Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 6
— ÞJŒ>VILJINN — Þriðjudagur 8 .maí 1956 ,1 4 PIÓÐVILJINN Útgefandi: SaméiningarflokJcur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn í þrælabúðum Eysteins fceir sem lesa Alþýðublaðið um þessar mundir — en 1 þeim fer nú ört fækkandi — verða varir við það að blaðið fer sér hægt um gagnrýni á Ætjórnmálaástandið eins og það hefur verið á undanförn- um árum. Einkanlega forðast blaðið að minnast á þær 250 milljóna króna álögur sem eamþykktar voru fyrir nokkr- um mánuðum, og eru þær þó ferskasta árás stjórnarvald- anna og sú sem daglega bitn- ar á almenningi í hækkuðu vöruverði. I stað þess að ræða þessi vandamál alþýðu manna fer megine^ni Alþýðublaðsins í árásir á Alþýðubandalagið og einkanlega þá Alþýðu- flokksmenn sem að því etanda, ekki sízt fvrrverandi formann Alþýðuflokksins og fyrrverandi ritstjóra Alþýðu- blaðsins. I |ögn Alþýðublaðsins um á- rásir stjórnarvaldanna á lífskjör almennings er auð- 1 skilin; það er ekki talið við- eigandi að nefna snöru í hengds manns húsi. Fram- eóknarflokkurinn hefur staðið að öllum þessum aðgerðum og hann hefur ekld beðið af- eökunar á einni einustu þeirra. *Með því að ráðast í hús- , anennskuna til Framsóknar hefur Alþýðuflokkurinn einn- ig tekið sína ábyrgð á þess- um ráðstöfunum, og ef hann reyndi að gagnrýna þær nú væri hann að löðrunga sjálfan sig. Þess vegna veit Alþýðu- blaðið ekki lengur að vöru- verð er sifellt að hækka vegna skattanna miklu sem sam- þykktir voru fyrir skemmstu — og hver veit nema Helga Sæmundssyni verði senn gert að verja þá ráðstöfun. k lþýðuflokkurinn er ekki ■**• lengur til sem sjálfstæð samtök. Hann býður fram í miklum minnihluta kjördæma og ætlast til að 2000 kjósend- ur sem greiddu honum at- kvæði sfðast styðji nú Fram- sókn! Vonir hans um að koma nokkrum manni á þing eru bundnar við það eitt að hon- um áskotnist nægilega mörg Framsóknaratkvæði í Reykja- vík. f rauninni má segja að forustumenn Alþýðuflokksins hafi verið hnepptir í þræla- búðir Eysteins og eigi þaðan ekki afturkvæmt. Því geta þeir ekki hlotið stuðning ann- arra kjósenda en þeirra sem treysta Eysteini til að hafa forsjá mála sinna og eru á- nægðir með þá stefnu sem hann hefur mótað í landsmál- unum undanfarin áratug. Nýjar baráttuaðferðir MORGUNBLADH) telur það hárrétt hjá Steingrími Steinþórssyni og Ólafi Bjöms- eyni að verkföll séu með öllu orðin úrelt baráttuaðferð. Ekki er þó Morgunblaðið þess 'umkomið að benda verka- omönnum á nýjar leiðir til að bæta kjör og a.uka réttindi al- . þýðufólks. Hins vegar bætti Steingrímur því við, að hvað ~ eem öðrum liði mættu verka- • lýðsfélögin ekki fara að skipta - eér af stjómmálum! SEENNILEGT er að ritstjór- ar Morgunblaðsins hugsi ■ sér framtíðarhlutskipti verka- lýðsfélaganna „samstarf að • lausn efnahagsmálanna" við . iþá Ólaf Thors, Eystein og . ikumpána, í líkingu við það sem . írúnaðarmaður Sjálfstæðis- . flokksins, Ólafur prófessor . Björnsson, lýsti í ræðu . éinni 1. maí, og birt var með . velþóknun í Morgunblaðinu. . Jíann víkur þar að stefnuyfir- . lýsingu Sjálfstæðisflokksins og . Framsóknar um vilja til sam- . Etarfs við alþýðusamtökin um . lausn efna.hagsvandamálanna, • en segir svo hvemig það sam- • etarf muni hugsað: / „¥*AÐ er út af fyrir sig eng- * in nýjung, að stjómar- . völdin hafi leitað meira og • minna samstarfs við stéttar- . eamtökin um slík efni. Það [ ibefur jafnvel verið stofnað til fjölmennra stéttaráðstefna í þessu skyni. En þá hefur það að jafnaði verið þannig að það sem rætt hefur verið á þeim vettvangi, hefur ekki ver- ið framkvæmd glæsilegra kosn ingaloforða, heldur hitt, hverj- ar hinna svonefndu óvinsælu ráðstafana, er að dómi stjórn- arvaldanna væri nauðsynlegt að gera, svo sem gengislækk- unar, kaupbindingar, tolla- og skattahækkana, liafta, o.s.frv. samtökin helzt gætu sætt sig við“. lyARNA er því lýst af manni * sem gjörkunnugur er inn- an dyra hjá Sjálfstæðisflokkn- um, hvem hlut sá flokkur ætl- ar