Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 7
Þriðjudagnr 8. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Kristján Jónsson, stýri- ímaðnr, var í'ulltröi s,jó- manna í Reykjavík og Hafn- arfirði í nefnd þeirri, er f jall- aði um uppsögn fiskverðs- samningsins er renna átti út 1. febr. sl. Allan janúarmánuð \ai‘ bátaflotinn stöðvaður vegna deilu útgerðarmanna og rík- isstjórnarinnar. Til að bát- arnir þyrftu ekki að stöðv- ast aftur sömdu sjómenn- írnir um miklu minni lnekk- un en þeir áttu réttmæta kröfu til. En aðeins nokkr- um dögum eftir að samið var, dundu hinar miklu álög- ur ríkisstjórnarinnar yfir og gerðu að engti þær litlu kjarabætur, sem samið hafði verið um. Óhætt mun að full- yrða að sjómenn hefðu ekki samþykkt fiskverðssamning- inn hefðu þeir ritað, hvað ríkisstjórnin var að brugga Að standet saman á kjördegi Kristján Jónsson þeim og öðrum launþegum. „I þessu speglast hið sífellda varnarstríð, sem sjómanna- stéttin og allur verkalýður stendur stöðugt í \úð ríkis- stjórn auðmanna“, . sagði Kristján í ræðu sinni í Hafn- arflrði 1. maí sl., og fer liér á eftir síðari hluti hennar. Ef verkalýðurinn hefði meirihluta á Alþingi, þyrftum við ekki að óttast að það sem áunnizt hefur í hinni almennu kjarabaráttu verði að engu gert með ráðstöfunum á Al- þingi. Þá hefðu náð framgangi þau mál, sém fulltrúar alþýð- unnar hafa flutt á þingi, svo sem vökulagafrumvarpið sem sósíalistar fluttu fyrst 1942. En fyrst eftir að sjómenn höfðu knúið það fram með þriggja mánaða verkfalli, var það nú í vetur samþykkt sem lög, en þó með þeirri skemmd, sem Hafnfirðingum er sérstak- lega kunnugt að gerð var á því í síðustn umræðum á Al- þingi. Þá má nefna atvinnu- leysistryggingar, sem sósíal- istar hafa síðastliðin 14 ár flutt frumvarp um á Alþingi, en það afl sem í verkalýðs- samtökunum býr knúði það fram með sex vikna verkfalli. Eiga sjómennekki eins mik- inn rétt á góðum eftirlaunum^ og hálaunaðir opinberir starfsmenn? Nú hefur Einar Olgeirsson. flutt á Alþingi frumvarp um lífeyrissjóð tog- arasjómanna. Ef þið hafið ekki öll kynnt ykkur þetta frumvarp, ættuð þið að gera það sem fyrst. Meirihluti •verkalýðsins á Alþingi hefði tryggt skjótan framgang þess- ara og margra annarra hags- munamála okkar án hinnar dýrkeyptu verkfallsbaráttu. Kjarabarátta með verkföllum er ávallt neyðarúrræði, sem verkalýðurinn hefur orðið að grípa til þegar ráðizt hefur verið á lífskjör hans. Með hverju árinu sem líður hefur auðstéttin orðið ósvífn- ari við að nota ríkisvaldið til að ná til sín arðinum af vinnu okkar sjómanna og annaiTa launþega. Við vitum það vel að þótt útgerðarfélög sýni taprekstur er raunverulega hagnaður af íitgerðinni, en auðvaldið með ríkisstjórnina sem tæki hefur komið því til leiðar að gróðinn sem sjávar- útvegurinn myndar lendir ekki hjá sjómönnum né bátunum <s> sjálfum, heldur hjá þeim, sem annast verkun og sölu á afl- anum, ýmsum milliliðum og afætustéttum í þjóðfélaginu. Olíufélögin raka saman gróða, sömuleiðis heildsalar og út- flutningshringarnir, svo að maður tali nú ekki um her- mangarana. Vöruskipafélögin hafa ágætan gróða, lánastarf- semi og öll okurstarfsemi blómgast méð afbrigðum vel. En við verðum að heyja stranga baráttu til að ná í