Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 12
Málverkasýningu. Veturliöa Gunnarssorear í Listamannaskálanum lýkur í kvöld. Hefur sýningin verið mjög vél sótt, og mikill meirihluti myndanna eru seldar. Þessi mynd er af einu málverkinu á sýningunni, og nefnist pað kvöld í Feneyjum. Churchill vill Sovétríkin í Mlamhaf sbantfalagið Winston Churchill hefur lagt til, að Sovétríkjunum verði boðið aö gerast aðili að Atlanzbandalaginu, ef þau reynast hafa tekið upp nýja stefnu. þeim aðild að samstarfi þeirra þjóða sem standa að Atlanz- hafsbandalaginu. Churchill gerði þetta í ræðu sem hann flutti í þýzku borg- inni Aachen á fimmtudaginn, en þangað var hann kominn til að laka á móti verðlaunum þeim sem kennd eru við Karlamagn- ús keisara og eru veitt þeim mönnum sem unnið hafa í þágu einingar Evrópu. Churchill sagði í ræðu sinni að ,ef svo reyndist að ráða- menn Sovétríkjanna hefðu horf- ið frá, þeirri stefnu sem Sovét- ríkin hefðu fylgt í tíð Stalíns, Von Brentano, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, sagði við fréttamenn í Bonn í fyrra- dag, að hann teldi þessa hug- mynd Churchills ekki tímabæra að svo stöddu, enda hefði hann ekki orðið var við, að brezka stjórnin hefði í hyggju að beita sér fyrir henni, þegar hann var í London til viðræðna gæti orðið tímabært að bjóða við hana fyrir nokkrum dögum. Kvenréttíndafélag íslands vill fá kon- ur í örugg framboðssæti Heíur skriíað öHum stjórnmálaflokkunum Eftirfarandi bréf sendi stjórn Kvenréttindafélags fs- lands miöstjórnum allra stjórnmálaflokkanna 9. apríl s.l. Eins og kunnugt er voru ísl. alþingismenn svo frjálslyndir árið 1915 að veita konum á ís- landi kosningarétt og kjörgengi. Fögnuðu konur þessu að vonum, og hafa jafnan haldið 19. júní hátíðlegan til minningar um þessa réttarbót. Gerðu þær sér vonir um, að nú myndu þær eiga íulla aðild að stjóm lands- ins og sitja á Alþingi ekki síð- ur en karimenn. Raunin hefur orðið önnur. Árið 1916 var Bríet Bjarn- héðinsdóttir í kjöri við lands- kjör, en náði ekki kosningu. kjör, en náði ekki kosningu. Við kosningar 1922 settu kon- Templarar fara til Akraness Sunnudaginn 22. aprii 1956 fór Umdæmisstúkan nr. 1 tii Akraness með m/s Akraborg. Þátttakendur voru 36 templar- ar. Komið var til Akraness kl. 10 f.h. Móttökur önnuðust témplarar úr stúkunni Akur- b!óm nr. 3. Gengið var til Framhald á 3. síðu. ur upp kvennalista, þegar sýnt þótti, að engin kona mundi verða kjörin af listum stjórn- málaflokkanna, og var Ingi- björg H. Bjarnason kjörin. Nú fyrifbyggja kosningalögin m. a. að þessi leið sé farin enda eru konur nú flokksbundnar eigi síður en karlar. ......... Næsta kona, er sæti átti á Alþingi, var Guðrún Lárusdóttir, sem kjörin var á landsiista 1930 og endurkjörin 1934. Nú líða átta ár svo, að eng- in kona á sæti á Alþingi, en 1946 or Katrín Thoroddsen kjör- in í uppbótarsæti. Árið 1949 hlutu þær Kristín L. Sigurðar- dóttir og Rannveig Þorsteins- dóttir héraðsdómslögm. kosn- ingu, en síðasta kjörtimabil hef- ur engin kona átt sæti á Al- þingi. . Kvenréttindafélag íslands tel- ur þessa þróun algjörlega óvið- unandi og heitir á stjórnmála- flokkana að skipa konur, eina eða fleiri, í trygg íramboðssæti við kosningar í sumar. Virðingarfyllst, f.h. Kvenréttindafélags íslands Sigríður J. Magnússon formaður 60 nemendur sóttu Tónlistarskóla Árnessýslu í vetur Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans Tónlistarskóla Árnessýslu var slitið laugardaginn 5. maí í Sel- fosskirkju. Við skólaslitin Iéku nokkrir nemendur skólans á píanó. í skólanum stunduðu nám yfir 60 neniendur úr 10 hrepp- um sýslumiar. Námsgreinar voru sjö. Skólastjóri og jafníramt að- alkennari var Guðmundur Gils- son, en auk hans kenndu við skólann þau Sída Benedikts- dóttir og Jón Ingi Sigurmunds- son. Eins og kunnugt er rekur hið nýstofnaða tónlistarfélag Ár- nessýslu skólann, ennfremur vinnur það að útbreiðslu tón- listar í sýslunni. Iftelur skipi um svigi Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans Nú er að mestu lokið við að brjóta niður hið gamla Mjólk- urbú Fióamanna, og finnst okk- ur hinum gömlu Selfossbúum austurhluti bæjarins vera ljót- ur og svipiítill á eftir. Þetta var falleg og skemmtileg bygg- ing, og víst að þeir sem hafa dvalizt hér lengi sakna hennar fyrst \ stað. Xorrseuir námssiyrkir Eins og undanfarin ár mun ókeypis skólavist verða veitt á norrænum lýðháskólum næsta vetur fyrir milligöngu Norrænu félaganna. 