Þjóðviljinn - 05.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.05.1956, Blaðsíða 7
lÆAigardagur 5. maí 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Sýning Þjóðleikhússins á Djúpinu bláu er einhver hin fegursta sem ég hef séð á sviði þess — ein þeirra sem slær mann djúpri þögn: lýk- ur upp þeim hurðum hjartans sem opnast inn. Sjaldan mundi hafa tekizt jafnágætlega og í sumum atriðum þessa leiks að skapa fullkomna veruleika- sýnd á sviðinu; það er ekki leikur, heldur líf og örlög og ævisaga. Tveimur mönnum fremur öðrum ber að þakka vegsemd sýningarinnar — leikstjóranum Baldvini Hall- dórssyni sem ræður fyrir blæ hennar og andrúmsiofti, og heldur öllum þráðum í hendi sér; leikkonunni Helgu Val- týsdóttur er af sannri innlif- un lyftir fremur flötu efni í hæðir harmleiksins. Einn skugga ber þó á sýninguna, Og get ég því síður bundizt orða um hann sem ljómi henn- ar að öðru leyti er meiri. Það er málið sem persónunum er lagt í munn ¦— þýðing leiksins. Þrír leikdómendur hafa lokið á hana lofsorði í umsögnum um leikinn. Sigurður Grímsson talaði í Morgunblaðinu um „á- gæta þýðingu Karls ísfelds". Loftur Guðmundsson sagði í Geðjón Benediktsson múrari sextugur í dag , Róbert Arnfinnsson og Helga Valtýsdóttir í hlutverkum sínum. Þýðingin á Djúpinu bláu Alþýðublaðinu að „þýðing Karis ísfelds fer vel í munni". Sveinni Skorri skrifaði í Tím- ann að þýðing Karls ísfelds bæri öll einkenni hans, „laun- Mminn (svo), rammíslenzk og létt i munni." Af þessum yfir- borðslegu umsögnum er ljóst að enginn þeirra þremenninga hefur séð ástæðu til að kynna sér þýðinguna af handriti þýðanda; og ætti þó staðgóð gagnrýni á því máli, sem okk- ur er flutt í „musteri íslenzkr- ar tungu", að sóma sér vel í vönduðum leikdómi. Umsagn- ir þremenninganna sýna sömu- leiðis að þeir vissu ekki hvað þeir voru að segja; eru það slæm svik við leikhúsgesti og blaðalesendur, sem taka mark á skrifum þeirra — og eiga að geta. treyst þeim um höf- uðatriði. Mér sýnist þýðingin í mörgum tilfellUm lítt munn- töm og jafnvel útlenzkuskot- in: hroðvirknisleg; og tel ekki eftir mér að finna þeim dómi Bokkurn stað. Tökum fyrst heiti leiksins: Pjúpið blátt. Það rekur rætur til setningar í 1. þætti, og Mjóðar hún svo í „endur- þýddri útgáfu" þýðanda: „Að minnsta kosti er það svo, að þegar Hel er á aðra hönd og djúpið blátt á hina, þá virðist djúpið blátt stundum mjög eeiðandi" (í flutningi leiksins hefur þó „hann", þ. e. djöfull- inn, leyst Hel af hólmi; og er 'það nokkur bót í máli). Djúp- ið blátt hlýtur hér að merkja dauðann, því setningin er svar Hesterar við því hversvegna" Mn freistaði sjálfsmorðs. Enska orðtakið „to be between the devil and the deep sea" jþýðir að vera milli tveggja elda; má geta sér til að það sé komið úr fornri þjóðsögu um mann sem djöfullinn hafi feróað af á sjávarhamri: mað- 'uri.an átti um það að velja að steypa sér í djúpið og' bjarga sál sinni i bana eða ganga í þjónustu djöfulsins og glata heiíl sinni. Ýms ís- Ienzk orðtök hafa mótazt með svipuðum hætti. En orðtök verða ekki þýdd orðrétt af einu máli á annað; ef ekki er til íslenzk hliðstæða við hið enska orðtak, hefði þýðanöi hlotið að smíða hana — og er Karl ísfeld vissulega maður til að ráða fram úr slíkum vanda. Tilsvarið er ekki skilj- anlegt eins og Hester.mælir það fram. Miller læknir segir í l.