Þjóðviljinn - 09.05.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.05.1956, Blaðsíða 11
- Miðvikudagur 9. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 James M. Cain Mildred Pierce 3. dagur in einhverjum fornum, næstum sígiidum ljótleika, bví aö þau komu me'ð sömu ásakanir og kveðið hafa við frá upp- hafi hjónabanda, og bættu engu frumlegu viö og því síður fegurð. Brátt hættu þau og hann lagði aftur af stað út úr eldhúsinu, en hún stöðvaði hann. „Hvert ertu aö fara?“ „Hví skyldi ég segja þér þaö?“ „Ertu að fara til Maggie Biederhof?" „Og þó svo væri?“ „Þá geturðu eins tekið saman pjönkur þínar strax og farið fyrir fullt og allt, því að ef þú ferð út um þessar dyr, þá hleypi ég þér ekki inn aftur. Þú færð ekki að koma inn í húsið aftur, fyrr nota ég á þig kjöthamar- inn“. Hún tókkjöthamar upp úr skúffu, lyftihonum og lagði hann niður aftur og hann horfði fyrirlitlega á hana. „Haltu áfram, Mildred, haltu bara áfram. Ef þú gætir þín ekki, ýti ég kannski við þér einhvern daginn. Það vantar ekki mikiö á að ég gefi þér púður, nú á stund- inni“. „Þú þarft ekki að ýta við mér. Ég er að ýta við þér. Ef þú ferö til hennar í dag, þá kemuröu ekki framar inn í þetta hús“. „Ég fer þangað sem mér sýnist“. „Þá skaltu setja niður dótið þitt, Bert“. Hann varð fölur og þau horfðust lengi í augu. „Allt í lagi. Þá geri ég það“. < „Þú ættir aö gera það strax. Því fyrr, því betra“. „Allt í lagir .... Allt í lagi“. Hann stikaði út úr eldhúsinu. Hún fyllti pappírs- kramarhús með kökukremi, klippti endann af því með skærum og byrjaöi að móta fuglinn á kökuna. Hann var kominn inn í svefnherbergið, dró feröatösk- in- út úr skápnum og setti þær á mitt gólfið. Hann hafði dálítið liátt, ef til vill í þeirri von aö hún heyrði til hans og kæmi inn til hans og bæði hann aö skipta um skoðun. Hafi svo verið, varö hann fyrir vonbrigðum, og hann átti ekki amiars úrkosta en setja niður í töskumar. Fyrst sneri hann sér að kvöldfatnaði sem samanstóö af skyrt- um, flibbum, hnöppum, bindum og skóm og svörtu föt- unum, sem hann kallaði ,,smókinginn“ sinn. ÖiUu þessu vafði hann varfærnislega innaní umbúöapappír og setti það á botninn í stærstu töskunni. Hann hafði vissulega átt betri daga. Á unga aldri hafði hann verið báksviðs- reiðmaður hjá kvikmyndafélögum og enn var hann hreykinn af reiðmennsku sinni. Síðan hafði frændi hans dáið og látið honum eftir búgai'Ö í útjaðri Glendale. Nú er Glendale orðið óendanlegt úthverfi Los Anveles. En í þá daga var það þorp meö vöruskemmum á aðra hönd og sveitinni á hina og bílvegi í miðju. Og hann keypti sér barðastóran hatt, tók við búgiarð- inum og reyndi að reka hann, en með litlum árangri. Appelsínurnar hans náðu ekki máli, og þegar hann reyndi vínþrúgui' skall vínbanniö á, og hsnn gróf trén upp og setti niður valhnotutré í staðinn. En hann var ekki fyiT búinn aö því en eftii'spumin eftir vínþrúgum varö gífurleg vegna leynivínsölu, og hann revndi að átta sig á hverfulum heimi. En dag nokkurn fékk herm heimsókn þriggja manna, sem báru fram við hann uppá- stungu. Hann vissi það ekki, en suöur Kalifornía og einlc- um Glendale voru vettvangur þess byggingai'æðis sem greip um sig um 1920. Og næstum á einni nóttu gerðu þrjú hundmð ekrurn- ar, sem vom staösettar þar sem fólkið vildi byggja, hanii aö málsmetandi manni, lóðasala og byggingameistara. Hann og mennirnir þrír stofnuöu félag er nefndist Pierce heimilin h.f. og hann vai* sjálfur í forsæti. Hann skírði götu í höfuðið á sér, og við Pierce stræti byggði hann eftir að hann kvæntist Mildred einmitt þetta heimili þar sem hann átti nú heima, eða næstu tuttugu mínútnmar. Þótt hann hefði þá háar tekjur lét hann hjá líða að bygg.a íburðarmikið hús. Hann sagði við arkitektinn: . .