Þjóðviljinn - 28.12.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1955, Blaðsíða 7
Miðvilnidígur 28. desember 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 íslenzku verkalýðssamtökun- um er nú mikill vandi á hönd- um. Síðan verkfallinu mikla lauk á síðastliðnu vori og verkfalls- menn höfðu unnið allri alþýðu landsins hina mikilvægustu hagsmunasigra, hefur hækkun- um á vörðuverði og hverskyns þjónustu ekki linnt. Yfiriýsing sú, er varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins gaf dag- inn eftir verkfallslok, um að ríkisstjómin myndi gera allt, er í hennar valdi stæði til þess að hindra verðhækkanir, hefur reynzt markleysa og brigð- mælgi. Þvert á móti hafa málgögn ríkisstjómarinnar, einkanlega Morgunblaðið haldið uppi lát- lausum hatursfullum árásum á verkaiýðsamtökin vegna þeirra kjarabóta, er þau náðu í sex vikna verkfalli. Sýknt og heil- agt er því haldið fram í mál- gögnum ríkistjómarinnar og af forustumönnum hennar, fyrst Og fremst Ólafi Thors, að all- ur ólestur auðvaldsskipulagsins í atvinnulífi landsmanna sé kjarabótum verkalýðsins að kenna. Og meðan kjarabætur verkalýðsins eru bannfærðar, er beinlínis og óbeinlínis hvatt til verðhækkana á sem flest- um sviðum. Svo langt er gengið í þessum aðförum gegn verkalýðssamtök- unum, að ráðherra Sjálfstæðis- flokksins tekur milliliðina opin- berlega að brjósti sér sem sak- lausa hvítvoðunga. Tilgangur allra þessara að- ierða er auðsær: Það á að gera verkalýðsstétt- ina áþyrga fyrir óstjórninni í atvinnulífinu, fyrir eyðileggj- andi áhrifum hemámsins á ís- lenzka atyinpuvegi, en leiða at- hyglina frá hinum feiknarlega gróða fámennrar yfirgtéttar- og hemámsklíku, og vellystingum hennar. ■ , Með þessu móti á að skapa hugarfarslegan grundvöll fyrir nýjum stórárásum á líf skjör alþýðunnar og skerðingu á frelsi samtaka hennar, Nýjar árásir á lífskjörin Það er greinilegt, ekki sízt af þeim anda forsætisráðherr- ans, er sveif yfir vötnum nýaf- staðins þings Landssarrjbands ísl. útvegsmanna, að yfirstéttin er að undirbúa róttæka kaup- og kjaraskerðingu launþeg- anna um land allt í einu eða öðru formi, og ræna þá a. m. k. þeim kjarabótum, er sex vikna verkfall færði þeim. Og þessa árás á að framkvæma með beitingu ríkisvaldsins. Þetta er í rauninni pólitísk gjaldþrotayfirlýsing valdhaf- anna, yfirlýsing um það, að þeir geti ekki stjórnað atvinnu- iífi þjóðarinnar nema með því að kúga hinn vinnandi mann efnahagslega og réttarfarslega. Sá mikli vandi, sem íslenzkum verkalýðssamtökum er nú á höndum, er því fyrst og fremst só, hvemig þau geti til fulls varið hagsmuni stéttarihnar, tryggt ávinninga kjarabarátt- unnar og lagt grandvöjl að al- mennri framfarastefnu í land- inu. Öll reynsla verkglýðshreyf- ingárinnar, en einkum reynsla hinna síðustu ára, hefur sann- að, að hið mikla gjldi faglegu baráttunnar er ekki einhlítt til verndar hagsmunaávinningum alþýðunnar né til þess að skapa verkalýðsstéttinni þann þjóðfélagslega sess, er henni ber. ' • • i Faglega barattan og ríkisvaldið Það er segin saga, að óðar en faglega baráttan hefur fært verkalýðnum kauphækkanir eða aðrar kjarabætur, hefur vél ríkisvaldsins verlð sett í gang til þess að gera þær að engu. Ástæðan fyrir því, áð þetta hefur tekizt, er sú að ríkis- valdið hefur Verið einbkað í höndum yfirstéttarinnar, að