Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 9
 % ÍÞRdniR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON Smmuóagíir 13. maí 1956 — ÞJÓBVILJINiN — (9 I Vesfmannaeyjum er almennur áhugi fyrir fþroftum að vakna að nýju — seg/V FriSrik Jesson, iþróftakermari, sem verður fimmtugur á morgun ÁLFUR UTANGARÐS: Gróðaveffurinn Friðrik Jesson íþróttakennari I Vestmannaeyjnm er fæddur í Norður-Hvammi í Mýrdal hinn 14. mai 1906. Hann er sonur hjónanna Ágústu Eymunds- dóttur og séra. Jes A. Gísla- sonar, sem þá var prestur þar í sóknum. Ungur að aldri flutti Friðrik með foreldrum sínum til Vestmannaeyja, en þaðan er föðurætt hans upprunnin, og hefur Friðrik alla tíð síðan verið í Eyjum og átt þar mik- inn þátt í þróun íþróttamál- anna og á tímabili var hann lífið og sálin í svo að segja öllu því, er að iþróttum laut. Friðrik lærði íþróttir í Reykjavík og síðar í Dan- inörku og lauk íþróttakennara- prófi frá Statens Gymnastik- Institut í Kaupmannahöfn ; 1924. íþróttakennslu hóf Friðrik! 1929, en þá var hann þegar landskunnur afreksmaður í í-! þróttum og í heimahéraði sínu hafði hann þá þegar átt allra manna stærstan þátt í að vekja þann almenna íþróttaáhuga, í sem á því tímabili gerði Vest- mannaeyinga í ýmsu að fremstu íþróttamönnum landsins. 1 tilefni fimmtugsafmælis Friðriks hefur Iþróttasíðan átt tal við hinn merka íþrótta- brautryðjanda, sem enn í dag heldur áliuganum og varðveitir anda hins sanna íþróttamanns, sem skilur og metur til fulls göfgi góðrar íþróttar, þótt hann etji ekki lengur kappi á leik- vanginum í eigin persónu. Og Friðrik er alltaf skemmtilegur heim að sækja og leiftrar af á- huga og íþrótta-gleði, þegar rifjaðir em upp atburðir frá þeim tímum, þegar mest gekk á — minningar um tvísýna keppni og fangbrögðin við erf- iðleikana úr féiagslífi íþrótta- manna, Húsfreyjan, Magnea Sjöberg kona Fri.ðriks, er kom- in með kaffi og hinn geðfelldi blær heimilis þeirra gerir það svo einstaklega notalegt að spjalla samau og fá leyst úr spurningum. — Hvað finnst þér nú athygl- isverðast úr reynslu þinni i íþróttamálunum? — Félagsandinn, sem skapað- ist á æfingunum og í starfinu við erfið skilyrði, orkaði miög hvetjandi á mig, svarar Friðrik. En það ui'ðu mér líka nokkur vonbrigði, þegar áhuginn dofn- aði um leið og skilyrðin bötn- ■ uðu. — En nú held ég að á- huginn sé að vakna að nýju. — Hvert er nú viðhorf þitt til íþróttamálanna í dag og hvað heldurðu um framtíð þeirra? — Ég reyni að láta sem alla meiriháttar kappleiki, sem ég á kost á, og þegar landsleikir eru háðir þá stendur illa á hjá mér ef ég bregð mér ekki til Reykjavíkur að horfa á þá. Um framtíðina er nú máske ekki miklu hægt að spá, en ég þyk- ist sjá þess nokkur merki, að hér í Eyjum renni brátt upp þeir tímar, að Vestmannaeying- ar muni mæta sterkir til keppni við íþróttamenn annarra liéraða. íþróttaæfingar utan -leikvallar verða hér nú sífellt almenn- ‘I bil hver nemandi hafi sinn bolta til meðferðar í þeirri þjálfun. — Hefur þú ekki farið utan sem íþróttamaður á veguni þróttalireýfingarinnar? — Árið 1929 fór ég 1 glímu- og fimleikaflokki Ármanns til Þýzkalands. Við sýndum þar í mörgum borgum. Svo fór ég í hópi íþróttakennara á olympíu- leikana í Berlín 1936. Á þeim leikum kepptu tveir Vestmaima- eyingar, Sigurður