Þjóðviljinn - 05.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.05.1956, Blaðsíða 6
Wm — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. maí 1956 pIQÐVlUlNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýöu — Sósialistaflokkurinn Oryggi Islauds |AÐ er kenning Sjálfstæðis- flokksins að það sé ekki mál íslendinga sjálfra hvort land þeirra eigi að vera her- saumið eða ekki, um það verði B.ð f jalla erlendir „sérfræðing- " ar" og dómi þeirra beri að liiíta. Og „sérfræðinga" þessa ¦ telur Sjálfstæðisflokkurínn . einmitt þá aðila sem hafa her- . aiiímið landið, herforingja Bandaríkjanna og Atlanzhafs- fcandalagsins! Þarf auðvitað engum getum að því að leiða fevað þeir aðilar segja, enda ¦ hafa þeir nú í frammi Bkipulagðan áróður, og má minna á ummæli Gruenthers i íaershöfðingja sera skýrt var frá hér í blaðinu í gær. ^AÐ er auðvitað þjóðhættu- leg landráðakenning að erlendir aðilar skuli hafa hús- ibóndavald um helgustu mál ís- lenzku þjóðarinnar. Það á við bótt finnanlegir væru einhverj- ir „hlutlausir sérfræðingar"; fevað þá þegar um er að ræða bandaríska stríðsmenn. Það ihefði verið hliðstætt kenningu áSjálfstæðisflokksins, ef því hefði verið haldið fram í sjálf- stæðisbaráttunni við Dani að áanskir sérfræðingar ættu að skera úr um það hvort íslend- ingum bæri fullveldi! TIERSTÖÐVAMÁLIÐ er ekki " flókið. Það er augljóst hverjum manni að hernám Bandaríkjanna tryggir íslend- ingum enga „vernd", enda hefur hernámsliðið ekki einu sinni haft tilburði til þess að halda slíkri kenningu fram í verki. Sérfræðingar Sjálfstæð- isflokksins hafa sjálfir játað að þeir líti á ísland sem árás- arstöð, og þarf þá ekki getum að því að leiða hver yrðu ör- lög íslands ef til átaka kæmi. Sjálfur framkvæmdastjóri Atlanzhafsbandalagsins, Is- may lávarður, hefur lýst yfir því hérlendis að engin vörn sé til gegn kjarnorkuvopnum í styrjöld. QÚ verrid er ein tiltæk að ^ koma í veg fyrir að styrj- öld skelli á, að stuðla að af- vopnun og friðsamlegum sam- skiptum allra þjóða heims. Is- lendingum ber að leggja fram allt sem þeir mega til að efla slíka þróun; með því wióti eru þeir einmitt að tryggja öryggi sitt. Ákvörðun . Alþingis um endurskoðun hernámssamn- ingsins og brottflutuing her- námsliðsins er í þágu friðar og sátta í heiminum, hún hefur vakið heimsathygli og fögnuð alþýðu manna. Reiði banda- rískra styrialdarseggja er að- eins ein sönnun þess að við er- um á réttri leið. Hvert fara 30 milljónirnar? Stórveldi sem seilist til á- hrifa og yfirráða hvar í iieimi sem það nær fótfestu, . hefur á undanförnum árum . fengið um 30 milljónir króna í . íslenzku fé til einhverra óút- J jskýrðrar starfsemi hér á - landi. Þetta eru greiðslur J Bem Bandaríkjastjórn áskildi 3 eér með Marshallsamningnum, - eem ríkisstjórn Bjarna Bene- - diktssonar, Eysteins Jónsson- J str og Stefáns Jóh. Stefáns- 1 eonar gerði. Féð hefur verið . greitt til ráðstöfunar banda- . ríska sendiráðinu í Reykjavik. Spurt hefur verið um það á . Alþingi til hvers þessum .' fjárfúlgum væri varið, aðeins . fengizt kafloðin svör, raunar -' einungis staðfesting á því að . tikisstjórnir Sjálfstæðisflokks- . ins og Framsóknar hafi sam- - Jkvæmt samningum og riflega - jrað afhent bandaríska sendi- . ráðinu þessar 30 milljónir. i ¥»ser staðreyndir koma mörm- . K. um í hug þegar bandarísk - Wöð taka að ræða það opin- . skáít, að reynandi væri að . Itafa áhrif á úrslitin í kosn- . ingunum á íslandi í sumar . Bnéð fjármunum. Ekki er . Stunnugt að utanríkisráðuneyt- . ið íslenzka hafi fundið ástæðu . til að mótmæla slíkum skrif- . <wn sem móðgun í garð ís- . tenzku þjóðarinnar. Sú hug- . gnynd bandarískra að hægt . amjuni að múta Islendingum til i að kjósa þá flokka sem flat- J^iJEstir liggja fyrir ásælni Bandaríkjanna er að sjálf- sögðu til komin vegna kynna af þeim sérstöku manntegund- um sem mest hafa lagt lag sitt við kanana. Hverjir það eru, hvaða flokkar eru í náð- inni hjá