Þjóðviljinn - 21.04.1956, Síða 12
Yffr 80% Islendinga lesa dagblöðfn
I Þar af lesa 98% innlendar og 83% erlend-
ar fréftir og 72% afmœli og eftirmœli
46% telja fréttir blaðanna betri eða jafngóðar útvarpsfréttum, en
44% telja útvarpsfréttirnar betri
Fyrir nokkru var skýrt frá nokkrum niðurstöðum^
skoðanakönnunarinnar íslenzku. Nú hefur stjórnandi
skoðanakönnunarinnar, Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur
látið blöðunum í té niðurstöður af svörum um lestur
blaða.
Fréttir, innlendar og erlendar, eru vinsælast lesefni og
nær % blaðalesenda lesa afmælis- og minningargreinar,
en aðeins rúmlega helmingur þeirra stjónmálaleiðara
blaðanna.
AUmargir sem spurðir voru
sjá ekki dagblöðin nema einu
sinni til tvisvar í viku vegna
strjálla póstgangna. 44% töldu
fréttir útvarpsins betri, en
fréttir dagblaðanna, aðallega
vegna þess að þær væru hlut-
Jausari, og sumir einnig nýrri.
23% töldu fréttir blaðanna betri,
sumir vegna þess að blöðin
flyttu nýrri fréttir en útvarpið,
og 23% töldu fréttir blaðanna
jafngóðar fréttum útvarpsins.
í júlí og ágúst 1955 var gerð
skoðanakönnun um land allt.
Könnun þessa gerði íslenzka
Gallup-stofnunin í samvinnu
og samráði við hina norsku
systurstofnun sína.
Um fimmtíu samstarfsmenn
stofnunarinnar heimsóttu um
eitt þúsund menn og konur 21
árs og eldri víðsvegar um land-
ið og lögðu fyrir þá ýmsar
spurningar.
Þar sem tölu þeirra er heim-
sóttir voru, var skipt í réttu
hlutfalli við tölu kjósenda í
'hverju kjördæmi, og einnig
að haft var rétt hlutfall milli
karla og kvenna, yngri og eldri
o. s. frv. má segja að þessi
hópur hafi verið smækkuð
mynd af íslenzku þjóðinni.
Sumar niðurstöður þessarar
könnunar hafa þegar verið birt-
ar í ,,Nýtt Helgafell" og í blöð-
unutn.
Hér fara á eftir niðurstöður
um lestur dagblaða o. fl.
1) Lesið þér nokkurn tíma
dagblöð ?
95 af hundraði svöruðu þess-
ari spurningu játandi en 5 af
hundraði neitandi.
2) Hversu oft lituð þér í dag-
blað í síðustu viku?
Þeir sem svöruðu fyrstu
spurningunni játandi voru því
Goð aðsokn að
Þjóðleikhiisinu
Þ.ióðleikluisstjóri skýrði frétta-
mönmun frá því í gær að ís-
landsklukkan hefði nú verið
sýnd 16 sinnum og nær alltaf
fyrir fullu luisi.
f gærkvöld var 23. sýning á
Manni og konu, og hefur það
leikrit verið ágæta vel sótt. í
kvöld er 5. sýning Vetrarferðar-
innar, og voru í gær horfur á
að uppselt mundi verða a sýn-
inguna, og eykst aðsókn að leikn-
um.
Næsta 'verkeí'ni leikhússins
verður svo Spádómurinn, eftir
Tryggva Sveinbjörnsson; en um
mánaðamótin !maí-,iúní verður
Káta ekkjan eftir Lehár frum-
sýnd. Aðathlutverkið syngur
sænska söngkonan Stina-Britt.a
Melander, eins og áður mun
hafa verið skýrt frá.
næst spurðir um hve oft þeir
lásu eða litu í dagblöð. Svör
þeirra skiptust þanni;
%
Sex sinnum á viku 81
fimm sinnum á viku 3
Þrisvar eða fjórum sinnum
á viku 6
Einu sinni eða tvisvar á viku 6
Las ekkert dagblað siðast-
liðna viku 4
Alls 100
3) Hvaða efni lesið þér helzt í
blöðunum?
Þeim, sem yfirleitt litu í blöð-
in, var því næst sýndur miði,
þar sem tilfært var efni blað-
anna frá leiðurum að teikni-
myndum. Því næst voru þeir
spurðir um hvert einstakt
blaðaefni og merkt við ,,já“ eða
,,nei“ eftir atvikum.
Sé nú raðað eftir því hvað
hinir aðspurðu helzt lásu, verð-
ur röðin þessi:
Framhald á 10. siðu.
Verkföll halda
áfram i Danmörk
Danskir sjómenn og bakarar
í núgbrauðsgerðunum í Kaup-
mannahöfn halda enn áfram
verkföllum sínum, enda þótt
þau hafi verið bönnuð með
lagasetningu. Gerðardómur fyr-
irskipaði bökurum í fyrradag
að hverfa aftur til vinnu og
dæmdi þá hvern um sig að
greiða 60 krónur til vinnuveit-
endasambandsins í sekt fyrir
ólöglegt verkfall, en enginn
þeirra hlýddi í gær áskorun
bakarasambandsins að taka aft-
ur upp vinnu. Verða þeir nú að
líkindum dæmdir í nýjar sekt-
ir.
Vordísin á baruadaginn. Sjá 3,
síðu. — Ljósm. Karl Magnússon.
