Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. maí 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Bandarískur prestur, grískur rithöfundur, kínverskur málari fengu Heimsfriðarverðlaunin Minning Irene Joliot-Curie heiðruð Dómnefndin sem úthlutar Heimsfriöarverölaununum kom saman í Stokkhólmi í síöasta mánuði þegar ráð Heimsfriöarhreyfing'arinnar sat þar á fundi. Úthlutaöi nefndin ver'ölaununum fyrir árið 1955. BandMríshur prestur rið messn í Meskra Verðlaunin voru að þessu sinni veitt þrem mönnura. Að auki ákvað dómnefndin að heiðra minningu vísindakonunn- ar Irene Joliot-Curie, sem lézt í vetur, en hún átti sæti í Heims- f riðarráðinu. Þeir sem verðlaunin hlutu að þessu sinni eru gríski rithöfund- urinn Nikos Kazantzakis, kín- verski málarinn Sjí Paisjí og bandaríski presturinn William Howard Melish. Heimsfriðar- verðlaunin eru veitt til að verð- launa frábært starf .í þágu friðar og vináttu þjóða á meðal. Verð- launin eru heiðursskjal, heiðurs- peningur úr gulli og fimm miiij- ón franskir frankar. Nefndur til Nóbels- verðlauna Skáldsögur gríska rithöfundar- ins Nikos Kazantzakis hafa síð- ustu árin fárið sigurför um Evrópu og Ameríku. Hann fæddist árið 1885 í Her- akleion á Krít. Hann nam lög í Aþenu og heimspeki í París. Eftir hann liggja bæði lýrísk kvæði og söguljóð, leikrit í búndnu máii, skáldsögur, heim- spekirit, ferðabækur og þýðing- ar sígildra verka heimsbók- menntanna á grísku. Frarn á siðustu ár var Kaz- antzakis mikill ferðalangur. Hann hefur komið til fiestra ■landa í Evrópu og Asíu. Nú býr hann í Antibes í Frakklandi. Yrkisefni sín hefur Kazantzak- is sótt í grískar fornbókmenntir, Biblíuna, sögu miðalda, frelsis- baráttu Grikkja og nútímann í Evrópu. Heimsfrægur varð Kazantzak- is fyrir skáldsöguna Grikkinn Zorba, sem kom út 1946 og þýdd hefur verið á fjölda mála. Zorba er grískt náttúrubarn, gæddur heiðnum frumkrafti og haldinn óseðjandi lífsþorsta. Hann ræðst í þjónústu brezks fornminjafræðings og hefur þau | áhrif á hann að sá brezki er áð- iur en hann veit af skriðinn úr | skel offágunar vesturevrópskrar i borgamenningar. Micliales höf- i uðsmaður og Gríska píslar- sagan nefnast nýrri skáldsöguri sem hafa aukið hróður Kazant- zakis víða ' um lönd. Sú fyrri ; fjallar um frelsisbaráttu Grikkja i gegn- Tyrkjum, sú síðari um á- ; tök látækrar alþýðu í grísku ! II1i.ee iioðar • . !' - |ný|a lierfCTÍI ! Her Suður-Kóreu mun áður en j langt um liður hefja lierferð I norður á ■ bóginn til að sam ; eina Jandið, sagði Syngman Rliee ; forseti í fyrstu frantboðsræðu i sinni fyrir forsetakosningarnar I; 5. nmí. Hann kvaðst hafa komizt að i þegjandi samkomulagi við ' Bandarík.iastjórn um lierferðina gegn Norður-Kóreu. þorpi og höfðingjanna sem hafa hana að féþúfu. Frakkinn Lou- is Daquin er að gera kvikmynd eftir þeirri sögu. „Rithöfundum má skipta í þrjá flokka“, sagði Kazantzakis nýlega í viðtali. „Sumir iýsa grotnandi heimi, skrifa um skelfilega hluti, blóðskömm, nauðganir og því um líkt. . . . Þá eru lífsflóttamennirnir, sem þrá iiðna tfma. Loks eru rithöf- undar, sem ieitast við að greina svipmót siðmenningar framtíðar- innar og