Sigurðsson í hástökki og þrístökki og Karl Stangarstökkið liefur um áraraðir verið einskonar „þjóðaríþrótt11 í Vestmannaeyjum, og þaðan liafa flestir af beztu stangarstökkv- unun landsins ltomið, Myndin er af sjö Vestmannaeyingum, sem allir liafa getið sér orðstír sem stangarstökkvarar (taldir frá vinstri): Jónas Sigurðsson, Friðrik Jesson, Ásmundur Steinsson, Karl Vilmundarson, Ólafiu* Erlendsson, Guðjón Magnússon og Torfi Bryngeirsson. ari og það spáir góðu. Ég tel líka að hið nýja keppnisfvrir- komulag, þar-sem nokkuð jöfn lið eiga þess kost að þreyta kapp um að hækka í flokki, verki hvetjandi og sé til bóta. — Þú hefur þjálfað íþrótta- menn til keppni eftir að þú hættir sjálfur að keppa; hvað hefur þú að segja um þjálfara- störf þin ? — Ég var um tíma þjálfari fé- laganna hérna í knattspymu, sundi og frjálsum íþróttum. Þá náðist góður árangur í sundi og voi'u Vestmannaeyingar þá í fremstu röð íslenzkra sund- manna, við veittum Reyk\úking- um þá harða keppni. Ema keppnisför fórum við til Akur- eyrar og skildum jafnir við sundmenn þar. Eria ísleifsdótt- ir setti þá Islandsmet í sundi og margt var þá um góða sund- menn liér. íþróttakennslan við barna- skólann getur máske, líka að vissu leyti. kallazt þáttur í þjálfarastörfum mínum. Nú er mikill knattspyrnuáhugi hjá strákunum-Fskólanum og ég er sammála íþróttafulltnia í'íkisins um að mikilvægt sé, að strax minnst hjá mér fara af því, sem í skólanum. fari fram þjálfun í gerist í íþróttalífinu. fig ihorfi á boltameðferð, þannig að um það l Vilmundarson í tugþraut. Sig- urður náði þá góðum árangri í þrístökkinu, stökk yfir 14 m markið og fékk 14 m staðfesta sem Islandsmet, en hann stökk raunar.lengra. Og það ber margt á góma um menn og. málefni íþróttahreyf- ingarinnar, heilir þættir, sem heima eiga í almennri íþrótta- sögu, og íþróttasögu Vest- mannaeyja þó sérstaklega, en verða því miður ekki téknir með í stutt afmælisviðtal. - tín nú látum við rabbinu á vegum íþróttasíðunnar lokið. Ef um almennt blaðaviðtal hefði verið að ræða, hefði það ekki síður freistað gestsins að fá að líta á Ijósmynda- og fihnusafn- ið eða vinnustofuna í kjallaran- um á Hóli, þar sem Friðrik stoppar upp fugla, því enginn skyldi halda að íþróttirnar séu hið einasta, sem máli skiptir í starfi Friðriks Jessonar. Að þessu sinni látuni við sem sagt eins og við vitum ekki af því, að Friðrik er t.d, aðalmað- urinn í að taka mikla Vest- mannaeyjakvikmynd og er einn af fremstu áhugaljósmyndurum landsins, né held,ur hinu, að hann er einn af örfáum íslend- Framhald á 10. siðu t83. dagur . 1 Nýju jai'ðeigendurnii' höf ðu sérstaklega áhuga á þeini hlunnindum jarða sinna sem voru 1 fljótandi ásigkomu- lagi. Á meðan þeir stpðu við gerðu þeir sér þaö helzt til dundurs aö rekja vatnsföll sem runnu í og með land- areignum þeirra, og leita uppi polla og tjarnir, og lemja vatnsborðið með veiðárfærum sem þóttu ekki líkleg til mikilla aflabragða á þessum slóðum. Voru þeir þó ekki fáir vatnabúarnir, allt frá stórlöxmn niöurí lækjarlont- , ur og hornsíli, sem létu giepjast af girnilegri flugu eða feitum maöki, og hlutu aö geispa golunni uppá þurru landi sökum girndai’ sinnar og fomtni. Gáfu téö afia- brögð glæsilegar vonir um ábatasama útgerð 1 fram- tíðinni. Flestir höfðu aöeins skamma