Þjóðviljinn - 22.07.1956, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.07.1956, Blaðsíða 8
Velta Innkaupastofnunar Reykjavíkur- bæjar minnkaði um 2,5 millj. kr. 1955 Sum fyrirtœki bœjarins láta stofnunina ekki annast nein innkaup fyrir sig Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag bar Ingi R. Helgason fram eftirfarandi tillögu: „Vegna írainkomiima upplýsinga um stórminnkancU veltu Innkaupastofnunar Reykjavíkurbæjar á árinu 1955 og rekstrar- lialla Jiessarar stofnunar s. á. ákveður bæjarstjórn Reykjavíkur að skipa þriggja manna neí'nd til að rannsaka ástæður þess að fyrirtæki og stofnanir bæjarins skuli sækja svo lítið sem raun ber \'itni til Innkaupastofnunarinnar með vörukaup til þarfa sinna.“ Ingi í'Jutti þessa tillögu við um- ræður þær sem urðu á fundin- um um reikninga Reykjavíkur- kaupstaðar fyrir árið 1955. Vakti hann athypli á athugasemdum, sem annar endurskoðenda reikn- inganna, Haraldur' Steinþórsson, hafði gert varðandi starfsemi framangreindrar bæjarstofnun- ar. í athugasemdum sínum segir Haraldur: „Þrátt fyrir fyrri ábendingar endurskoðanda um að auka starfsemi Innkaupastofnunar bæjarins, virðist sem ekkert hafi verið gert til þess. Þvert á móti minnkar velta þeirrar stofnunar á s.l. ári úr kr. 6 milij. 358 þús. í kr. 3 millj. 898 þús. Svo virðist sem fullyrðing borgarstjóra í síðustu reikningum um, að leit- azt sé við að gera sem hagkvæm- ust innkaup, fái á engan hátt staðizt. Öll fyrirtæki bæjarins gætu stóraukið viðskipti sín við Innkaupastofnunina og sum þeirra láta hana ekki annast nein innkaup fyrir sig. Einnig er fyllilega ástæða til að láta hatia annast innkaup og samninga um efni vegna byggingaframkvæmda á vegum bæjarins. Svar forstjóra Innkaupastofnun- ar Reykjavíkurbæjar: Vegna þess halla er varð á rekstri Innkaupastofnunarinnar síðastl. ár, vil ég upplýsa, hvað honum veldur aðallega. .. Sumar bæjarstofnanir sækja minna til Innkaupastofnunarinn- ar með vörukaup til sinna þarfa en skyldi. VerkfalJið í fyrravor truflaði allverulega viðskipti. Aðal-áfallið fyrir reksturinn var þó hinn alvarlegi gjaldeyr- isskortur hjá bönkunum síðan í ágúst f. á. Vegna hans liggja enn ónotuð gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi hjá Landsbankan- um fyrir milljónaupphæðir, sem ekki fæst yfirfært til kaupa mjög nauðsynlegra vara til opin- berra þarfa.“ Ingi benti í ræðu sinni á að vegna hjnnar minnkandi veltu á árinu 1955 hefð orðið halli á rekstri stofnunarinnar er næmi rúmlega 100 þús. krónurn. Flutn- ingsmaður féllst á að fresta af- greiðslu tillögu sinnar til næsta bæ j arst j órnarf undar. Enginn öryrki hefur fengið Eeyfi tii að reka söluturn Hinsvegar eru dæmi þess að íullfrískir menn hafi íengið leyfi fyrir allt að íjórum Líklega hefur ekki einum einasta öryrkja verið leyft að reka söluturn hér í bænnm á sama tíma sem margir fullfrískir menn Iiafa fengið leyfi, umir jafnvel fyrir fjórifm turnum. Alfreð Gíslason skýrði frá þessu á fundi þæjarstjórnar í fyrradag, er söluturnamálið komst á dagskrá. Minnti Alfreð á að Gunnar Thoroddsen borg- Leyfi fyrir ný/- um skóla Loforð gjaldeyrisyfirvalda mun nú fengið fyrir smíði eins nýs skólahýss hér í Reykjavík. Var þetta upplýst á fundi bæjar stjórnar í fyrrad. en þá spurðist Petrína Jakobsson fyrir um hvort leyfi hefðu fengizt fyrir smíði þeirra tveggja skóla sem bærinn hefði sótt um og hvort unnt yrði að hefja framkvæmdir strax í sumar. Borgarstjóri kvað formlegt svar enn ekki hafa borizt, en sér hefði verið tjáð munnlega að leyfi væri fengið fyrir einum nýjum skóla í viðbót. mm ■ HJðÐVUJINN Sunnudagur 22. júlí 1956 — 21. árgangur 164. tölublaó Þær nrðu í öðru og fimmta sæti arstjóri hefði tjáð sig sam þykkan því að öryrkjar gengju fyrir um leyfi til reksturs sölu- turna, en reynslan á leyfisveit- ingum hefði orðið þveröfug. Ör- yrki einn hefði t.d. sent um- sókn um Ieyfi til bæjaryfir- valda fyrir sjö árum, en svar hefði enn ekki borizt. Á meðan þetta gerist væri vel vinnufær- um mönnum veitt leyfi til að reka allt, að fjóra söluturna. Flutti Alfreð í máli þessu eft- irfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samjiykkir að öryrkjar sitji fyrir um veitingu leyfa til reksturs söluturna.