Þjóðviljinn - 12.09.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.09.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 /. Ík að va.r einu sinni til- JL/ finningasamur Norður- þjóðverji sem kom til Rómar á efri árum. Hann hafði lesið skáldsögu um þýzka listamenn í Róm á síð- ustu öld. Þeir bjuggu við spánska torgið eins og háttur var listamanna. Þrátt fyrir glæsilegan athafnaferil hafði rómantískur neisti lifað í sál þessa þýzka manns; hann hafði aldre’ tekið þá.tt í stríði vegna ólæknandi magaveiki sem færðist i aukana á ófrið- artímum. Þetta var samvizku- samur maður sem fylgdi ná- kvæmlega dagskrá ferijaskrif- stofunnar sem sýndi Þjóðverj- um allt sem er að sjá í Róm á tveim dögum. En samt þótti honum einhvers vant. Hann gat ekki gleymt listamönnun- um sínum við spánska torgið, Málararnir Meyer og Grosse- hans leituðu þungstígir í hug- ann með sínar stóru ölkollur í hendi með haglega útskornu loki en ásakandi pentskúfinn í hinni. Þetta var fyrri nótt- ina hans í Róm eftir erilsama ferð til þess að kynnast næt- urlífinu í Róm: fjórir stórir næturklúbbar með floorshow: Rom by nite. Listamennimir horfðu á tíann daprir í bragði úr sínu rómantíska nítjándu- aldarmistri og sögðu: Neb- elstáuben-Beéker minn hefur þú gleymt ókkur. Næstu nótt þegar hópurinn kemur dasað- ur eftir gjörvalla menningu Rómár sem nú var lokið við að kanna og höfðu sumir fengið nóg þá er Nebelstaub- en-Beeker ekki búinn að ljúka erindum sínum; hann fær sér leigubíl, ekur á Piazza di Spagna, sezt þar á bekk og lætur bílinn bíða. Svo situr hann þar i stundarfjórðung og horfir á úr sitt, svo ekur hann aftur heim á hótel. Næstu nótt dreymir 'hann á leiðinni norðureftir í svefnlest að þeir Meycr der maler og GroSsehans koma öðru sinni og jeru nú bjartir og ljúfir og ölkollan tóm og horfa á hann með mildum svip og segja Dankeschön. Og þá þykist Nebelstáuben-Becker hafá gert sína för góða. II, Við Piazza di Spagna stend- ur hús hægra megin við spönsku þrepin þegar gengið er upp á Pmcio-hæðina. Mig minnir það sé gult með græn- um hlerum. Þar dó enska skáldið Keats 25 ára gamall. Hann hafði verið að tærast af berklum og ást á stúlku nokkurri heima í Englandi og yar aðþrengdur orðinn af hvof-utveggja. En vinur hans talcti hann á að fara suður á ítalíu. Hann tók sig upp og jfylgdi honum einn hollur vinúr hans, Severn að nafni, listmálari. Þeir lentu í Napólí og héldu til Rómar, komu þangað í okt- óber eða nóvemberbyrjun og settust að í mötuneyti sem þá var í þessu húsi. Þarna var ihelzta útlendingahverfi Rómar. Þangað sóttu lista- menn. Veturinn var mildur og Keats tók rð hressast. Hann hafði ferlivist og brá sér jafnvel á hestbak. En þetta r } Piazza di Spagna var aðeáns svikaþeyr. Honum sló nlður um jólaleytið, fæð- íngarhátíðin var kveðjugildi þessa skálds. Vinur ha.ns sat yfir honum löngum og lék fyrir hann á píanó. Svona. sat hann og spil- aði þangað tíl Keats gaf upp öndina. í febrúarmánuði 1821. Annað höfuðskáld Breta og vinur hans Shelley sat líka á ítalíu, hann liafði varla lokið við að yrkja eftirmælið þegar hann drukknaði sjálfur í La. Speziaflóa. lik hans rak á land og þa r stóð sá síðasti í þessu ódauð- lega þrfstimi enskrar Ijóðlist- Thor Vilhjálmsson Frá Italíu PIAZZA SPAGNA ar Byron lávarður, g'óður vin- ur hans og tírenndi harm- þmnginn likið á ströndinni. Sjálfum var honum ekki ætl- að lengi að Ijfa, hann dó nokkm síðar á Grikklandi úr einhverri farsóttinni, Iiðs- maður Grikkja í frelsisstríði gegn Tyrkjum. Og nú eru landar hans að