Þjóðviljinn - 08.01.1956, Side 1

Þjóðviljinn - 08.01.1956, Side 1
blÓÐVILIINN Sunnudagur 8. janúar 1956 — 21. árgangur — 6. tölublað' Nýtt afsal landsréttinda er »nú I athngnn hjá ríkisstiórn Islands« Rikissfjórnln viÓurkennir oð hafa staSiÓ i leynimakki viB Brefa um verzlun með landhelgi íslands Tveir mánuðir em nú síöan Þjóðviljinn skýrði frá því að ríkisstjómin stæði í leynimakki við Breta um að verzla með landhelgismál íslendinga annarsvegar og löndunardeilima hinsvegai* og loks í gær barst opinber yfirlýsing um máliö frá ríkisstjórninni. Er þar staðfest að leynimakkið hafi staðið yfir og sagt að tillögur xun slík verzlunarviðskipti um landsréttindi séu „nú í at- hugun hjá ríkisstjóm íslands." Tilkynning ríkisstjórnarinnar er orðrétt á þessa leið: „Eins og kunnugt er, hafa vandkvæði þau, er stafa af lönd- unarbanninu á íslenzkum fiski í Bretlandi, hvað eftir annað komið til umræðu í Efnahags- samvinnustofnuninni í París (O. E. E. C.). Umræður þessar urðu til þess að stofnunin skipaði nefnd til þess að kynna sér mál- ið frá öllum hliðum og freista þess að finna lausn á því. f nefndmni hafa nýlega komið fram tillögur um lausn málsins og eru þær nú í athugun hjá rík- isstjóm fslands. Eeykjavík, 7. janúar 1956.“ Eins og Þjóðviljinn hefur margsinnis skýrt frá eru tillögur þær sem fram hafa verið bornar í því fólgnar að fslendingar eiga að lýsa yfir því að þeir muni ekki stækka landhelgi sína frek- ar en orðið er, en gegn því ætla Bretar að aflétta löndunarbann- inu. Er það eitt ömurleg stað- reynd að ríkisstjómin skuli þykj- ast þurfa að hafa slíka tillögu „i athugun", en þó er hitt enn- þá ömurlegra að tillögurnar skuli fram komnar fyrir atbeina henn- ar og með virkri þátttöku Péturs Benediktssonar sendiherra, bróð- ur Bjarna Benediktssonar og tengdasonar Ólafs Thors. Sjóvarútvegs- og efnahags- mál rœdd í Sósíalistafélagi Reykjavikur annaókvöld Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur almennan félags- fund annaðkvöld og verður sjávarútvegux inn og efnahags- málin áðalumræðuefnið. Framsögmnaður verður Lúðvík Jósepsson, alþingismaðui*. Fundurinn verður í Tjarnar- götu 20 og hefst kl. 8,30. Auk umræðnanna um sjávarútveginn og efnahagsmálin verða rædd ýmis félagsmál. Sjávarútvegsmálin og raunar efnahagsmálin öll eru nú komin í algjört öngþveiti og ríkisstjóm landsins stendur uppi algjörlega úrræðalaus. Hún hefur horft á allan bátaflotann bundinn við bryggjur frá áramótum án þess að hafast að. 25—30 milljónum króna í erlendum gjaldeyri hefur þegar verið varpað á giæ með þessum vinnubrögðum. Ríkis- stjórnin er rúin trausti þjóðar- innar, ekki aðeins verkalýðsins sem hún hefur sýnt fyllsta fjand- skap frá upphafi stjórnarsetu sinnar, heldur einnig þess hluta atvinnurekendastéttarinnar sem fengizt hefur við innienda. fram- leiðslu. Bátaútvegsmenn höfðu að engu tilmæli stjórnarinnar um að halda bátunum úti fram eftir janúar meðan hún og „sérfræð- ingar“ 'hennar fyndu út ný „bjargráð" til handa sjávarútveg- inum. Þeir bundu allan flotann frá áramótum og margir togarar eru einnig hættir veiðum vegna fjárhagsörðugieika. Meðal almennings eru engin mál nú meira rædd en þessi og þá jafnframt hver „bjargráð“ ríkisstjórnin hafi í undirbúningi. Vandfundinn mun sá maður sem er gagnkunnugri vandamálum Hin svonefnda „friðunarlína" sem nú er í gildi tekur aðeins yfir lítið brot af sögulegri og nauðsynlegri landhelgi fslend- inga. Yfirlýsing um það að ís- lendingar geri ekki meiri kröf- ur væri hrein og ómenguð land- ráð. Verður því vart trúað að ríkisstjórnin treystist til slíkra svika — til þess eins að þjóna hagsmunum braskara sem vilja stunda gjaldeyrissvik í Bret- landi — allra sízt þar sem fyrir Alþingi liggja nú fjölmargar til- lögur um verulega stækkun land- Framhald á 12. síðu. Ándúðin á Vesturveldun- um sýður upp úr í Jórdan Ráðizt á skrifstofur bandarískra ræðis- manna í Amman 09 í Jerúsalem Allsherjarverkfall var í Amman, höfuðborg Jórdans, í gær og fundh* voru haldnir til aö mótmæla úrskurSi hasstaréttar landsins sem ógilti þingrof keisarans og fyr- irmæli hans um nýjar kosningar. Keisarinn rauf þingið í síð- jasta mánuði og ákvað nýjar kosningar eftir að komið hafði til óeirða í Amman vegna fyr- irhugaðrar þátttöku Jórdans í Bagdadbandal aginu. Stjórn landsins sagði þá af sér