Bandaríkjastjórn, vita allir íslendingar. Og jafnvel víða um heim hefur flogið sú skilgreining að á Is- landi eigi bandaríska hernáms- Hðið ekki aðra umgangsvini en stjórnmálamenn hernáms- flokkanna og skækjur. Um leið og bandarísk blöð tala um 'hve æskilegt væri að hafa áhrif á úrslit kosn- inganna, segja þau berum orðum að auki „kommúnist- ar" ekki atkvæðamagn sitt í kosningunum, verði • ekki minnzt á brottför bandaríska hersins eftlr kosningar. Ann- að aðalblað Sjálfstæðisflokks- ins bergmálar trúlega í gær: „Kosningarnar snúast um það hvort eigi að auka áhrif kommúnista eða rýra þau". Hjá báðum, bandarískum stjórnarvöldum og mál- gagm' hins forherta. hernáms- flokks Sjálfstæðisflokksins, er sami óttinn við úrslit kosn- inganna í sumar. Það er ekki ótti við hræðslubandalag Haralds og Eysteins, heldur nagandi ótti um kosningasigur Alþýðubandalagsins í fullvissu þess að einungis sá sígur get- ur orðið til þess að láma í- haldið og losa þjóðiná. við' á- hrif hins bandaríska inútuliðs. Samkoma við sjukrabeð vanheils bandalass í gær komu utanríkisráðherr- •¦• ar ríkjanna í Atlanzhafs- bandalaginu saman á fund í París. Þessa fundar hefur ver- ið beðíð með meiri eftirvænt- ingu en annarra slíkra sem á undan eru gengnir. Veldur því atburðarás síðustu mánaða á alþjóðavettvangi. í hverju bandálagsríkinu af öðru hafa áhrifamenn lýst yfir að í- skyggilegra merkja um upp- lausn gæti innan bandalagsins. Bandalagsríkin Bretland. Grikkland og Tyrkland eigast illt vjð út af eynni Kýpur. Franska ríkisstjórnin hefur sent mestallt liðið sem hún lagði bandalagshernum til frá Evrópu til Alsír að berjast við sjálfstæðishreyfingu lands- manna. Grenehi, forseti ítalíu, og Mollet, forsætisráðherra Frakklands, hafa kveðið upp úr með þá skoðun að svona megi ekki lengur til ganga, ef A-bandalagsríkin breyti ekki um stefnu og starfshætti hljóti að reka að því að bandalagið grotni sundur. Gagnrýnin á bandalaginu er orðin svo hávær að ríkis- stjórn Bandaríkjanna, sem frá upphafi hefur ráðið mestu um starf þess og fyrirkomulag, hefur séð sig tilneydda að taka tillit til hennar, enda er sýnt að eitt af árásarefnum demó- krata á ríkisstjórn Eisenhow- •eirs i kosningabaráttunni sem nú fer í hönd verður að hún hafi leitt bandalagið í ógöng- ur. Bæði Eisenhower sjálfur og Dulles utanríkisráðherra hans hafa lýst yfir, að þeir telji tíma til kominn að A-bandalag- ið snúi sér að því af alvöru að sinna öðrum viðfangsefnum er hervæðingu. Nefna þeir einkum samstarf í efnahags- málum. Sú hugmynd kom fram að rétt væri að bandalagið tæki að sér að útbýta efna- hagsaðstoð aðildarrikjanna til annarra landa. Þar sást þó brátt 'sá annmarki á, að svo kynni að fara að ungu ríkin í Asiu, sem til skamms tíma voru nýlendur A-bandalags- ríkja, myndu þverneita að þiggja aðstoð fra slíkri stofn-. un og snúa sér til Sovétríkj- anna í staðinn. í fyrradag var svo skýrt frá því að þeir Dull- es og Lloyd, utanríkisráðherra Bretlands, hefðu orðið sam- mála um það í einkaviðræðum á undan ráðherrafundinum að misráðið væri að fela A-banda- laginu útbýtingu efnahagsað- stoðar. Er því enn með öllu óvíst hvaða fjörefnasprautur verða reyndar til að hleypa nýju lífi í hrörnaða linai þess- arar sjö ára gömlu stofnunar. WTervæðingin, sem A-banda- '** lagið hefur helgað alla krafta sína til þessa, hefur síð- ur en svo gengið að óskum og þar fara erfiðleikarnir síversn- arídi. Þess er áður getið að franski herinn er mestallmr kominn til Afríku. Önnur meg- mstoðin undir hernaðarmætti bandalagsins átti að vera vest> urþýzkur her, en hann hefur tafizt og tefst enn. Talið er að jafnvel þótt allt g'angi eins og í sögu úr þessu muni vestur- þýzkur herafli sem neinu nemi ekki vera til taks fyrr en árið 1960 í fyrsta lagi, en það er öðru nær en horfur séu á að vesturþýzka heryæðingin gang'i snurðulaust hér eftir. Stjórn- arandstaðan í Vestur-Þýzka- landi hefur snúizt öndverð við tillögu Adenauers forsætisráð- herra