Þjóðviljinn - 21.01.1956, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. 'jáhuar 1956
(BIÖOVIUINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn —
Löndunarbannið
Það þaif -ekki að fara vand-
iega yfir Morgunblaðið seinustu
árin til þess að sjá að í það blað
iaefur verið skiifáð míklu meira
mál um löndunarbannið í Bret-
tendi en um landhelgismál ís-
lendinga, og fer það ekki á milli
rnála að aðstandendum blaðsins
og yfirboðurum hefur verið
fyiTgreinda málið miklum mun
hjartfólgnara. Nægir í því sam-
foandi að minna á hamfarimar í
kringum Dawson, en sá nýríki
braskari og fjárglæframaður
var í einu vetfangi gerður að
merkisbera íslands í Bretlandi
— þar til allt í einu komst upp
að hann var búinn að svíkja af
vinum sínum stórfé.
Og Morgunblaðið hefur ekki
aðeins skrifað meira um lönd-
unarbannið en landhelgisréttindi
íslendinga, heldur hefur það
neytt. allra bragða til þess að
tengja þessi tvö mál saman —
enda þótt ekkert e&lilegt sam-
band sé á milli þeirra. Áður en
felendingar tóku upþ hina nýju
friðunarlínu, var það ein megin-
krafa brezkra útgerðarmanna
að hætt yrði við fiskinnflutning
frá íslandi til þess að halda verð
inu uppi, og tók brezki íhalds
flokkurinn þá kröfu upp i stefnu
skrá sína. Er hann vann síðan
kosningasigur var kröfunni
framfylgt, og það hefði gerzt á
nákvæmlega sama hátt enda
þótt íslendingar hefðu ekki
hreyft við landhelginni. Hins
vegar var ákjósanlegt að geta
.lotíið nýju friðunarlínuna sem
átyllu, og hér hefur Morg-
unblaðið hamrað á þeirri skýr-
ingu — í því skyni að undirbúa
viðskipti þau með landsréttindi
annarsvegar og verzlunarað
stöðu hins vegar sem nú eru á
döfinni.
Áhugi Morgunblaðsins á lönd-
unarbanninu er þeim mun kyn-
iegri sem Lsfisksölurnar í Bret-
iandi eru einhver versti við-
skipti sem íslendingar hafa
stundað, Við keyptum frá Bret-
um vörur á föstu- verði en urð
um að sæta lotteríi með verð
lagið á fiskinum. Við seldum ó-
verkaðan fisk, hráefni, í stað
þess að fuiinýta hann sjálfir.
Hvers konar fjárplógsmenn
fengu aðstöðu til að stela und-
an . gjaldevri í sambandi við
þessi viðski ti, enda sýnir
reynslán að gjaldeyristekjur
þjóðarinnar af þessum viðskipt-
um voru mjög rýrar. Allt hefur
þetta gerbreytzt til batnaðar
síðan löndunarbannið var sett
á. óg má vissulega telja það til
ánægiulegra tíðinda i hagsögu
ísléndinga.
Afstaða Morgunblaðsmamia
er ]>ví sprottin ar annarlegum
hvötum. Og í stað þess að
f jafgviðrast, um löndunarbannið
í Bretlandi ætti það að ræða um
afgreiðslubann það sem sett
hefur verið á tillögur alþing
ismanna um stækkun landhelg-
mnar.
rúletta
leikin í Washington
Lífsleiðanum sem gagntók
mikinn hluta rússneska há-
aðalsins á hnignunartímabili
keisaradæmisins hefur löngum
verið við brugðið. Stórfurstar,
greifar og barónar og hispurs-
meyjar þeirra máttu ekki virð-
ingar sinnar vegna gera ærlegt
handtak; veiðiferðir, veizlur og
og hverskonar skemmtanir var
það eina sem þetta fólk mátti
hafa fyrir stafni. En þar kom,
oft á unga .aldri, að allar á-
stríður voru kulnaðar, glysið
og glaumurinn veittu ekki leng-
ur nautn heldur fylgdi þeim
óbærileg þjáning, allt lífið
hafði misst bragð og lit. Þeg-
ar svo var komið var fangaráð
margra að varpa sér út í
tryllta fjárhættuspilamennsku,
en jafnvel hún varð með tím-
anum tilbreytingarlaus. Þá var
það að einhver í þessum lífs-
leiða hópi fann upp leik, sem
megnaði að gefa lífinu inni-
hald þegar allt annað þraut. Sá
leikur heitjr rússnesk rúletta,
og í honum leika menn sér að
lífi sínu. Maður lætur eitt
skot í sex hólffí skammbyssu,
snýr hjólinu rösklega, ber
byssuhlaupið upp að gagnaug-
anu og hleypir af þegar hjól-
ið stöðvast. Ef skotið hleypur
af hrfur leikmaðurinn að vísu
tapað, en hann er jafnframt
laus við lífsleiðann í eitt
skipti fyrir öll. Ef hinsvegar
hjólið hefur stöðvazt með eitt-
hvert af tómu hólfunum fimm
í skotstöðu, hefur hann unnið,
sloppið heill á húfi úr sjálf-
skapaðri lífshættu. Kenndin
sem því fylgdi þótti bægja
lífsleiðanum frá, að minnsta
kosti um stund.
