Þjóðviljinn - 10.04.1956, Page 6

Þjóðviljinn - 10.04.1956, Page 6
«) — ÞJÓÐVILJINN ■— Þriðjudagui' 10. apríi 1956 ÞJÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarjloklcur alpýðu — Sósialistaflokkurinn .___________________________J Heimsókn konungsh j ónanna T dag koma döneku konungs- ■* hjónin hingað til lands og munu verða gestii' íslendinga ‘ í nokkra daga. Þau eru fyrstu trlendu þjóðhöfðingjamir sem hingað koma í opinbera heim- 'sókn eftir að lýðveldið var stofnað, og fer mjög vel á þvi. Þessi heimsókn er þá og jafn- framt síðasti þátturinn. í viður- kenningu Dana á íslenzka lýð- veldinu, fullveldi þess og jafn- rétti við aðrar þjóðir. egar konungssambandinu við Dani var slitið og lýð- veldi stofnað lögðu íslending- ar ríka áherzlu á það að þeir vildu eftir sem áður halda hinu náriasta sambandi við frændþjóðir sinar á Norður- löndum og þá auðvitað ekki sízt dönsku þjóðina. Danir eru nátengdastir okkur allra þjóða, öldum saman var saga okkar sameiginleg í veigamikl- nm þáttum, og þótt sú saga. sé ekki öll ánægjuleg í minn- ingunni. eiga báðar þjóðir rætur sínar í henni, þau tengsl sem ekki verða slitin. Öldum saman var Danmörk hlið Is- lands að umheiminum, þaðan bárust einangraðri þjóð áhrif- in fra hinum stora heimi, mörg þau sérkenni sem móta ís- land nútímans. Og enn þann dag í dag eru tengslin við- Danmörku ríkasti þátturinn í samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir, þangað koma flestir þeirra sem fara til út- landa og af námsmönnum þeim sem leita til útlanda stunda flestir nám við danska skóla. Tslendingar hafa fullan hug á því að þessi góðu kynni aukizt og eflist í framtíðinni, að samstarf þjóðanna í menn- ingarmálum og efnahagsmál- um styrkist með ári hverju. Það er lítilli þjóð ómetanleg-ur stuðningur að eiga góða vini erlendis, og engir eiga að skilja betur hlut íslendinga í heimsmenningunni en frændur okkar á Norðurlöndum; það er einnig þeirra stolt að sá Mutur verði góður eftirleiðis, að þessi fámenna þjóð fái að ávaxta arf sinn ein og frjáls í landi sínu. Tslendingar bjóða dönsku ■*■ konungshjónin velkomin til landsins og árna þeim gæfu og gengis. Óttinn við Alþýðubandalagið 4 ndstæðingar alþýðunnar ■**■ eru greinilega mjög mið- ur sín út af stofnun Alþýðu- bandalagsins. Ástæðan er sú að verkalýðshreyfingin hefur fundið þeirri viðleitni sinni að sameina allan verkalýð og launþega í kosningum æski- legt og skynsamlegt form sem vakið hefur ánægju almenn- ings og glætt nýjar vonir um að völdum afturhaldsins verði hnekkt. Fyrir frumkvæði verkalýðs- hreyfingarinnar á nú all- • ur verkalýður landsins og allir aðrir launþegar og vinstri sinnaðir kjósendur kost á að skipa sér í eina fylkingu um bagsmunamál sín og hugðai'- -efni í kosningunum i sumar. AiþýðubandaJagið knýr engan •til að ganga úr eða yfirgefa sinn gamla flokk né til þess að bindast nýjum flokksböndum. Það eru samfylkingarsamtök fólksins, til orðin vegna þeirr- sr brýnu nauðsynjar að al- •þýðan í landinu eigi þess kost að fylkja liði sameiginlega og tmggja kosningu sem aJlra fJestra fulltrúa á Alþing sem saman standi um kröfuna um jjerbreytta stjómarstefnu og framkvæmd á stefnuskrá Al- þýðusambandsins. etta form fyrir samstöðu alþýðunnar á stjóramála- sviðinu hefur ekki verið til áið- ur og það hefur greinilega vantað. Fólk úr öllum flokkum .getur stutt AlþýðubandaJagið ,©g mun gera það, tll þess að - tryggja eigin hagsmuni á sviði löggjafarmáianna. Stuðningsmenn þess mun eftir sem