Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.05.1956, Blaðsíða 12
jRLfvopsmn gerði út af við A-bcmclalagið segír aðstoðarutanríkisráðherra Breta Veruleg afvopnun nú þegar myndi kippa fótunum und- an A-bandalaginu, sagð’i Anthony Nutting, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bretlands, í gær. Nutting var að svara fyrir- spurnum brezkra þingmanna, sem risu af viðtali sem Andrei Gromikó, fulltrúi Sovétríkjanna í afvopnunarnefnd SÞ, átti við fréttastofuna Tass á laugar- daginn. Gromiko sagði, að fundir nefndarinnar i London hefðu engan raunhæfan árangur borið vegna þess að Vesturveldin íhlypu frá sínum eigin tillögum jafnóðum og Sovétríkin féllust á þær. í fyrra hefðu fulltrúar Bretlands og Frakklands til dæmis lagt til að ákveðið yrði ■að iBandaríkin, Kína og Sovét- ríkin fækkuðu mönnum undir vopnnm niður í hálfa aðra milljón hvert, Bretland og Frakkland niður í 650.000 og önnur ríki þaðanaf meira. Nú hefðu Sovétríkin fallizt á þessa tillögu, en þá höfnuðu Vestur- veldin henni, og segðu að ekki væri hægt að semja um neina verulega fækkun í herjum fyrr en samizt hefði um Þýzkalands- málin og önnur slík deilumál, Nutting, sem situr í afvopn- unarnefndinni af Bretlands hálfu, viðurkenndi að Vestur- veldin hefðu ekki viljað ljá máls á verulegri fækkun í herjúm að óbreyttum aðstæðum. Þau teldu ha.na ekki geta átt sér stað fyrr en samizt hefði um öll helz’tu deilumál stórveld- anna. Ástæðan væri að ef Bandaríkin fækkuðu mönnum undir vopnum niður í hálfa aðra milljón væru þau ekki lengur fær um að standa við skuld- Sjómannasamband Danmerkur hefur samið við atvinnurekendur um greiðslu milljón króna sekt- ar. sem sambandið var dæmt í þegar sjómenn héldu áfram verkfalti sem dæmt hafði verið ólöglegt. Verða 100.000 krónur greiddar á mánuði. Lagt verður 15 króna aukagjald á hvern fé- lagsbundinn sjómann mánaðar- lega í 16 mánuði til að standa straum af greiðslu sektarfjárins. bindingar sínar gagnvart Evrópuríkjunum í A-bandalag- inu. Hernaðarkerfi bandalagsins hlyti 'þá að hrynja í rúst. Slíkt myndu Vesturveldin aldrei sam- þykkja. Ágætur fundur á Dalvík Alþýðubandalagið liélt alnienn- an fund á Dalvík s.l. laugar- dagskvöld. Fundnin sóttu um 60 manns en þá um kvöldið voru margir í róðrum. Framsögumenn voru Hannibal Valdimarsson forseti A.'S;I. og Þorsteinn Jónatans- son varaform. Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar. Var máli þeirra ágætlega tekið. Kristinn Jónsson á Dalvík flutti ágæta ræðu með Alþýðubandalaginu 4 fundinum. Einar Gunnar Einarsson írambjóðandi Alþýðu- bandalagsins í Vesiur- Skaftafellssýslu Héraðsnefud Alþýðubanda- lagsins í Vestur-Skaftafells- sýslu hefur ákveðið að Einar Gunnar Einarsson héraðsdóms- lögmaður verði frambjóðandi Alþýðubandalagsins í sýslunni við Alþingiskosningarnar 24. júní n.k. Framhald á 7. síðu. Viðskiptasamkomulag við Svía Hinn 4. maí 1956 var undirritað í Stokkhólmi samkomu- lag um viðskipti milli íslands og Svíþjóðar á tímabilinu 1. apríl 1956 til 31. marz 1957. Er það samhljóða við- skiptasamkomulagi landanna frá 3. júní 1955, sem féll úr gildi hinn 31. marz þ.