“ Borgarstjóri svaraði Alfreð og kvað mál hans byggt á misskilningi. Að undanförnu hefðu engin leyfi verið veitt nema til bráðabirgða, en til þess að leysa mál öryrkjanna yrðu leyfin að vera. til fram- búðar. Borgarstjóri endurtók þó fyrri yfirlýsingu sína um að hann teldi eðlilegt að sérstakt tillit yrði tekið til öryrkja og farlama manna þegar veitt væru leyfi (frambúðar) til reksturs söluturna í bænum. I Tillögu Alfreðs Gíslasonar var vísað til bæjarráðs með 8j atkvæðum gegn & S| - ■ MgM§ ■. Fulltrúi bandarísku kvenþjóðarinnar, Carol Morris, hreppti titilinn Miss Universe í fegurðarsamkeppninni á Langasandi í Kaliforníu. Næst henni varö sú þýzka, síð- an sú sænska, enska og ítalska. Sigurvegarinn hlaut aö launum 6 mánaöa samning viö kvikmyndafélag, bifreiö og margar aörar gjafir. Nr. 2 og 3 fá einnig samning viö kvikmyndafélög. Hér sjást stúlkurnar frá Þýzkalandi og Ítalíu ,nr. 2 og 5. r Merkur fundur forsögulegra listaverka í S-Frakklandi Einhvers staðar í suðvesturhluta Frakklands hefur fundizt hellir sem hefur að geyma það mesta safn af forsögulegum listaverkum sem nokkru sinni hefur fund- izt á einum stað. Er þama um að ræða litaðar helluristur og eru þær yfir 100 talsins. Þarna er t.d. 51 mynd af mammútum og hafa aldrei fundizt jafnmargar slíkar myndir í ein- um helli. Myndirnar eru taldar vera um 20.000 ára gamlar. Því verður haldið leyndu enn um skeið, hvar þessi hellir er. Áður hafa fundizt forsöguleg listaverk í nokkr- um hellum í Suður-Frakklandi og á Spáni. Vinstri stgérn mvnduð Hér eru tveir fulltrúanna á víkingafundinum, hinn heimskunni brezki fornfrœöingur Gordon Childe er t. h Framhald af 1. síðu. ur staðið allengi. Nokkrum dögum eftir kosningar sneru Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn sér til Alþýðu- bandalagsins og fóru fram á að það veitti minnihlutastjórn þeirra hlutleysi. Þeirri mála- ’ leitan var neitað. 29. júní s.l. : skrifaði svo Alþýðubandalagið I Framsóknarfíokknum og Al- þýðúflokknum 'bréf og fór fram á að þeir flokkar tilnefndu menn til samningsviðræðna um sameiginlega stjórn allra and- stöðuflokka íhaldsins. Fram- sóknarflokkurinn tilnefndi fljótlega menn til viðræðna en Alþýðuflokkurinn nokkru siðar. Hefur gangur þeirra mála verið rakinn jafnóðum hér í blaðinu. S.l. fimmtudag bar svo Her- mann Jónasson fram tillögur um stjórnaryfirlýsingu og verkefnaskiptingu. Var hún rædd í Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum og gerðar til- lögur til breytinga. Endanlegar tillögur voni svo samþykktar einróma af miðstjóm Fram- sóknarflokksins. Einnig voru þær samþykktar í einu hljóði af miðstjói’n Alþýðubandalagsins, og miðstjórn Sósíalistaflokks- ins hefur lýst einróma sam- þykki við þær fyrir sitt^leyti. Tillögurnar voru einnig sam- þykktar á miðstjórnarfundi Al- þýðuflokksins sem haldimx var í fyrrakvöld. Fundur í Sósíálista£élagi Reykjavíkur á þriðjudag Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund í Tjarnargötu 20 n. k. þriöjudagskvöld kl. 20.30. Rætt veröur um stjórnmálaviðhorfiö. Framsögumaöur Emar Olgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.