Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 9
RlTSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON tsms: Þríðjudagar 8. mai 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (S ALP«R UTANGARBS: Gróðaveffurinn C7 LcmdsMH kiremnamiia iéll vel samcm esi karEcdlðið ekki Hinn árlegi „landsleikur“ milli landsliðsins og „pressu- 3iðsins“ fór fram sl. föstudags- kvöld, og var það lokaþáttur á stuttu en ströngu keppnis- tímabili í handknattleiknum í vetur. Báðir voru leikirnir skemmti- legir þó nokkuð væri það sinn á hvern hátt. Landsliðið í kvennaflokki hafði í síðari hálf- leik mikla yfirburði, jafnvel meiri en búast hefði mátt við. 1 hálfleik stóðu leikar 12:8 fyrir landsliðið, en í síðari hálf- leiknum settu landsliðsstúlk- urnar 11 mörk og „pressan" 2. Það mátti sannarlega sjá á leik landsliðsins að þessar stúlkur voru ekki að leika saman fyrst þetta kvöld. Þær léku með meiri hraða og öryggi en ís- lenzkur kvennaflokkur hefur áður gert hér. Búa þær yfir töluvert: mikilli skaphörku, þó að Sigríður Lúthersdóttir sé þar í sérflokki. Stúlkur þessar hafa þegar fengið mikið úthald og þegar maður hefúr það í huga að þær eiga eftir hálfan annan mánuð að keppa fyrir bæ sinn og land á erlendri grund, ætti þetta að ’batna enn til mikiila muna. Virðist hér vel að verki staðið og gaf leikur þessi nokkrar vonir um að stúlkurnar ættu að geta staðið sig forsvaran- lega. Landslið karlanna féll ekki eins vel saman og má e.t.v. kenna það samæfinga-rleysi, en það gekk jafnt yfir bæði liðin. „Pressuliðið“ náði aftur á móti. oft verulega léttum samleik, sem ruglaði landsiiðið í ríminu. Einstaklingar landsliðsins voru margir góðir, skotharðir og sterkir, en þeir áttu erfitt með að brjóta sér braut inn á línu og skjóta þaðam, og skutu þvl í ótíma án árangurs. Fyrri hálf- leikurinn var ójafnari hvað mörk snertir, endaði hann 18: 13 fyrir „pressima" en siðari 13:12. í raun og veru er marka- munurinn ekki eins mikill og munur liðanna i leiknum sjálf- um. Eins og geta handknattleiks- manna er i dag, má segja að 15—20 þeirra komi til greina þegar velja á landslið. Það er því ekki vandalaust að velja þá' 10 útvöldu, og satt að segja' vorum við heppin að landsleik-1 ur þessi skyldi ekki vera al-' vöru landsleikur, því eftir á' hefði verið fullyrt að liægt' hefði verið að velja sterkara' lið, og ugglaust munu margir' hafa talið sig hafa un fyrir því að svo í þessum leik. f alvöru leik( hefði hver og einn orðið að eta^ úr poka sínum og enginn getað, sannað neitt. Þessi leikur er því góður< skóli fyrir þær nefndir, sem< velja landslið í framtíðinni. nunu margir \ fengið sönn- l o hafi verið, % omnokkuð á óvart Lið KR : Heimir Guðjónsson, Hreiðar Ársælsson, Ölafur Gislason, Hörður Felixson, Hörður Ósk- arsson, Sverrir Kærnested, Reynir Þórðarson, Sigurður Bcrgsson, Grétar Jónsson, Gunnar Guðmannsson og Atli Helgason. Lið Vals var skipað sömu mönnum og móti Fram, nema Sigurður Sigurðsson lék í stað Páls Aronssonai’ sem vinstri út- herji. Til að byrja með var leikur Her?nes-stúlknaflokkurinn sœnski er talinn einn bezti fim- leik&flbkkur heims. Hér er mynd af einni stúlknanna. þessi fremur tilþrifalítill. Send- ingar ónákvæmar og nokkuð tO- vil janakenndar, og einsog mönn- um gengi illa að finna. hvern annan. KR-ingar voru ágangs- samir til að byrja með og skutu nokbrum skotum á og utanvið mark Vals. Voru þau þó ekki hæítuleg. Valsmenn voru ekki< eins oft við mark KR en samt .< tókst þeim í tvö skipti að skapa sér svokölluð opin tækifæri, < fyrst Hilmar og nokkru síðar< Gunnar Gunnarsson, en bæði þessi dauðafæri voru herfilega misnotuð. -Smátt og smátt fóru Valsmenn að finna hvern ann- an og leikur þeirra fór að verða virkari. Spyrnurnar urðu styttri og meiri hreyfing á hverjum einstökum. Varð það' lykill að samleik, sem við og við kom fram hjá liðinu. Ár- angur af þessum samleik kom á 28. mín. Knötturinn gengur' fram völliim vinstra megin, Sigurður fær hann og sendir til Hilmars, sem hafði staðsett sig' vel ög skorar. Hinn ungi mark- mnður KR hefði átt að lilaupa fram og gera tilraun til