reyna að skynja bygg- ingu komandi þjóðfélags. Þessi síðasti flokkur vekur áhuga minn“ Þeir sem grísku lesa telja Kazantzakis einn mesta stílsnill- ing sem nú ritar á því máli. Síð- ustu árin hefur hann verið í hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið verðugir að hljóta bók- menntaverðlaun Nóbéls. Má því vera að eins fari með hann og Laxness, sem hlaut fyrst Heims- friðarverðlaunin og síðan Nó- belsverðlaunin. Starfandi máíari á tíræðisaídri Aldursforseti kínverskra myndlistarmanna, málarinn Sjí Paísjí, fæddist árið 1861. Hann er kominn af bændaættum, Átta ára gamall gekk hann í skóla einn vetur en varð að hætta námi vegna fátæktar. Hann var kúasmali og tók að nema Wé- smíði, en allar tómstundir not- aði hann til að mála. Þá og til þessa dags hefur hann að hætti hinna miklu kínversku meist- ara málað náttúruna í kringum sig, iandslag, dýr, fiska, skor- kvikindí og blóm. Um tvítugt fór hann að verða kunnur fyr- ir málverk sin og tréskurðar- myndir, hann kynntist öðrum listamönnum og nam af þeim aðai kínverskrar málaralistar, að túlka innri anda hlutánna í | myndum sínum. Árið 1901 lagðí Sjí Paísjí af stað í átta ára ferðalag um Kína. Hann var sí- teiknandi og málandi og ferða- lagið þroskaði mjög list hans. Eftir að hafa ferðazt um hálft Kína settist Sjí Paísjí að í fæð- ingarbæ sínum. Hann ræktaði tré og blóm og fyllti hús sitt af fuglum og skordýrum til þess 'að geta skynjað betur anda þessara margvíslegu lífsfon'na. Um 1920 flutti hann til Peking og úr því fór frægð hans að berast til annarra Asíulanda, Evrópu og Ameríku. Þótt hann sé orðinn hálftíræður málar hann enn og er forseti sanibands kínverskra myndlistarmanna. Harðskeyttur prestur Séra William Howard Melish fæddist 1910 i hverfinu Brook- lyn í New York. Hann er prests- sonur og stundaði nám í Harv- ard og enska háskólanura Cam- bridge. Melish var vígður til prests- Sendinefnd frá Þjóðaráði kirlcjufélaga í B andaríkjunum var nýlega á ferð í Moskva. Rœddu bandarísku prestarnir við forustumenn kristinna trúarfélaga í Sovétríkjunum og kynntu sér kirkjulífið. Á myndinni sjást Bandaríkjamennirnir við guðspjónustu í kirkju í Moskva. skapar í biskupakirkjunni og þjónaði fyrst prestakalli i Cin- cinnati. Síðar gerðist hann að- stoðarprestur hjá föður sínum í Brooklyn og tók síðan við kalli hans. Árið 1943 tók hann þátt í að stofna félagsskap til að efla vináttutengsl milli Bandarikj- ánna og Sovétríkjanna og hefur setið í stjórn hans til þessa dags. Eftir að kalda stríðið hófst varð séra Melish fyrir miklu aðkasti fyrir starf sitt i þágu sovézKs- bandarísks vinfengis. Hann var kallaður fyrir óame- í'ísku nefndina og reynt var að æsa söfnuð lians gegn honum. Á safnaðamefndarfundi var samþykkt að afsegja séra Mel- ish. Biskupinn sem yfir hann var settur tók þá samþykkt til gréina og skipaði annan prest til að þjóna kirkju hans. Sá prestur átti að messa í fyrsta skipti í janúar í vetur. Fjand- menn séra Melish skiptu um lása á öllum . kirkjudyrum en fylgismenn hans brutu upp dymar og Melish var fyrir i kirkjunni þegar hinn presturimi séra Robert Thomas, kom. Mess- uðu báðir samtímis sinn