andskotast á Kýpur og nota Tyrki til að fremja spell í búðum grískra kramara. Þannig dóu höfuð- skáld Englendinga í þeirri tið öll fjarri ættlandi sínu þar sem þau undu ekki heima. Og það get ég mætavel skilið að þeim væri ljúfara að dvelja á ítalíu. Nú er safn I húsinu þar sem Keats dó á þeim geó- grafíska púnkti sem er ein- hversstaðar i litlu homher- bergi á annarri hæð, það snýr út að spánska torginu. Þá var svo rómantískt að deyja ung- ur og þeii' skrifuðu á gröf Keats: Here lies one whose name was writ in water. Þannig lauk sá skedði sínu sem orti: O, for a draught of vintage that hath been eool’d a long age in the deep- clclved earth tasting of Flora and' the eountry green Ðíince and Proveneal song, and sunlmrnt mirth! O tor a heaker full of warm south. A beaker full of warm south. Og mig ber nú að Piazza di Spagna. Það er að verða kvöld, í allan dag höfum við bergt af bikar hins heita suð- urs. Og heimurinn er mettað- ur áfengum litúm. IÝveðju- bjarmi af dagsglóð hjarir fyrir endanum á Via Babuino, yfir Piazza del Popolo að sjá, alþýðutorgið gamla. Nú er kvöldið yfir veröld- inni kyrrt, fullt af friðlausri kyrrð; fólkið streymir um strætin, allar gáttir hafa opn- ast og fólkinu verið ausið út á strætin án nokkurrar hemju, það reikar um strætin asalaust, nú liggur öngum lengur á. Klukka dagsins hef- ur slegið síðasta högg vinnu- svipunnar, verksmiðjurnar standa auðar með vélarnar kyrrar eins og beinagrindur forsögulegra risaskepna, múg- urinn reikar um strætin með áfengar gufur kvöldsins í vit- um. Á torginu miðju er stein- nökkvi sem Bernini steypti fyrir þá, og eys vatnssúlu í siglustað upp úr sér miðjum, þar eru strákar að stríða stelpum. Heiðnin gerjar í þessu kvöldi í byrgðum ofsa þess. Breiðar tröppurnar upp á Pineiohæðina eru iðandi af fólki sem hreyfist eins og fugl að sveima í bjargi, sum- ir sitja á lágum steinstöplun- um sem skipta tröppunum tví- vegis eins og tvö strik, þeir hafa báða fætur uppi á stöpl- inum, spenna örmum um knén eins og verur úr gamalli goða- fræói, af svölunum fyrir ofan horfir fólk eins og landkönn- uðir eða listamenn. Furðulegur flokkur manna fer um tröppurnar geyst eins og þeir geti hvorki gengið á jörðunni né ílogið, geti hvorki verið né verið ekki með til- gerð þess farsa sem enginn getur trúað á. Þetta eru ungir drengir sem hafa tekið ein- hverja sótt eða misheppnast í sköpuninni svo þeir tilheyra einhverju geivikyni utan við þá flokkaskiptingu sem nátt- úran byggir tilveru sína á. Þessar tröppur hafa orðið þeirra tilhaldsstaður þótt þær liggi hvorki frá jörðinni upp til himna né frá himni niður á jörðina. Auk þessa sjúk- leika hefur borið mjög á ann- arri veilu sem eitrar mjög í kringum sig meðal hinna úr- kynjuðu lífsþreyttu stétta sem hafa ekki haft neitt hlut- verk öldum saman nema að njóta forréttinda auðs og að- alstignar sem hefur löngu glatað allri raunhæfri merk- ingu. Það er eiturlyfjaneyzla. Stundum hafa komið upp hneykslimál af slíku tilefni sem hafa neytt ófúsa lög- reglumeistara til að færa sögufrægustu nöfn meðal italska aðalsins inn í saka- málabækur sínar og látið þá titra af ótta við að frétta- fíknir blaðamenn neyði þá til þess að spyrja áhrifamestu menn í landinu óþægilegra spurninga. Einhvern pata hafa íslenzkir lesendur af ýmsum slíkum málum sem upp hafa komið undanfarið og hafa sumir hverjir haft betri að- stöðu til að lesa sér til í heimilisblöðum sínum um þesskonar a'.burði heldur en um menningarafrek á þeim slóðum. í sumar var öll ítalía í uppnámi vegna