Þjóðviljinn - 29.05.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.05.1956, Blaðsíða 12
Þjóðleikhúsið frumsýnir Kátu ekkjuna n.k. föstudagskvöld Leikstjóri es Sven Age larsen, en með aðalhintverldð fer Stina Britta Meiander N.k. föstudagskvöld frumsýnir Þjóöleikhúsiö óperettuna Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár. Hefur ekkert verið spar- aö til aö gera sýninguna sem bezt úr garöi. Káta ekkjan er almennt tal- in vinsælasta óperettan, sem samin hefur verið fyrr og síð- ar. Höfundur hennar, Franz Lehár, var ungverskur að ætt, en starfaði lengstum í Austur- ríki. Óperettan var fyrst sýnd í Vínarborg 30. des. 1905 og hefur farið sigurför um heim- inn síðan. Telja fróðii' menn að alls sé búið að sýna Kátu ekkjuna 250 þús. sinnum víðs- vegar um heim. Þekktur óperettuleikstjóri Þegar ákveðið var að sýna Kátu ekkjuna í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári, var ætlunin að fá þekktan leikstjóra frá Vín tii að setja hana á svið. Aust- urríkismaðurinn forfallaðist þó á síðustu stundu og var þá einn af kunnustu óperettuleikstjór- um Norðurlanda, Sven Áge Larsen, ráðinn í hans stað. Larsen er danskur að þjóð- erni, en hefur starfað að mestu í Svíþjóð undanfarna tvo ára- tugi. Hann hefur sett óperettur á svið í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og víðar. Er blaðamenn ræddu við hann í gær, lýsti hann sérstakri ánægju sinni yfir því að fá tækifæri til að koma hingað til lands og stjórna sýningum á Kátu ekkjunni og rómaði mjög allt starf samstarfsmanna sinna. Baldvin Halldórsson hef- ur verið Sven Áge Larsen til aðstoðar við æfingar. Stina Britta Melamler og Einar Kristjánsson Með aðalhlutverkið í Kátu ekkjunni fer sænska óperusöng- konan Stina Britta Melander og Met í sundi Á íslandsmótinu í sundi í Hafnarfirði i gærkvöldi setti Pétur Kristjánsson íslandsmet í 100 m flugsundi karla ó 1.15.3 mín. Ágústa Þorsteinsdóttir setti og met í 100 m skriðsundi kvenna á 1.12.7 mín. syngur hlutverkið á íslenzku. Stina Britta Melander er Þjóð- leikhúsgestum áður að góðu kunn; hún fór sem kunnugt er með hlutverk Neddu í óperunni I Pagliacci, sem sýnd var á sl. leikári. Einar Kristjánsson óperu- söngvari leikur aðalkarlhlut- verkið í óperettunni. Er þetta þriðja hlutverk Einars hjá Þjóðleikhúsinu; áður hefur hann sungið og leikið Eisen- „Að taka það rélega H1 Alþýðublaðið birti í fyrra- dag ávarp frá kosninganefnd Hræðslubandalagsins í Rvík, áskorun um að starfa vel. Þar var komizt svo að orði: „Starfið verður að leysast af hendi fyrir kosningar, eft- ir kosningar er liægt að taka það rólegar“. Þessi setning hittir ná- kvæmlega í mark; það er enginn efi á því að hægri klíka Alþýðuflokksins ætlar að „taka það rólega“ eftir kosningar í öllum þeim mál- um sem hún þykist hafa mestan áhuga á. En svo er spurningin: Hversu margir kjósendur vilja velja þá full- trúa á þing sem eiga þá hug- sjón æðsta „að taka það ró- lega“ ? DJÓÐVUJtNM Þriðjudagur 29. maí 1956 — 21. árgangur — 118. tölublað Börnin sjö t'rá Berlín og María Sack skönunu eftir komuna á Keflavíkurflugvöll. --------------------------------«> V»órður Benediktsson ko§inn forseti SÍBS tfl fjögurra ára Tíunda þingi Sambands íslenzkra berklasjúklinga var slitið sl. laugardag aö Reykjalundi. Sven Age Larsen stein í Leðurblökunni og Al- fredo í La Traviata. Helztu leikarar aðrir eru Æv- ar Kvaran, Þuríður Pálsdóttir, Magnús Jónsson, Þorsteinn Framhald á 10. síðu Auk venjulegra þingstaría, sem öll einkenndust af samhug og einingu, flutti Hjalti Þórar- insson læknir erindi um skurð- aðgerðir vegna lungnaberkla. Rakti hann sögu þeirra mála og skýrði frá nýjustu tækni á því sviði. Vakti erindið mikla at- hygli þingfulltrúa. Kosning sambandsstjórnar Maríus Helgason, sem verið hefur forseti sambandsstjórnar í 10 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, með því að hann Ágætir fundir Alþýðtibandalagsins á Djópavogi og Fáskrúðsfirði Alþýðubandalagið hélt almenna stjórnmálafundi á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði sl. laugardag og suimudag. Voru fundirnir á- gætlega sóttir og ræðum frunmiælenda, Hannibals Valdimars- sonar og Lúðvíks Jósepssonar, mjög vel tekið. hefur á hendi starf í öðrum landsfjórðungi. Þakkaði þingið honum frábæra forystu á liðn- um árum. Forseti sambandsins til næstu fjögurra ára var kosinn Þórður Benediktsson en meðstjórnendur Árni