frá hvoru altari og var stórum fjöl- mennari söfnuður umhverfis séra Melish,- Báðir tóku fólk til altaris, Um hádegið hófu báðir prestarnir að messa að nýju, en þegar hvor söfnuður tók að sjmgja sinn sálm, gafst séra Thomas upp og hætti. Síðan hef- ur séra Melish messað í kirkju sinni þrátt fyrir forboð biskups. í síðasta mánuði vann séra Melish og stuðningsmenn hans mikinn sigur, því dómstóll úr- skurðaði að safnaðarnefndar- fundurinn sem afsagði séra Mel- ish hefði verið ólöglegur, Nú standa fyrir dyrum kosningar í safnaðarnefnd og er stuðnings- mönnum séra Melish talinn sig- ur vis. Fyrra sunnudag lýsti séra Melish þvi yíir úr prédikunar- stólnum, að hann myndi veita viðtöku verðlaunum Heimsfrið- arhreyfingarinnar. ¥ið krýningu Nepa SraurSur skarni úr hesthúsi ©g húsi vændiskonu Fréttamemi og ljósmyndarar hafa í fyrsta sinn fylgzt meó' elztu helgisiðum sem við lýði era í heiminum og- viöhafðir voru við krýningu Nepalskonungs í síðustu viku. Mahendra konungur í Nepal er síðasti konungur sem situr að völdum í hindúaríki. Áflog meðan. á krýn- ingu stóð Krýningin fór fram í forgarði musteris þess í Katmandu, höf- uðborg Nepals, sem helgað er apaguðinum Iliinuman. Sam- kvæmt fornum átrúnaði er Mahendra guðinn Vishnu holdi klæddur. Þegar krýningarathöfnin stóð sem hæst urðu hershöfðingjar konungs, klæddir skarlatsskikkj- um og prýddir tignarmerkjum, að. snúa sér að þvi að skilja fréttaritara og blaðaljósmynd- ara, sem flugust á nokki-a metra frá hásætinu. Eftir forsögn stjiirnu- spámanna Áður en kóróna. feðra Mah- endra, sett eðalsteinum og marg- litum fjöðrum, var sett á höfuð honum var á hann roðið leir og skarni af fimmtán stöðum, meðal annars af fjallstindi, úr hesthúsi, fílabyrgi og húsi vænd- iskonu. Að viðhöfðum flóknum helgisiðum var stökkt á hann vatni úr öllum hinum helgu fljótum Indlands. Þegar krýningarskikkjan hafðí verið lögð á herðar konungi smurði hann fulltrúa fjögurra æðstu stétta hindúa með smjöri úr gullskál, mjólk úr silfurskál, ólekju úr koparskál og hun- angi úx . m.essingskál. Á þeirri stundu sem stjörnuspámenn höfðu reiknað út að væri heillarikust settist hann í há- sæti, sem stóð á feldum hlé- barða, Ijóns, tigrisdýrs, uxa og kattar. Fulltrúar fjórtán erlendre. ríkja voru viðstaddir krýni.ig- una. Fundur ráÉerra veldur von- riglum Blaðaummæli bera með ;-éi. að lítið þykir koma til áraag- ursins af fundi utanríkisráð- herra A-bandalagsins í París í síðustu viku. Einkum gætir ] sss í blöðum í Frakklandi og Vest- ur-Þýzkalandi að ráðherrai nip þykja hafa efnt illa fyrirheitiiK sem þeir gáfu um að blé.sið skyldi nýju lífi í bandalagið á' þessum fundi. Franska blaðiðí Cambat segir til dæmis, aö 1 jósíc sé að ráðherrarnir hafi ekki get- að komið sér saman um nei'ia r jákvæðar ráðstafanir. Die Welt, útbreiddasta blað Vestur« Þýzkalands, segir að ráðherr- arnir hafi brugðist öllum þeirré vonum sem þeir höfðu vakið hjá stuðningsmönnum bandalr gs- ins. Þeir hafi látið sér nægja að skipa nefnd og slá öllum á- kvörðunum á frest. Brcz.ka blaðið Maivchestev Guardais tekur mjög í sama streng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.