Þjóðviljinn - 21.01.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.01.1956, Blaðsíða 9
 - 4 Orðsendingar Essa, ísafirði. Þökk fyrir foréfið frá 14. janúar. Það er sennilega erfitt að ná I öll blöðin, sem þú bið- ur um, einkum þau elztu. En þér verður sent það sem til er. Sigiún Arnbjanaardóttir á Selfossi var önnur þeirra, sem hlutu 2. verð- laun 13 ára barna í skriftarkeppninni. Föður- nafnið misritaðist i sið- asta blaði og leiðréttist hér með. Sigrún Magnúsdóttir, 9 ára, Hlíðarvegi 19, ísa- firði, fær verðlaun fyrir tvær teikningar, er hún Mýir þæfftir í Óskastunimiti í síðasta blaði var á það minnzt, að teknir yrðu upp ýmsir smáþætt- ir í blaðinu. í dag liefj- ast tveir, annar úr sögu flugsins til fróðleiks og skemmtunar á þessum miklu þróunartímum fluglistarinnar. — Hinn þátturinn nefnist: Hver er höfimdurinn? í honum verða birtar vísur eða hálfar vísur, partar úr Ijóðum eða lausu máli, en höfundamafn ekki foirt. í sama blaði. Nú eigið þið að vera búin að finna höfundana áður en nöfn þeirra verða birt í næsta blaði á eftir. Þetta er skemmtilegur leikur, sem þið skuluð taka þátt í. sendi í myndakeppnina í desember. Af vangá höfðu myndir hennar verið lagðar til hliðar. Er hún beðin afsökunar á þessu. Önnur mynd Sig- rúnar er af bóndabæ með hlöðnum veggjum og grænni grasþekju. Kona með skjólu í hendi geng- ur heim að bænum. — Hin myndin er af skipi, sem siglir blásandi byr. Það er með „gínandi trjónu“ og sver sig í ætt við víkingaskipin fornu. Hver er höfundurinn?: Hver er höfundur þessarar vísu? liöngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennariiui, kerra, plógur, hestur Hvað heitir kvœðið, sem eftirfarandi Ijóðlínur eru téknar úr og hver er höfundurinn? Ríðum, ríðum og rekum yfir saudinu, rennur sól á bak við Arnarfell, hér á reikl er margur óhreinu andinn, úr því fer að skyggja á jökulsveli . . Hvað heitir sagan, sem hefur þessi niðurlagsorð? . . . „Ójafnt höfumst við að; ég dilla barni þínu, en þú bei'ð bónda minn“. Að því mæltu setur húu frá sér sveinlnn, son húsfreyju, og verður hann þar eftir, en hefur karl sinn burtu með sér, og hurfu þau þegar. En sveinuinu óx upp iijá móður sinni og varð efnisinaður". Úr hvaða Ijóði er þetta og hver er höfundurinn? Heiðarbúar! glöðum gesti greiðið för um eyðifjöll. Einn ég treð með hundi og hesti kraun — og týnd er lestin öll. Laugardagur 21. janúar 1956 — 2. árgangur — 2. tölublað ■ Ritstj.: Gunnar M. Magnúss - Útgefandi: Þjóðviljinn Bækur, sem börniu skrifa Rœtt um Bókina um ísland og japanskt útgáfufyrirtœki Þann 13. þ. m. barst ritstjóra Óskastundar- innar bréf frá Árna Böðv- arssyni magister, sem nú er sendikennari við há- skólann í Osló. í bréfinu ræðir Árni um hugð- arefni okkar: ritgerðir og frásagnir barna og ung- linga. Þar sem við erum nú í þann veginn að hefja undirbúning að bókinni um ísland, er gaman og fróðlegt að hej ra frásögn al svipaðri starfsemi í annarri heimsálfu, og birtum við þessvegna meginkaflann úr bréfi Árna. Hann skrifar: „Ég hef séð í Óska- stundinni í Þjóðviljanum að rætt er um að efna til „bókar um ísland“, þar sem safna skal sam- an ritverkum íslenzkra barna. Þetta er merki- legt rannsóknarefni og þarflegt fyrirtæki og verður skemmtileg bók. En í þessu sambandi datt mér í hug, að rétt er að segja þér frá því að verið er að vinna að samskonar bók í Japan. Það er nefnilega svo, að japanskt útgáfufyrir- tæki hefur tekið sér fyr- ir hendur að safna frá flestum þjóðlöndum heims frásögnum og rit- gerðum, líka nokkrum teikningum, sem börn á barnaskólaaldri hafa gert. Auðvitað skrifa öll þessi börn á móðurmáli sínu, en svo eru sög- urnar þýddar á alþjóða- málið esperanto og send- ar til Japans, þýddar þar á japönsku og prent- Framhald á 2. síðu. Laugardagur 21. