Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 10
ftnmmmiiimniimiiiiiiimmiiinniminmmmiimmiinmiiimimmiiimtfmiiiunii 1Ö) — ÞJÓÐVILJINN — Suimudagur 13. maí 1956 ■ HIIMIUniUI málgagn Alþýðubandalagsins, kemur út á hverjum mánudegi. Fiytur greinar um hagsmunamál alþýðunnar, almennar stjórn- málagreinar og fréttir af kosningastarfi og fundum Alþýðubanda- lagsins um allt land. Framboð ftlþýðubandalagsins eru fyrst birt í UTSYN I blaðið skrifa að staðaldri m.a.: Hannibal Valdimarsson, formaður Alþýðubandalagsins, Einar Olgeirsson, varaforma&ur Alþýðubandálagsins, Alfreð Gíslason, ritari Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósepsson, alþingismaður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Finnbogi R. Valdimarsson, alþingismaður. Ú T S Ý N læst í öllum blaðasölum í Reykjavík og nágrenni og boðsmönnum í öllum kaupiúnum og kaupsiöðutn landsins. um- Enginn, sem vill fylgjast með því, sem nú er að gerast í íslenzkum stjórnmálum, getur verið án Ú T S Ý N A R . Vikufalaðið ÚTSÝN, Hafnai’stræti 8, Reykjavík — Símar: 6563 og 80832. Skáhþát Framhald af 6. síðu. 8. — Hel 9. d5, Rd4! 10. Rxd4, exd4 11. Bxd4, Rxe4 og staðan varð brátt jafntefliskennd, Reshev- sky — Najdorf, Zúrich 1953). 8. — Re7 9. Hbl (Hér er venjulega leikið 9. Rel, Rd7 10. Be3, f5 11. f3, f4 12. Bf2, g5 og svartur fær þægi- lega sóknarstöðu. Hinn gerði leikur er leikinn í þeim til- gangi að leika b4, c5 og á þann hátt að sprengja peðakeðju svarts.) 9. — a5? (Þefcta var mjög kærkominn leikur fyrir hvít, því nú verður mun auðveldara að veikja reiti fyrir svarti á drottningararmi Bezt var 9. — Re8). 10. Rel, Rd7 11. Be3, f5 12. f3, f4 13. Bf2, g5 14. Rd3, b6 : j(Hvítur hótaði c5.) 15. a3, Rf6 16. b4, h5 XSvartur getur ekkí reist rönd við peðastöðu hvíts á drottn- ingarvæng, og verður því að halda áfram hinni máttvana peðasókn sinni á kóngsvæng.) 17. c5, axb4 (Ef 17. — g4 þá 18. Db3! og hótar Rxe5 auk þess sem leik- urinn hótar cxb6, bxa5 og Db6.) 18. axb4, bxc5 19. bxc5, Rg6 20. Rb4! (Hótar að leggja undir sig c6- reitinn. Ef 20. — Bd7, þá 21. cxd6, cxd6 22. Ro6! og riddar- ínn er friðhelgur vegna frí- peðsmyndunarinnar.) 20. — Hf7 21. Rc6, De8 22. cxd6, cxd6 23. Ra4! (Hvitu riddararnir eru nú orðnir að stórveldum.) 23. — Rd7 (Þvingað. Hvítur hótaði Rb6 og vinna skiptamun.) 24. Dc2, Bf8 25. Ra7! turinn ABCDEFG H (Hvítur hótar að vinna mann með 26. Dc6.) 25. — Rc5 (Ef 25. — Rf6, þá 26. Bb5, Bd7 27. Rc6! og hótar Rb6.) 26. Bxc5, dxc5 27. ' Rc6! Bd7 (?) (Meira viðnám veitti 27. — Hb7, en staðan er engu að síður unnin eftir 28. Rxc5.) 28. Bc4 (Valdar Rc6 óbeínt.) 28. — Bd6 29. Bb6, Ha3 30. Hal! (Einfalt, en sterkt. Eftir hinn gerða ieik á svartur sér ekki undankomu auðið.) 30. — Hxal (Þvingað vegna Ha8 og vinnur drottninguna.) 31. Hxal, Bc8 (Ekki nægir svarti að leika 31. — Hf8 vegna 32. Ha8! Df7 33. Ha7 og vinnur mann. Ef 31. — Kg7 þá 32. Ha8 og vinnu.' drottninguna. Sama gildir um 31 - Rf3 32. Ha8, Hc7 33. Ra7(?) (Smávegis ouakvæmn. Fljit virkara var 32. Ba6!, Re7 33. Rxe7t og vinnur strax.) 33. — Re7 34. Raxc8, Rxc8 35. Ba6, c4! (Síðasta hálmstráið.) 36. Bxc8, Bc5t 37. Kfl, Kg7 38. Ba6, Dg6 39. d6! (Riddaranum er ætlaður sóma- samlegur stökkpallur eftir unn- in afrek!) 39. — Dxd6 40. Rd5 og svartur gafst upp. Iþróttlr Framhald af 9. síðu. ingum sem kann þá list að stoppa upp fugla og hefur af- rekað mikið á því sviði, og við víkjum heldur ekkert að því, að Friðrik er auk alls annars meistari í bókbandsiðn. Nei, það voru bara íþróttirn- ar, sem til umræðu voru að þessu sinni og við kveðjum heimilisfóikið með þakklæti fyr- ir skemmtilega heimsókn og árnum afmælisbarninu allra heilla á afmælinu og ókomnum timanum. ★ Ég sem þessar linur skrifa átti því láni að fagna að vera samherji Friðriks á knatt- spyrnuvelli um árabil. Hin fágaða framkoma hans á leik- velli og í daglegu lífi, var mjög til fyrirmyndar, hans brennandi áhugi fyrir íþróttum dró marg- an æskumanninn