Þjóðviljinn - 22.07.1956, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. júli 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Sigríður Sigurðardófrtir
80 ára
að taka við af þeim eldri, því það
.er húrt sem á að erfa landið.
Gunnar Jóhannsson.
Á iriorgun verður áttræð Sig-
ríður Sigurðardóttir, Siglufirði.
Þetta verður engin venjuleg af-
mælisgrein, því aðrir mér fær-
hún að sér væri bezt borgað með
því, að ég gerði fyrir einhvern
annan það sem hún gerði fyrir
mig. Eg var í fyrstu mjög hissa
á þessu, en komst fljótlega að
raun um að þetta var óvenju-
legasta konan, sem ég hafði
kynnst. Hennar mesla ánægja
Frú Sigríður Sigurðardóttir er
fædd í Skarðdal í Siglufirði 23.
gúlí 1876 og á því áttræðisafmæli
á morgun.
Foreldrar hennar voru Sigurð-
ur Gunnlaugsson bóndi þar og
ikona hans Kristín Antonsdóttir.
Sigríður ólst upp í föðurgarði á-
gamt systkinum sínum, þar til
Jhún giftist Guðmundi Jörunds-
syni skipstjóra frá Hrísey.
Mann sinn missti Sigríður eft-
Il' 10 ára hjónaband frá 6 börnum,
ivar það elzta 9 ára en það yngsta
é fyrsta ári.
Á þeim árum þurfti mikinn
(dugnað og fyrirhyggju til þess
að geta séð fyrir svo stórum
fcarnahóp, en kjark og dugnað
ásamt reglusemi og hagsýni
Iiafði Sigríður til að bera í svo
l'ikum mæli að orð fór af.
Þremur árum síðast giftist Sig-
jríður aftur, og var seinni maður
Jiennar Sigurhjörtur Bergsson
vélstjóri. Nokkru síðar fluttust
þau hjón til Siglufjarðar, og þar
liefur Sigríður ásamt fjölskyldu
einni dvalizt síðan. Þau hjónin
jsignuðust 3 dætur.
Seinni maður Sigríðar, Sigur-
hjörtur Bergsson, var um eða yfir
20 ár vclstjóri hjá Eafvcitu Siglu-
fjarðar. Ilann lézt fyrir nokkrum
árum.
Sigríður varð fyrir þeirri stóru
porg að sjá á bak tveimur upp-
komnum dætrum sínum sem báð-
ar dóu í blóma lífsins.
Sigríður Sigurðardóttir hefur
sannarlega fengið að kynnast hin-
um ýmsu hliðum mannlífsins.
Ástvinamissir og langvarandi
erfið veikindi á hennar nánustu
hafa sína sögu að segja, en hún
mun ekki frekar rakin hér.
Aðeins má benda á að við
hverja raun, við hvert áfall, hef-
ur þessi mikla heiðurskona vaxið
■og sýnt slíkan hetjuskap og
manndóm að til fyrirmyndar er.
Jafnhliða því að vera mikil
húsmóðir, góð móðir börnum sín-
Um, hefur Sigríður látið verka-
lýðsmál mikið til sín taka.
Hún var ein af aðalstofnend-
um verkakvennafélagsins Óskar
a Siglufirði, og var kjörin fyrsti
formaður þess félags. Eftir að
Sigríður lét þar af formannsstörf-
um, átti hún sæti í stjórn félags-
Ins í mörg ár auk þess sem hún
gegndi fjölmörgum öðrum trún-
aðarstörfum, svo sem í kaup-
taxtancfnd, húsnefnd ofl. ofl.
Með stofnun verkakvennafél.
Óskar var lagður grundvöll-
urinn að hinu þróttmikla starfi
■vjerkakvehha á Siglufirði. Má
jfullyrða, að fáir eða jafnvel eng-
inn einstaklingur meðal verka-
kvenna á Siglufirði, hafi unnið
meira eða betur að því að gera
gamtök verkakvenna á Siglufirði
að því sem þau eru nú í dag en
Sigríður Sigurðardóttir. Braut-
ryðjendastarf hennar á því sviði
yerður sjálfsagt aldrei full metið.