^e^ heimilin eru fym: f^. pg það sem €*nógú,goét handa fólki er nógu gott handa mér“. Og þó var þaö að sumu leyti dálitlu betra en það sem er venjulega nógu gott handa fólki. í því voru þrjú baðherbergi, eitt með hverju svefnherbergi og sumt stappaði nærri óhófi. En nú hafði það lifað sitt fegursta og húsið hafði veriö veð- sett hvað eftir annað og löngu búið að eyða peningunum sem fengust fyrir veðsetningarnar. En einu sinni hafði það yerið meira en nafnið tómt, og hann hafði gaman af að slá í veggina og tala um hvað þeir væru traustlega byggöir. í staö þess að leggja peninga sína á banka hafði hann lagt þá í verðbréf og í nokkur ár hafði hann notiö ánægj- unnar af góðri dómgreind sinni, því aö bréfin hækkuöu sífellt í verði, þar til eign hans nam 350.000 dollurum, sem sé mismunurinn á raunverulegu verðmæti og nafn- verði bréfanna. En svo rann upp svarti fimmtudagur árið 1929 og hmn hans varð með svo miklum hraða að hann sá tæpast Piei’ce heimilin hverfa á niðurleiðinni. í sept- ember hafði hann verið ríkur og Mildred valdi sér minka- pelsinn sem hún ætlaði aö kaupa þegar kólnaði í veðri. í nóvember var ekki oröiö kaldara í veðri, en þá varð hann að selja aukabílinn til þess að greiða aðkallandi reikninga. Öllu þessu tók hann með jafnaðargeði, því að eins var, ástatt fyrir mörgum vinum hans og hann gat gert gys að öllu saman, jafnvel stært sig af því. En hann gat ekki horfzt í augu við vanmatið á dómgreind hans sjálfs. Hann var orðinn svo vanur því að halda að hann væri maður méð bein í nefinu, að hann gat ekki fengið sig til að viðurkenna að velgengni hans byggðist aðeins á heppni, staðsetningu lands hans en ekki persónulegum hæfileikum hans. Og hann var enn að hugsa mn stóru áætlanirnar sem hann ætlaði að framkvæma þegar um hægöist. Og hvaö viðvék því að leita aö vinnu, þá gat hann ekki fengið sig til þess, og þrátt fyrir allt serti hann sagði Mildi’ed, hafði hann ekki gert minnstu tilraun til þess. Og smám sarnan hafði hann komizt á þetta stig sem hann var nú á og í samband við frú Biederhof. Hún var kvenmaður á óvissum aldri, sem hafði haft dálitlar tekjur af kofum sem hún leigði Mexikönum. Þannig var hún aflögufær þegar áðrir börðust í bökkum og hafði nægan tíma. Hún hlustaði á frásagnir hans af góðu árunum liðnu og ókomnu, gaf honum að borða, spilaöi efmilisþáttur HVERJIR FÁ KRABBAMEiN? Hættan á hinum ýmsu krrbbameins- myndunum ekki jaínmikil alstaðar Hvað tekur við? Framhald af 6. síðu efnahagsmálum okkar. Ríkj- andi stefna miðar að því að gera okkur sífellt háðari ame- rísku herstöðvafe og lama at- vinnulíf okkar. Hinsvegar er hin framfarasinnaða stefna, sem miðar að því að fiarlæga þetta átumein í íslenzku at- hafnalífi, herstöðvarnar, og efla atvinnuvegi okkar og gera okkur efnahagslega og stjórnarfarslega sjálfstæða. Þeir menn sem í hjarta sínu eru andvígir erlendum her- stöðvum, ættu að veita því at- hygli, hverjir það eru, sem eru reiðubúnir til að framkvæma nauðsynlegan undirbúning til eflingar atvinnulífi okkar, og hverjir það eru sem láta Sér nægja að samþykkja loðnar yfirlýsingar um uppsögn her- námssamningsins. Þeir síðar- nefndu eru ótryggir og sitja .