Þjóðviljinn - 04.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.05.1956, Blaðsíða 1
Föstndagur 4. maí 1956 — 21. árgangur — 100. tölublað 80832 1 Skrifstofa AlþýoubandalagslMfr £ Hafnarstræti 8 Iief ur nú ffeagft 15 nýtt símanúmer -til viðbótajE við nr. 6óS3 sem hún hafði á8» ur. Er það númer 8 0832. ^j Fcirci engcur lóðaúthlulanir iram fyrr en næsta haust? Mundruð manna híða eftlr léðaúthlutun —¦ en ehhert svæði tilhníið til hyggingar Ingi R. Helgason flutti eftirfarandi tillögu á bæjar- arstjórnarfundi í gær. • „Bœjarstiórn felur borgarstjóra og bœjarráöi að hraða sem mest úthlutun lóða, svo sumarið geti Jcomið að not- umfyrir pd semhug hafa á <Æ byggja á þessu ári". íhaldið vísaði tillögunni frá með 8 atkv. gegn 7. í framsöguræðu sagði Ingi m. a. á þessa leið: Vorið er komið og byggingartíminn byr j- áður. Þó iniiii tæplega nokkrum lóðum hafa veríð úthlutað enn á þessu ári. Lóðaumsóknir hrannast upp hundruðum sam- an óafgreiddar. Þetta skapar mjög mikla erfiðleika. Farí svo að úthlutun lóða fari ekki fram fyrr en undir haust fer bygg- ingartúninn forgörðum á þessu ári. Hveníer, herra borgarstjóri ? Borgarstjóri svaraði því að lóðum yrði úthlutað í Háloga- landshverfinu. (Skipulagsupp- dráttur af hverfinu lá frammi á bæjarstjórnarfundi seint vetur og þá ræddi borgarstjóri drjúgur um hve mörg þúsund manna gætu komizt fyrir í því hverfi). Jafnframt játaði borg arstjóri að enn stæði á verk- fræðilegri undirbúningsvinnu til þess að hægt væri að hefja byggingar þar. Gaf hann ekkert í skyn hvenær þeirri vinnu yrði. lokið, og mótmælti ekki með einu orði að það gæti dregizt fram undir haustið. Of seint — Of lítið Ingi kvað koma þarna fram hinn venjulega slóðaskap íhalds- ins, það byrjaði alltaf of seint á öllum hlutum. Kvað hann það verða að skoðast sem vanrækslu meirihlutans ef úthlutun lóða í Hálogalandshverfinu drægist fram eftir sumri. Borgarstjóri Flugvöllur gerður á Norðfirði? Neskaupstað. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Verkfræðingur frá flugmála- stjóra er nú að athuga möguleika til flugvallargerðar í Norðiirði, en brýn nauðsyn er á því að flugvöllur verði gerður hér því samgönguerfiðleikar eru miklir á vetrum, og mun varla nokkur bær eða þorp á landinu búa við jafhslæmar samgöngur. var óvenju hvimpinn. Kvað um- mæli Inga ásökun á bæjarverk- fræðing og starfsmenn hans og kvað minnihlutaflokkana fjand- samlega verkfræðingunum. Var það auðheyrt að borgarstjórinn hafði slæma samvizku og — áhyggjur þungar, af því að það eru kosningar framundan! 1 1 i j I 1 Ágœtur afli á Húsavík Húsavík. Frá fréttarit- ara Þjóðviljans Hér hefur verið ágætur afli, bæði á minni og stærri báta. Einn bátanna er var á vetrar- vertíð á Suðurlandi er kominn heim og byrjaður róðra héðan. Hefur hann sótt nokkuð langt og aflað ágætlega. Rauðmagaveiði hefur verið al- veg sérstaklega mikil í vor. Ilannibal Valdimarsson Einar Olgeirsson Almennur fundur Alþýðubandalags- ins á Sigluí iríi í dag f Alþýðubandalagið boðar tíl alnienns stjórnmálafundar á Sigiw- firði í dag. Verður fnndurinn haldinn í Nyja bíói o^ hefsft kl. 8.30 e.h. Á fundinum mæta alþingismennirnir Hamúbal Valdimarssom og Einar Olgeirsson og flytja framsöguræður um stjórnmálar- viðhorfið og alþingiskosningarnar. Fundurinn er opinn ölliun alþingiskjósendunv og er skorað & siglfirzka alþýðu að f jölmenna. Lögregluinnrás á bæjarsf jérnarfiind Lögreglumenn kunna þvi illa