Fyrir þetta stendur ekki aðeins
verkalýðshreyfingin á Siglufirði
heldur verkalýðshreyfingin um
allt land í mikilli þakkarskuld
við Sigríði. Allt fram á þennan
dag eru kjör siglfirzkra verka-
kvenna ein þau allra beztu á
landinu. Vitanlega hafa samtök
verkakvenna á Siglufirði haft á
Sigríður Sigurðardóttir.
að skipa mörgum ágætis forustu-
kröftum og hafa það nú til dags,
en samt sem áður leyfi ég mér
að fullyrða að ennþá býr verka-
íýðshreyfingin á Siglufirði að
hinu glæsilega brautryðjenda-
starfi Sigríðar. Si'gurðardóttur ng
þeim mikla baráttukjarki og sig-
urvissu sem auðkenndi öll störf
hennar. Það þurfti bæði kjark,
áræði og trú á góðan málstað til
þess að leggja út í vinnudeilur á
þeim árum við fjandsamlega at-
vinnurekendur og oft á tíðum
skilningslítið verkafólk, sem ótt-
aðist atvinnuhótanir og atvinnu-
missi. En Sigríður lét ekkert
slikt á sig fá. Þrátt fyrir umfangs-
mikil húsmóðurstörf lagði hún
ásamt mörgum öðrum ágætum
verkakonum ótrauð út í barátt-
una og gekk af hólmi með mik-
inn og glæsilegan sigur.
í pólitískum málum alþýðunn-
ar hefur frú Sigríður ætíð stað-
ið í fremstu röð og valið sér stöðu
til vinstri. Sósíalistar á Siglu-
firði og reyndar um allt land hafa
nú á þessum merku tímamótum
í ævi Sigríðar Eigurðardóttur
mikið að þakka.
Ætíð hefur heimili hennar stað-
ið opið hverjum þeim manni sem
til Siglufjarðar hefur komið á
vegum hinnar róttæku pólitísku
hreyfingar og annarra samtaka
alþýðunnar, e)’nda er gestrisni
hennar og höfðingslund rómuð af
pllum sem til þekkja.
Um mörg undanfarin ár hefur
Sigríður dvalizt hjá syni sínum,
Þóroddi Guðmundssyni, og hans
ágætu konu, Halldóru Eiríksdótt-
ur, og nýtur alls þess sem góð-
ur sonur og góð tengdadóttir og
barnabörn geta í té látið. Sig-
ríður Sigurðardóttir nýtur mik-
illar virðingar, vinsemdar og
elsku barna sinni og annarra ætt-
ingja svo og þeirra mörgu karla
og kvenna sem hún hefur kynnzt
og starfað með á langri æfi.
Þrátt fyrir háan aldur er Sig-
ríður vel hress og tekur mikinn
þátt í margvíslegum störfuin
kvennasamtaka í bænum. Hún
hefur brennandi áhuga á mál-
efnum alþýðusamtakanna, póli-
tískum og faglegum, og tillögur
hennar og ráðleggingar eru enn
sem fyrr ómetandi styrkur fyrir
þá sem nú starfa að þessum mál-
um. Á þessum merku tímamótum
leyfi ég mér fyrir mína hönd og
konu minnar að senda frá Sig-
ríði Sigurðardóttur okkar inni-
legustu heillaóskir með beztu ósk
um að æfikvöld þessar glæsilegu
konu megi verða umvafið öllu
því bezta og fegursta sem mann-
lífið hefur upp á að bjóða.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra þeirra mörgu samherja,
vina og kunningja Sigríðar þeg-
ar ég þakka henni af heilum hug
allt hennar niikla og góða starf
í þágu íslenzkra verkalýðssam-
taka.