Nu á tímum nýtur rússnesk
rúletta lítilla vinsælda í
landi því sem hún er kennd
við,, enda iðjulaus yfirstétt
þar úr sögunni. Ekki er þó
sjálfsmorðsleikur þessi al-
dauða, hann virðist hafa fest
rætur í Bandaríkjunum. Þess
sést öftru hvoru getið í frétt-
um þaðan, að ungir menn, oft-
ast milljónarasynir, hafi látið
lífið fyrir aldur fram, vegna
þess að þeir hafi tapað í
rússneskri rúlettu. Svo kunnur
er leikurinn orðinn þama vestra
að stjórnmálamenn, sem allra
manna sízt mega við því að
haga orðum sínum svo að þau
fljúgi fyrir ofan skilning þorra
háttvirtra kjósenda, eru famir
að sækja í hann líkingar þeg-
ar þeir vilja bauna rækilega
á andstæðinga sína. Laug-
ardaginn í síðustu viku lýsti
foringi stjómarandstöðuflokks-
ins bandaríska yfir þeirri skoð-
un, að utanríkisráðherrann í
núverandi ríkisstjóni hefði gert
sig sekan um háttalag sem til
ein'skis svipaði meir en rúss-
neskrar rúlettu, ef trúa mætti
orðum hans sjálfs,
npilefni þesara uramæla var
grein, sém ■ birtist í síðasta
hefti tímaritsins Life. Greinar-
höfundur hefur þar eftir Dull-
es ut "*nríkisráðherra ýmis um-
mæli um utanríkisstefnu
Bandaríkjanna þau þrjú ár
sem Eisenhower forseti hefur
setið að völdum. Dulles hefur
lýst yfir að hann hafi ekkert
við það að athuga sem Life
hefur eftir honum, en þar á
meðal er þetta: „Auðvitað
römbuðum við á barmi styrj-
aldar. Sá hæfileiki að fara
fram á yztu nöf án Þess að
eki.i styrjöld eða fram á barm
siyrjaldar".
Skyssuniar sem Dulles hefur
gert síðan hann varð utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna
nægja vafalaust til að halda
minningu hans á lofti um lang-
an aldur. Hann hóf feril sinn
með því að heita því að „frelsa
hinar undirokuðu þjóðir“ í
Austur-Evrópu og hóta „end-
John Foster Dulles
lenda í styrjöldinni sem við
blasir, er lífsnauðsjmleg list,
Ef maður hefur hann ekki
á valdi sínu lendir maður ó-
hjákvæmilega í styrjöld". Þessi
ummæli, ásamt fullyrðingum
um að ’ Bandaríkjastjórn hefði
þrisvar á þrem árum hótað að
hefja kjamorkustríð gegn
Kína, vöktu að vonutn mikla
athygli og kröftug mótmæli.
Ein harðasta ádrepan sem
Dulles fékk var frá Adlai Stev-
enson, sem demó.kratar buðu,
fram gegn Eisenhower 1952 og
mestar líkur þykja á að verði
aítur í kjöri fyrir flokk sinn
í forsetakosningunum í haust.
