Þjóðviljinn - 12.09.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1956, Blaðsíða 6
r 55) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 12. september 1956 'úi SiM IÓÐV1LIINN Útgefandi: femeintntjarflokkur alpýOu — Sósíalistaflokkurinn '*_____________________________ Husfsiónir ffiílcrs eudurvaktar bk Vesturþýzka stjórnin hefur nú lagt inn á fornar slóð- ir og bannað starfsemi komm- únistaflokksins, en það var sem kunnugt er einnig eitt fyrsta ' embættisverk Adolfs sáluga Hitlers, eftir að hann komst til valda í Þýzkaiandi. Þessi aðgerð Adenauers- stjórnarinnar hefur vakið ó- hug um allan heim, og vest- ræn blöð hafa vart átt nægi- lega sterk orð til að for- dæma hana, einnig þau sem sízt eru hliðholl kommúnisma. Einu undantekninguna í hópi stórblaða má telja aðalmál- gagn Francos á Spáni Arriba, sem komst þannig að orði: „Við fögnum einbeittni hins þýzka leiðtoga. í fram- tíðinni verður nafn Adenauers nefnt í sömu andrá og nafn Francos. Þeir hafa báðir reynzt vera forsjálir vemdar- ar vestursins.“ Og nú hefur enn eitt blað tekið undir með Franco-málgagninu, Morgun- hlaðið birti í gær forustu- grein þar sem það afsakaði og varði aðgerðir Adenauers og taldi þær sjálfsagðar! ívessi afstaða Morgunblaðs- *■ ins þanf engum að koma á óvart. Þegar Adolf heitinn Hitler bannaði kommúnista- flokkinn, taldi Morgunblaðið það einnig sjálfsagða ráð- stöfun. Þetta aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins hélt því þá fram að kommúnistar hefðu kveikt í ríkisþinghúsinu í Beriín, og það hefur ekki enn beðið afsökunar á þeirri frétt. Það hélt tryggð við Hitler meðan það þorði, og þeir menn íslenzkir sem lengst gengu í nazisma hafa verið og eru sjálfkjömir til trún- aðarstarfa í Sjálfstæðis- flokknum. Það nægir að minna á Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóra, Birgi Kjaran Guttorm Erlendsson, Davíð Ó’afsson og fjölmarga fleiri skyrtunazista og hitlers- sinna. Þessum mönnum finnst þeir vera að lifa forna dýrð, þegar komm- únistar eru bannaðir og of- sóttir á nýjan leik í Vestur- þýzkalandi, en SS-menn og Gestapó-böðlar em leiddir til virðingarsæta, jafnt í her sem stjórnarkerfi Vesturþýzka- lands. Og fögnuðurinn birtist í því að Morgunblaðið og mál- pípa Francos hefja tvísöng Adenauer til dýrðar. A fstaða Morgunblaðsins er ■**■ mjög í samræmi við lýs- ingar Tímans á Sjálfstæðis- flokknum, eftir margra ára nánustu kynni. Tíminn hefur sagt að forustu Sjálfstæðis- flokksins verði aðeins líkt við fasistaklíkur Suður-Ameríku. Ef leiðtogar Sjálfstæðisflokks- ins fengju þau algeru völd sem þeir þrá á íslandi myndu þeir ekki hika við að halda þeim í skjóli erlendra byssu- stingja og ofsækja andstæð- inga sína, fangelsa þá og banna samtök þeirra. En þessi völd hefur Sjálfstæðisflokkur- inn ekki fengið og hann fær þau ekki; þess vegna verða forsprakkarnir að fróa sér á því að lofsyngja vesturþýzkan fasisma. í kvörðun vesturþýzkra -^* valdamanna er bæði sið- laus og heimskuleg. Það er vonlaust verk að banna stjórn málaflokk, sem á sér lifandi rætur í efnahagslífi og and- legu lífi þjóðar sinnar. Hin róttæka verklýðshreyfing neyðist aðeins til þess að velja baráttu sinni nýjar leið- ir. Adólf sálugi Hitler hélt að hann væri búinn að ganga af kommúnistum dauðum, en örlögin voru á annarri skoð- un. Sú staðreynd hlýtur ein- att að hvarfla að sporgöngu- mönnum hans, jafnt vestur- þýzkum sem íslenzkum. Kýpurbúar í breskum fangabúðum. „Sffðjið Kýpurbúci í baráttu þeirra lyrir sjálfstæði" Avarp frá Sambandi grískra kvenna á Kýpur Hækkunin til bænda f-^egar íhaldsblöðin skrifa fyr- * ir bændur um ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar í verð- lags- og kaupgjaldsmálum leggja þau áherzlu á að rétt- urinn til frjálsrar verðlagn- ingar búnaðarvara hafi verið af tþeim tekinn. Á þetta sama leggja íhaldsmenn áherzlu