Að lokum vildi ég mega óska
þess að íslenzkri verkalýðshreyf-
ingu og íslenzku þjóðinni í heild
mætti auðnast að eignast margar
slíkar ágætis konur sem Sigríði
Sigurðardóttur. Fólk með hennar
hugþunarhátt, fbaráttukjai'k og
bjartsýni, er það sem íslenzka
verkalýðshréyfingu og þjóðina
alla vantar. Nú er það æskunnar
ari munu áreiðanlega minnast
hennar líka á þessum merkis-
degi. Eg sleppi því ættartölum og
öllu sem því tilheyrir, enilaiigar
aðeins að segja frá mínum per-
sónulegu kynnum af henni. Þau
eru sérstök, að því leyti, að þann-
ig hefur hún breytt við ótal
marga fleiri. — Eg kom til Siglu-
fjarðar að hausti til, 15 ára, til að
sækja um starf, sem ég svo ekki
fékk m. a. vegna menntunarleys-
is. Eg bjó þá hjá Sigríði, sem var
gift föðurbróður mínum, en hún
er mér alls óskyld og þekkti ég
hana ekkert áður. Hún stakk þá
upp á því ótilkvödd að ég færi í
gagnfræðaskólann þai’, sem þá
var um það bil að hefjast. En
gagnfræðaskólar voru þá ekki
eins víða á landinu og nú er. En
foreldrar mínir töldu öll tormerki
á þessu, fleiri systkini mín voru
við nám annarsstaðar og sæju
þau sér ekki fært aö kosta mig
burtu á skóla líka. Sigríður bauð
mér þá að vera hjá hér endur-
gjaldslaust, eða að hægt væri að
tala um greiðsluna seinna. Eg var
svo hjá henni upp á þessi kjör tvo
vetur og einnig námstíma minn,
við áður umtalað starf, sem ég nú
gat fengið. Greiðslan hefur nú
einhverra hluta vegna ekki farið
íram ennþá, en einu siuni, þegar
ég afsakaði þetta við hana, sagði
tmrs--
Um orðið „heysláttur" — Að slá grasið og þurrka
heyið — Heyannir — Draumar
SVIPALL skrifar: — „Bæjar-
póstur Þjóðviljans 17. þ. m.
óskar eftir umsögn manna
um það, hvort þeir hafi heyrt
útvarpsþul nefna „heyslátt" í
útvarpinu, og hvort þeir
kannist við það orð. Fyrra
atriðinu svara ég þannig, að
ég heyrði þetta ekki; en það
gat auðveldlega farið fram
hjá mér, sökum þess, að ég
hlusta sjaldan á útvarp. En
um síðara atriðið er það að
segja: að ég hef aldrei heyrt
talað um heyslátt. Eg man
a. m. k. ekki eftir, að það
væri notað, þar sem ég ólst
upp. Þar var talað um hey-
skap, heyskapartíma, hey-
vinnu; og stundum var talað
um „sláttinn.“ Og svo var
almennt talað um túnaslátt
og engjaslátt. Alltaf var talað
um gras, áður en slegið var:
— Það er meira grasið, þetta,
var oft sagt, — eða: túnið
er mjög grasgefið. Og svo
einnig: Þetta er ekkert gras
á túninu. En þegar búið var
að slá túnið eða engið þá
var talað um hey: — Það er
mikið hey á túninu núna.