um almenna herskyldu og hálfrar millj. manna her, en >það er sú tala sem hann hefur heitið herstjórn A-banda- lagsins. Stjórnarandstæðingar og einnig margir stuðnings- Erlo-nd fíðindi ^ menn Adenauers telja frum- varp hans um 18 mánaða her- skyldu hreinustu fásinnu, á kjarnorkuöld eigi betur við fá- mennur fastaher þrautþjálf- aðra atvinnuhermanna 'studdur fjölmennu heimavarnarliði. Umræður um herskylduna eru nú að hefjast á þinginu í Bonn, og er búizt við að þær verði langar og harðar. Jafnvel þótt Adenauer vinni þá 'lotu er mál- ið ekki komið í höfn. Sósíal- demókratar hafá lýst yfir að ef þeir vinni þingkosningarnar næsta ár muni þeir ekki hika við að nema herskylduna aft- Úr úr lögum. Eru fylgismennl Adenauers mjög ragir við aðl ganga til kosninga þar sem herskyldan verður eitt helzta deilumálið. Adenauer situr við sinn keip eins og fyrr, þess gætir nú í fyrsta skípti að tök hans á Kristilega flokknum eru tek- in að linast. Á nýafstöðnu þingi flokksins í Stuttgart kom það skýrt í ljós að trú flokks- manna á handleiðslu hans er orðin veik. „í utanríkismálum var gamli maðurinn berlega í vörn", segir bandaríska frétta- tímaritið Time, í heftinu sem dagsett er 7. maí. „Stórfréttirn- ar frá Þýzkalandi eru þær, að þótt forsætisráðherrann sé enn æðsti maður flokks síns . og lands, fara yfirráð hans yf- ir báðum sífellt dvínandi. Þó að Adenauer forsætisráðherra sé enn á lífi er Adenauertíma- bilið að fjara út". Á flokks- þinginnu í Stuttgart gerðist það í fyrsta skipti að óbreyttir ¦ fulltrúar höfðu vilja Adenau- ers að engu. Þeir kusu flokkn- um tvo varaformenn gegn harðri andstöðu forsætisráð- herrans. Annar þeirra, Karl Arnold, er úr vinstra armi flokksins og fylgjandi sam- vinnu við sósíaldemókrata. Þróunin i stjórnmálum Vest- ur-Þýzkalands getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, því að það er nú orðið deg- ínurri ljósaira að það ef stefna Adenauers og Dullesar sem hindrar það að samskipti Vest- urveldanna og Sovétríkjanna brjóti sér nýjan farveg. EfJ;- ir fund æðstu manna fjórveld- anna í Gení' í fyrra fór Aden- auer í skyndi til Bandaríkj- anna og þar var fastmælum buridið að Vesturveldin skyldu ekki ljá máls á s.amkomulagi við Sovétríkin um neitt stórmál nema með því skilyrði að Þýzkaland yrði sameinað á þann hátt sem Adenauer vill. Hann hafði sagt fylgismönnum sínum, að þegar búið væri að hervæða Vestur-Þýzkaland myndi sovétstjórnin glúpna og ganga að öllum kröfum Vestur- veldanna, og þótt þegar væri sýnt að honum hafði skjátlazt hélt hann enn fast við þá -stefnu að Vesturveldin þyrftu ekki að -ganga til samninga við Sovétríkin, þau gætu sett þeim úrslitakosti. Stjórnir Bretlands og Frakklands veittu ákvörð- un Adenauers og; Eisenhow- ers samþykki sitt, þó með nokkrum semingi. Nú er komið í ljós, hvað það þýðir í raun og veru. Viðræður um afvopn- un hafa strandað á því að bandaríski fulltrúinn, Harold Stassen, hefur lýst yfir að stjórn sín taki ekki í mál að að semja um neitt sem afvopn- un geti heitíð nema hún hafi áður fengið fram vilja sinn í Þýzkalandsmálunum og fleiri ágreiningsmálum á alþjóðavett- vangi. A fstaða þessi mælist mjög •f* illa fyrir í Vestur-Evrópu. Mollet, forsætisráðherra Frakk- lands, hefur lýst yfir að hann Adenauer (t.h.) tekur á móti Dulles á flugvéllinum í Bonn. telji Vesturveldin stefna í ó> göngur með því að hafna öll- um afvopnunartillögum Sovét- ríkjanna, samningar um af- vopnun eigi að sitja í fyrir- rúmi fyrir lausn Þýzkalanda- málanna. Stjórnin í Bdnn varð ókvæða við þessa yfirlýsingu, von Brentano utanríkisráð- herra hótaði meira að segjá að vesturþýzka stjórnin myndi taka upp beina samninga við sovétstjórnina ef bandamenn hennar gengju á bak orðá sinna. Stjórnarvöldin í Vestur1- Þýzkalandi höfðu líka mjög ill- an bifur á för Búlganíns og Krústjoffs til Bretlands og við- ræðum þeirra við Eden og Framhald á 11, síðu j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.