dvöl á óöulum sínum, því þetta vom allt þýöíngarmiklir menn sem höföu skyldum aö gegna við þjóðfélagið og þarafleiðandi ekki frjálsir menn nema að mjög takmörkuöu leyti. Vatna- búar þeir sem höfðu sloppið við aungla þeirra í þetta skipti þurftu ekki að óttast tálbeitur fyrren að sumii. Þeirra var saknáö á mörgum bæjum, því þeir voru altil- legir og örláth’ menn og kunnu vel aö meta allar fyrir- greiöslm’. Höfðu sum heimili haft nokkra tekjuauka í reiðufé af komu þeirra, því nú vonx menn í Vegleysu- sveit sem qðast aö snúa af hinu þraunga og torfæra einstigi greiöaseminnar útá beinan og auöfarinn veg auðshyggj unnar. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert auðveldai’a en aö græða penínga. Til þess þarf hvorki sérstáka menntun eöa hæfileika. Það er nóg að komast í vinnu hjá Könunum og fá þar greiddar eins margai’ klukku- stundir á sólarhríng og unnt er. Menn höfðu fyrir satt að fyrir sunnan hefðu menn komist uppí það að fá greitt kaup fyrir tuttugu og fimm klukkutíma á ein- um sólarhríng, og var mikill hugur í mönnmn áö hnekkja því meti. % Auðsöfnun manna í Vegleysusveit var þó að vonum misjöfn, því erfiðar heimilisástæöur geröu mörgum tor- velt að gánga gróðaveginn einsog hugur þehra stóð til. Svo arðlítil atvinna einsog heyskapur var víöast ekki stunduð nema um helgar, og var sýnt að tún niyndu víöa standa óslegin aö hálfu og smhstaöar rúmlega þaö. En bændur höfðu eingar áhyggjur útaf ásetníngi í þetta skipti, því flestir voru þegar staðráðnh* í því að leiöa búfé sitt á blóövöll þegar haustaöi, nema kannski eina belju og fáeinar kindaskjátm’, meir til gamans og félagsskapar fyrir þá sem heima uröu aö sitja helduren af nauðsyn. Svo var guði og Amríku fyrir áö þakka áö menn þmftu ekki leingur aö byggja afkomu sína á svo ótryggum og misfellasömum grunni og kindum og kúm. En á meöan sumir rökuöu aö sér peníngum vom aðrir sem fóru á mis við þau lífsgæði af mismunanöi óviöráöanlegum ástæðum. Stjana á Hóli var alveg eyöi- lögð manneskja yfir því aö geta ekki gómaö eitthvaö a; þeim fjársjóömn. sem nánast rigndi yfir sveitúnga henn- ar. Á Hólsheimili var ekki uppá marga aö hlaupa til þess aö taka þátt í kapphlaupinu um veraldarauöinn. Bónda hennar var tekin aö förlast svo mjög sjón uppá síökastið áð hann var hættur aö geta lesið húslesti’a, auk, þess var heyrnin tekin aö bila svo alvarlega, aö hann var steinhættur áö heyra til hennar þegar henni lá eitt- hvaö á hjarta framyfir venjulegt heimilisnöldiu’. Særöi Stjana þó bónda sinn ákaft aö gánga í herinn, og hélt hann eins liötækan og Dána á Gili, en hann þumbaöist; viö, svo Stjana var farin áö halda aö forsjóninni heföi algjörlegá sést yfir Hólsheimilið þegar hún deildi vel- geröum sínum. i En alltíeinu kom þaö á daginn að Hólsheimilið var ekki með öllu heillum horfið. Dag einn á miöju sumri reis heimasætan Sigþrúöur alltíeinu uppúr eymd sinni og tjáöi móöur sinni aö hana lángaöi til aö fara í vinnu til Kananna. • ; Nú trúi ég bara ekki mínum eigin eyrum, hrópaði móöir hennar og sló á lær. HvaÖ ætli þýði fyrir þig að fara í vist til vandalausra á meöan þú ert varla mann-; eskja til áö þjóna sjálfri þér, auk heldur meir. i Ég get gert það sem ég vil, ansaöi dóttirin þráalega, j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.