áður greina á um ýmis atriði þjóðfélagsmála,. en þeir láta ekki þann skoðanamun ráða úrslitum um afstöðu sína í kosningunum í sumar. Til þess er þýðing þeirra of auðsæ og of mikið í húfi fyr- ir hinn vinnandi matm, sem nú er dæmdur til að bera dráps- klyfjar ranglátrar tolla- og skattabyrðar og síaukinnar dýrtíðar sem skipulögð er af sjálfum stjóraarvöldunum. A lþýðubandalagið er stofnað til þess að gerbreyta! þeirri stjómarstefnu og þjóð- máJaþróun sem ríkt hefur á undanföraum árum og aJlir viðurkenna að sé stórhættuJeg og í andstöðu við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóð- arinnar. AfturhaJdsöflin óttast þetta nýja afl sem birtst hef- ur á sviði kosningabaráttunn- ar. Af þeim ótta stafa rang- færslur og niðskrif stjómar- blaðanna og dilks þeirra, Al- þýðublaðsins. Hinn augljósi ótti afturhalds- ins við þá einingu sem skapast hefur með stofnun Alþýðubandalagsins þarf að verða allri alþýðu öflug hvatn- ing til að fylkja sér fast um framboð þess og stefnu í kosn- ingunum. Það þarf að gera þá hræðslu um stórfellt fylgis- hrun að veruleika í kosning- unum sem nú sækir fastast á hugi stjómarflokkanna og hægri kratana, bandamanna þeirra. . . p ' ■ - 'v )I Þetta eru gæjar í( Seiuni hluta dags gekk ég vestur í Bæjarútgerð Reykja- víkur. Það er ein af stærstu fiskverkunarstöðvum hér í bæ ogr jafnvel öllu landinu og verkar aðallega saltfisk eg einnig skreið til útflutnings. Þama vinnur venjulega yfir hundrað manns og oft mikiu fleira, þegar skipað er upp fiski úr bæjartogurunnm. Þarna vinnur fleira af kven- fólki en karlmönnum, nema í vetur hefur borið mikið á ung- um færeyskum sjörmum í leit að gæfu og gengi. Stúlkumar telja að piltum miði i áttina. Inni í þurrkhúsi rekst ég á unga stúlku, sem stendur við borð úti í einu horninu og Valgerður Jónsdóttir að vinnu sinni — Fékkst gott kaup þar? — Nei, — finim hundruð krónur á niánúði. Bændurnir borga svo lítið. Samt vildi ég gjarnan verða bóndakona. Það er svo gaman í sveitinni, þó að ég sé fædd og uppalin hér í bænum. — Hvað heita foreldrar þín- ir? — Pabbi minn heitir Jón Grimsson, annar vélstjóri á Gylfa frá Patró, og manima við höfum ekki meira kaup. — Er þá ekki sjálfsagt að skipta um gæja í ríkisstjórn og fá aðra í staðinn? — Þeir yrðu þá að vera betri. Þeir verða að hugsa. Framhald á 10. síðu. Fleiri verka- lýðsfullfrúa stimplar striga í mnbúðir. Ég býð góðaa daginn, og að- spurð segist hún heita Valgerð- ur Jónsdóttir, sextán ára, heima á Framnesvegi 50. — Á þetta að fara utan um fiskinn? — Já, — utan um blautfisk. — Hvernig Iíkar þér vinnan? — Þetta er nokkuð erfitt, þegar pökkun er mikil; við vinnum fjórar, tvær að stimpla og tvær að skera strigann. Það er stunduin kalt, þegar opið er franuni og opið fyrir bilana í helgidómnuin — það er sko súgur i gegn. — Sojá — þið hafið ykkar helgidóm. Hvað er það nú? — Þar er þurrfiskinum pakk- að. Við höfum nú annars lítið af honum að segja, — hann er nú kenndur við ragarana og yfirmennina. — Það er auðvitað. Ertu bú- in að vinna hérna lengi? — Bara í vetur. Ég var í sveit í fyrrasumar vestur í Rauða- sandshreppi. Það var á Hnjóti í Örlygsliöfn. r---------------------------- JÓN ÓSKAR: LandiS Þegar ljósið kemur til min gegnum myrkur iangra daga og ég vakna og ég horfi yfir iand mitt er það kemur og ég horfi á land mitt rísa gegnum myrkur langra daga sé það risa landið hvita Og það rís með opinn faðrninn og ég heyri rödd þess segja Ég sem hélt ég ætti að deyja Og það rís í nýju ijósi og ég heyri í nýju ljósi rödd þess hvísla morgunbjarta Nú slær aftur fjallsins hjarta. k.