem sagt kím- in ádeilumynd og inn í hana er fléttað fögrum landslagsmyndum frá siglingunni niður fljótið. >OB HOPE kvikmynda- leikari dvaldist hér á landi í nokkrar klukku- stundir fyrir helgina. Kom hann hingað frá Englandi ásamt fleiri skemmtikröftum s. 1. föstudag, hélt fáeinar skemmtanir fyrir her- námsliðið á Keflavikur- flugvelli og flaug síðan aftur til Lundúna dag- inn eftir. Bob Hope skrapp til Reykjavíkur árdegis á aðfangadag og skoðaði m.a. Þjóðleikhúsið. Leizt honum mjög vel á það, einkum þótti honum leiksviðið rúmgott og stórt. Blaðamönnum gafst kostur á að líta á og rabba svolítið við þennan Ný frönsk mynd mm Raspútín AÐ minnsta kosti sex kvikmyndir liafa ver- ið gerðar um Raspútin, rússneska bóndann, sem varð einskonar einræðis- herra við hirð sarsins þar til hann var myrtur 1916. Nú er verið að imdirbúa töku enn einn- ar myndar um Raspútin; að þessu sinni í Frakk- landi og mun Pierre Brasseur leika aðalhlut- verkið. BobHope nýrri mynd í Englandi um þessar mundir og bjóst við að dveljast þar allt til ýinúarloka. Mynd þessi á að heita Ekki fyr- ir peninga, en með aðal- kvenhlutverkið í henni fer Katharine Hepburn. p Þess má geta að Tjarn- arbíó mun bráðlega sýnaj ,'nýlega mynd með Bobj Hope. Nefnist hún TheJ ögl •hseven little Foys fræga leikara rneðan í'fjallar um fjöllistamann-1 hann. stóð við hér í bæn- %nn Eddie Foy og börniin um, svo og leikkonuna yjhans sjö, sem jafnan' Anitu Kolby, sem var L jtóku þátt í sýningumj för með lionum. Hanni .|háns, eftir að kona hans' kvaðst vera að leika í lézt. Rémeó og lulía næsta mynd í Tjarnarbíói tökuna önnuðust A. Shelenkoff og Iollantaf Chen. Tónlistin er eftir S Prókoféff og Y. Shap- orin. Aðaldansendurnir eru frægasta ballettdans- mær heims Galina Ulan- ova (Júlía), Zhdanoff (Rómeó), S. Koren, A A. Griboff og V. Merkuréff i hlutverkum sinum i myndinni. omiptnn wiB MARTINE CAROL, leik- konan sem kölluð hefur verið Marilyn Mon- roe Frakklands, hefur nýlega lokið við að leika aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd, sem nefnist Thompson ofursti og byggð er á samnefndri skáldsögu eftir franska blaðamanninn Pierre Danino. Fjallar sagan um enskan ofursta og franska konu hans, og leikur Martine að sjálfsögðu konuna en Jaques Bueh- anan manninn. l>Á ER fyrsti þáttur jólanna búinn, og nú er fimm daga hlé, þar til annar þáttur byrj- ar. Þessi fyrsti þáttur var mjög stuttur, eða eins stuttur og hann getur frekast verið, og maður hlýtur að spyrja sem svo: Var ekki umstangið Pyrsti þáítur á €nda — Litlu braiidajól og stóru og viðbúnaðurimi fyrir jólin helzt til mikill fyrir aðeins brandajól tveggja daga fríheigi? Þessu svarar náttúrlega hver fyrir sig, en hvert sem svarið verð- ur, finnst okkur þó sennilega öllum innst inni, að sjálfsagt sé að búa allt eftir beztu getu undir fagnaðarhátíð, hvort sem það eru bara venjuieg, tveggja daga jól, iitlubranda- jól eða stórubrandajól. Kann- ski er eins um sum ykkar og mig, ég vissi nefnilega ekki, hvað átt er við með litlu- brandajól og stórubrandajól og leitaði upplýsinga í Blön- ial. Þar fékk ég þessa skýr- ingu: Áður fyrr voru það kölluð brandajól, þegar 4. jóladagur var sunnudagur. (I eldri Tid: Jul, naar Jule- aftensdag, el. Dagen efter tredje Juledag er en Söndag). Núna kallast það litlu branda- i jól, þegar 1. jóladagur er á NÆSTA mynd í Tjarn- arbíói verður sovézka ballettmyndin Rómeó og: Júlía, litmynd sem gerð er eftir samnefndum harmleik Shakespeares. Mynd þessi er af þeim, sem séð hafa, talin ein sú stórkostlegasta sem gerð hefur verið, enda hafa gagnrýnendur hvar- vetna um heim