á. Sænsk stjórnarvöld munu leyfa innflutning á saltsíld, kryddsíld og sykursaltaðri síld frá íslandi á samningstíman- um og innflutningur á öðrum íslenzkum afurðum verður leyfður á sama hátt og áður hefur tíðkazt. Innflutningur sænskra vara verður leyfður á Islandi með tilliti til þess hversu útflutningur verður mikill á íslenzkum vörum til Svíþjóðar, og með hliðsjón af venjulegum útflutningshags- munum Svíþjóðar. Viðskiptasamkomulagið und- irritaði fyrir Islands hönd Magnús V. Magnússon, sendi- herra og fyrir hönd Svíþjóðar * Fcrfuglar undirbúa reiðhjóla- ferðir um Skotland Um þessar mundir vinna Farfuglar að undirbúningi ferðalaga um Skotland í sumar og þátttöku í alþjóðamóti Farfugla sem haldið verður 1 Edinborg 9. til 13. ágúst. Farnar verða tvær ferðir; hefst hin fyrri 21. júlí, en hin seinna 4. ágúst. Verður farið með Gullfossi til Edinborgar í David Oistrak í kvikmynd Húsmæðradeild MlB hefur kvikmyndasýningu í kvöld kl. 9 stundvíslega í lesstofunni Þingholtsstræti 23. I myndinni koma fram ýmsir frægir sovézlör listamenn, þar á meðal fiðlusnillingurinn Da- vid Oistrak. Þess er vænzt að félagskonur mæti vel á þessum síðasta fundi starfsársins og taki með sér gesti. Aðrir MÍR-félagar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. báðar ferðirnar. Þaðan verður ferðazt á reiðhjóli um landið, meðal annars um Hálöndin, og dvalizt verður í skála sem skozkir Farfuglar eiga við hið fræga og fagra vatn Loch Lom- ond. Komið verður heim úr fyrri ferðinni 16. ágúst, en úr hinni seinni 30. ágúst. Á alþjóðamótinu í Edinborg, þar sem báðir hóparnir koma saman, verður margt til skemmtunar; ennfremur verður tækifæri til að skoða hina fögru Edinborg. Gert er ráð fyrir miklu fjölmenni á mótið. Farfuglar hafa ekki enn opn- að skrifstofu sína í Reykjavík, en fyrst um sinn veitir Helga Þórarinsdóttir, Haðarstíg 10, sími 3614, allar upplýsingar ura ferðir þessar. Östen herra. Unden, utanríkisráð- Telpa viðbeins- brotnar Rétt fyrir hádegi í gær varð það slys á gatnamótum Holta- vegar og Suðurlandsbrautar að lítil telpa varð fyrir sendibíl og viðbeinsbrotnaði. Telpan heitir Erla Einarsdóttir og á heima í Breiðagerði 19. Slrætisvagnar Akureyrar Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Strætisvagnaferðir liel'jast hér aftur um miðja vikuna á vegum nýs strætisvagnafélags. Norðurleið hélt uppi strætis- vagnaferðum í vetur og fram til 1. maí, en þá voru samning- ar útrunnir. Nýja strætisvagna- félagið heldur uppi ferðum með tveim gömlum vögnum, en von er á nýjum dísilvagni frá Sví- þjóð í næsta mánuði. Tító í París •* Tító, forseti Júgóslavíu, kom til Parísar í gær í opinbera heimsókn í boði forseta, Frakk- lands. 1 dag hefjast viðræður milli hans, Popovich utanríkis- ráðherra og forsætis- og utan- ríkisráðherra Frakklands. Áður en Tító kom voru allir landflótta Júgóslavar í Frakk- landi teknir höndum og fluttir til eyjarinnar Korsíku. Er frönskum yfirvöldum enn i fersku minni að Króati nokkur skaut Alexander Júgóslaviu- konung til bana þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakk- landi árið 1934. FHMIVUHNII Þriðjudagur 8. maí 1956 — 21. árgangur — 103. tölublað Ágætir fundir Alþýðubandalagsifis á SnæfeUsnesi ui helgina Alþýðubandalagið hélt ágætan fund á Snæfellsnesi um helgina. Á laugardagskvöldið var fundur á Hellissandi og 1 Ólafsvík á sunnudaginn. Framsögumenn á báðum stöð- unum voru Alfreð Gíslason læknir og Guðmundur J. Guð- mundsson verkamaður. Fundar- stjóri á Sandi var Skúli Alex- andersson