þfðÐVUJtNN
Laugardagur 21. apríl 1956 — 21. árgangur — 90. tölublað
Dehler ræðst heiftarlega á
Adenauer á flokksþingi
Sakar hann um einræðishneigð og viljaleysii
til að vinna að sameiningu Þýzkalands
Dehler, formaöur Frjálsa lýð’ræðisflokksins vestur-þýzka,
réðst heiftarlega á Adenauer forsætisráðherra í ræðu á
þingi flokksins í Wúrzburg í gær.
Frjálsi lýðræðisflokkurinn
var til skamms tíma helzti
samstarfsflokkur Kristilega lýð-
ræðisflokksins, flokks Adenau-
ers, en sleit stjórnarsamstarf-
inu fyrir nokkrum mánuðum.
Ræða Dehlers á þinginu í gær
var samfelld árás á Adenauer,
einræðishneigð hans, getuleysi
og áhugaleysi um mesta hags-
munamál Þjóðverja, sameiningu
landshlutanna. Hún stóð i tvær
klukkustundir.
Taekifæri inisnotuð
Dehler bar m.a. á Adenauer,
að hann hefði svikið loforð sitt
Höfðu góðan afla
Togararnir fá nú ágætan afla
á Selvogsbanka. Jón forseti hef-
u* t.d. nýlandað hér og mun afli
hans ekki hafa verið undir 250
lestum.
Norðurlandstogararnir afla
einnig vel. Fréttaritari Þjóðvilj-
ans á Siglufirði símaði í gær að
Elliði landaði 300 lestum á
mánudaginn og Hafliði 350 lest-
um í fyrradag. Fór afli þeirra
til frystingar og herzlu nema dá-
lítið af ufsa, sem var saltaður.
Blóðugustu bardagar sem
háðir hafa verið í Alsír
Síðustu daga hafa verið háðir blóöugustu bardagar sem
um getur í stríðinu í Alsír og hafa nær þrjú hundruð
menn fallið í þeim.
Harðasti bardaginn var háð-
ur i fyrradag, nálægt borginni
Philippeville i austurhluta
landsins. Þar segjast Frakkar
hafa fellt á annað hundrað
skæruliða, en sjálfir aðeins
misst fáa menn.
I vesturhluta landsins réðst
hópur skæruliða á bifreiðalest
úr franska hernum og féllu
10 hermenn að sögn Frakka.
Liðsauki kom á vettvang og
urðu skæruliðar að láta undan
síga, en 48 þeirra féllu.
um að taka ekki upp stjórn-
málasamband við sovétstjórn-
ina fyrr en landið hefði verið
sameinað. En eftir að stjórn-
málasamband var komið á milli
Bönn og Moskva hefði hann
ekki notað neitt tækifæri sem
gefizt hefði til að taka -upp
beinar viðræður við sovétstjórn-
ina um sameiningu landsins.
Þannig hefði von Brentano
utanrikisráðherra ekki reynt að
ræða við Molotoff, utanrikis-
ráðherra Sovétrikjanna, á
fundinum í Genf s.l. haust.
Njósuarar og flugumenn
Þá sagði Dehler að Aden-
auer hefði sent njósnara á
fundi Frjálsa lýðræðisfiokksina
Framhald á 5. síðu.
Núþarfað ryðja
Siglufjarðarskarð
Siglufirði. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans
Síðustu dagana hefur verið
liér ágætt veður, þíðviðri og
rigning og tekið upp allan snjó
sem kom um daginn.
Það er því orðið tímabært
að hafizt verði handa um að
ryðja Siglufjarðarskarð, svo Sigl-
firðingar komist í samband við
þjóðvegakerfi landsins.
Ágætur fundur Alþýiubandalagsins
á Eskifirði si. miðvikudag
Alþýðubandalagiö hélt almennan fund á Eskifirði á
miðvikudaginn var. Framsögumaður var Lúövík Jósefs-
son alþm. Var aösókn að fundinum góð og undirtektir
fundarmanna ágætar.
í framsöguermdi sínu ræddi manna hvarvetna á Austfjörð-
Lúðvík Jósefssón um stofniin
Alþýðubandalagsins og stéfnu
þess og rakti stjórnmálavið-
horfið í dag. Voru undirtektir
fundarmanna ágætar, enda er
stofnun Alþýðubandalagsins al-
mennt fagnað um alla Aust-
firði.
Hinsvegar er almennt mikil
óáriægja meðal Alþýðuflokks-
um, með það að eiga nú að
kjósa Framsóknarflokkinn í
næstu kosningum.
TILKYNNT var í Kaupmanna-
höfn í gær að Damörk og Sovét-
ríkin mundu skiptast á kurteis-
isheimsóknum herskipa í haust,
í fyrsta sinn eftir októberbylt-
inguna.
Kvenfélag
sósíalista
Kvenfélag sósíalista held-
ur fiuid þriðjiidaginn 24. þ.m.
kl. 8.30 í Tjarnargft'hi 20.
Dagskrá:
A. Félagsinál.
B. Erindi uin friðarmál.
María Þorsteinsd.
C. Spiirningaþáttu r.
Kaffidrykkja.
Stjómin
U___________________
Þórir Daníelssoii
formaður Félags raflínumanna
Aðalfundur Félags
raflímimanna
Félag íslenzkra raflíriumanría
hélt aðalfund sinn á sumardag-
inn fyrsta. Formaður félagsins,
Þórir Daníelsson, ílutti skýrslu
um starfið á árinu. Reikningar
félagsins voru lagðir fram og
samþykktir.
Þá fór fram stjórnarkjör. For-
maður var endurkjörinn Þórir
Daníelsson, varaformaður Stefán
Jónsson, endurkjörinn, ritari
Loftur Magnússon, endurkjör-
inn, gjaldkeri Ásgeir Pétursson
og aðstoðargjaldkeri l£úðvík Da-
víðsson.