Þjóðviljinn - 09.05.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.05.1956, Blaðsíða 5
Útsýii yfir gövilu borgina í Prag. í baksýn er hin forna höll Bæheimskonunga, sem nú er aðsetur forseta Tékkóplóvakíu. Þjóðhátíðardagur Tékkóslóvakíu —— Miðvikudagur 9. riiai 1956 -- Þ.TÖÖ'VILJIN^ C5 '. V) Við sögðum Band aríkj amönnum bara fara heim til sín. Það eru ekki stjórn- mál. Það er réttur húsráðanda44 Viðtal við Halldór K. Laxness í tékknesku blaði í dag, níunda maí, er þjóð- Mtíðardagur Tékkóslóvakíu. Þennan dag fyrír ellefu árum gáfust leifar þýzka setuliðsins í ’nöfðuborginni Prag upp og landið var aftur frjálst eftir ■sex hörmungarár undir járn- •hæl nazista. Saga Tékka og Slóvaka er í stórum dráttum saga af bar- áttu tápmikilla þjóða við er- lenda yfirdrottnun. Öldum sam- an lutu þær Habsborgurum, sem reyndu að kæfa þjóðlega menningu og höfðu í frammf liatrammar trúarofsóknir. Eins og íslendingar tóku Tékkar og Slóvakar að rétta sig úr kútn- um fyrír alvöru á 19. öld. Tékkóslóvakía öðlaðist sjálf- stæði haustið 1918, um sama leyti og Island varð fullvalda ríki. Erlendum yfirdrottnurum tókst aldrei að kæfa andlega og verk- lega menningu, sem dafnaði á miðöldum í löndum þeim sem nú eru Tékkóslóvakía. Á síðari jhluta miðalda var Bæheimur eitthvert mesta. menningarsetur í Evrópu. Þar bjarmaði líka af degi hinnar nýju aldar, barátta Jóhanns Húss gegn ofurvaldi lénslierra og kirkjuhöfðingja. kveíkti loga þjóðfrelsis og lýð- VsSsiór vaxa segir israei Ríkisstjórn ísraels hefur sent Hammarskjöld, framkvæmda- stjóra SÞ, skeyti og segir þar að friðarhorfur fari nú versn- andi á ný á landamærum ísra- ela og arabaríkjanna. Saka ísraelsmenn Egypta og Jór- dansmenn um ýmiskonar á- troðslur. réttinda sem síðan hefur aldrei slokknað og hélt lífinu í tékkó- slóvaskri menningararfleifð á myrkum þrengingatímum. Húss og fylgismenn hans lutu í lægra haldi, en barátta, þeirra var fyrirboði nýrx*a tíma í sögu Evrópu. Rannsóknarrétturinn og Habsborgarkeisarar reyndu í sameiningu að kúga Tékka og Slóvaka en tókst það aldrei til fulls. Þegar okið léttist sprakk tékkóslóvösk menning út í full- um skrúða og liefur lagt ómet- anlegan skerf til menningar Ev- rópu. Nægir að nefna tónskáld eins og Smetana og Dvoi’ak, rithöfunda eins og Hasek og Capek. Verkleg menning Tékkósló- vakíu er víðfræg, þótt landið sé ekki nema. ‘128.000 ferkílómetr- ar, eða litlu stæria en ísland, og íbúar einungis 12.800.000, er það eitt af iðnaðarstói'veldum Evrópu. Tékkóslóvakia er eitt af beztu viðskiptalöiidum okk- ar íslendinga, þjóð sem hefur jafn einliæfa útflutningsfram- leiðslu og viö er mikilvægt að eiga góðan markað fyrir hana í landi sem hefur jafn fjöl- breyttan varning að bjóða og Tékkóslóvakia. Viðskipti íslands og Tékkóslóvakíu hafa aukizt jafnt og þétt undanfarin ár. Nú síðast hefur veríð samið við tékkóslóvösk fyi'Irtæki um smíði véla til virkjana, sem verða stór áfangi í i’afvæðingu íslenzkra byggða. Eðlilegt er að auknum við- skiptum fylgí vaxandi kynni með þjóðum landanna. Hjá tékkóslóvösku þjóðinni geta ís- lendingar kynnzt stórbrotinni sögu, hámenningu í listum, vís- indum og tækni og nýrri skip’an þjóðfélagsmála. Fréttaritari dagblaðsins Rude