^þætti að nú fari hann ,,til morgun- verðarins" (I'm going back to my breakfast). Þannig talar enginn maður á Islandi, held- ur fara menn að borða. Yður hefur skilizt rétt, segir hann á öðrum stað. Það orðalag hef ég ekki heyrt, en menn segja stundum að það sé rétt skilið (hjá yður); í þessu sambandi hefði þó verið freistandi að segja að þér ættuð koilgátuna. í 1. þætti spyr Hester mann sinn hvort. Davíð sé ekki „rogginn núna, þegar hann er orðinn lögfræðingur." Þetta-er vitaskuld ágæt þýðing handa Morgunblaðinu, fer vel í munni á Alþýðublaðinu, er römm islenzka hjá Timanum; en einfalt fólk hefði þó spurt hvort maðurinn yæri ekki rogginn að vera orðinn lög- fræðingur. Og enn talar Hest- er í þessum þætti um „órök- studda tilfinningasemi." Á enskunni: illogical emotions; og er svo mikið víst að illog- ical þýðir ekkí jórökstuddur. í 2. þætti segir Jackie að hann ætti annars að fara að hverfa, en hann á við það að hann ætti að hypjasig. í sama þætti segir Sir William við Hester: „..þessi maður, sem þú segist elska, (er) þér bæði siðferðiiega og að gáfnafari mjög ósamboðinn." í frum- texta stendur „morally and ihtellectually" — tvö atviks- orð, tvær hliðstæður. Þær eiga að hefja tungutak þessa fág- aða Englendings, en fara for- görðum í þýðingunni; annars- vegar atviksorð (siðferðilega), hinsvegar forsetningarliður (að gáfnafari) — fremur subbuleg íslenzka. Þá finnst mér það fara illa 5 munni er Hester skipar manni sínum að vera ekki barnalegur. Vertu ekki með þennan barnaskap, segir maður að jaf naði. í sömu andránni segir hún við hann í upphrópunartóni: mér þykir þú vera glæsilegur! Það væri kynieg yfirlýsing eins og á stendur, jafnvel þó hún hefði við rök að styðjast; enda á hún raunverulega við það að hann sé vel búinn — eða fínn, eins og við segjum. Þeirri konu, sem talar um að Freddie fari á það, er varla mikil vorkunn að kalla hann fín- an. Eg gæti rakið þetta mál sjö- falt lengur: ónákvæma þýð- ingu, klúðrað tal, stirðbusa- legar setningar. Mér kemur enn í hug er Hester kveðst oft hafa lagt bréfið niður fyr- ir sér áður en hún skrifaði það, „og það hefur alltaf ver- ið yfir því svo mikil mælska og ró." Ösköp er þetta vand- ræðaleg íslenzka: það var mælska yfir bréfinu; auk þess er hlaupið á hundavaði yfir frumtextann: it (þ. e. bréfið) has always been most elo- quent and noble and comjos- ed. Einhver vildi kannski einn ig takast á hendur að telja hve oft persónur leiksins segja „Eg geri ráð fyrir-----" o. s frv. Það stendur fyrir I sup pose, I imagine, I expect, og kannski ennþá fleiri sagnir. Jafnvel þegar Hester þykir tal Framhald á 10. siðu Á þessum merkisdegi Guð- jóns Benediktssonar múrara, er hann fyllir 6. áratuginn; er ekki að ástæðulausu að minnzt sé á störf hans í Múr- arafélagi Reykjavíkur. Mun það fáum skyldara en mér, svo lengi sem við höfum starf- að saman í stjórn félagsins. Er Guðjón kom í Múrarafé- lagið fyrir nær aldarfjórðungi síðan lét hann þegar að sér kveða á félagsfundum, enda vel máli farinn, hafði tekið virkan þátt í verkalýðsbar- áttunni og m.a. átt sæti í hinni „rauðu" stjórn Dagsbrúnar. Á þeim árum átti félagið við alimikla erfiðleika að stríða og þær kjarabætur er þá höfðu unnizt runnu oft að mestu út í sandinn, vegna skipulagsleysis og félagslegs vanþroska stéttarinnar. Innan félagsins var þá háð hörð bar- átta fyrir breyttu skipulagi, er efldi félagsstarfið og bætti afkomu stéttarinnar. Guðjón Benediktsson tók virkan þátt í þeirri baráttu og vann síðan að því að byggja upp Múrarafélag Reykjavíkur, sem sveinafélag eftir skipt- ingu stéttarinnar 1933. Þrem- ur árum síðar var hann kos- inn formaður félagsins en hafði áður átt sæti í fulltrúa- ráði og í varastjórn. í