Hann á mikið hey úti. Á með-
an hlöður voru ekki til og
heyið var látið í tóftir, hey-
tóftir, þá var talað um „að
bera upp heyið,“ og „láta
niður,“ sögðu sumir. Með
öðrum orðum: það var gerð-
ur ákveðinn greinarmunur á
grasi og heyi. Eins virtist
það hafa verið í fornu máli,
samanber orðin: grasnytjar,
graslömb, grasljár, o. fl. Og
aftur á móti: heystæði, hey-
stál, heykrókur. Til er líka
gamalt orðtak í málinu: Að
halda sig við sama heygarðs-
hornið. — Eg ætla svo ekki
að fjölyrða um þetta meir,
en geta þess, að orðið hey-
sláttur er í orðabók Blöndals,
en ekki er þess getið í hvaða
landshluta það sé aðallega
notað.“ Eg held, að ennþá
sé, a. m. k. víðast hvar, gerð-
ur greinarmunur á grasi og
heyi, en orðið „heysláttur,“
finnst mér þó benda til þess,
að sá greinarmunur hafi eitt-
hvað verið á reiki. Það væri
hægt að rita langt mál um
orð og orðatiltæki, sem líita
að heyi og heyskap, orð, sem
nú heyrast æ sjaldnar, og
yngri kynslóðin veit ekki,
hvað þýða, Að svo stöddu
ætlar Pósturinn þó ekki að
fara lengra út í þessa sálma,
aðeins vill hann geta þess, að
hefur alltaf verið að gleðja aðra
og hjálpa þeim sein -bágt eiga
Léttlyndi hennar og frjálslyndi
er alveg einstakt og hún reynir
alltaf, þrátt fyrir é'igih sorgir
og raunir, sem eru miklar, að fá
aðra til að líta björtum augum á
lífið. Aldrei gleymi ég því, að
hún gaf mér jafn dýrmætar jóla-
og afmælisgjafir og sínum éigin
börnum. Margir munu e. t. v.
halda, sem ekki þekkja hana, að
hún hafi verið sérstaklega vel
stæð fjái-hagslega, en það hefur
hún víst aldrei verið, þrátt fyrir
alla sína hjálpsemi.
Að síðustu óska ég innilega að
hún megi eiga friðsælt og fagurt
ævikvöld, eins og hún hefur til
unnið.
Öxnalæk í Ölfusi, í júlí 1956.
Margrét J. Hansen.
LAUSNIR á skákdæmunum:
Baranofskí: 1. Dd6 og mátar
í næsta leik.
Ellerman: 1, Df3!! og mátar §
næsta leik.
honum hefur alltaf fundizt
orðið „heyannir“ eitt fegursta
orðið yfir þann þátt sveita-
búskaparins að afla fóðurs
handa búpeningnum. — Hér
er svo bréf, sem fjallar um
drauma. St. A. skrifar: —
„Árið 1913 kom ég ungling-
ur til Seyðisfjarðar. Kynntist
ég þar fljótlega gamalli konu,
sem hét Ragnheiður. Hún var
til heimUis á Vestdalseyri,
en kom daglega inn á Seyð-
isfjörð. Þá voru liðin^!BB3ir
frá því að síldin fór frá Seyð-
isfirði. Gamla konan var
alltaf að vonast eftir síldinni
þetta sumar, þvi hún sagði
sig hefði dreymt fyrir því að
annað hvort kæmi síldin tíu
árum eftir að hún fór eða
ekki fyrr en eftir fimmtíu ár,
það yrði þá árið 1953. Mig
minnir að ég hafi fyrst heyrt
talað um síldargöngur það ár,
austan fyrir Langanesi. —
Svo var það annar draumur
sem hún talaði oft um, en
sagðist aldrei hafa fengið
ráðningu á. Henni þótti gríð-
ar stórt svart skip koma inn
Seyðisfjörðinn og yfir því
hömuðust þrír heljarmiklir
gammar. Skipið flúði undan
þessum ófögnuði inn að Háú-
bökkum. en þar gátu þeir
sökkt skipinu. Þetta er núna
auðráðinn draumur því ein-
mitt undir þessum Háubökk-
um sökk rússneska olíuskipið,
sem Þjóðverjar skutu niður
með flugvélum. En Ragnheið-
ur dó án þess nokkurn tíma
að lir.fr. rv: ö."
Sfc. A.