Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 6
*> — ÞJtoVILJINN — Smmudagur 13. maí 1956 ÞJéÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósialistaflokkurinn Von um miklar breytingar Kapphlaup launa og verðlags Eidstrup teiknaði i¥*ví er marglýst yfir af ráð- * herrum Sjálfstæðisflokks- áns að í ríkisstjórn þeirra og Eysteins Jónssonar, Stein- jgríms Steinþórssonar og Kristins Guðmundssonar hafi iðldrei verið ágreiningur um tetefnu og aðgerðir í efnahags- vnálum og hernámsmálum. í ræðu sem Bjarni Benediktsson fflutti á Egilsstöðum og Morg- fiinblaðið birtir í gær, er meg- ánáherzla lögð á þetta atriði. iBendir hann á algjöra sam- Ktöðu flokkanna um álögurnar irniklu í vetur, „ef nokkuð var tréð Framsókn meira um end- Kmlegt form þessara ráðstaf- sna en við Sjálfstæðismenn". Um hernámsmálin segir hann: ,,Allan tímann var aldrei á- fgreiningur innan rikisstjóm- arinnar um þessi mál“. Ik ð sjálfsögðu væri ekkert •f*- mark takandi á yfirlýsing- 'jim úr þessari átt, ef ekki Væru fleiri heimildir. En hver eá sem vildi fletta Alþingis- fhíðindum undanfarandi ára, eða t.d. „Tímanum“, kæmist að raun um að Framsóknar- ráðherrarnir hafa sungið ná- kvæmlega sama sönginn og Sjálfstæðisfiokkurinn. Árás- irnar á verkalýðshreyfinguna, Rvívirðingarnar vegna verk- fallsins mikla í fyrra eru jafnt að finna í ræðum Eysteins og íSteingríms og Ólafs og Bjama. Kömu fáránlegu rökleysurnar til afsökunar hersetu Banda- síkjamanna hafa báðir flokk- arnir flutt, og keppzt um það. Saman hafa þeir fellt á Al- hingi tillögur sósíalista um Jtær sömu nauðsynjaráðstaf- E.nir í atvinnulífi og fjármál- 'um, sem Framsókn og jafn- Vel Sjálfstæðisflokkurinn líka, þykjast nú ætla að fram- 1 ikvæma eftir kosningar. nginn sem fylgzt hefur með stjórnmálaferli Eysteins ónssonar trúir þvi, að hann afi á einni nóttu ummyndazt r einum afturhaldssamasta tjómmálamanni landsins, ein- m þeirra er dýpst hafa lotið Bandaríkjaþjónustunni, — í íttækan og framfarasinnaðan tann, andstæðing erlendra erstöðva á íslandi! Engan tun undra þó Eysteinn kjósi ■emur að stjórna áfram með eim samsektarmönnum úr jálfstæðisflokknum, sem á- yrgð bera ásamt honum á ó- æfuverkum undanfarinna f A ð slíkum mönnum þver- ^nauðugum lét Framsókn til- Mðast að samþykkja viljayfir- ilýsingu um brottför banda- rísks hers af íslandi. Og eng- sinn ætlar manni eins og Ey- steini Jónssyni að hann muni *tanda við þá stefnu eftir kosn- ingar, nema hann þori ekki annað. En innan Framsóknarflokks- ins eru margir heiðarlegir menn, sem vilja að flokkur þeirra sé vinstri flokkur, vilja losa hann úr þeirri sjálfs- morðsaðstöðu að vera lengur í afturhaldsstjóm með Sjálf- stæðisflokknum. Óttinn við vinstristefnupa í flokknum hefur rekið jafnvel menn eins og Eystein út í kosningabrell- ur og sýndarandstöðu við sam- sektarmenn sina, sem enn sitja að vísu við hlið hans í ráð- herrastólum. Ætlun hans er sennilega að látast vera vinstri maður fyrst eftir kosningar, Hræðslubandalagið fari að brölta með myndun máttlausrar minnihlutastjóm- ar, og noti það sem afsökun til að svíkja jafnvel hin loðnu kosningaloforð. Og leita svo áður en langt um liði náðar- faðms Sjálfstæðisflokksins, og þá yrði aftur Ijóst að milli Bjarna Benediktssonar og Ey- steins Jónssonar era engin á- greiningsefni, hvorki um ó- þurftarverkin gegn alþýðu manna né þjónsverkin við bandaríska auðvaldið, svikin við málstað íslands. Þannig yrði þróunin ef Fram- sókn og Sjálfstæðisflokk- urinn slyppu úr kosningunum í sumar án þess að kjósendur gefi þeim eftirminnilega ráðn- ingu, í>að eina sem gæti vald- ið tímamótum í íslenzkum stjórnmálum væri kosninga- sigur Alþýðubandalagsins. Verði þau úrslit kosninganna í sumar, að Alþýðubandalagið verði öflugur