Pravo í Tékkóslóvakíu hefur I lagt nokkrar spui’ningar fyrir Nóbelsverðlaúna- og Heimsfrið- ! arvei’ðlaunaþegann Haíldór Kil j- i an Laxness. Fara þær hér á eftir ásamt svönxm skáldsins: Spurning: Hvert er álit yðar á ályktun Alþingis um dvöl bandarísks hei'liðs á Islandi? Svar: Skóari á að halda sér við leistinn og rithöfundur við blekið. Ég neitaði fréttaritara Associated Press um svar við þessari spurningn og ég mun ekki heldur veita yður svar við henni. Bláókunnugur maður sneri sér að mér á götu í París og þrýsti liönd mína. Af þeirri reynslu dreg ég þá ályktun, að tflfinningar þjóðanna séu þær sömu. Engum er illa við Banda- ríkjamenn, ekki einu sinni okk- ur á íslandi. Við sögðum þeirn bara að fara heim til sín. Það eru ekki stjórnmál, það er rétt- ur húsráðanda. Spurning: Hvað skrifið þér? Svar: Aðallega bækur. Síð- ustu fimm ái'in hefi ég skrifað hæðna ádeilusögu um hvað stríð sé fáránlegt.. Þótt hún sé um sögulegt efni og enda þóth aðalpersónumar séu víkingar, hafa mai’gir lesendur komið þar auga á mjög tímabærar hugmyndir. Sumir kaflar í bók- inni eru lýi’iskir, aðrir epískir. Bókin heitir Gerpla, drápan um garpana. Það er háð. Ég hef skrifað leikrit, Silfur- túnglið, það er verið að leika það í Tékkóslóvakiu núna, þér kannizt við það. Og nýlega kom út safn ritgerða um bókmennt- ir og friðarmál. Telja ösiirái Þjóðverjar sem flutt hafa til Vestur-Þýzkalands frá héruðum þeim sem Pólverjar fengu í styrjaldarlokin ætla, að efna til hópgöngu í borginni Aachen á morgun til að láta í ljósi and- úð á Winston Churchiíl, sem þá er væntanlegur til borgar- inn að taka við svonefndum Karlamagnússverðlaunum. Þau eru veitt fyrir verk unnin í þágu einingar Evrópu. Samtökin sem gangast fyrir lxópgöngunni hafa sent Chur- chill bréf og spyrja, hvort hon- um finnist hann verðugur þess að taka við Karlamagnússverð- launimum, hvort hann hafi stuðlað að einingu Evrópu með því að undirrita samningana í Jalta og Potsdam, sem hafi oi'ðið til þess að 10 milljónir gefa heimili sín. Spurning: Hvað eruð þér að skrifa núna? Svar: Ja, hugsið þér yður, — eina bókina enn! Spurning: Og um hvað fjall- ar hún? Svar: Æ, það get ég ekki sagt yður. Ef ég gæti það, þyrfti ég ekki að vera að ski'ifa bók. En þér megið trúa því, að ég mun koma öllu því, sem bók- in fjallar um, fyrir á síðum hennar. Ég vinn hægt. Stundum er ég tvo daga að velta fyrir mér sömu setningunni. Ég get fullvissað yður um, að í bók- inni vei’ður ekki eitt einasta orð frarn yfir það, sem nauð- synlegt er trl að segja allt sem ég ætlaði mér að segja. Spurning: Hvað vita Islend- ingar um tékkóslóvaskar bók- menntir ? Svar: Eins og þér vitið erum við fámenn þjóð, og. þess vegna er dálítið erfitt að gefa út þýddar bækur hjá okkur. Út- gefendur tapa á bókum, ef ekki seljast af þeim 1500 eintök að Frelsisráð aðvarar Framhald af 12. siðu. lega á, A-bandalaginu. Adb el Krim var foringi upp- reisnar Mai’okkómanna gegn Frökkum og Spánvei'jum á þriðja tugi aldarinnar. Hann er nú foi’seti Frelsisráðs Serkja í Kairó, en það stjórnar skæru- hernaði gegn Frökkum í Norð- ur-Afríku. Ákafir bardagai’. Franska herstjórnin í Alsír sagði í gær að mikið franskt lið hefði króað 600 menn úr her