Þjóðviljinn - 09.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1956, Blaðsíða 6
H|'— ÞJÓÐVILJINN —. Miðvikudagur 9. öial 1956 - ÞlÓÐVlLIINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýöu — Sósialistaflokkurinn Alþýðuflokkurinn h,f. ■ Ij?ramboð þau sem Alþýðu- - *■ flokkurinn hefur ákveðið liafa vakið sérstæða athygli. . Flokkurinn býður sem kuim- . ugt er ekki fram í megin- - |)orra kjördæma, en frambjóð- endur þeir sem ákveðnir hafa - Terið eru háttsettir embættis- æienn, vitamáiastjóri, tveir , bæjarfógetar, ráðuneytisfull- trúi og áróðursstjóri Sam- foands ísl. samvinnufélaga. Forseti Alþýðusambands ís- Jands, sem áður var þingmað- - nr flokksins, hefur nú verið - rekinn úr honum. Formaður - Múrarafélags Reykjavíkur, - Eggert Þorsteinsson, sem áð- . ur var þingmaður flokksins, . hefur nú verið hrakinn úr kjör- . dæmi sínu og þar er boðinn ■ fram einn af kaupfélagsstjór- - tun Framsóknar. ■ IT’nginn skyldi ætla að hér sé um tilviljun að ræða. 1. anaí s.I. hélt einn af forustu- snönnum Alþýðuflokksins á Akureyri, Bragi Sigurjónsson ritstjóri, ræðu og lýsti yfir því að það væri eindregin stefna Alþýðuflokksins að verkamenn ekyldu hvergi koma nærri stjórn þjóðmá.Ianna. Alþýðan á ekki að vel ia sér í'iilltrúa vír sínum eigin hópi til að fara með niál sín á Alþingi, sa.gði hann; þar bæri að hafa „mennina á bak \ið skrifborð- in“, „lögfróða menn og hag- fræðinga". Þiúr myndu leysa vanda alþýðunnar en hvorki „útifundir, kröfugöngur eða verkföll“. Annar af for- ustumönnum Alþýðuflokksins, Gunnlaugur Þórðarson doktor, ráðuneytisfulltrúi og fyrrver- andi forsetarita.ri, komst ný- Jega þann'g að orðí um þetta efni: „Verkamenn em svo illa mpplýstir, að þeir þurfa að liafa menntaða menn til að faugsa fyrir sig“. Og hann er nú boðinn fram á fsafirði til að „hugsa fyrir“ verkamenn- . ina þa r! C|vo alger eru umskiptin orð- in frá upphafi Alþýðu- flokksins. í fyrstu átti sá flokkur aðeins að vera stjórn- máiahliðin á baráttu verka- lýðssamtakanna. Þá var yfir- stjórn Alþýðuflokksins og Al- þýðusambandsins ein og hin sama, sameiginlegur formaður o.s.frv. Þá var vissulega ekki farið dult með þá skoðun að verkamenn ættu sjálfir að leysa vanda sinn með samtök- um sínum, og Alþýðuflokkur- _iim átti aðeins að vera tæki verkalýðssamtakanna í þeirri baráttu, En það hefur farið eins um þennan flokk og sum- ar eignir verkalýðsfélaganna í Reykja vöi, hann hefur komizt í eigH hlutafélags. Og hluthaf- arnir eru nokkrir menn sem notuðu Alþýðuflokkinn og verkalýðssamtökin til þess að krækja. í fínar stöóur og bit- linga og þykjast nú vera hinir „menntuðu menn“ sem eigi að „hugsa fyrir“ alþýðuna. 17 n þrátt fyrir svik þessara ■^4 manna við þær hugsjónir sem þeir áttu að þjóna hafa verkalýðssamtökin haldið á- fram að vaxa og eflast og eru nú voldugustu stéttasamtök á íslandi. Hins vegar eru stjórn- málaáhrif þeirra í engu sam- ræmi við annan styrk og ein- mitt á því sviði er nú þörf stórra átaka. Þau verða ekki unnin af fínu mönnunum í góðu stöðunum, sem ekki geta hugsað sér fulltrúa verkalýðs- félags i návist sinni, heldur af samtökum alþýðunnar sjálfrar. Og það munu pró- fessoramir og bæjarfógetarn- ir og forstjóra.rnir reka sig á í sumar, að þótt þeir hafi ör- uggan meirihluta á fundum Alþýðuflokksins h.f., er alþýða manna. orðin fráhverf þeim í miklu ríkara mæli en þá órar fyrir sjálfa. Haía bréfin verið