___________________________j min heitir Ingibjörg Magnús- dóttir, ættuð vestan úr Dölum, en föðuramma mín hét Guðrún Arnórsdóttir, systir Einars Arn- órssonar, fyrrv. ráðherra. Við systJdnin eram sex og ég er þriðja yngsta, öll fædd og upp- alin hér í bænum. — Hvað færðu í kaup hérna? — Það er um sex hundruð á viku, stundum meira, þegar eftirvinna er. — Finnst þér það mikið? — Það mætti nú vera nieira. Það er allt svo ósköp dýrt, — við stúlkurnar viijum vera soldið fínar, þá þurfum við náttúrlega nælonsokka og góða skó, fína kápu og sætan kjól og fleira og fleira, sem ég segi ekki. Svo borga ég heima fyr- ir fæði og húsnæði. — Það er víst dýrt að vera fínn til fara? — Já, maður lifandi. Góðir skór kosta 250’ krónur, fín kápa kostar tvö þúsund, og allt eftir því. — Ykkur veitti þá ekki af hærra kaupi? — Þú sérð það nú bara. Þessir kallar sem ráða kaup- inu og verðinu, hljóta að vera gloppóttir, þó að okkur verka- stúlkunum finnist þeir vera agalega spekingslegir. — Hvað finnst þér um ríkis- stjórnina? — Þetta eru óttalegir gæjar. Þeir mega ekki hækka svona verðið á öllum hlutuin meðan Aðeins tæpt ár er liðið síð- an verkalýðssamtökin háðu sex vikna verkfallsbaráttu til að bæta kjör sín. Þær kjarabæt- ur, sem þá fengust, voru að- eins lítill hluti af þeirri kjara- rýrnun er orðið hafa af völd- um stjórnarvaldanna. Enn hafa stjórnarvöldin misnotað valda- aðstöðu sína og svipt verkalýð- inn þeim kjarabótum sem hon- um tókst að afla með fór-n- frekri baráttu. Verkalýðurinn verður nú enn að fara af stað og bæta kjör sin og það sem verkalýðurinn verður að gera fyrst er að tryggja að auðvald- inu takist ekki að halda þeim tökum, sem það hefur nú á löggjafarvaldinu og sem það hefur misnotað þar svo herfi- lega. í alþingiskosningunum í sumar verður verkalýðurinn að sameinast í stjórnmálabarátt- unni, fulltrúum verkalýðsins á Alþingi verður að fjölga. Effir kosningarnar í sumar yerður Alþingi að verða þannig skiþ- að, að öruggt sé að það váld sem Alþingi hefur, verði ekki misnotað. Verkalýðurinn og þá ekki sízt verkalýðsæskan þárf að þekkja sinn vitjunartima,' tækifærið sem gefst nú í súm- ar til þess að fjölga fulltrúum- alþýðunnar á Alþingi ér ör- uggasta kjarabaráttan, og ' í þeirri baráttu þurfa allir laun- þegar að standa sgman . og- fylkja sér um kosningasamtök vinstri manna, Aíþýðubanda- lagið. Það ér harðvítug barátta framundan, afturhaldsflokk-, arnir eru þegar farnir að.hrópa upp kosningaloforð og reyna að gylla þau, enn iofa þeir að stöðva dýrtiðarflóðið og þeir lofa að vemda sjálfstæði lands- ins. Þessu og mörgu öðru hafa þeir lofað fyrir allar kosning- ar, en reynslan er ólýgnust, afturhaldsflokkamir hafa ávallt svikið öll sín fögril kosninga- loforð. Það er verkalýðshreyf- ingin, sem ásamt Sósíalista- flokknum hefur alltaf staðið vörð um hagsmuni alþýðunnar, reynt með öllum mætti að hindra árásir afturhaldsins 1 á lífskjör verkalýðsins og alitaf staðið vörð til verndar sjálf- stæði þjóðarinnar. Að tilhlut- an stjómar Alþýðusambandsins hafa nú verið stofnuð kosn- ingasamtök til að sameina' verkalýðinn og alla þá sem riú gera sér ljóst að aldrei hefíir verið meiri nauðsyn en nú að vinstri öflin stóreflist á AÞ. þingi. Sigur Alþýðubandalags- ins í kosningunum í sumar er sigur fyrir islenzkan verkalýð, sigur fyrir íslenzkú þjóðina;

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.