oddviti. Ræðum framsögumanna var ágætlega tekið. Tií máls tóku af hálfu ríkis- stjórnarflokkanna Matthías ViðsjáríSuð- ur-Kóreu Ríkisstjórn Syngmans Rhee í Suður-Kóreu hefur skipað allri lögreglu landsins að búast við hinu versta. Óttast stjórnin al- varlegar óeirðir vegna láts P. H. Shinicky, sem var í framboði gegn Rhee í forsetakosningum. Saka fylgismenn hans Rhee um að hafa látið myrða hann. Tíu menn biðu bana þegar skothríð var hafin á mannfjölda fyrir framan forsetahöllina í Seoul á sunnudaginn. Pétursson kaupfélagsstj., og sr. Magnús Guðmundsson, en höfðu litlar varnir fram að færa fyrir flokka sína. Á Ólafsvik var fundarstjóri Kjartan Þorsteinsson vélstjóri. Framsögumenn fengu góðar undirtektir, en enginn hræðslu- bandalagsmaður fekkst til að taka til máls, þrátt fyrir ítrek- aðar áskoranir fundarboðenda, nema ef telja skyldi einn hægri krata er sagði nokkrar sundur- lausar setningar eftir að hafa hresst sig á stríðsöli. Bardagar í Alsír harðna Fregnir frá Alsír herma að bardagar þar séu nú harðari en nokkru sinni fyrr. Franska her- stjórnin segir að menn hennar hafi fellt 230 skæruliða undan- farna-tvo sólarhringa og tekið 105 höndum. Mannfall Frakka segir hún á sama tíma 22 faJllna og 24 særða. I fyrradag lögðu skæruliðar eld i búgarða 40 franskra land- nema á strandlengjunni milli Orans og landamæra Marokkó. Segja fréttamenn að 20 Frakk- ar hafi verið felldir á þeim slóðum. Sígarettur og lungnakrabbi Vísindamenn hafa fundið í tóbaksreyk tvö .efnasambönd sem sannað er að valdið geta krabbameini, sagði Thruton, heilbrigðismálaráðherra Bret- lands, á þingi í gær. Beint or- sakasamband milli reykinga og krabbameins í lungum hefur ekki verið sannað, sagði ráðherr- ann, en það þykir fullsannað að eitthvað samband sé þar á milli. Formaður nefndar sem rann- sóknarráð læknavísinda . Bret- landi skipaði segir i skýrslu til ríkisstjórnarinnar, að fjöldi rannsókna víða um heim hafi leitt í ljós að miklum reykinga- mönnum sé tuttugu • sinnum hættara við krabbameini í lung- um en þeim sem ekki reykja. Þetta á við um sígarettureyking- ar, pípureykingar virðast mun hættuminni. Það virðist einnig draga úr krabbameinshættunni ef menn hætta að reykja, enda þótt þeir hafi áður verið miklir reykingamenn. Árið 1931 dóu 2000 menn í'Bretlandi af krabba-' meini í lungum, í fyrra var tal- an komin upp í 17.000. Ný beituskurðarvél sem reynist vel Sl. laugardag var blaöamönnum sýnd ný gerS beitu- skurðarvélar, sem Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. mun bráðlega hefja framleiðslu á. Vél þessa hefur Kjartan Fr. Jónsson smíðað og haft til hlið- sjónar tilraunir þær, sem Jó- hannes Pálsson rafvirki í Kefla vík gerði fyrir nokkrum árum með beituskurðarvél. Hin nýja vél hefur reynzt vel, en hún vinnur þannig, að hún réttir síldina á skurðarhnífana, ristir hana sundur að endilöngu og þversker hana síðan. Er hægt að stilla hnífana eftir því hversu * st'órir bitarnir eiga að vera. Að sögn Kjartans og Jó- þannesar eru a,fköst vélarinnar það góð, að einn maður er um það bil eina klukkustund að skera heitusíld fyrir hv.ern róð- ur meðalbáts. Vél þessi var smíðuð með styrk úr Fiskimálasjóði. Beituskurðarvélin nýja Hverf framlag i kosningasjóSlrm eykvr sigurmöguleika AlfaýSubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.