okkar hlut einhverju af þeim verðmætum, sem við sköpum með vinnu okkar. Og nú á ekki að lái-a sér nægja að halda íyrír okkur sjómönnum okkar hlut i verðmætunum, heldur á að valda íslenzku þjóðinni 280 milljón króna gjaldeyristapi árlega með sölu togarafisks til Englands. Þeir sem standa að hinu alræmda samningamakki í Englandi, meta meira að græða sjálfir nokkrum millj- ónum meira en að verkafólk í sjávarplássum hafi atvinnu. Og nú eftir að hafnfirzk al- þýða hefur loks öðlazt að- stöðu til að eignast sitt eigið frystihús skilur hún vel, að löndunarbannið í Englandi kemur einungis í veg fyrir að gjaldeyrisbraskarar fái flutt hráefnið úr landinu óunnið og metur þvi makk þeirra Kjart- ans Thors, Lofts Bjarnasonar og Jóns Axels Péturssonar við sem skemmdarstarfsemi atvinnuöryggi bæjarbúa. > En skilningur vinnandi manna vex nú stöðugt á því að nauðsyn er að auðmönnum og þjónum þeirra sé vikið af þingi og sendir verði þangað í staðinn fulltrúar sameinaðs verkalýðs. Það er kjarabar- áttan í dag. Mynduð hefur verið sam- fylking vinnandi manna um stefnuskrá heildarsamtaka verkalýðsins. Eg vil ekki hér á þessum stað viðhafa þau orð, sem ein hæfa um þá, sem túlka þá fullyrðingu atvinnu- rekendavaldsins að verkalýðs- samtökin brjóti af sér með því að fylkja. launþegunum saman í hinni raunverulegu kjarabaráttu, kosningunum. I munni atvinnurekenda hefur kjarabaráttan alltaf verið ó- lögleg, og það hefur heldur ekki staðið á þjónum hennar að flytja þá túlkun. Verka- lýðurinn verður að standa eins vel saman og auðmenn- irnir standa saman innbyrðis og láta ekki bera árangur til- raunir þeirra til að halda verkalýðnum sundruðum. Nú má ekki slævast sá skilning- ur sem verkalýðurinn öðlast þegar hann sameinaður heyr harða verkfallsbaráttu eða þegar álögur ríkisstjórnar-; innar dynja yfir alþýðuheim- * ilin. Það er raunhæfasta, fljót- virkasta og sjálfsagðasta kjarabaráttan að standa sam- an á kjördegi. Afli hefur yfirleitt verið tregur það sem af er ver- tíðinni, og eru flestir línu- bátar að hætta veiðum en netabátar eru allir að veið- um enn. Nýr bátur hefur bætzt í flotann, Fákur, eigendur Einar Þorgilsson & Co. Hann býst nú á veiðar með net. Faxaborgin er nýkomin frá Danmörku með nýja vél, en þar hefur hún verið síðan í byrjun nóvember. Virðist mönnum það undar- leg vinnubrögð að senda bátinn til Danmerkur vegna verks, sem vel hefði mátt vinna hér. iinstaklmgsframtakið Hér á Hafnarfjarðarsíðunni hefur undanfarið verið þrá- sinnis bent á hver nauðsyn það er verkalýðnum að hann eigi sjálfur sín atvinnutæki. Jafnframt hefur verið rakin sú stefnubreyting, sem orðin er i Hafnarfirði í þá átt síðan sósíalistar fengu hlutdeild í stjórn bæjarins. í síðasta tbl. Hamars skrif- ar Bjarni Snæbjörnsson at- hyglisverða grein um þessi mál. Hann segir: „Verkamenn vita að það er ekki lakara að vinna hjá einkafyrirtækjum hér heldur en bænum eða fyr- irtækjum hans“. Hér sést Bjarna yfir, að það sem að- skilur einkarekstur frá opin- berum rekstri er, að einstak- lingum sem eiga atvinnutækin er frjálst að reka þau svo, sem þeir telja sig hafa mestan gróða af, þótt hagsmunir alls almennings kref jist annars. Skal nú minnzt á nýlegt dæmi þess hér í Hafnarfirði. Sl. sumar veiddu togararnir