undanskildu hinu stutta og minnisstæða framfaratímabili nýsköpunaráranna. — Þessi dýrkeypta reynsla hef- ur leitt til þeirrar einföldu og rökréttu hugsunar, að til þess að vemda ávinninga faglegu baráttunnar, til þess að tryggja<s» efnahagslega og réttarfarslega farsæld alþýðunnar, verður verkalýðsstéttin að ná stór- auknum áhrifum á löggjafar- valdið, á ríkisvaldið. Geta verkalýðsamtökin horft aðgerðalaus' á það, að ríkis- valdinu sé beitt svo hlífðar- laust sem raun ber vitni til þess að eyðileggja órangur faglegu baráttunnar, án þess að hreyfa legg né lið til þess að ná álirifum á þetta sama rík- isvald? Geta verkalýðssamtökin var- ið það fyrir meðlimum sínum, að reyna ekki að tryggja þeim þau ítök á Alþingi í.slendinga, sem dugi til þess að hindra, að árangur langra og. harðra verk- falla verði eyðilagður með einu pennastriki? Verkalýðnum er sagt, að sam tök hans eigi ekki að skipta sér af stjórn landsins. Honum er m. ö. o. sagt, að samtök hans megi ekki láta sig varða mál eins og það, að Alþingi eða ríkisstjómin felli gengi ís- lenzku krónunnar. Með þessum áróðri,.: sem runninn er beint undan rifjum yfirstéttarinnar, er reynt að setja hina vinnandi stétt og samtök hennar á hinn óæðri bekk, setja á hana ann- ars flokks stimpil. Eggert Þorbjamarson: BrgDAStn S»«9 SmUDA IDÁIÍð Sá áróður, að samtök þess fólks til lands og sjávar, sem framleiðir auðæfi þjóðarinnar, megi ekki skipta sér af því, hvernig landinu er stjómað, hvernig örlagamál launþega- stéttarinnar eru útkljáð á lög- gjafarþingi landsins, er bein móðgun við alla alþýðu og í andstöðu við almenn mannrétt- indi hennar sem og réttlætis- kennd. Það er kaldhæðni örlaganna, að einmitt hægri foringjar Al- þýðuflokksins, sem áður fyrr töldu það lífakkeri alþýðunn- ar, að Alþýðusamband íslands neytti þessara mannréttinda, skuli nú ganga fram fyrir skjöldu í því að „siða “ verka- lýðssamtökin og skipa þeim á óæðri bekk. — fslenzka verkalýðsstéttin er að vakna til aukins skilnings á því, að yfirstéttinni má ekki haldast það uppi að leika sér einráð með ríkisvaldið eins og það væri hennar einkaeign. Alveg sérstaklega er skilning- urinn á því að vakna, hvílíka hagsmunalega skerðingu og ó- frelsi fyrir alþýðuna einokun Sjálfstæðisflokksforystunnar á ríkisvaldinu myndi hafa í för með sér. Frumkvæði A.S.Í. Það er í samræmi við þenn- an aukna skilning alþýðunnar, að stjóm- Alþýðusambands ís- lands hefur tekið hið sögulega frumkvæði að sameiningu allra krafta alþýðunnar á stjómmála- sviðinu til vemdar og til fram- dráttar hagsmunum allrar al- ar átt fylgi að fagna meðal al- þýðunnar um allt land. Mörg verkalýðsfélög hafa þegar lýst yfir fullum stuðningi við þessa stefnu Alþýðusambandsins. Og alveg sérstaklega hefir skiln- ingurinn á samstarfi Alþýðu- flokksmanna og sósíalista aukizt, en það er grundvallaratriði í sókn íslenzku verkalýðsstéttar- innar til allsherjar einingar. En þetta mikla einingarverk Alþýðusambands íslands er að- eins hafið. Það er hið brýnasta hags- munamál íslenzkrar alþj’ðu í bráð og lengd, að rísa upp til öflugs stuðnings við þetta verk . og tryggja frumkvæði Alþýðu- sambandsstjómarinnar fullan ■ sigur á sem skemmstum tima. ■ ■ Það er ekki eítir neinu að bíða. Óvinir verkalýðsins, sem á hverjum degi krefjast kaup- lækkunar og kjaraskerðingar, unna sér engrar