1 Svíþjóð munu a.m. k. 8 fá skólavist á þennan hátt, í Danmörku 1, í Finnlandi 1 og 2 í Noregi. — Umsækjendur skulu hafa lokið gagnfræða- prófi eða öðru hliðstæðu námi. I umsókn skal tilgreint nám og aldur. Afrit. af prófskirteinum fylgi ásamt meðmælum skóla- stjóra, kennara eða vinnuveit- enda. Umsóknir skulu sendar Nor- ræna félaginu í Reykjavík (Box 912) fyrir 20. maí n.k. fiJðmnuiNN Sunnudagur 13. maí 1956 — 21. árgangur — 107. tölublað Flugíélag Islands flutti um 12 þk farþega á fyrstu 4 uiáiÉnn ársins Flugvélar Flugfélags íslands fluttu 11.811 farbega fjóra fyrstu mánuði þessa árs, og gerður samanburður á sama Hliðstæðar tölur frá því í fyrra gefa hins vegar ekki rétta hugmynd um aukningu sökum hins langa verkfalls. Á innan- landsflugleiðum voru fluttir 9.987 farþegar og 1824 milli landa. Vöruflutningar innan- lands námu 311.265 kg. (73% aukning) og póstflutningar 60.384 kg, (15% aukning). Miklar annir hafa verið hjá Flugfélagi íslands að undan- förnu, bæði í innanlands- og millilandaflugi. Hafa verið fluttir að jafnaði um 160 far- er það um 46% aukning sé tímabili 1954. þegar á dag það sem af er þessum mánuði á innanlands- flugleiðum, og millilandaflug- vélar félagsins era oftast þétt skipaðar. Fyrirsjáanlegt er, að míkið verði um Grænlandsflutninga, í sumar. Er ráðgert, að farnar verði um 8 ferðir með danska verkamenn frá Kaupmannahöfn til Thule-flugvallarins í Norð- ur-Grænlandi. Ennfremur eru fyrirhugaðar leiguferðir til Meistaravíkur í sambandi við blývinnsluna, sem þar er hafin. Þeir sigla á ,föðurarfimim’ heim Gísli}. Johnsen senn væntanlegur hingað Vonazt hafði verið eftir að björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen, sem Gísli J. Johnsen í Vestmannaeyjum gaf, næði hingað heim fyrir lokadaginn, en óveður tafði hami á heimleiðinni. Vegna óveðursins sem hann hreppti leitaði hann inn til Þórshafnar til að bíða betra veðurs. Á bátnum er fjögurra manna áhöfn. Skipstjóri er Ámi Heimspekinám í Ameríku Háskólinn í Madison, Wiscon- sin, í Bandaríkjunum, bauð fyr- ir nokkru fram 1500 dollara styrk til handa íslenzkum stúd- ent til námsdvalar þar vestra næsta vetur, og var Háskóla Islands falið að auglýsa styrk- inn og úthluta honum. Styrkur þessi hefur nú verið veittur Halldófi Sigurðssyni rit- höfundi, sem hefur tekið höf- undarnafnið Gunnar Dal. Hann hefur stundað heimspeki við háskólana í Edinborg og Kal- kútta og gefið út tvö rit um heimspekileg efni, auk ljóða- bókar, svo sem kunnugt er. Hann hyggst leggja stund á ameríska heimspeki þar vestra og rita um hana í framhaldi af hinum fyrri bókum. Prófessor Einar Haugen frá Madison, sem hefur dvaíizt hér á landi undanfarna þrjá mán- uði og flutt nokkra fyrirlestra við liáskólann, hefur haft milli- göngu um styrk þennan. Valdimarsson. stýrimaðúr Jón Jónsson, véianiaður Þórður Jóns- son, og fjórði maðurinn er Bernhard Eskengren, sænskur vélfræðingur frá June-Munktell- fyrirtækinu. Þjóðviljanum hefur borizt úrklippa úr Gautaborgar- blaði, þar sem sagt er frá heim- för Gísla J. Johnsen og hlutverkí bátsins heima á „sögueynni“, Segir þar að skipasmíðameist- arinn Einar Johanson hafi við brottförina sagt að það væri ánægjulegt að afkomendur sænskra víkinga létu byggja skip sín í Svíþjóð, og skipstjór- inn, Árni Valdimarsson, þá svar- að því að' það væri þá að réttu lagi föðurarfurinn sem þeir hefðu kömið til að sækja. Aðalfundur Þjóðræknis- félagsins Á nýlega afstöðnum aðaifundi Þjóðræknifélags fslendinga var Árni G. Eylands stjómarráðs- fulltrúi kosinn forseti félagsins ’ í stað dr. Þorkels Jóhannesson- ar rektors Háskóla íslands, er ' baðst undan endurkosningu. Aðrir í stjórn félagsins eru: Sigurður Sigurgeirsson bankarit- ari, Þói’ir Þórðarson dósent, Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og Ottó Ólafsson fulltrúi. SÖSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Féfagsfyndur veröur n.k. þriðjudag kl. 8-30 e.h. í Þórscafé (gengiö inn frá Hlemmtorgi). liœti verðnr um Alþingiskosningarnar 24. júní 1956 Nánar auglýst i þriðjudagsblaðinu. Stjórnin Eflum kosningasjóðinn — Takið söfnunargögn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.