Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 4
&)— Þ-JÓÐVILJINN— Sunnudagur 13. maí 1956 Hinn 5. nóv sJ. átti Mihail Sadoveanu 75 ára afmæli. Hann er frægasti rithöfund- rr Rúmena, þeirra sem nú Jifa. Á hálfrar aldar rithöf- • undarferli hefur hann sífellt aukið hróður rúmenskrar menningar. Bækur hans eru þegar orðnar legio og eru það taæði skáldsögur, frásagnir, smásögur og ritgerðir. Ritverk hans eru til á flest- 'uin heimilum rúmenskum, og vart getur þann Rúmena, að hann hafi ekki lesið skáld- sögu eftir Sadoveanu. Frægð hans hefur borizt víða um lönd, einkum nú á áeinni árum. Helztu verk hans, sem 'þýdd hafa verið á ensku eru þessi: „Aricoutza’s Inn“. „The Mud Hut Dwellers", A Mill- on the Siret“, „The Halberd“, „Mitrae Cocor“ og „Nicoara Potcoava". Nokkrar þessara bóka fást nú í bókav. Kron í Bankastræti. Rit Sadoveanus hafa ennfremur verið þýdd á frönsku, þýzku, rússnesku, ítölsku, kínversku, pólsku, •tékknesku, slóvak-isku, finnsku, búlgörsku, ungversku og úkra- ínsku. Sadoveanu byggir ritverk sín og stíl á ævafornum bók- menntaerfðum. Frásagnargleði hans er frábær. Mannkærleik- urinn, lifandi landlagslýsingar og skáldlegt innsæi eru aðal verk hans. ! =5SS= i j Mihail Sadoveanu fæddist 5. nóv. árið 1880 í borginni Pasc- ani í Norður-Moldavíu. Hann hóf ritstörf þegar á mennta- . Skólaárunum og má lesa kvæði hans í tímaritum frá þeim ár- um. En brátt fann hann skáld- skap sínum annan farveg. Form ævintýra, smásagna og skáldsagna varð honum betur að skapi. Til þess að fullkomnast í list sinni sökkti hann sér af kappi niður í • annála 17. aldar og þaullas rit hrnna sígildu rú- mensku rithöfunda, Alecsandri Eminescu, Ceranga og Caragi- ale. Á árunum 1910—1920 ferð- aðist hann um og kynnti sér Jíf alþýðunnar í sveitaþorpun- um rúmensku og viðaði að sér ógrynni efnis, sem hann síðar notað í fjölda sagna. Hann vekur fyrst verulega athygli með útgáfu „Fálk- anna“, fjögurra binda skáld- sögu er fjallar um söguleg - efni og kom út árið 1904. Þekktur rúmenskur sagn- • fræðingur, Nicolae Iorga, hef- • ur í bókmenntasögu sinni nefnt þetta ár Sadoveanuárið. Segja má, að síðan hafi þessi af- kastamikli rithöfundur gefið út bók á hverju ári. Hann er tal- inn hafa skapað og mótað hið sögulega skáldsagnaform í Rúmeníu. í skáldsögunum „Fálkunum, Soimaresti-ættinni, Ðýrahirðinum við nyrðra hvarfbaug, Jederi-bræðrunum og Nicoara Potcoava", kveikir höfundurinn líf liðinna alda og gerast sögur hans einkum í Moidavíu, sem honum er kær- ust. Persónur sagnanna eru prinsar, góðir og vondir, boy- arar (rúmenskir „aðalsmenn“, razesi (smájarðeigendur) og einkum þó hinir síkúguðu • bændur, sem ætið berjast hetjulega í þrotlausum styrj- Hjálmar Ólaísson: öldum gegn erlendum árásar- herjum. Heilar kynslóðir liafa öðl- azt nýjan skilning á sögulegum atburðum og heilum tímabil- um í sögu Rúmena af bókum Sadoveanus. í sögum þessum er ætíð gætt sögulegra sann- inda, hinn ágæti höfundúr, sem Mihail Sadoveanu' t með málfari sinu og stil tekst svo furðulega að endurvekja anda hvers timabils, er óvið- jafnanlegur í.list sinni, þá er hann lýsir hversdagslegu lífi þjóðar sinnar og erfðavenjum. Atburðir sagnanna gerast í umhverfi unaðslegrar náttúru- fegurðar og mikilleika. Sögulegu skáldsögurnar eru ýljaðar hlýrri æftjarðarást, hatramar í baráttu sinni gegn