Þjóðviljinn - 21.04.1956, Síða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1956, Síða 7
ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 21. apríl 1956 — (7 I. Allt síðastliðið sumar og í alían vetur hafa tveir menn setið á rökstólum, þeir Ey- steinn Jónsson og Gylfi Gísla- son. Það átti að gera stóra hluti. Það voru rædd háfleyg mál. Það átti að skapa straum- hvörf í íslenzkum stjórnmál- um. — Og þeir Eysteinn og Gylfi ræddu og ræddu og -— ræddu. — Það átti að setja íhaldið út úr ríkisstjSrn í vet- ur. Það átti að mynda Fram- sóknar- og Alþýðuflokksstjórn og sýna alþýðunni í verki, 3iver umskipti væru að verða. Það átti síðan að ganga til kosninga á stórfenglegri stefnuskrá, sem sanna skyldi þjóðinni, hve glæsilegt fram- hald yrði á góðri byrjun ef hún legði blessun sína yfir upphafið á ferli umbótastjórn- arinnar. — Og þeir Eysteinn og Gylfi ræddu og ræddu og ræddu. — Það átti að sýna í- haldi og auðvaldi í tvo heim- ana. Það átti strax að svipta Tbraskaraflokkinn völdunum yfir bönkunum. Það átti að láta okrara og lögbrjóta kenna á réttlætinu. Það átti að gera Sjálfstæðisflokknum ómögulegt að misnota láns- og leyfa-skipulagið til að kaupa upp heil kjördæmi í mæstu kosningum. Og sumarið leið og veturinn leið — og tíminn kallaði á verkin. Og Gylfi sagði við Ey- stein: Nú verðum við að mynda vinstri stjórn. Og Ey- steinn svaraði: Fyrst þarf ég að leggja 200 milljónir króna á þjóðina í nýjum álögum. — Og Eysteinn lagði á og Gylfi toeið. „Nú verðið þið þó að mynda vinstri stjórn,“ sagði Gylfi við Eystein útataðan í álögum á alþýðuna, — „ekki getum við gengið til kosninga með ykkur í stjóm, með íhaldinu.“ — Ég sit áfram í stjórn með íhald- inu,“ svaraði Eysteinn, „það ér ómögulegt að vita, nema við þurfum að vinna með því eftir kosningar, — en þú get- ur fengið fallega kosninga- stefnuskrá. Það reyndist vel ®ð lofa fólki slíku 1949 og 1953 og það getur reynzt vel enn“, kvað Eysteinn. Og Gylfi sagði: ,,já takk“ og hneigði sig. Það var strikað yfir öll stóru orðin. Það var hætt við að setja íhaldið út úr bönkunum, það var hætt við að færa- út landhelgina, það var hætt við að lög- ákveða togarakaupin, það var hætt við að mynda vinstri stjóm. — Og það var setzt að samningi stefnuskrár, fólk- ið skyldi nú fá fögur orð í stað athafna, eins og einskon- ar rjómaskrýddan búðing of- aná staðgóða undirstöðu millj- ónaálaganna, Eysteinsskatt- anna og Ólafsgjaldanna. Og það var samið um mál- efnasamning og kosninga- stefnuskrá, eins og áður átti að semja 'um stjórnmálasam- starf og stjómarframkvæmd- ir. Gylfi var lítilþægur og Ey- steinn íhaldssamur. Og Gylfi ritaði og ritaði, og tveir próf- essorar reiknuðu og reiknuðu — og Eysteinn réð. Og nú hefur hið andlega af- kvæmi þessara embættis- manna, — kosningastefnu- skráin, sem á að komaístað allra verka vinstri stjórnar, — að lokum séð dagsins ljós. Gylfaginning Eysteins Jóns- sonar birtist i báðum dagblöð- um Framsóknarbandalagsins í fyrradag. II. „Fjöllin tóku jóðsótt — og fæddist lítil mús,“ segir mál- tækið. Hér voru ekki einu sinni fjöll að verki. Það er engu líkara en átzt hafi þar við annarsvegar lítíll, laus sandhól! og hinsvegar óbil- gjöm íhaldsklöpp. Og það fæddist ekki einu sinni lítil, lifandi mús, heldur svo stein- dautt, andlegt afstyrmi, að undrum sætir, að menn, sem telja sjálfum sér trú um að þeir séu kjömir til að vera leiðtogar þjóðarinnar, skuli dirfast að bjóða svo stórhuga og raunsærri þjóð sem íslend- ingum slikt og þvilíkt. Það er þrennt, sem einkenn- ir þessa stefnuskrá Fram- sóknarbandalagsins: í fyrsta lagi það hve lof- orðin eru gömul, léleg og loð- in, — og þau skástu stolin. I