hvíldar. Þeirra styrkur er fjármagnið, einokun1’ ríkisvaldsins og erlendur her í landinu. En þeirra mestí styrkur er samt sundrung verkalýðsins. Þessari sundrungu þarf ál- þýðan nú að segja stríð á íé 16 siðar .1 •tSSSSpis ^ .Hr :«ai i*^‘WíooardéswBalaráSherr^ á oq reypa áð halda jöstu skrábu gérigí krónunnaq Yfírlýsing Bjarna Ben. daginn eftir verkfallslok: þýðu og til þéss að tryggja al- hliða framfarir í landinu. Grundvöllur sá að stefnúskrá, sem stjóm Alþýðusambandsins hefur sént Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum, Sósial- istaflokknum og Þjóðvarnar- flokknum felur í sér brýnustu velferðarmál íslenzkrar alþýðu og þjóðarinnar í heild. Frumkváeði þetta hefúr þeg- hendur, og vikja hverjum þeirn. foringja til hliðar, sem torveld- ar einingu. Hvert einasta verkaiýðsfélag ■ þarf að lýsa yfir fullum stuðn- ' • ingi við sameiningarstefnu Al- þýðusambandsins og stuðlái )'áíS.h' framkvæmd einingarinnar, " hvert á sínum stað. Og í þessi» mikla einingarverki þarf æsku- lýðurinn að skipa sér i fremstu röð. ~ ý <-nj Skráð og flutt Bæður og ritgerðir eftir Þorstein M. Jónsson íyrrverandi skólastjóra .. -í •»- umm-- •, Þessi bók kom út rétt fyrir jólin, og hefur Kennarafélag Gagnfræðaskólans á Akureyri gefið hana út. Hún er réttar 400 blaðsiður í stóru broti, og prýdd nokkrum myndum. Bókin skiptist í 7 piegin- kafla er svo heita: Faðir minn, Afmælisminni, Dánarminni, Af ýmsu tagi, Ávörp og minni, Á Alþingi, Skólasetning og skólaslit. í kaflanum Afmælisminni er meðal annars skrifað um Björgvin Guðmundsson tón- skáld, Sigurð Eggerz, Jónas Rafnar lækni, Áskel Snorrason tónskáld, Egil Þorláksson kenn- ara, frú Margrethe Schiöth. Dánarminningar era meðal annars um Sigurð Guðmunds- son skólameistara og Sigurð Eggerz. í þættinum Af ýmsu tagi er t. d. ritgerð sem nefnist Örvar-Oddur og Ögmundur Ey- þjófsbani, Helga hin fagra, Spjall um islenzkar þjóðsögur, Trúar- og líísskoðanir Helga magra. • <»>. Kaflinn á Alþingi birtir með- al annars gamalt nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um skilnað rikis og kirkju, meria en þrítuga framsögu- ræðu á þingi um menntaskóla •fyrir Norður- og Austurland o.s.frv. Bókin hefst á inngangi útgef- anda, og hefur Sverrir Pálssoy kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri skrifað hann. Segir hann m. a. svb: „Efnisafli þessarar bókar er sóttur á mörg mið. Höfundur hefur dregið föng sín úr djúpi mannlegrar hugsunar að fornu og nýju, bókrhennta í lausu og liðuðu máli, einkum þó forn- bókmenntir vorar og : þjóðsög- ur. Mest er' hér í ræðufortni; en sumt er hugleiðingár höf- undar um ýmis efni, sem honum eru húgstæð. . . .Senni- lega hafa margar beztu ræð- ur hans aid'rei' verið á pappír skráðar, heldur mæltar af : munni fram, þegar tilefni stað- ar og stundar hafa á þær kalJL-. að“. Þá eru æviatriði Þorsteins rakin og birt um hann um- mæli ýmsra . manna, er þeir hafa viðhaft af ýmsum tilefn-, um. frr#sr#s#sr#s#s#srr#srs#srrrsr#srr3CR#sr- iSVt^ Txmmeeus SjauKtuoRrauöou Minningar- kortin götu 20; afgrelðslu Þjóðvilj- ans; Bókabúð Kron; Bóka- eru ttl sölu i skrifstofu Só- síalistaflokksins, Tjarnar- búð Máls oK mennlngar, Skólavörðustíg 21, og í Bókav. Þorvaldar Bjarna-. sonar í HafnarfirðL ■##r########r###############iil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.