á, svikráðum, sem þeir munu óhikað framkvæmá að kosning- um loknum, hafi þeir bolmagn til þess. Það. er verkalýðurinn og heilbrigðasti hluti milli- stéttanna, sem er eina aflið, er getur knuið nægilega á svo að um algera stefnubreyt- ingu verði að ræða, stefnu- breytingu í efnahagsmálum okkar, sem tryggi öllum vinnu- fúsum höndum næg störf við íslenzka framleiðslu. Alþýðu- bandalagið er samtök þessara stétta, ,og einungis með öflug- um stuðningi við það er hægt að tryggja þú þróun mála, sem allir heiðarlegir íslendingar óska eftir.., - r . b. BAHNAGALLAR Verð kr. 100,00. Krabbamein í legi gerir frem- ur vart við. sig hjá koaum sem búa við bág kjör í þjóðfél.aginu en þehn sern eru fjárbagslega vel stæðar. í Bandaríkjunum er krabbamein í legi algengara hjá svertingjakonum en livítum konum. Þessi tegund kraþba- meins gerir einnig oftar vart við sig hjá giftum konum en ógiftum og oftast hjá konum sem gifzt hafa snemma og eign- azt mörg börn. Með brjóstkraþba er þetta alveg öfugt. Hann er algengari meðal efnastéttanna. Hann er einnig algengari meðal hvítra kvenna í Bandaríkjunum en svertingjakvenna og leggst fremur á ógiftar konur en gift- ar. Meðal gi'tra kvenna er hann ailgengastur hjá þeim konum sem gifzt hafa seint og eklci éignazt börn. Það er Harold L. Stewart sem í Bulletin of The New York Academy of Medicine skýrir frá ýmsu sem menn hafa komizt að raun, um í gambandi við krabbamein. Menn vita ekkert um orsak- irnar til þess að lnnar ýmsu krabbameinsmyndanir stinga sér svo misjafnlega niður, það er aðeins hægt að kynna sér tölumar. Toledo Fiscbersundi Furðulegt cr rð !esa um krabbamein í lifur. ■-'m v’rðist beinlínis staðsett eftir landa- kortinu. Talið er að þessi teg- und krabbamoins standi í sam- bandi við næringarskort, eink- um skort á eggjahvítuefnum og vítamínum og lifrarkrabbi finnst á breiðu belti yfir hnött- inn frá Afríku til Indónesíu, yfir Kína og Japan til Filipps- eyja. 1 Japan er brjóstkrabbi aftur á móti ekki algengur, hvers vegna vita menn ekki, en gizkað hefur verið á að ástæðan væri ef til vill sú, að japanskar konur hafa yfirleitt minni þrj.óst en konur. af mörg- um öðrum þjóðemum. Munnkrabbi er algengur í Indlandi, og talið hefur verið að beteljórtur væri ástæðan, en nú hefur komið á daginn að eins mikið er tuggið af betel i Indónesíu, án þess að munn- Nýir stuttjakkar daglega BEZT Vesturveri krabbi sé þar eins algengur Stewart tilkynnir frekari ranfl 'sóknir sem eiga að upplýsa or sakirnar til munnkrahba í Ind ‘landi, sem ekki er lengur hæg að kenna beteljórtri um, efti rannsóknirnar í Indónesíu. Eftir þessu að dæma virðas líkurnar á því að fá krabba mein vera undir ‘því komna hver maður er og hvar maðu á heima. Sameinlpgftrilokkur alþýSu - Sósíalistafíokkurlrm. - BJt«tjdrar: Magnús KJartansson Sigurft'ur Guðmundsscxn. — Préttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaöamenn: Ásmundur Sisrur-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.