öðru lagi óheilindin, — að dirfast að bjóða upp á sem loforð atriði sem þetta banda- lag gat þegar verið búið að samþykkja, en hefur ýmist svæft eða drepið. í þriðja lagi hin óhugnan- lega þögn um þau mál, sem hræðslubandalagið er hrætt við að rædd séu í kosningun- um, feimnismál Framsóknar, sem hægra liðið á að kyngja Gylfi Þ. Gíslason eftir kosningar, hinar „óvin- sælu ráðstafanir,“ sem Fram- sóknarbandalagið ætlar að láta almenning kenna á eftir kosningar, með íhaldinu, ef það sleppur án stóráfalla út úr eldhriðinni, sem framundan er. Það eina, sem einarðlegt er, en þó grannt rist, í allri þess- ari stefnuskrá er að finna í innganginum. Þar er hvert satt orð sem svipuhögg á Framsókn, lýsingin á stjórn- arfari hennar undanfarin á’r, frásagnirnar af „gífurlegu á- lagi á neyzluvörur almenn- fjárskortur vex óðum,“ — ishöft — lýsingarnar „láns- fjárskurður vex óðum,“ — „enn býr fjöldi fólks við ó- hæft húsnæði og okurleigu," — en „gróðabrall .... í al- gleymingi," „en milliliðir og margskonar braskarar safna of fjár í skjóli hins sjúka fjárhagskerfis." Menn skyldu freistast til að halda að Gylfi hafi fengið að semja innganginn, en Ey- steinn sjálfa stefnuskrána. Við skulum nú athuga nokk- ur atriði þessarar stefnu- skrár: ^ Samstaríið við verklýðssamtökin. Framsóknarbandalagið seg- ist vilja samstarf við verka- lýðssamtökin. Slíkt samstarf hefur þessum aðiljum staðið til boða í allan vetur. En einmitt slíku samstarfi hafa þessir hægri menn hafnað. Þeir hafa slegið á útrétta hönd verkalýðssamtakanna. Þeir hafa rekið forseta Al- þýðusambandsins úr sínum röðum fyrir að beita sér fyr- ir slíku samstarfi. Tal þeirra um samstarf við verkalýðssamtökin er þvi hræsni. Þeir hafa höggidð á böndin við verkalýðshreyfing- una. En þeir eru ef til vill að hugsa um að setja bönd á verkalýðssamtökin. Það var engin tilviljun að þeir spurðu fulltrúa Alþýðusambandsins, hvort þeir vildu samþykkja gengislækkun. Þessir hægri menn era að hugsa um bæði gengislækkun og kaupbind- ingu. Þeir hafa framið hvor- tveggja fju’r. Hræðslubandalagið mun skoða hvert atkvæði sér greitt sem greitt væri með gengis- lækkun. — Þess vegna mun hræsni þessi engan verka- mann blekkja. Aumingjahátturinn í eínahagsmálunum Framsóknarbandalagið segir að „bankakerfið skuli end- urskoðað m. a. með það fyrir augum að koma í veg fyrir pólitíska misnotkun bankanna." Seðlabanka á að setja undir sérstaka stjórn, marki hann heildarstefnu bankanna og beini fjármagn- inu að framleiðsluatvinnuveg- unum og öðrum þjóðnýtum framkvæmdum. — Svo langt sem þetta nær, er hér um að ræða gamlar tillögur Sósial- istaflokksins og Alþýðuflokks- ins, sem Framsókn hefur alltaf verið á móti og neitar enn að framkvæma, þegarhún fær tækifæri til, en er reiðu- búin til að lofa því sem öðru fyrir kosningar til þess að svikja 'það að vanda á eftir. Hitt er ekki minnzt á að til þess að lækna „hið sjúka fjárhagskerfi,“ þurfi að taka nokkuð af þeim 60—70 millj- ón króna gróða, sem bankam- ir pína árlega út úr æðakerfi „sjúklingSins," svo efnahags- lifið er með dauðamörkum fyrir slíkar blóðtökur. Það er talað um að tryggja sjómönnum sannvirði aflans með lágmarksverði, — og að útflutningsverzlunin skuli háð löggildingu ríkisstjórnar! — En á það er ekki minnzt einu orði að til þess að tryggja sjómönnum og útvegsmönnum sannvirði aflans styrkjalaust, Eysteinn Jónsson þá þarf að létta af útvegin- um öllum þeim ofurþunga, sem gróði olíuliringa, banka, yátryggingafélaga, skipafé- laga, fiskhringa, heildsala og annarra er á honum. — Það er ekki orð um þessa hluti, ekki orð um lægri vexti, ódýr- ari olíu eða annað slíkt. Af hverju ekki? Alþýðuflokkurinn