send? 1 Tkjóðviljinn bar fyrir skömmu * fram þá fyrirspum við rík- isstjórnina hvort búið væri að tilkynna. Bandaríkjastjórn og ráði Norður-Atlanzhafshanda- íagsins formlega frá ákvörðun Alþingis um endurskoðun her- íiámssamningsins og brottför Bandaríkjahers, en slíkar formJegar tilkynningar ber að ! senda samkvæmt hernáms- samningnum. og síðan líða sex 1 mánuðir þar til samingurinn 1 er uppsegjan’egur. Þessari ffyrirspura hefur ekki verið svarað. Hins vegar er eJiki annað sýnt af st jómarblöðun- ! tun en að þessar tilkynningar séu enn ósendar. Tíminn hef- J ur komizt svo að orði að það verði gert, og svo er að sjá ' sem málefni íslands hafi ekki 1 verið rædd á ráðherrafundi ! Atlanzhafsbandalagsins, en j J>að hefði auðvitað verið gert ef formleg tilkynning hefði verið komin. Einnig skýrir Morgunblaðið svo frá í frétt um ráðherrafundinn að ákveð- ið hafi verið ,,að fresta því máli fram yfír kosningar á íslandi." ess ber að krefjast að ríkis- stjómin skýri þjóðinni hreinskilnislega frá aðgerðum sínum í þessu máli. Það er tvímælalaust skylda hennar að framkvæma vilja Alþingis, og hún hefur engan rétt til að fresta þeim framkvæmdum. Ef nauðsynleg bréf eru ekki send fyrir kosningar hlýtur það að ýta undir grunsemdir um það hvað eigi að gera eftir kosningar, enda reynir íhaldið nú óspart að ala á þeirri tor- tryggni í deilum sínum við Framsókn. Leiðréttingarlínum stungið niður. — Því get ég varla svaradl, en Jónas Hallgrímsson og GuB- mundur Böðvarsson eru | miklu aíhaldi hjá mér. Og nú snúum við blaðinu við og spyrjum: — Hver eru aðaláhugamál Reykjavíkuræskunnar í dag? — Jafnaldrar mínir vilja helzt læra á bíl og eignast bíl, ef pabbi þeirra á hann ekki nú þegar. Svo eru kaffihús; ýms- ir sem ég þekki til hafa áhuga á bókmenntum; og drykkju- skapurinn virðist vera vinsælt áhugamál, ef við eigum að kalla hann svo! — Álítur þú æskuna spillt- ari nú en fyrr? — Nei nei, og ef svo væri þá hlyti ástæðan að vera sú að þjóðfélagið og þar með hin- ir fullorðnu væru spilltari en áður; sökin væri í engu til- felli æskunnar, að ég held. Æskan vill vera með á nótunum Flestir, sem fyigjast með skáldskaparhræringum ungu kynsióðarinnar, munu þekkja ljóð Þóru Elfu Bjömsson, og þó er höfundur þeirra ekki nema 16 ára. Þóra Elfa er óvenju við- felldin, skemmtileg og frumleg ung stúlka. Hún er dóttir Hall- dóru B. Bjömsson skáldkonu, og er Sveinbjörn Benteinsson bóndi og rímnaskáld á Drag- hálsi móðurbróðir hennar. Afi hgnnar var Guðmundur Björnsson sýslumaður, er einn- ig lagði nokkra stund á ljóða- gerð. Nú hefur Þóra Elfa fallizt á að svara nokkrum spurning- um forvitins kunningja, og þá snúum við okkur fyrst að fortíðinni: — Hvaða skólaganga? — Eg byrjaði í leikskólanum í Tjarnarborg, seinna gekk ég í Melaskólann og Laugarnes- skólann og endaði í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar. Eg var líka nokkra vetur í Tón- listarskólanum að læra svolítið ó píanó. — Hvað gerirðu núna? — Eg er setjaralærlingur í prentsmiðjunni Hólum. — Eru margar stúlkur að læra prentiðn? — Ætli ég sé ekki sú eina, eins og stendur; ég veit ekki betur. — Hvað um kaupið? — Iðnnemar hafa víst aldrei verið hátekjufólk. — Hver er afstaða þín til vinnunnar almennt? — Eg álít að það fólk, sem vinnur hæfilega mikið, ætti fremur að kvarta yfir ein- hverju öðru en vinnunni. — Hver eru aðaláhugamál þín í tómstundunum? — Sofa, lesa og