og nýrri stjórn var falið að gegna störfum hennar þar til kosn- ingar hefðu farið fram. Fyrir þrem dögum úrskurðaði hæsti- Framhald á 5. síðu Deildu og drotfnaðu Brezki landstjórinn á Kýpur, sir John Harding, virðist ætla að reiða sig á aðferð Rómverja, sem þeir kölluðu „deildu og drottnaðu" í viðureign sinni við sjálfstæðishreyfingu eyjar- skeggja. Hann ræddi í gær við leiðtoga tyrkneska þjóðernisminnihlutans á eynni, en hann er um tíundi hluti íbúanna, og sögðu þeir eft- ir viðræðurnar að þeir bæru fyllsta traust til brezku land- stjórnarinnar á eynni og hún myndi aldrei ofurselja þá yfir- ráðum hins griska meirihluta. Sulurheimskauts- landið kannað Flugvélar frá bandaríska leið- angrinum sem kominn er til Suð- urheimskautslandsins til rann- sókna flugu í gær yfir Suður- pólinn. Byrd flotaforingi, sem stjórnar leiðangrinum, for sjálf- ur í kopta til að skyggnast eftir ummerkjum á þeim slóðum þar sem fyrsti leiðangur hans til Suð- urheimskautsins hafði aðsetur fyrir 27 árum og sá hann þar útvarpsstöng sem þá var reist. Einn af bandarísku leiðangurs- mönnunum drukknaði í gær þeg- ar ísinn brast undan traktor sem hann ók. Leiðangur frá Sovétríkjunum er þegar tekinn að kanna og gera landmælingar á ástralska hluta heimskautslandsins og ástralski leiðangurinn er nú í þann veginn að koma til landsins. Þessar rannsóknir sem enn fleiri þjóðir taka þátt í eru gerð- ar í sambandi við hið alþjóð- lega jarðeðlisfræðiár sem hefst næsta sumar. NeySaróp stjórnar sjómannafélagsins: SJémannaf élag Reykjavikur verður ai koma i veg fyrir vinsfri sf jórn! Sjómenn: Fjölmeimið á kjörstað í dag fel. 2 til M í dag’ er kosið kl. 2 til 10 í Sjómannafélagi Reykjavíkm*, og í sambandi við það hefm* stjórn Sjómannafélagsins sent fylgismönnum sínum — sem hún telur vera — neyö- iróp í „leynibréfi" um aö fjölmenna á kjörstað. í bréfi ’oessu er ekkert minnzt á kjaramál sjómanna eða stéttar- 'eg verkefni félagsins, heldur lögö á það megináherzla að xfturhaldið verði að halda stjórn félagsins til pess að 'coma í veg fyrir myndun vimtri stjórnar á íslandi! Lúðvík Jósefsson. sjávarútvegsins og framleiðslunn- unnar almennt en Lúðvík Jósefs- son. Þarf því vart að efa að sósi- alistár 'í Reykjavík fjölmenni á fundínn í kvöld til þess að hlýða á framsöguræðu hans og taka þátt í umræðum. Bréf Sjómannafélagsstjórn- vrinnar til „fylgismanna“ sinna vr dagsett 4. janúar s.l. og þar ;egir svo: „Sjaldan eða aldrei liafa tommúidstar sótt kosningar í Ijómannafélaginn af ineira kappi en nú, enda til mikils að inna, ef þeim tækist að ná yf- rráðum í þessu næststærsta verkalýðsfélagi landsins og gætu NOTAÐ Þ VÍ) (leturbr. Sjómannafélagsstjórnarinnar) til framdráttar kröfu sinni, er þeir hafa látið stjórn Alþýðu- sambandsius bera fram, um að mynduð verði rikisstjórn með þátttöku kommúmstaflokksins. — Þennan óskadraurn komm- únisia er bægt að korna í veg fyrir ef þú og aðrir þeir sem eru andvígir því að kommún- istaflokkurinn fái yfirráðin í Sjóinannafélagi Reykjavíkur koma sem fyrst og kjósa A- listann — Iista stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins." I þessu bréfí er sem sagt ekki minnst einu orði á .liags- munamál sjómanna eða kjör þeirra; núverandi stjórnendur Sjómannafélagsins hafa gleymt þvi að félagið hafi nokkrum hlutverkum að gegna á því sviði. 1 stáðinn er lögð megin- áherzla á hinn pólitíska þátt kosninganna og það með næsta sérkennilegu móti. Sjómannafé- lag Reykjavíkur á að vera hornsteimi undir núverandi samstarfi stjómarflokkanna; meginverkefni þess á að vera það að koma í veg fyrir vinstri samvinnu og rnyndun vinstri stjómar. Það er engu likara en bréfið sé samið niðri I Holsteini af stjórn Varðarfélagsins — og kannski er það einnig samið þar — og það hlýtur að verða öllum íhaldsandstæðingum í Sjómannafélaginu lærdómsrík kynning á því hvers konar menn það eru sem nú fara með málefni þeirra. Það er ástæða til að taka undir áskorun bréfritaranna til Sjómánnafélagsmanna um að fjölmenna á kjörstað í dag, taka þar með ákvörðun um hags- munamál sin og kjör — og' segja skoðpn sína á.því bvort þeir vilja núverandi íhalds- stjórn í landinu eða vmstri samvinnu. 1 dag er kosið á skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu H. 2 til 10. —- X B-IistL 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.