greiddi þó atkvæði með tillögum Sósíal- istaflokksins á Alþingi um að láta gróðafélögin borga, en ekki alþýðuna. — En þegar Gylfi semur við Eystein, er strikað yfir allt slíkt. Af hverju ? Er það af því að gengis- lækkunin eigi að vera eina ráðið, en þessi hægri öfl komi sér • saman um að minnast ekki á hana fyrir kosningar, ef nokkur von eigi að vera til þess að fá að framkvæma hana eftir kosningar? Svo tala þeir um eftirlit með öllu verðlagi. Slíkt hefur Framsókn fellt, en er auðvit- að alltaf reiðubúin til að lofa því aftur eins og 1949,'— og svíkja það aftur eins og þá! Og svo kemur hið háfleyga stef nuskráratriði: „Stefnt skal að því að ekki þurfi að beita innflutningshöftum.“! Nú stendur í lögum, upp- hafi laga um „skipan innflutn- ingsmála o. s. frv.: „Stefna skal að því að gera allan inn- flutning til landsins frjáls- an."!! — Og hvernig lýsir Framsóknarbandalagið fram- kvæmd þessara laga hjá rík- isstjóm Framsóknar: „Þjóð- in býr við römmustu gjaldeyr- ishöft, þó frelsi sé í orði“ (inngangur Gylfaginningar)!! — Skyldu lögin haldin beturí annarri Framsóknarstjórn en þessari ? Og svo er klykkt út með „grundvallaratriðinu í efna- hagsmálunum: „Þjóðhagsáætlun skal samin árlega.“ Og hvernig skyldu þeir ætla að semja árlega þjóðhagsáætl- un og hafa aldrei hugmynd um magn innflutnings, — sem menn ekki hafa, ef hann er frjáls. Og engum, sem þekkir til áætlunarbúskapar, dettur í hug að takmarka áætlanir við eitt ár, heldur gera heildaráætlun til fjögra fimm ára, en minni áætlun ár- lega. — Hér áður vom í gildi lög um áætlanir fyrir eitt ár í senn, Framsókn nam þau lög úr gildi. En áætlanir um þjóðhagsbúskapinn til lengri tíma hafa flokkar "lifteðslu- bandalagsins fellt, þegar Sós- íalistaflokkurinn he<"ur flutt slíkar tillögur, þó slíkt væri einmitt uppistaðan í baráttu Alþýðuflokksins 1934—’37, fjögra ára áætlun þar. Efnahagsöngþveitið i land- inu verður annaðhvort levst á kostnað auðvalds eða alþvðu. Það veit hræðslubamle^v'ð, en það þorir ekki að se<via neitt um hvað það ætlar að gera — fyrir kosningar. — En Framsókn valdþ þann kostinn í vetur að leysa það til bráðabirgða á kostnað al- þýðu. — Verldn sýna viljann. Og hræðslutoandalagið in vrnli, þó hrætt sé, þora að seg.ja það fyrir kosningar, ef bað ætlaði að leysa öngþveitið á kostnað auðvaldsins. — En af því það hugsar sér geng- islækkun og kaupbindingu eft- ir kosningar — lausn á kostn- að alþýðu, — þá þegir það. — En þeir gleyma því að fólkið mun dæma þá eftfr verkunum. 0g svo koma „íramíarirnar'' „Fi’amfaraáætlunin“ hefst á þessum orðum: „í trausti þess að takast megi að ráða bót á vandamálum efnahags- lífsins eftir framangreindum leiðum.......“ Það eru þá helzt leið;rnar. Þora ekki að snerta við auð- valdinu, sem arðsýgur atvinnu lífið — og svo koma fram- farimar, — ja, hvílíkar framfarir! Við skulum taka nokkur dæmi um stórhugaijn og heil- indin: -k Svikararnir í land- helgismálunum ætla nú að halda við réttinn! í Gylfaginningu segir: — „Staðið verði fast á rétti ts- lendinga í landhelgismálinu og unnið að stækkun landhelg- innar við strendur landsins!" Fyrir Alþingi lágu í vetur tillögur um framkvæmd þess- ara mála. Það var Framsókn- arflokkurinn, sem með svika- samningum sínum og ihaldsins við brezka togaraauðvald'ð kom í veg fyrir samþykkt þessara tillagna. Fyrir liggur prentuð tillaga þingmanna Framsóknarflokksins um að vísa slíkum tillögum frá. Það var Framsóknarbanda- lagið, — Hermann og Harald- ur —, sem neituðu að mynda ríkisstjórn nú fyrir kosningar, til þess m. a. að framkvæma þetta mál. Framhald á 4. síðu. <-».U rf .

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.