skemmta mér. — Hvað lestu aðallega? — Eg les yfirleitt allt sem ég kemst yfir, en Hklega mest þessi svokölluðu sígildu skáld- verk. — Viltu nefna einhverja rit- höfunda, sem þú hefur mætur á? — Ja, þeir eru nú svo margir. Af núlifandi höfundum gæti ég kannski nefnt Solveig Christov og Káre Holt í Nor- egi og ensku Ijóðskáldin Eliot og Edith Sitwell — en eigum við að vera svona hátiðleg? — Og af hverju hefirðu orð- ið hrifnust í músíkinni? — Eg hef gaman af nýju lög- unum hans Stravinskís, en Beethoven þykir mér líklega vænst um. — Hvað um þinn eigin skáldskap? — Bezt að tala sem minnst um hann. Sumir halda að ég sé að spila með þá, og mér finnst líka stundum að nú eigi að fara að spila með mig þeg- ar rninnzt er á þetta rugl í mér. — Hvaða Ijóðskáld íslenzk þykir þér skemmtilegust? Hverfi ameríski herinn af landinu eins fljótt og samning- ar leyfa, hvað tekur þá við hjá þeim hundruðum verka- manna og iðnaðarmanna, sem að undanförnu hafa haft tekj- ur sínar frá hernum, og hvern- ig reiðir þá gjaldeyrismálum okkar af? Það er sjálfsagt mikill fjöldi manna, yngri og eldri, sem vilja fá greið svör við þess- um spurningum áður en þeir taka endanlega afstöðu til her- setunnar. Þeir eru vantrúaðir á það, að atvinnuvegir okkar geti tekið við öllu þessu fólki og séð því fyrir góðri afkomu, og það er ekki að ástæðulausu. Það hefur nefnilega verið óum- deild stefna íhalds og Fram- sóknar ,að láta herstöðvarnar sitja fyrir innlendum atvinnu- rekstri um vinnuafl, og það svo að orðið hefur að flytja inn erlent verkafólk í stórum stíl. Af þessu leiðir að ekkert hefur verið hugsað um að efla atvinnuvegi okkar. Á seinasta þingi gafst þing- mönnum gótt tækífæri til að sýna hug sinn. Þar vpr borið — Hefur unga fólkið óhuga á stjórnmálum? — Já, geisilegan; en þar hef- ur æskan sérhagsmuna að gæta, hagsmuna sem stjórn- málaforkólfarnir margir hverjir virðast bera lítið skyn á. — Hugsar unga fólkið mik- ið um kosningarnar í sumar? — Það má víst segja. Maður vill gjarnan vera með á nót- unum þegar og þar sem eitt- hvað er að gerast. Þetta segir Þóra Elfa, og raunar miklu fleira. Maður freistast til að álykta að ekki sé ástæða til að bera ugg í brjósti um framtíðina, meðan við eigum margt af ungu fólki úr jafngóðum efniviði og hún. Og sú æska, sem nú vex upp í landinu, er þrátt fyrir allt þróttmikil og sterk, og mun bera merki hins unga íslenzka lýðveldis fram móti nýjum degi. H.S. fram frumvarp um að ríkis- stjórnin léti smíða hér á landi og keypti erlendis frá all- marga togara. Það voru þing- menn úr öllum vinstri flokk- unum, sem stóðu að þessu frumvarpi. Hefðu þeir menn, sem nú hafa myndað „hræðslu- bandalagið", veitt þessu frum- varpi óskertan stuðning, væri það nú orðið að lögum, í stað þess að sofna þyrnirósarsvefni í þingnefnd. Afdrif þessa frumvarps á þingi eru mjög lærdómsrík. Það var opin leið þá strax aö undirbúa brottflutning hersins, með því að efla íslenzkt át- vinnulíf, svo að það gæti hæg- lega tekið við öllu því vinnu- afli, sem hingað til hefur ver- ið sóað í hervirkjagerð, og jafnframt stuðlað að stórauk- inni öflun gjaldeyris. „Hræðslu- bandalagið“ heyktist á þessu fyrir kosningar, og er þar með ljóst, hver alvara er fólgin, í samþykktum þessara manná um uppsögn hernámssamnings* ins. Það eru uppi tvær stefnur I Framhald á 11. síðu, Hvað tekur við?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.