lirósað ifenni; mjög og verðlaun hlaut hún á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum í fyrra. Myndin er gerð undir stjóm L. Arnstam og L. Lavrovskýs en mynda- SAMUEL GOLDWYNS kvikmyndafélagið er nú.að gera mikla söngva- og skrautsýningamynd, sem kallast á enskunni Guys and Dolls. Marlon Brando fer með aðalhlut- verkið og mun m. a. syngja nokkur lög. Hann Ulanova stundar . nú söngnám af kaippi, en sagt er að hann Yeronlayéff og V, Kudry- hafi ágæta barytonrödd. ashoff. - Jólagjaíir — Jólatré — Og barnaleg gleði mánudag, þannig að þrír helgidagar verða í röð, en stóru brandajól, þegar 1. jóladagur er á föstudag, þann- ig að helgidagarnir verða fjórir í röð. (Virðist aðfanga- dagur þá talinn helgidagur). (Nú: Jul, naar förste Juledag faller paa en Mandag, saa- ledes at der fölger 3 Hellig- dage paa hverandre, eller paa brandajól yrði sjómönnum og sængurkonum ógæfusamlegt, eða eins og það hijóðar hjá Blöndal: „Stóru brandajól anses for at varsle Uheld for Sömænd og Barselkvinder i det fölgende Aar.“ En nú eru þessar dönsku tilvitnanir vafa- laust farnar að fara í ykkar ágætu, þjóðræknu taugar, og er bezt að hætta þehn. en Fredag, saaledes at der EG ÍBÝST ekki við, að það þætti fölger 4 Helligaage paa hver- andre). Eg set skýringar Blöndals með innan sviga, svo að þið getið þýtt þær sjálf, því að það getur meira en verið, að ég hafi misskilið baunverskuna og þýtt snar- vitlaust. Þá má geta þess, að sú virðist hafa verið trú, að næsta ár eftir stóru- kurteisi, ef ég bæði ykkur að segja mér skilmerkilega, hvað þið fenguð í jólagjöf, en ein- hvem veginn grunar mig, að onörg frúin sofi þessar næt- urnar í spánýjum náttkjól, sem hugulsamur eiginmaður skenkti henni á aðfangadags- kvöldið; og margur eiginmað- urinn hefur trúi ég varla litið upp úr doðrantinum, sem kon- an og bömin gáfu honum. Sömuleiðis býst ég við, að það þyki í alla staði óviðurkvæmi- leg hnýsni, að spyrjast fyrir um mataræði ykkar um jólin, en án efa hafa margir borðað hamborgarhrygg og ijúffeng- an deser í eftirmat á aðfanga- dagskvöld, en kúvent yfir í hangikjöt og kartöflujafning á jóladaginn. Annars em jól- in fyrst og fremst hátíð bam- anna. Bömin byrja að hlakka til jólanna strax á haustin, og tilhlökkunin smávex, eftir því sem nær líður jólum. Og þegar sú dýrðlega stund rennur upp, að kveikt verði á jólatrénu og pakkamir lesnir í sundur og opnaðir, þá breiðist himneskt sólskinsbros yfir andlit þeirra og augun ljóma af hjartan- legri gleði. Það kemur líka í ljós, þegar pakkarnir eru opn- aðir, að þeir hafa lumað á ó- tmlegustu gersemum. T.d. vissi ég um stráfchnokka, sem fékk forláta bmnabíl, og stelpu, sem fékk síma. Og nú hringir stelpan án afláts í strákinn á bmnabílnum og tilkynnir honum, að það sé kviknað í, og stiákurinn bregð- ur við snart, durrar gífurlega, og þýtur af stað til að slökkva eldimi. í mínu ungdæmi safn- aðist venjulega allt heimilis- fólkið saman inn í stofu pg gekk hring um jólatréð . og söng: 'Göngum við í kringum; Nú skal segja, o. fl. Nú er víö- ast hvar hætt að ganga kring- um jójatréð í heimahúsum, og finnst mér það mikil aftuyför. Það er reglulega gaman, að ganga kring um faljega skreytt jólatré ásamt bömun- um, syngja með þeim og taka þátt í gleði þeirra. — Að svo mæltu leyfi óg mér að vona að þið minnizt þess, að Bæjar- pósturinn verður á ferðinni milli hátíðanna, og þótt póst- samgöngur séu orðnar erfiðar víða, sökum snjóa, þá er þó enn þá sæmilega greiðfært úm bæinn og tiltölulega auðvelt að koma bi'éfum héma upp á Skólavörðustígiim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.