óréttlætinu og hefja til vegs — sem í söguljóðum — beztu kosti þjóðarinnar og hinna mestu kappa fornra. Þær hafa vakið ást margra manna á ættjörð sinni, sanna ást, án þjóðernishroka og um- burðarleysis ■ við aðrar þjóðir. Er Sadoveanu óx að þroska og lífsreynslu, tók hann að rita nútímaskáldsögur. í þeim lýs- ir hann á raunsæjan hátt, af einlægni og umbúðalaust, fjölda manngerða: smáborgur- um í bæjum og sveitum, og eru þó einkum ljóslifandi lýs- ingar lians á rúmenska bónd- anum allt frá 1890 og fram til vorra daga. Sumar þeirra ei"U fullkomin listaverk, gerð af óviðjafnanlegu skáldlegu inn- sæi, sem tímans tönn vinnur ekki á, en mun geymast sem órækur vitnisburður um hið margbrotna mannlíf, þjóðfé- lagsmisrétti þessa tímabils, baráttu fólksins og gleði. Persónur Mihails Sadoveanus eru svo samiar og sjólfum sér samkvæmar, að maður hefur oft á tilfinningunni að maður sé að tala ■ við þær, er mað- ur hittir Rúmena á fömum vegi. Þær eru orðnar svo margar, að þær gætu setið heilt sveitahérað. Þar má nefna presta, kennara, okur- karla, veitingasala, haidouka (kúgunarkrenkjara), leiguliða, boyara, ráðsmenn, veiðimenn, fiskimenn, lögfræðinga, jórn- smiði og smala Mihail Sadoveanu er sjálfur Sadoveanu mikill ferðalangur, fiskimaður og veiðimaður og hefur þvi haft ærin tækifæri til að kynn- ast landi sínu og þjóð af eig- in raun. Skáldið er í órofa- tengslum við rúmenska nátt- úru og þjóðarsál. Hinir list- rænu töfrar í verkum þess orka á mann með undrakynngi. Landslagslýsingar hans eru þess háttar að seint fyrnast í huga manns. Ekkert í náttúr- unni, lifandi né dautt, dylst fránum sjónum þessa frábæra frásagnameistara og náttúru- skoðara. Og í skauti náttúr- unnar á maðurinn — homo sapiens — ætíð griðastað er hann flýr undan erlendum inn- rósarherjum eða áþján arð- ránsins. Náttúrulýsingar Sadoveanus eru oft með þeim liætti, að maður fer um leið nærri um geðbrigði söguhetja hans; í annan tíma leikur hann fram andstæðunum, auðgi náttúru- fegurðarinnar og öreigð og ömurleík þeirra, sem lifa og hrærast í þessu undursamlega umhverfi. Fegurðin í frásagnarhætti Sadoveanus býr í túlkun hans á lífinu. Hér er brugðið upp slíkri svipmynd úr skáldsög- unni „Fálkunum“ þá er boy- aramir hafa flæmt Nicoara Potcoava — söguhetjuna —- og hóp bænda frá býlum sín- um: „Aftansólin var að hníga til til viðar í fjólublárri móðu fjallanna í fjarska, hressandi en mildur andblær var á og hægur þytur barst úr runnun- um. Blærinn bærði aspimar öðru hvoru og vatnið í Molda- viuónni leiftraði í silfruðúm ljóma. Úr djúpi þagnarinnar mátti heyra væl veiðibjöll- unnar og sjávamiðinn. f kyrr- látri angurværð hins vorbjarta umhverfis lötruðu menn og hestar niður dalinn, Hugir þeirra voru þrungnir af- þrá og þjáningu, þvi var þeim svo stirt um mál, orð þeirra bit- ur, örstutt og afar fóbreytt, en tjáningin djúp og sársauka- full. Þeir héldu niður dalinn þögulir, umvafðir síðustu skimu Ijósaskiptanna". Tungutak Sadoveanus er töfrandi. Hann hefur tamið sér mjög persónulegan stíl, sem höfðar til málíars alþýðunnar á listrænan hátt. í fáguðum stíl hans gætir áhrifa frá ann- álahöfundum og hinum sí- gildu skáldum liðinna tíma. Snilld Sadoveanus hefur ver- ið stöðugt að aukast og fógast og nær hámarki í skáldsög- unni „Nicoara Potcoava“. Fróð- legt er einnig- að sjá hvernig Sadoveanu færir