karfa fyrir frystihúsin hér, en þau gátu því aðeins tekið á móti aflanum að þau skiptu honum á milli sín er landað var úr hverjum togara. En þá taldi Ingólfur Flygenring sig græða meira á því að hafa einn bát á reknetum og taka afla hans til frystingar og neitaði að taka á móti karfa. Þetta varð til þess að togar- arnir gátu ekki losnað við aflann hér og urðu að sigla með hann úr bænum. Þannig missti fjöldi fólks í bænum vinnu, og dýrmæt atvinnu- tæki urðu ónotuð, vegna þess eins að Ingólfur Flygenring mat meir hugsanlegan gróða sinn en hag bæjarbúa. Þá minnast Hafnfirðingar þess, að í verkfallinu í fyrra sömdu bæjarfyrirtækin strax við verkamenn en atvinnurekend- ur einstaklingsframtaksins neituðu að semja, en voru ýmsir að burðast við verk- fallsbrot, og var Ing. Flygen- ring þar fremstur í flokki. Hafnfirðingar eru nú sem óðast að vakna til skilnings á því, hver skaði það er að skammsýnn einstaklingur skuli<$> hafa vald til að láta ófyrir- leitna gróðafíkn sína valda öllum bæjarbúum óbætanlegu tjóni. Hér er e. t. v. að finna skýringu á hinum ofboðslegu skrifum, sem öðru hverju birt- ast í Morgunblaðinu um „ógn- arstjórn í Hafnarfirði". Það virðist undra Bjarna mjög að arðrán skuli vera nefnt í sambandi við útgerð. Flestir vita þó að útgerðinni, sem skapar yfir 90% af út- flutningsverðmætunum, er haldið uppi með styrkjum frá ríkinu, einfaldlega vegna þess hve arðrænd hún er af ýmis- konar afætulýð. Ætti Bjarni að lesa með athygli ræðu sjó- mannsins sem birt er hér á síðunni, kynni hann þá að átta sig á hvers vegna hagur út- gerðarinnar er slíkur sem raun er á. Þá minnist Bjnrni á bátaútgerðina hér í bænum og félög þau sem bærinn legði fram allt að helming hluta- fjárins, og telur að ekki hafi menn nú mikinn gróða af því vafstri. Hörmung er að vita að sá maður sem bæjarstjórn hefur kosið sem sinn fulltrúa i þeim félögum skuli liafa svo lokuð augu fyrir því, hvernig einstakir menn nota þessi félög sér til hagnaðar. Allir bæjarbúar þekkja t. d. sambandið milli Bátafélagsins h.f. og útgerðar bátanna Haf- bjargar og Guðbjargar, og er það mál allt efni í aðra grein. Alþýðubandalagið helur opnað kosningaskrif- stofu í Hafnarfirði. Er hún í Skátaskálanum, sími 9521. Einar Gunnar Víðtæk og öflug kosningasamtök vinstri manna haía verið mynduð í Hafn- arfirði. Fjölmenn héiaðsnefnd Alþýðubandalagsins hefur ákveðið framboð, framkvæmdaneínd hefur verið skipuð, kosningaskrifstofa hefur þegar verið opnuð. Héraðsnefndin hyggst gefa út nokkur blöð fyrir kosningar. Hinn glæsi- legi funduir Aiþýðubahdalagsins sýndi að Hafnfirðingar hafa fullan hug á að íella frambjóðendur beggja ríkisstjórnaíflokkanna. ----- Framhald af 12. síðu. Einar Gunnar er fæddur í Reykjavík 10. júní 1926, for- eldar: Einar Kristjánsson bygg- ingai-meistari og Guðrún Guð- laugsdóttir, fyrrv. bæjarfull- trúi. Stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk ^stúdentsprófi 1946. Tók iög- fræðipróf frá Háskóla íslands 1952 og hefur síðan stundað málflutningsstörf í Reykjavík. Einar Gunnar Einarsson. hneygðist snemma að málstað sósíalisma og verkalýðshreyf- ingar og hefur gegnt ýmsiim trúnaðarstörfum í þágu sam- takanna. Hann á m.a. sæti í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.