aS fá 0,67%] kauphœkkun þegar aSrir fáallf oð 12% Nær 30 manna hópur lögreglumanna uhdir forustu* Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns gerði „innrás" á fund bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær. Á dagskrá fundarins voru kjör lögreglumanna — og virtist þessi heimsókn koma bæjarfulltrúum nokkuð á óvart. Alfreð Gíslason Guðmundur J. Guðmundsson Almemtur st|órnmáláfundur á Sandi og í Ólafsvík n.k. laugardag og sunnudag Alþýðubandalagiö boðar til tveggja almennra stjórn- málafunda á Snæfellsnesi um næstu helgi. Verða fundirn- ir á Hellissandi og í Ólafsvík á laugardag og sunnudag. Fundurinn á Sandi hefst kl. 8.30 á laugardagskvöld en fundurinn í Ólafsvík kl. 2 á sunnudag. Framsögumaður um stjórnmálaviðhorfið og aiþingis- kosningarnar flytja Alfreð Gíslason læknir og Guðmund- ur J. Guðmundsson, starfsmaður Dagsbrúnar. Fundirnir eru að sjálfsögðu opnir fyrir alla kjósendur og er þess að vænta að Snæfellingar fiölmenni. Eitt af málum fundarins var fyrri umræða um „frumvarp að samþykkt um laun fastra starfsmanna Reykjavíkurbæjar", Frumvarp þetta var samið af nefnd er skipuð var fyrir nokkr- um árum og í áttu sæti 4 til- nefndir af bæjarráði, 4 frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur og 1 frá Lögreglumannafélagi Reykjavíkur. Nefndin skilaði frumvarpi sínu fyrir nokkrum dögum. Sérálit lögreglumannsins Fulltrúi lögreglumannanna skilaði séráliti. Segir hann þar að lögreglumenn felli sig ekki við það að vera sviptir því er bærinn hefur áður samið um að lögreglumenn hækki um 1 launaflokk eftir 10 ára þjónustu, en eigi eftirleiðis að fá svo- kallaða „persónuuppbót". Þá vilja lögreglumenn ekki hefja nú greiðslu 4% af launum sínum í Eftirlaunasjóð Reykjávíkur- bæjar, þar sem þeir hafa ekki þurft þess fram að þessu, og telja slíkt kjaraskerðingu. ! Eiga að fá 0,67% hækkun! f séráliti fulltrúa lögreglu- mannanna segir m.a.: „Að lokum vil ég leyfa mér að taka það fram, að við samanburð, sem ég hef ásamt skrifstofustjóra lög- reglustjórnar gert á launum lög- reglumanna í desember síðast- liðnum og iaunum þeim er í frumvarpi launanefndar er gert ráð fyrir í janúarmánuði síðast- liðnum, hefur komið í ljós að P^amhald á 3. síðu. Aflalaust í Vest- mannaeyjum } Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara ÞjóðviljanS. Afli er nú sama og enginn hér. Einstaka bátúr hefur fengið smá- vegis afla. Hefur fjöldi báta tekið upp netin og margir byrj- að aftur með línu. Er nú svip- aðast og þegar vertíð er alveg að Ijúka. Fjöldi aðkomumanna er þegar farinn heim. Ágætlega sóltwr og ánægjnlegur ¦ íundur á Sauðárkróki í fyrrakvöld Umiæður stóðu til kl. hálfþijú um ) nóttina ^ Fundur Alþýðubandalagsins á Sauðárkróki í fyrrakvcM var ágætlega sóttur. Fi*amsögumenn Alþýöubandalags- ins fengu hinar ágætustu undirtektir og almenn ánægja er með fundinn. i Fundurinn hófst kl. 10, sóttu hann 150 manns, en unnið var fram eftir kvöldi við fiskafla. Ræðum frummælenda, Hanni- bals Valdimarssonar forseta A. S.í. og Eðvarðs Sigurðssonar rit- ara Dagsbrúnar var ágætlega tekið af fundarmönnum. Hræðslubandalagið sendi á fundinn þá Magnús BjamasoK kennara, Konráð Þorsteinsson og Magnús Gíslason á Fi-osta- stöðum til að halda uppi vöm- um. Stóðu umræður til kl. hálf- þrjú um nóttina, en áheyrendur. sátu sem fastast. Er mikil á» nægja á Sauðárkróki með íuncE þennatí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.