verkalýðssamtökunum að lausn efnahagsvandamála, og er hér af óvenjulegri hrein- skilni mælt. YíORGUNiBLAÐINU mun /•’■*• ekki takast að sannfæra alþýðuna um að verkföll séu úrelt. Hitt hafa stjómir í- haldsins og Framsóknar sannfært fjölda verkamapna um, að verkfallsbaráttan sé ekki einhlít, meðan andstæð- ingar alþýðunnar hafa meiri- hluta á Alþingi. Þess vegna þjappa alþýðumenn sér saman og hyggjast beita kjörseðils- vopni í hagsmunabaráttu sinni í sumar, og mun afturhaldið verða áþreifanlega vart við á- rangurinn. Bréf tiS Ragnars Óiafssonar HÆSTARÉTTARLÖGMANNS frá Þórhergi ÞórSarsyrri Reykjavík, 1. maí 1956. Elskulegi kunningi! Þegar ég gekk úr skugga um það í gærkvöldi í Hver er maðuriiitt, að þú ættir fimmtugsafmæli næsta mið- vikudag, þá var eins og talað væri til min innan úr þögninni: Skrifaðu honum nokkrar lín- ur, og hafðu þær uppörvandi! En ég hef átt í ýmsu að snú- ast um þessar mundir, þar meðal leit að Merkúríusi, svo að afmælisdagurinn verður runninn í vikunnar skaut, þeg- ar seðillinnn berst þér í hend- ur. En það finnst mér skipta minnstu máli. Ég er vinur hins eilífa nús. Það er þá fyrst að ég vildi skjóta því að þér, að fara þar ekki að flestra dæmum að íaka þetta aldursmark mjög alvarlega. Því er sem sé þann veg farið, að méð sjötta tugnum, þessum umskiptinga- aldri, þegar menn fara að breytast úr náttúrumixtúru í kynlausa upplausn, þá geraSt á þeim ýms huggandi skyn- skipti. Um mig var það til dæmis svo, að þegar ég varð fimm- tugur, fannst mér ég vera kominn fram á grafarbakkann. Svo leið tíminn. Sól og tungl og stjörnur gengu sinn gang með sívaxandi hraða. Og ég varð sextugur. Þá fannst mér bilið milli mín og grafarinn- ar hafa lengst að góðum mun, og það hefur alltaí verið að lengjast síðan. Þetta er skxítið. En svona geníalt hefur Hinn mikli blekk- ingameistari gert sálir vorar úr garði. Og hans geníalitet stígur ekki þungt til jarðar og hreykir sér ekki hátt. Svo var annað, sem gerðist á mér á sextugsaldrinum. Allt fram á sextugt hafði mér aldrei tekizt að realísera mitt innra hylki laust við ytra hylkið. Þegar ég hugsaði mig dauðan, til dæmis, þá gat innra hylkið einhvemveginn aldrei komizt út úr líkkistunni eða upp ur gröfinni. Svo eitt var það með ytra hylkinu, þrátt fyrir það, að ég var 100% sannfærður um sjálfstæða til- veru. innra hylkisins. En þegar ég var 58' ára, þá kom það yfir mig allt í einu, að ég gat realíserað innra hylkið fullkomlega frjálst og laust við ytra hylkið og yfir gröf og utan kistu. Á þeirri stundu hætti dauðinn að vera dauði. Þessi skynjun hefur aldrei vikið frá mér síðan. Bara hún bili mig nú ekki, þegar mest á ríður. Þetta er máski merkilegasti atburður- inn i minu lítt merkilega lífi. Ég ætti að skrifa doktor Ste- fáni Einarssyni .þetta til við- bótar við endurfæðingaroll- una. Þó að þú sért í daufara lagi upp á innra hylkið, þá vona ég og óska, að þetta eigi eftir að koma yfir þig, þegar þú kemst á umskiptingaaldur- inn. Það losar mann við óþægi- lega tilfinningu. Þó að þetta bréf eigi að vera algerlega ópólitískt, þá get ég ekki stillt mig um að drepa að- eins á undrin úr austrinu. „Glæpir Stalíns“ eru nú á hvers manns vörum og hafa innblásið marga anfetamins- mælsku og tungutali, að ó- gleymdri hefndarlyginni og hefndargleðinni. Ekki veit ég, hvemig þau tíðindi hafa kom- ið við þig. En mörgum bræðr- um vorum í kommó hefur sigið óhugnanlega larður við söguna. Jóhannes viknar í sinni snjöllu grein og gerir þá játningu, að hann hafi fall- ið fram fyrir skökku goði. Ekki hefur þessi saga valdið neinni viknun og því um síð- ur komið af stað játningum í mínu hugskotsholi enn sem komið er. Ég gekk þess aldrei dulinn, að Stalín var maður, þó að hann að vísu væri mesti stjórnmálamaður sinnar tíðar, eins og Churchill komst að orði um hann á stríðsárunum. Og það hefur legið opið fyr- ir mér í nokkra áratugi, að alla menn geta hent hrasanir, meira að segja miklar hrasan- ir, allt þar til þeir hafa komizt gegnum þá miklu skynvillu, sem ég hef