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 RlTSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON Vísindafélag Norðurlanda í íþróttum RannsóknaráS starfar i hverju landi Sagt var frá því hér á í- þróttasíðunni í desember s.l. að ! Benedikt Jakobsson hefði farið til Stokkhólms til umræðna um fþróttaakademíu á Norðurlönd- lun. Fór hann á vegum Iþrótta- sambands íslands, en það eru fþróttasambönd Norðurland- anna sem hrint hafa þessari hugmynd af stað. Benedikt er heim kominn fyrir nokkru, og hefur Iþróttasíðan spurt hann úm fund þenna, og fórust hon- um m.a. orð á þessa leið: Um mál þetta sem eim er á undir- búningsstigi urðu miklar um- ræður, og í þeim umræðum kom uiargt fram um hugsanlegt form og skipulag þessarar stofnunar. Um sjálft nafnið urðu miklar umr. og kom það fram að nafnið Akademia yrði ekki hægt að nota, þar sem að stofnuninni. stæðu aðilar sem ekki væru akademiskir borgar- ar. . Þá kom fraan tillaga um orð- ið ,,selskap“ eða félag sem bæri svo heitið vísindafélag, er hefði það að markmiði að beita sér fyrir og vimia að rannsóknum íþróttamála. Og þetta yrði að vera opin stofnun og óháð. Ekkl tímabært? Við umræðumar um það hveniig og af liverjum þetta vís- indafélag skyldi stofnað og hverjir ættu að taka þar sæti. Varð mér og Norðmönnum Ijóst að hvað þau tvö lönd snerti væri ekki tímabært að koma þessari stofnun á fót til þess vantaði okkur sérfræðinga. Finnar töldu þó að þetta væri hægt, en þeir hafa haft í sínu landi nokkui'skonar akademiu með hámeiuituðum sérfræðing- um. Svíar og Danir eni ekki eins vel á vegi staddir en þó mun betur en Norðmenn og Is- lendingar. Málið var þó talið það merki- legt og aðkallandi að fundur- inn leitaði að leiðum sem færar væru til að málið héldi áfram, og brúuð yrðu þau bil sem breiðust væru. Lagt var til að hver þjóð stofni hjá sér sérstakt þjóðlegt rannsóknarráð, jafnóðum og löndin eignuðust vísinda- og fræðimenn er uppfylltu þau skil- yrði sem krafizt er. I ráði þessu skulu vera tveir lífeðlisfræðingar, tveir sálfræð- ingar, tveir sagnfræðingar, tveir þjóðhagsfræðingar og tveir tælcnifræðingar. Allir þessir menn þurfa að vera þekktir fyrir störf sín og rannsóknir á viði íþrótta. Þar sem þessir sérfræðingar eru elcki til verða þeir tilnefndir í ráðið jafnóð- um og þeir koma fram eins og fyrr segir. Saiunorrænt; ráð Hið samnorræna rannsóknar- ráð eða vísindafélag er hugs að þannig að hveri íþróttasam- band tilnefni einn mann sem ekki þarf að vera vísindamað- ur, og er hann fulltrúi íþrótta- sambands síns. Þá koma í ráðið einn full- trúi frá hverju rannsóknarráði. Þegar svo þessi stjórn er kom- in saman, koma enn til viðbót- ar sinn fulltrúinn frá hverri vísindagrein í hverju landi. Þetta sameiginlega ráð á að safna vísindalegum ritgerðum vega þær og meta. Það á að rannsaka og dæma um gildi ein- stakra íþrótta út frá visinda- legum rannsóknum, úthluta verðlaunum fyrir snjallar at- huganir, rannsóknir, greinar o.fl. Ráðið á að sjá um að út komi fræðirit um íþróttir og þær fræðilegu rannsóknir sem gerð- ar eru og niðurstöður þeirra, og ráðinu berast. Kynning og fjárliagur Bak við livert hinna þjóðlegu ráða er gert ráð fyrir að stofn- að verði félag til að efla fjár- hag ráðsins. Er hugsað að þar komi til sérsambönd og í- þróttafélög, auk þess einstak- lingar og stofnanir. Til enn frekari styrktar þessu málefni er gert ráð fyrir að ríkisstjórn- ir landanna leggi þessu smáli fjárhagslegan stuðning. Á fundinum í Stokkhólmi var rætt um leiðir til að vekja at- hygli á málinu og kynna það. 1 því sambandi var rætt um að lialdnir yrðu fyrirlestrar um hugmynd þessa, tilgang hennar og starfsfyrirkomulag. Getum við verið með? Eins og salcir standa eru hér engir háskólagengnir fræðimenn sem uppfylla þau skilyrði sem sett eru. Enginn læknir sem stundað liefur íþróttalæknis fræði. Enginn sálfræðmgur sem sinnt ihefur þeim málum sér staklega. Enginn sagnfræðingur hefur lagt stund á íþróttasagn- fræði síðan dr. Björn Bjarnars. frá Viðfirði leið, eða þjóðhags- fræðingur. Lífeðlisfræðing eigum við einn, en hann hefur ekki lagt sérstaka stimd á þessa grein með tilliti til íþróttaiðkana. Hvað snertir tæknifræðina má segja að við eigiun sæmilega kennara og lærdómsmenn varðaudi byggingu íþróttamaimvirkja. Aðrar þjóðir eiga marga niena sem uppfylla þessi ýmsu skil- yrði sem sett eru og standa því betur að vigi en við. Með fyrirkomulaginu eins og það er hugsað getum við verið með en lað er langt þangað til við get- um skipað fullu liði í þetta samstarf. En sem sagt, Í.S.Í. getur verið með i þessu íþrótta- vísindafélagi (Selskapet) og tælcnifræðingar lílca, lengi’a nær >að tæpast til að byrja með. — I fáum orðum sagt, þessi stofnun á að draga fram sainileikann um gildi íþrótta í þjóðhagslegum efnum og vera leiðbeinandi um þau, sagðl Benedikt að lokum. TIL LIGGUR LEIÐIN 1 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.