þegar þeir tala til sveitafólks út á landsbyggðinni, saman- ber ræðu Ingólfs Jónssonar á nýafstaðinni íhaldssamkomu austur á Hellu. Þar útmálaði Ingólfur það óréttlæti sem bændur yrðu fyrir af völdum ráðstafana stjórnar- innar • en minntist ekki á launamenn við sjávarsíðuna. En þegar skrifað er fyrir eða rætt við launamenn í bæjunum er blaðinu snúið við. Þá er því ekki aðeins haldið fram að festing verðlags og vísitölugreiðslu bitni hart á^ launþegum heldur beinlínis að bændum sé hlíft. Þessu til á- réttingar hafa íhaldsblöðin skýrt frá því hvað eftir ann- að í áberandi fyrirsögnum að afurðaverðið til bænda hækki um 8,2% í haust. Á þetta að sanna launþegum það misrétti sem þeir verði að búa við í samanburði við bændur. Ekki er trúlegt að þessi tví- söngur íhaldsins skili þeim árangri sem ætlazt er til. Flestir munu koma auga á eðli hans og tilgang. Það sem fyrir íhaldinu vakir er að skapa óánægju og tortryggni milli vinnustéttanna innbyrð- is og gera ríkisstiórninni erf- iðara fyrir í baráttu hennar gegn dýrtíðinni. Ihaldsblöðin eru með þessu að framkvæma fyrirskipanir verðbólgubrask- Menningar- og friðarsamtök- um íslenzkra kvenna hefur bor- izt bréf frá konum á Kýpur, þar sem þess er farið á leit að eftirfarandi orðsending verði birt almenningi: „Brezku nýlenduherramir húðstrýkja unglinga í skólum og loka eldri sem yngri inni í fangabúðum, konur og böm, og ofsækja þau með hitlerísk- um yfirheyrslum. „Skólum hefur verið lokað. Oft hefur verið leitað í kirkj- um og þær hafa verið rænd- ar. Grískum sölubúðum hefur einnig verið lokað svo mánuð- um skiptir. Tólf þúsund á- vaxtatré hafa verið höggvin upp og mjög verðmætar bygg- ingar eyðilagðar. Efnahags- starfsemi landsins er þegar lögð í rúst. „Það er álit okkar að okkur beri skylda til að færa fram mótmæli um allan heim gegn þeim glæpum sem framdir eru gagnvart grískumælandi fólki á Kýpur, sem ekki biður um annað en sjálfsforræði, sem því er neitað um af kúgurunum, þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýs- ingar og alþjóðlegt samkomu- lag undirritað eftir síðasta stríð. „Sem konur og mæður and- mælurn vér kröftuglega hin- um nýju blóðsúthellingum og mannfórnum þess unga fólks sem er að berjast á þessum öndverðu vígstöðvum. Þetta fólk hefur rétt til lífsins, en því er fóhnað til þess að tryggja nýlerjduhagsmuni Breta. „Mótmæli okkar byggjast einnig á því að þær deilur sem fara fram á þessu hættusvæði eru alvarleg hætta fyrir heims- friðinn, einmitt þegar heldur virðist linna ófriðarsókn stói> velda. „Vér skírskotum til mann- legra tilfinninga alls fólks sem byggir þessa jörð, og þó eink- um kvenna. Sérstaklega höfð- um vér til almennrar tilfinning- ar um réttlæti og mannvirð- ingu sem brezkir nýlenduherr- ar hafa troðið undir fótum. Vér beinum orðum okkar til allra flokka, sem ekki kenna sig við fasisma, allra alþjóð- Framhald á 10. síðu. aranna sem eru beinlínis óðir út af festingu verðlagsins af því að þeir hugðu á nýjar stórfelldar verðhækkanir þeg- ar ríkisstjórnin skarst í leik- inn. En rétt er að sú stað- reynd sé enn einu sinni undir- strikuð, að hækkunin til bænda, sem öll verður greidd úr rikissjóði þannig að verð búnaðarafurða til neytenda helzt óbreytt, byggist á því að kaup bóndans I verðlaginu er aðeins reiknað einu sinni á ári. 8,2% hækkunin á búnað- arvörum er hlutur bóndans til samræmis við þær vísitö'u- uppbætur sem launþegar hafa fengið fyrr á árinu. Verð- lagningin er miðuð við vísitöl- una 178, sömu vísitölu og launþegar fá greidda á kaup- ið til áramóta. Kelvinfltor iskápAr 8 rúmíeta — Verð kr 7.450,00 Þessir vinsælu og eífiirspurðu kæli- skápar eru nú feomn- ir, og verða aígreidd- ir í þessari viku. Vlnsamlegast komið strax og gangið írá pönfun yðar rm»- HEKLÆ h-f. Austurstræti 14 sími 1687. sn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.