þingflokkur, hlýtur Framsókn að verða knúin til vinstristefnu og vinstristjórnar, hvort sem aft- urhaldsforingjum hennar, Ey- steini Jónssyni og kumpánum, líkar það betur eða verr. ¥ íklega hefur kosninga á ís- landi sjaldan verið beðið með annarri eins eftirvæntingu og nú. Sú sannfæring liggur í loftinu að nú sé hægt að breyta til í íslenzkum stjórn- málum svo um muni. Og erf- itt mun að telja mönnum trú um að breyting til batnaðar fáist með því að kjósa enn þá flokka sem undanfarin ár hafa kosið samsektarhlutverk, beitt valdi sínu saman til fjand- skapar gegn alþýðusamtökun- um og setið að hinum gragg- ugu helmingaskiptum her- námsgróðans. Hitt er von manna, að nýja aflið í íslenzkum stjórn- málum, Alþýðubandalagið, geti komið miklu til leiðar að lokn- um ]>essum kosningum: Knúið fram vinstri stjóm og nýslcöp- unarstefnu. Bætt kjör fólksins með heilbipgðu atvinnulífi. Látið rætast draum allra heið- arlegra íslendinga um afnám herstöðva á íslenzkri grand. Að þvi mun margur kjósandi, sem áður fylgdi gömlu flokk- unum, vilja styðja með atkvæði sínu. SKAKIN Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON -$> Að loknum átta umferðum á skákþingi íslands standa leik- ar þannig, að Freysteinn Þor- bergsson er efstur með 6% vinning úr 7 skákum, Baldur Möller 51/2 úr 7 skákum, Ingi R. Jóhannsson 4% úr 6 skák- um, Ámi Snævarr og Sigurgeir Gíslason 4 úr 7 skákum. Menn hafa teflt mismargar skákir vegna þess að keppendur voru í upphafi 13, svo að einn sat yfir í hverri umferð, en síðan hefur Arinbjörn Guðmundsson neyðst til að hætta vegna veik- inda. Athyglisverð er frammistaða Freysteins, sem nú er einn efstur, en á hættulegustu keppinauta sína eftir. Þeir Baldur fylgdust að fram í átt- undu umferð, en þar tapaði Baldur óvænt fyrir Kára Sól- mundarsyni. Staðan á mynd- ShákþÍMtji Éslendinga m „ém............ mm. | w Wm wm. 'mm » ■ mm m g jp§ Am ABCDEFGH inni er úr þeirri skák. Baldur hefur svart og á betra tafl, en óvíst er hvort það nægir til vinnings. Drottning hans stend- ur á sömu línu og kóngurinn, svo að hvítur getur leppað hana með IJgl, en þá á svartur vörnina Hg3. Síðasti leikur Kára var e5—e6, Baldur lék f7xe6 og máttj svo láta drottn- inguna eftir Hgl. Ástæðan er sú að nú strandar Hg3 á Dc3t, Hxc3, Hxg5f og bxc3. Þessi fallega leikflétta er sjaldgæf í tefldri skák, en kunn úr skákþrautum. Elzta dæmið um hana er líklega úr safni Kling og Horwitz (Chess Stud- ies 1851), en hið einfald- asta eftir Rinck (Basler Nach- richten 1926). Þar er staðan þessi: Kc2—Dh4—Hli2 : Ivb7— Df7—Hfl—Pc4. Hvítur á að vinna. Lausnin er 1. De4t Ka6! (ekki a, b, eða 7 eða 8 vegna Hh7 eða Hh8t og því næst Hh7 og vinnur drottninguna) 2. Hh6t Hf6 3. Df5! og vinnur (ekki Df4 vegna Dh7t!). Baldur átti vitaskuld að leika 1. — Df5 (eða Dg6). Hann hótar þá fráskák og verður hvítur því að leika kónginum, en þá getur svartur drepið peðið. Svartur á þá betra tafl,. en vafasamt er að1 stöðumunurinn nægi til vinn-' ings. Ymsar skemmtilegar skákir hafa verið tefldar á mótinu, meðal annars sú sem hér fer á eftir með skýringum Inga R. Jóhannssonar. Hvítt: Ingj R. Jóhannsson Svart: Jón Pálsson. Kóngsinclversk vörn. 1. c4, Rf6 2. Rc3, g6 3. e4, d6 4. d4, Bg7 5. Be2, o—o 6. Rf3 Hvítur velur afbrigði, sem hef- ur lítið verið notað síðan Taj- manoff tapaði gegn Najdorf í frægri skák í Ziirich 1953. 6. — e5 7. o—o Ekki 7. dxe5, dxe5 8. Dxd8, Hxd8 9. Rxe5 vegna Rxe4. 7. — Rc6 8. d5 (Hér er einnig leikið 8. Be3. Svartur hefur þá um tvær meg- in leiðir að velja: 8. — Rg4 9. Bg5, f6 1,0. Bcl, exd4 H. Rxd4, Rxd4 12. Dxd4, f5 13. Dd5t, Kh8 14. Bxg4, fxg4 15i Be3, Df6 16. Hacl og hvítur stendur örlítið betur. Eða: Framhald á 10. síðu •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.