sjálfstæðishreyfingarinnar inni í fjalilendinu rnilli Oran og landamæra Marokkó. Hefðu á annað hundrað menn verið felldir. Á þessum slóðum lxafa sk'æi’uliðar brennt marga bú- garða Frakku og fellt franska landnema. Frakkar beita flug- her og stói’skotaliði í bardögun- um þarna. Lacoste, landstjóri Frakka í Alsír, kom, til Parísar í gær. Sagði hann fréttamönnum, að hann ætlaði að biðja ríkisstjói’n- ina um 50.000 manna viðbót við 330.000 manna franskan her sem fyrir er í Alsír. Ihklun vítt Framhald af 1. siðu. Tidningen, að uppgjafa stjórn- málamenn, sem fengið hafi lxæli í Sviþjóð, eigi ekki að vera að skipía sér af samúð Svíþjóðar við önnur ríki. Svenska Dagblad- et, aðalmálgagn íhaldsmanna, tekur sama sti'eng. Bonniersblöðin, Dagens Nyhet- er og Expressen, hafa hinsvegar gert harðar árásir á heimsókn sovézku þingmannanna, sem er endurgjald við för sænskra þingmanna til Sovétríkjanna í fyrra. minnsta kosti. Við lesum mikið af bókum, sem þýddar hafa verið á heimsmálin. Suma höf- unda ykkar þekkjum við af þýðingum á ensku og þýzku. Bækur eftir Hasek og Capek hafa verið gefnar út á íslenzku. Hasek er kxxnnúr og dáður um allt Islaxid. Þjóðleikhús okkar ‘sýndi nývei'ið leikrit byggt á sögunni af Sveik. Aðsóknin var mikil —- hlaut að vcni það. ekki satt? Spxirning: Hvað langar yður til að heyra á þingi Sambands tékkóslóvakskra rithöfunda? Svar: Mig langar til að heyx'a fögur ljóð, hrífandi prósa, á- hi'ifamikil leikrit. Eden ásakaiur Framhald af 1. síðu. Sást af Ordsjonikidse. Síðan hafa brezk yfirvöld verið þögul eins og gröfin. I gær skýrðu brezku blöðin frá því að þeim sem vissu hið sanna i m afdrif Crabbs hefði verið til- kynnt að þeir yrðu sóttir til saka fyrir að ljóstra upp ríkis- leyndarmáli ef þeir leystu. fi'á skjóðunni. Það eina sem vitnazt hefur er að fiotamálafullti’úi við sovézka sendiráðið í London hefur s-kýrt blaðinu Evening Standard frá því að skipsmenn á sovézka beitiskipinu Oi'dsjon- ikidse, sem flutti Búlgamn og' Krústjoff til Portsmouth, hafi séð mann koma úr kafi rétt við skipshliðina. Eftir nokkrar sek- úndur hafi liannfarið í kaf á ný. Stórkostlegt asnastykki. Brezku blöðin skrifa nú vart um annað meira en hvirf Crabbes. Er því haldið fram að hann hafi verið gerður út til að njósna um sovézka herskipið. Annaðhvort hafi hann farizt af slysförum eða sovézku sjó ið- arnir náð honum og haft á brott með sér. Daily Herald, málgagn Verka mannaflokksins, segir í gær að ekkert geti spillt sambúð Bret- lands og Sovétríkjanna mcira. en ef ríkisstjórnin lialdi á- fram að leiða hjá sér allar sögu- sagnirnar sem um málið ga \gi. Daily Mirror, útbreiddasta dag- blað Bretlands, segir að ef það sé satt að Eden hafi gert út. njósnara til að snuðra við skip sovézku gestanna meðan hann sat á fundum með þeim, hafi', hann framið stórkostlege sta asnastykki sem um geti á síðari. timum. Hafi hinsvegar einhver aulabárður sent Crabb til njcsna að Eden forspurðum beri að draga hann til ábvrgðar. Einn af vinum Crabbs ætlaði að kafa i höfnina í Portsmouth í fyrradag að leita að líki huna en hætti við þegar fulltrúi fk ta- málaráðuneytisins fullvissaði hann um að froskmanninn væri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.