eiturlyfja- mála. IV. Ég kom inn á lítinn veit- ingastað skammt frá spánska torginu fyrir endanum á Via Frattina eða Via Sistina, báð- ar þessar götur liggja frá spánska torginu, þó lögreglu- maður setti á mig þumal- skrúfur myudi ég eltki hvor gatan það var. Það var liðið á nóttu, ég hafði gengið eins og mynda- safnari um borgina að virða fyrir mér næturlífið. Mig vantaði kaffibolla. Þarna inni var hópur ungra manna og kvenna. Skyndilega verður mér Ijóst að þetta fólk er ekki neitt venjulegt kaffihúsalið, veg- farendur að leita sér hress- ingar né nætursvallarar að fá sér vínglas eða koníak. Þetta fólk hefur á sér einhvern ann- arlegan blæ himingeimsflakk- arans. Það er eins og fólk sem hefur látið þeyta sér í rakettu út í himingeiminn og hrærist þegar í framandi landslagi furðulegra hnatta sem er orðinn veruleiki sýkt- um huganum. Það hreyfir sig eins og það stigi dans á hafsbotni. Augun horfa á einhvern efn- islausan púnkt á milli hlut- anna og þeirra. Blökkumaður stóð með bak- ið að barbovðinu ranghvolfdi augum með næstum óþolandi fjálgleik hins öfughneigða sótthita af eitri véfréttarinnar gínandi yfir gjá völvunnar og pataði og bandaði til mín með heimssögulegu mikilvægi í hreyfingunum eins og hann væri mállaus að boða manns- andanum nýja trú. Sá helgi andi sem vfir hann hafði komið gaf honum ekki að tala tungum heldur bægði frá hon- um hégóma tungumálsins, veitti honum innblástur pat- ins, og gerði brúna á milli að landinu beggja megin. En mér flaug í hug orma- garður, Gunnar Gjúkason með hörpuna í ormagarði .... og flýtti mér út úr þessu gósen- landi lýginnar þar sem epli skilningstrésins eru maðk- smogin og eitruð og verða að grænu beizku dufti á tung- unni. Ég gekk um kyrra nóttina. Það var hlýtt. Það var næst- um ekkert fólk að ganga umi göturnar í bessu hverfi þar sem ríkti hungur eftir ein- hverju skóhljóði, einhverju orði til að binda anda næt- urinnar. En þegar ég kom að götu- horni voru vopnaðir lögreglu- menn á verði. Ég gekk lengi um og allsstaðar voru lög- reglumenn með vopn á verði á götuhornunum. Nokkrum dögum siðar var ég staddur í Mílanó og las í dagblöðunum undir gríðar- stórum fyrirsögnum um mikl- ar handtökui' í sambandi við eiturlyfjanautn, og þá vissi ég hvers vegna allur þessi vopn- aði lögregluvörður hafði verið á götuhornunum. V. Maður er nefndur Max Mugnani. Hann er gamall slóttugur refur tærður af nautnalífi og eiturlyfjum. í tíð fasista hafði hann eitt sinn talsverðar virðingar. Hann var góður vinur Balbos þess sem stjórnaði flugferð fasista hingað. Einu sinni kemur Matsuoka utanríkisráðherra Japana til þess að ræða möndulveldamál- efni við ítalska pótintáta. Hann finnur Mugnani i Fen- eyjum. Daginn eftir átti Matsuoka að vera við mikil- væga athöfn. Ekki kemur hann þangað. Hvar er nú Matsuoka? Þegar að var gáð kemur upp úr kafinu að ex- cellensan Matsuoka liggur í kókaínvímu í herbergjum Mugnani. Þá verður Mussolini svo ill- ur að Mugnani verður að flýja á náðir vinar síns vísi- kóngsins í Trípólitaníu Balbos. En svo var Balbo látinn farast í flugslysi, þá var Mugnani tekinn og geymdur á afviknum siað í Brindisi svo ekki fái fleiri hjá honum eit- ur. Þegar bandaríski herinn sótti fram eftir innrásina komu ýmiskonar menn og sögðust vera vinir Ameríku, og urðu ameríkumenn glaðir viðhlæjendum Um þær mund- ir skýtur unp Mugnani og kallar sig sérfræðing í lyfja- fræði, hann r-r settur yfir að- allyfjahirgðasiöð Amerikan- anna, cr.c'r. ; Framh. á 9. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.