„Mér lirýs hugur við því“,
sagði Stevenson, ,,að utanrík-
isráðherrann skuli vera þess
albúinn að leika rússneska
rúlettu með tilveru þjóðar
vorrar. Ég er ekki sammála því
að list hinnar æðstu stjóm-
kænsku sé í því fólgin að
teyma oss hvað eftir annað
fram á brún styrjaldar. Sér-
stakiega nú á kjamorkuöldinni
er list stjómkænskunnar fólg-
in í því að stefna að friði, en
urgjaldsárásum með hinum
stórfelldustu vopnum hvar og
hvenær sem okkur sjálfum
sýnist", en varð að éta það allt
ofaní sig aftur til að lægja
óttann sem stóryrði þessi höfðu
vakið meðal bandamanna
Bandaríkjanna. Hann hótaði
„þjáningaríullu endurmati" á
afstöðu Bandaríkjanna til
Frakklands ef franska þingið
hafnaði Vestur-Evrópuhernum,
en lét sitja við orðin ein þeg-
ar frumvarpið um herinn var
fellt. Hann móðgaði Indverja
með því að lýsa yfir að Banda-
ríkjastjóm teldi nýlenduna
Goa hluta af Portúgal einmitt
þegar æðstu menn Sovétríkj-
anna voru staddir í Indlandi
og höfðu heitið landsmönnum
íulltingi í baráttu þeirra fyrir
endurheimt Goa. En greinin í
Life er þó mesta reginskyssa
sem Dulles hefur orðið á. Vand-
séð er, hvernig hann hefði get-
að spillt öllu rækilegar fyrir
sér en þar er gert.
N
ú fara i hönd forsetakosn-
ingar í Bandaríkjunum, og
•
með greininni í,Life hefur.Dull-
es tryggt það að utanrikismálin
verði eitt helzta deilumálið í
kosningabaráttunni. Upþá síð-
kastið hafði Eisenhower haö
nána samvinr i við demókrat-
ann Walter George, hinn á-
hrifamikla formann utanrikis-
málanefndar öldungadelldar-
innar, um mótun utanríkis-
stefnunnar. Þeir höfðu komíð
því til leiðar að utanríkismálin
virtust ætla að verða fyrir utan
Erlend
tíðindi
flokkadeilumar. Það hefur allt
breytzt við gréin Dullesar, eins
og sjá má af orðum Stevensons
sem áðan voru tilfærð. Hubert
Humphrey, einn af fulltrúpm
demókrata í utanrikismála-
nefnd öldungadeildarinnar, hef-
ur lýst yfir að Dulles hafi gert
sig beran að sögufölsunum,
vitnisburður hans sjálfs um
Indó Kína á lokuðum fundum
nefndarinnar afsanni fullyrð-
ingar hans í Life um að það
hafi verið bandarískar bótanir
um kjamorkuárásir á kín-
verskar borgir sem orðið feafi
til þess að vopnahlé var samið
í Indó Kína. Humphrey hefur
við orð að krefjast þess að
vitnisburður Dullesar verði
birtur. Slikra sönnunargagna
er ekki þörf til að reka *fan
í Dulles það sem hann segir um
Indó Kína. Nú þakkar hann sér
að friður komst þar á, en öll-
um sem fylgjast með fréttum
er í fersku minni að hann för
í fússi af vopnahlésráðstefn-
unni í Genf þegar stjómír
Bretlands ■ og Frakklands höfn-
uðu kröfu hans um að halda
stríðinu áfram. Fréttamenn í
Washington benda á að svip-
uðu máli gegnir um staðhæf-
ingu Dullesar um að hótanir
um kjamorkuárásir á Kína
hafi hindrað styrjöld útaf smá-
eyjunum við Kínaströnd. Það
er nefnilega búið að vera opin-
bert leyndarmál’ í Washington
síðan í fyrravor, að krafa Dull-
esar og þriggja af fjórum
fulltrúum í yfirherráði Banda-
ríkjanna , um að bandrískum
flota og flugher yrði beitt til
hjálpar Sjang Kaisék að verja
aðstöðu hers hans á Tatséneyj-
um strandaði á andstöðu Ei-
senhowers.
Það er nokkurnveginn sám-
dóma álit fréttamanna í
Washington að markmið Dull-
esar með greininni í víðlesn-
asta tímariti Bandarílcjanna
hafi verið að hnekkja þeirri
skoðun að Eisenhower haíi upp
á síðkastið tekið af honum
ráðin og mótað sáttfúsari utan-
ríkisstefnu, þá sem hæst bar
á fundi æðstu manna fjórveld-
anna í Genf. Dulles t’ókst að
koma Eisenhower í þá aðstöðu
að hann átti um það að velja
að setja hann af, og valda með
því klofningi í RepUblikana-
flokknum, eða lýsa óbeint yfir
samþykki við það sem sagt er
í greininni í Life. Forsetinn valdi
síðari kostiiin. En vafasamt er
að það nægi- til að bjarga á-
liti Ðullesar. Flest mikilsyirt-
ustu blöð Bandaríkjánna hafa
kveðið upp þunga áfellisdóma
yfir málflutningi hans. New
• Framh. á LO.