sér í nyt reynslu og tækni mestu rit- höfunda, um víða veröld. Sérstaklega gætir óhrifa á verk hans frá raunsæishöfund- unum Tolstoj, Tékoff, Balzac og Flaubert. skap Sadoveanus. Hann er þrunginn elsku og aðdáun á rúmensku þjóðinni, list henn- ar, tungu og bókmenntaarfi. Myndir þær, sem hann hefur dregið upp af rúmenska þjóð- félaginu fyrr á tímum, eru daprar og skuggalegar, en þar lætur hann ekki staðar num- ið. Hann byggði sérnýjanheim — draumaland — sem hvíldi á fyllsta samræmi í efnahag, menningu og sameignarmálum. I lýsingum sínum á liðnum tímum sér hann fyrir straum- hvörf morguhdagsins. í bók- um eíns og „Mitrea Cocor", „The Lure of Flowers“ og „Frá atburðum í djúpum Dón- ár“, Iýsir hann störfum rúm- ensku þjóðarinnar á allra síð- ustu árum, og eru þær nýr þáttur í bókmenntastarfsemi hins óþreytandi skáldjöfurs. Söguhetjur hans taka þátt í hinum stórkostlegu breyting- um, sem nú fara fram með þjóðinni: skiptíngu jarðanna milli bænda, byggingu nýrra iðjuvera, rafvæðingu þorpanna og bættu menntunarástandi á stöðum, þar sem myrkur fá- fræðinnar hefur öldum sam- an- verið alls ráðandi. f seinustu ritverkum Sadove- anus hafa persónur hans fund- ið svör við vandamálum ,hi(nna kúguðu bænda í- skáldsögum hans og smásögum, sem komu út fyrir síðari heimsstyrjöld- ina. =sss== Eftir frelsun landsms 23. ágúst 1944 hefur Sadoveanu tékið virkan þátt í opinberu lífi þjóðarinnár. Rödd hans liefur hljómað í þeim mikla kór manna og kvenna um ver- öld alla, er flytja boðskap frið- arins. í samtökum rithöfunda hafa ungir og rosknir setzt við ' fætur hans og hlotið leiðbein- ingar, sem hann veitir fúsléga af hinni miklu reynslu sinni. í rúmensku akademíunni stuðlar hann að vexti og viðr gangi þessarar háborgar mennta í landinu, þar sem reynsla hans og ærin þekk- ing kemur í góðar þarfir við vandasamar rannsóknir á rúmenskri tungu. Sem þingmaður hefur Sad- oveanu ennfremur lagt fram krafta sína í þágu hinna stór- fepglegu framfaramála, sem lögfest hafa verið til bættra þjóðfélagshátta og nýs lífs á ættjörð hans. Og það er eng- an bilbug á Sadoveanu að finna. Hann eys enn af nægta- brunni skáldsnilli sinnar, og þjóðin tjáiv honum þakkir sín- ar með hlýjum liug og djúpri virðingu. Hjálmar Ólafsson Heimildir: Nicolae lorga: Mi- hail Sadoveanu, Bucuresti 1955, og Agerpress no 28 1955. mrannawiaamiBnnaaaaiiiinaniica ■■a«-naiaaBaBBai«aaa'BaiB«aMna:a< FÉLAG ÍSLENZKRA LEIKARA verðujr í Þjóöleikhúsinu á morgun mánudagúui 14. maí klukkan 8.30. TIL SKEMMTUNAR VERÐUR: Efaxnozka í þágu iriðarins, atómieikrit í einum pætti. Fjárhættuspilarar, gamanleikur í einum pœtti eftir Nikolaj GogoL Fpskyldumynd, gammileikur meö söngvum eftir Noel Coward, Aðgöngumiðasala í Þjóöleikliúsinu frá kl. 1.15 Allwr ágóöi af sýningunni rennur í styrktarsjóöi leikara. ■laaaanaaaaaaaaaaaaBaBaaaaaBaamBnsaaaaaaa' ■aaaaaBMMavM !■■■«■■«■>■»*• ••■■.■(■•■■■■■■■■■■■■■■Maaaaaaafaiuiiaiiiaiiiiiaaiaaaaaianiiniiiiiiiaiiiiigai >)in> •■ ■» ■■■•• ®. ÞJÓÐVILJANN vantar ungling til að bera blaðið til fastra kaupenda í Laugarási og Sólvöllum Talið við afgreiðsluna. —Sími 7500. Ættjarðar- og lýðræðisást er mjög sterkur þáttur í skáld- Hjartanlega pakka ég öllum, sem glöddu mig meö gjöfum hamingjuóskum og heimsóknum á sextugsafmœli mínu. Arniinnur lónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.