Einarsson, Árni Guðmunds- son, Kjartan Guðnason, Oddur Ólafsson, en fyrir i stjórninni voru Guðmundur Jakobsson og Júlíus Baldvinsson. Formaður stjórnar vinnuheim- ilisins að Reykjalundi var k.iör- inn Ólafur Björnsson og í stjórn vinnustofunrtar að Kristnesi Ás- grímur Stefánsson. Fyrsti forseti þingsins, Jónas Þorbergsson, flutti snjalla þing- slitaræðu. Að kvöldi 26. maí var fráfar- andi forseta sambandsins, Marí- usi Helgasyni, haldið kveðju- samsæti. Auk Hannibals og Lúðvíks -tók til máis á fundinum á Djúpavogi Einar Björnsson, bóndi í Mýnesi, og' talaði með Alþýðubandalaginu. Fundarstjóri var Ásbjörn Karlsson, formaður Verkalýðs- Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag, 29. maí. — Kosið er hjá hreppstjórum, sýslumönnum eða bæjarfógetum, en í Reykjavík hjá borgarfógeta. (Kjörstaður: Mciaskóliun (leikfimisalur) í Reykjavík. Kosning fer daglega fram á virkuin dögmn frá kl. 10—12 f.h., 2—6 og 8—10 e.li. Á sunnud. 2—6). I Kópavogi er kosið í skrifstofu bæjarfógeta daglega ki. 5—7 síðdegis. Kjósendur er dvelja erlendis geta kosið í skrifstofum sendiráða, útsends aðalræðismanns, útsends ræðismanns eða vararæðismanna Islands. Allar upplýsingar um utan- kjörfujidaratkvæðagreiðsluna eru veittar í skrifstofu Al- þýðubandaiagsins Tjarnargötu 20, símar 7510, 7511, 7513. Stuöningsmenn Alþýðubandalagsins eru beðnir að gefa allar upplýsingar um kjósendur sem dvelja fjarri lög- heimilum sínum hvort heldur er innan lands eða utan. Dragið ekld fram á síðustu stundu að greiða atkvæði. félags Djúpavogs, en hann skip- ar fjórða sætið á framboðslista Alþýðubandaiagsins í Suður- Múlasýslu. Mikili áhugi er ríkjandi á Djúpavogi fyrir því að gerá sig- ur Alþýðubandalagsins sem mestan í alþingiskosningunum. Á fundinum á Fáskrúðsfirði voru þeir Hannibal og Lúðvík einnig framsögumenn. Auk þeirra tók til raáls Helgi Selj- an kennari á Reyðarfirði, en hann skipar sem kunnugt er annað sætið á Jistanum í sýsl- unni. Á Fáskrúðsfirði kom einnig greiniiega fram mikill viiji fyr- ir að vinna öflug'iega að gengi Alþýðubandaiagsins í kosning- unum. Fundarstjóri var Margeir Þórormsson, form. Verkalýðsfél. Fáskrúðsf j arðar. í gærkvöld var haldinn al- mennur stjórnmálafundur Al- þýðubandalagsins á Reyðarfirði. Mættu þeir Hannibat og' Lúðvík einnig þar, en ekki hafði blaðið fregnir af fundinum áður en það fór í prentun. Vatnavextir í Shagaíirði Um helgina urðu taisverðar skemmdir á vegum norðan lands, einkum i Skagafirði. Þannig hljóp svo mikill vöxtur i Kotá í Norðurárdal að hún ruddi burt uppfyllingu við veg- inn, sem var ófær á kafla. Einnig flæddi yfir Hólminn í Skagafirði, enda var nvikill vöxtur í Héraðsvötnum. Telja suniir jafnvei að um jökulhiaup hafi verið að ræða. Gert verður við skemmdir á veg'unum eins fljótt og kostur er. Berlínarbörnin komu í fyrrakvöld Fyrri hópur barnanna frá Berlín kom með flugvél Loft- leiða sl. sunnudagskvöld og hafði komu vélarinnar seinkað vegna veðurs. Með börnunum komu þrír þýzkir fréttamerín; Maria Sack, sem ritar greinar í fréttablað í Berlín, frú Norden, sem vinnur fyrir þýzkar út- varpsstöðvar og Rudolf Zscheite, sem er Barlínarritstjóri mynda- blaðanna Quick og Weltbild. Munu þau flytja fréttir frá ís- landsdvöl barnanna, en ferð þeirra hingað hefur vakið mikla athygli í Þýzkalandi. Hafísbreiða út af Vestfjörðum Kl. 15.25 í gær tilk.ynnti taj- stöð á Straumnesfjalli að þaðan sæist hafísbreiða 60—75 í norð- urátt. Virtist hún færast nær landi, því hún hafði sézt óglöggt um hádegið, enda áttin norðan- stæð. Var komizt svo að orði í fregninni að breiðan virtist ná yfir allstórt svæði. G-listinn er listi Alþýðubandalags- ins Á fundi landskjörstjórnar í gær var flokkunum úthlutað listabókstöfum. Alþýðubanda- lagið hefur G-lista. Aðrir flokk- ar hafa listabókstafi sem hér segir: Alþýðuflokkurinn A, Framsóknarflokkurinn B, Sjáif- stæðisflokkurinn D og Þjóðvarn- arfiokkurinn F. Almennur stjórnmálafundur á Seyðisfirði í kvöld * í kvöid iieldur Alþýðubandalagið alinennan st jóriunálafund á Seyðisfirði. Verður fuiidurinn í barnaskólanum og liefst kl. 8.30. Frummælendur á íundimim verða aiþingismennirnir Haunibal Valdimarsson og Lúð\ík Jósepsson og ennfremur Sigríður Hann- esdóttir, frambjóðandi Aiþýðubandalagsins á Seyðisfirði. Sendið framlög ykkar í kosningasjóðinn til skrifstofunnar Hafnarstrœti 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.