þess að toka markinu. í síðari hálfleik gerðu KR- itlgar tilraunir til þess að jafna og áttu nokkur’nærgöngul skot. Ekki voni þessar aðgerðir þó með hnitmiðuðum samleik, heldur fremur með löngum sendingum og nokkrum krafti, og þó saknaði maður KR-krafts- ins, þegar mikið er í húfi. Val- ur hafði því forustu um sam- leikinn. Grétar Jónsson átti skot í stöng og á 23. mín. átti Gunnar Guðmannsson ágætt skot aðeins ofan við þverslá og litlu síðar gekk lmötturinn milli fjögurra maima og endaði það með skoti frá Sigurði Bergssyni er fór yfir þverslá. Ennfremur átti Atli gott skot á markið, en hinn ungi markmaður Vals bjargaði meistaralega í horn. Framhald á 4. siðu. 79. d&gur ^ Þaö var ekki með reiði heldur öllu fremur sársauka- fullri furöu aö Dáni snerist við og leit uppá þessa glens- miklu fulltrúa. heimsmenníngarinnar. Maöur sem ævin- lega er reiðubúinn aö bera í bætifláka fyrir aóra og legg* ur sig í líma til þess aö gera skyldu sína, jafnvel fram- yfir getu, á erfitt meö aö ætla öörum þá fúlmennsku aö sparka í rassinn á gömlum manni alsaklausum. Og þeg- ar um er aö ræöa þá menn sem hann hefur nánast tignaö og taliö sig standa í óborganlegri þakkarskuld viö fyrir aö foröa honum frá sveit, verður slíkt áfall einsog reiðarslag. Höggiö sjálft meö sínum þjáníngarfullu af- leiöíngum er næsta meinlaus tilkenníng áviö þann sárs- auka sem það veldur aö horfa uppá þá bregöast honurn, sem hann heíur trúað á af allri þeirri hollustu og trú- mennsku sem honum er eiginleg. Og ofaná allt annað draga þessir menn dár aö’ þjáníngum hans. Þaö hlaut aö vera dýrleg skemmtun aö sjá þennan litla, teerðai mann standa í keing af kvölum og meö blóötauma niöur- úr nösunum, því þeir létu sér ekki nægja aö hlryja venjulegum hlátri, þeir blátt áfram öskruöu af kæti. Og kannski var þaö öllu frekar hláturinn en höggiö sem varð orsök þess aö Dáni funaöi alltíeinu upp. Já, hlæiö þiö bara, bannsett skoffínin ykkar! sagði hann titrandi gamalmennisrödd og steytti hnefann framaní þessa brosgleiöu valdsmenn heimsmenníng- arinnar. ÞaÖ eru aöeins ótuktir og lánleysíngjar sem gera sér leik aö því, aö níöast á gamalmennum. Þiö þurf- ið ekki aö halda aö þiö getiö kennt mér aö gánga, þvl þaö læröi ég laungu á undan ykkur. Og ég get sagt ykk- ur þaö í fullri alvöru, aö ég læt ekki oftar sparka í rass- inn á mér fyrir að' leika allskyns hundakúnstir han.dá ykkur til að hlæja aö. Það getið þiö gert sjálfir héreftir, bölvuö kaplafylin ykkar. Já, hlæiö þiö bara. En sá hlær best sem síöast hlær. '< Þegar Dáni hafði hellt úr mestu skálum reiöi sinnar yfir Iærifeöur sína og velgerðamenn, sneri hann við þeim baki og hökti burt í áttina til vinnustaöar síns, því haldbesta meöaliö viö þeim sársauka sem nísti hold hans og anda var aö vinna. En þó hann hætti aö finná til veröur hann aldrei samur maður eftir. Honum fer nán- ast einsog sanntrúúöum manni, sem alltíeinu hlýtur aÖ horfast í augu viö þá staöreynd aö sá guð sem henn trúöi á og tilbaö er einginn guö heldur loddari sem hefir haft hann aö ginníngarfífli. Og þegar ein? úa haldreipi mannsins í lífinu slitnar veröur þaö aldref hnýtt aftur svo traust sé aö._ Hláturinn stirönaði skyndiiega á andlitum foríngj- anna viö heitíngar Dána, þó þeir væru ílla að sér i túngu innfæddra. Auk þess bryddi á grunsamlegu e >;a- •Ieysi í rööum gaungumanna. svo frekaiT. gamans' mf varö að bíöa betri tíma. Forínginn hrein fyrirskipp úr sínar að nýju, en fáir sýndu sig í því aö taka vinstri fót Nauðungðruppboð veröur haldið hjá Áhaldahúsi bæjarins við Skúla- tún hér i bænum eftir kröfu tollstjórans í Reykja- vík, bæjargjaldkerans í Reykjavík o.fl. miðviku- dagimi 9. maí n.k. kl. 1.30 e.h. Seldar verða eftir- taldar bifreiöar: R-958, R-1909, R-2057, R-2242, R-3096, R-4475. R-4649, R-4766, R-4893, R-5452, R-5724, R-6279, R-6362, R-7097, R-7642, R-8150 og R-8589. Greiösla fari fram viö hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavik. iee«eS8B8eSBeeseB8S5S83BESSiJISSSSSSSS!fBBS8e*SS589aS9eS9«558S2S5elSe23Seí3B5-5Mes5S5B5a5e3«CSe229

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.