út á braut í- þróttanna. Allir þessir menn munu nú á fimmtugsafmæli Friðriks minnast hans með þakklæti. Friðrik iðkaði margar íþróttir og var ákaflega f jölhæf- ur, sérstaklega má segja að hann hafi gjört Vestmannaey- inga fræga fyrir stangarstökkið. I þeirri grein hafa margir mót- azt af hans viljakrafti og stíl og eftir að Friðrik hætti keppni komu þeir Karl Vilmundarson, Ásm. Steinsson, Guðjón Magn- ússon. Ólafur Erlendsson, að ó- gleymdum Torfa Bryngeirssyni og má segja að stangarstökkið hafi um áraraðir verið nokkurs konar „þjóðaríþrótt“ Vest- mannaeyinga. Það má segja. að allir þeir stangarstökkvarar, sem byrjuðu að æfa eftir að Friðrik hætti, hafi orðið mjög fyrir áhrifum frá honum, enda leiðbeindi Friðrik þeim flestum að meira eða minna leyti. Ef til vill er Friðrik fjölhæfasti í- þróttamaður sem ísland hefur eignazt. í um það bil áratug var hann einn fremsti frjáls- iþróttamaður landsins; árið 1931 var hann fimmfaldur Islands- meistari og átti lengi met í ýmsum greinum. Auk þess var hann meðal fremstu knatt- spyrnumanna landsins, afreks- maður í íslenzkri glímu og sundi og liðtækur í livaða úrvalsflokk sem var i fimleikum. Formaður ,,Týs“ var Friðrik 1925—1932; má fullyrða að „Týr“ hafi ekki átt vinsælli formann og leið- beinanda, en Friðrik reyndist i sínu starfi. Hann hefur um langan tíma kennt íþróttir og fimleika við barnaskólann i Vestmannaeyjum, einnig er hann starfandi sundkennari. Nemendurnir hafa virt hann og dáð, eins og við hinir gömlu samherjar hans á sínum tíma. Ef ég væri spurður hvað það væri sem mér þætti mest um vert í framkomu hans, þá myndi ég hiklaust segja hans fágaða framkoma, alúð og kurteisi. Þetta er það sem hefur gjört Friðrik mjög vinsælan í daglegu lífi, bæði meðal nemenda hans og almennings i bænum. Knatt- spymufélagið „Týr“ á honum mikið að þakka fyrir öll hans störf í þágu félagsins og við sem áttum því láni að fagna að vera félagar hans í leik og starfi munum seint glejTna þeim, gömlu, góðu tímum. Á þessu merkisafmæli sendi ég Friðriki Jessyni og f jölskyldu hans hug- heilar árnaðaróskir, Þeir verða áreiðanlega margir, sem taka undir þær óskir til hins fimm- tuga unglings Friðriks Jesson- ar. Þór. Guðmundsson Vikuþœttir Framhald af 7. síðu klúbbsins mega verða ræðis- menn, bankastjórar og hundr- að menn aðrir sem teljast list- vinir! Auðsætt virðist að öllum öðrum íslendingum en þeim sem hér eru taldir muni ætl- að það eitt í sambandi vi§ „Listamannaklúbbinn“ að brosa að hinni göfugu „starf- semi“ „samkvæmismiðstöðv- ar“ B.Í.L. Virðist raunar hafa komið í ljós að innan Banda- lags íslenzkra listamanna finnist tæpast nógu margir snobbar né listamenn ger- sneyddir kímnigáfu til „starf- semi“ af þessu tagi. Varð að afiýsa fyrsta samsætinu vegna þátttökuleysis, með klaufa- legri afsökun. Rithöfundafélag íslands hef- ur nú gert hreint fyrir sínum dyrum og lýst yfir að það eigi enga hlutdeild í „Listamanna- klúbbnum“ né veizlu hansc þeirri sem misfórst. TIL LIGGUB LEIÐIN Kvennadeild Slysavarnafélagsins i • • ■ ■ í Reykjavík heldur fund mánudaginn 14. maí kl. j 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Til skemmtunar verður: m 1. TJpplestur (Lárus Pálsson, leikari). 2. Kvikmyndasýning. 3. Dans. FJÖLMENNIÐ Stjórnin m Framf fð iandbð naðarlns I ■ heitir bæklingur eftir ÁSMUND SIGURÐSSON, j sem er nýkominn út. — Efni hans má nokkuð j ráð’a af kaflafyrirsögnunum: ■ B ■ ■ Gildi landbúnaðarins í þjóðarbúskapnum. j Framleiðsluaukning þrátt fyrir fólksfœkkun. Hvernig er búskapur á íslandi í dag? Lánsfjármál landbúnaðarins. Væntanleg^framleiðsluaukning og erlendir markaðir. Gróði kapítalismans á landbúnaðinum. Stéttarleg afstaða bœndanna. Starf Sósíalistaflokksins í þágu land- búnaðarins. ■ BÆKLINGURINN fæst í Bókabúð Máls og menn- ingar, Skólavörðustíg 21, Bókabúð Kron, Banka- stræti 2, og afgreiðslu Þjóðviljans, Skólavörðust. 19 | Verð kr. 10.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.