kallað persónuleika og Valtý virðist vera alveg fyrirmunað að botna upp eða niður í. Það er fyrst eftir þá skynvíkkun, að hrasanir eru eins óhugsanlegar eins og ef menn tækju upp á því að gelta eins og hundar, í staðinn fyr- ir að mæia á manna tungum. Hrasanir manna koma mér því aldrei á óvaxt. Og mikla menn henda stærri hrasanir en þá, sem litlir eru í andanum. Man nú enginn hrasanir post- ulans Páls, áður en hann brauzt gegnum sína skynvillu? Og mikljr tímar hafa ævinlega leitt af sér mikla glæpi. Það er Veraldarsagan. Eða hafa menn gleymt glæpum kristni- boðsins, siðabótarinnar, frönsku byltingarinnar? Og rússneska byltingin mun þegar tímar líða, vart rísa lægra í sögu mannkynsins en þessir heims- viðburðir. Annars vitum við fátt og flest óljóst að svo komnu um „glæpi Stalíns". Rússar eru ekki margorðir um þá í þeim málgögnum, sem vér höfum séð. Aðal söguberarnir eru vestantjalds-fréttaritarar og blaðamenn, einhver lægsta manntegund jarðarinnar. Og þeir hafa hvorki heyrt né séð ræðu Krústjoffs, sem er meg- inheimildin að „glæpafréttun- um“ Þess vegna mundi hyggi- legast að úthella sem minnstu málæði um þessa atburði, þangað til ræða Krústjoffs er komin fyrir almenningssjónir eða fengnar eru nánari skýrsl- ur um, hvað í henni stendur. Það er hægra að bæta við en taka aftur. En eitt stendur óhaggað, hvort sem „glæpir Stalínsí1 reynast stórir eða smáir: Ef það er rétt, sem andstæðing- ar rússnesku byltingarinnar hafa alltaf staðhæft, að Stalín hafi verið einvaldur á sinni stjórnartið, þá leiðir af því ó- umdeilanlega, að þeir verða að skrifa í hans reikning fyrst og fremst framfarirnar sem urðu i Ráðstjórnarríkjunum á með- an hann sat að völdum. En þær Hta þannig út á reikningn- um í stuttu máli: Hann um- breytti sínu frumstæða bænda- landi á fáum áratugum í ann- að háþróaðasta iðnaðarríki veraldar, lyfti sínum ólæsa lýð upp í hæðir fremstu menn- ingarþjóða, og bætti svo lífs- kjör síns fólks, að nú .eru orðin sambærilegi við afkomu manna í hinum betri löndum í vestrinu. Og þetta gerði „ein- valdurinn“ Stalín þrátt fyrir margra ára styrjaldir við glæpalýð, sem á land hans var sigað úr öllum áttum. Þetta er fyrir minni dóm- greind meginatriði þeirra tíð- inda, sem hafa verið að ger- ast í Ráðstjómarríkjunum, en ekki „glæpir Stalíns" Þegar þetta verður skilið til hlítar og virt sem vera ber, þá efast ég um, að „glæpir Stalíns“ rísi hátt í sögunni við hliðina á jafn einstæðu undri og með yfirsýn yfir glæpi annarra byltinga veraldarsögunnar. Og að börnum hafi þótt gott að hjúfra sig upp að Stalín, eins og Davies sendiherra Bandaríkjanna í Moskva segir í bók sinni Mission to Moscow, það verður mér skiljanlegt, þegar ég lít á það, að senni- lega hefur í engu landi heims verið gert eins mikið fyrir böm sem í Ráðstjórnarríkjun- um í stjórnartíð „einvaSdans“ Stalíns. Þetta eru staðreyndir, sem enginn vegur er að skáganga án þess að gera sig að sögu- falsara og ómerkum manni. En vel má vera þó, þrátt fyrir þessi afrek, að einhverr- ar bilunar hafi gætt í fari Stalíns með aldrinum og hann hafi gerzt tortrygginn úr hófi á menn og kringumstæður, og þar er honum manna dæmi. Svo hefur fleirum farið, serri lengi hafa átt í ströngu að stríða. Og um fáa mun það skiljanlegra, að eitthvað léti undan. Á þeim manni hafði mikið mætt um langa ævi. Á keisaratímunum hafði hann gengið gegnum miklar þreng- ingar, ærnar til þess að hver meðalmaður biði þeirra aldrei bætur. Og lengi eftir bylting- u.na, allt fram til síðustu heimsstyrj aldar, var þjóðskipu-^ lagið, hans æðsta lífshugsjón, umsetið af njósnurum, skemmdarverkamönnum, morð- ingjum og stríðsæsingahýcn- um. Á slíkum örlagatímum, þeg- ar loft allt er lævi blandið, hefur það margan hent að sjá óvini sitja víðar á fleti fyrir en rök voru til, og hafa látið leiðast til aðgerða, sem betur væru óframdar. Og svo ætti mönnum ekkí heldur að sjást yfir það, að Rússar voru frá uppliafi tím- Framhald á 10. síðu ;1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.