sjö ár hefur hann gegnt formanns- störfum í félaginu, en auk þess starfað í stjórnum, sem ritari og gjaldkeri. Störf Guðjóns innan félags- ins hafa fyrst og fremst mót- azt af stéttarlegum áhuga, ein- beittum baráttuhug og af þeirri öruggu trú að samtökin gerðu stéttina sterka. Hefur starf hans vissulega orðið ár- angursríkt. Og er við félag- ar hans færum honum þakkir fyrir langt og mikið starf, finnum við líka til þess, að honum eigum við þakkarskuld að gjalda og mun starf hans þó meira metið er árin líða. Enda þótt Guðjón Bene- diktsson hafi Ietrað sínar rún- ir í sögu félagsins, sem hinn raunhæfi baráttumaður, er hans ekki síður að geta sem góðs og skemmtilegs félaga, er með hagmælsku og fyndni gaf okkur margar skemmtileg- ar vísur, sem við svo oft „í gamla daga" rauluðum á árs- hátíðum félagsins. — En hann á líka alvöru og lifsspeki í kveðskap sínum og með „Pánasöng múrara" hóf hann merki stéttarinnar hátt. S. G. S. Kæri vinur, Guðjón Bene- diktsson. Getur það verið, sem ég hefi heyrt að þú sért svona allt í einu kominn á sjötugs aldurinn. Og ég, sem hélt þig vera pilt á mínu reki, kannski 2—3 árum eldri. Eða er það svona langt síðan árið, sem þú varst í rauðu Dags- brúnarstjórninni, undir for- ystu Manga V., árið, sem ég sá fyrst þitt eldrauða höfuð. Jú, svo sannarlega, ef mis- munurinn á 26 og 56 er 30 og þú hefur verið þrítugur, þá er þetta tilfellið. Þrjátíu ár er vissulega ekki jafn lengi að liða í fylgd með Pétri og honum Páli, þótt báð- ir séu beztu strákar. Og nú rennur upp fyrir mér lausn gátunnar, eins og tungl í fyil- ingu: Það var svo gaman að vera í fylgd með Gauja Ben., á hverju sem gekk, að maður gleymdi að líta á klukkuna og gaf skít í almanakið. Það er því freistandi, gamli vinur, að minnast margra bjartra stunda, sem því miður er ekki unnt, sakir annríkis, nú fyrir kosningarnar. Og þó get ég ekki stillt mig. Manstu þegar við fórum aust- "ur yfir fjall á Helreiðinni með_ þeim bræðrum Bjössa og Lúlla, haustið 1931, til að boða byltinguna? Þið Bjöggi fóruð niður í tunnur á bílpall- inum og breidduð yfir ykkur ^egldúkinn, því kalt var í veðri.'En ég sat á fyrsta far- rými við hlið vagnstjórans sjaifs, af því að ég var þá nýkominn af berklahælinu og var fínn maður. — Manstu þegar framhjólin rúlluðu und- an bílskepnunni og við lögðum af stað undir myrkrið á heið- ina fótgangandi í átt til Kol- viðarhóls. Og þá var kveðið. — Manstu hvað við urðum Guðjón Benediktsson hreyknir og hissa þegar við í myrkrinu sáum bílljós og upp- götvuðum að þar var. komiii sjálf Helreiðin afturgengin á f jórum hjólum. Og þá var enn kveðið, ef ég man rétt. — Og veizlan hjá Bjögga, þegar komið var á áfangastað. Allir prímusarnir. Heita vatnið og skonrokið og kveðskapurinn í þér. •— Eða þegar bílstjórinn gat ekki skipt fyrir okkur hundraðkallinum og varð að líða okkur um fargjaldið. Manstu fundinn um kvöldið, niður við sjóinn, úthýsinguna og hina alþýðlegu gestrisni, sem við kynntumst á. þessari sömu nóttu. Og enn kvað Guðjón. : Manstu þegar við komum úf garnaslagnum, hvað þú út- málaðir það fyrir mér á heim- Ieiðinni, hvað þú værir óvenjú- lega liðugur í fötunum, en sú var raunin þegar heim kom, að af bakinu á jakkanum þin- ,um var ekki annað eftir en fóðrið. — Og þegar þú hafðir þvegið þér í framan og haft fataskipti, kvaddir þú konu þína og fórst svo með mér nm borð í Dettifoss gamla, scm þá var í þann veginn að leggjá af stað til. Vestmannaeyja. Manstu vökunóttina þá á 2. Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.