Þjóðviljinn - 12.09.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.09.1956, Blaðsíða 4
E$PER3NTO Er hiim mikli mannvinur, pólski læknirinn dr. Zamenhoff, gaf heiminum alþjóðamálið Esperanto fyrir 69 árum, þá var ein aðalástæðan fyrir þessu mikla afreksverki hans sú, að hann hugðist skapa með því tæki, sem borið gæti sátt- arorð á milli hinna sundur- leitu kynþátta sem bjuggu í landi hans, og mæltu hver á sína tungu svo sífelld misklíð og misskilningur ríkti meðal nágranna er þeir gátu ekki skilið hver annan, eða þóttust of góðir tíl að skilja mál hins. — ESPERANTO, alþjóðamál- ið auðvelda, sem dr. Zamenhoff grundvallaði, hefur því frá upphafi vegar síns haft það mark og mið að bera sáttarorð á milli manna og vera boðberi friðar á jörðu. — Það hefur nú þegar lifað nær sjö tugi ára og er orðið alheimsmál í raun og sannleika, því menn frá hundr- uðuin þjóða nota það til hinna margvíslegustu samskipta sín á milli, bæði í ræðu og riti. Róstutímar heimsstyrjald- anna tveggja töfðu mjög fyr- ir framgangi þess, en tímabilin á milli þeirra og eftir hafa mjög lyft undir útbreiðslu þess, og þá einkum meðal hinna smærri þjóða, sem sjá í því möguleika á að spoma gegn áhrifum og yfirgangi stórþjðða- tungnanna, sem beint og óbeint leitast við að setja sín mörk á mál smáþjóðanna og útrýma þeim og skapa þar með þjóð- um, sem hinar útbreiddari tungur eiga að móðurmáli, hagsmunalega yfirburðaaðstöðu vegna málsins, — Þess vegna hefur útbreiðsla Esperantos verið öflugust, einmitt meðal þjóða eins og Hollendinga, Belga, Svía, Ungverja, Júgó- slava og margra annarra í Evrópu. Meira að segja í Bret- landi hefur esperantohreyfing- Sn verið sterk og kennsla þess fastbundin sums staðar í op- Inberum skólum. Þó er ekki að synja fyrir það, að ýmsir áhrifamenn með- al hinna smærri þjóða, sem lit- ið hafa til þess hvílíkt hags- munamál er fyrir stórþjóð að eiga tungu sem er útbreidd, hafa hamlað gegn Esperanto, til þess, ef verða mætti, að þeirra eigin þjóðtunga ætti þá betri útbreiðslumöguleika, svo sem sannar dæmið um and- stöðu Frakkans og Danans gegn Esperanto á UNESCO- þinginu í Montevideo, er sam- þykkt var að mæla með Esper- anto sem tungu til að túlka á þingi S.Þ. Þó er Esperanto töluvert töluvert útbreitt bæði í Frakklandi og Danmörku. Þótt við esperantistar skilj- um manna bezt að þróun al- þjóðamálsins verði ekki stöðv- uð héðan af, gleymum við ekki að gleðjast í hvert skipti, sem nýr vottur um viðurkenningu á nytsemi þess kemur fram. — Slíkt hefur sem sé gerzt ný- lega í Sovétríkjunum. — Fyr- ir seinni heimsstyrjöldina var þar þó nokkuð öflugur félags- skapur Esperantista, en um mörg ár hefur hann víst lít- ið starfað, iíklega af stjórn- málaástæðum. — En nú fyrir stuttu barst mér í hendur bréf þess efnis að esperantistar þar hygðust á ný vinna að út- breiðslu málsins. Eins og kunnugt er hefur æskufólk frá mörgum löndum safnazt saman á undanförnum árum í ýmsum svokölluðum „austantjaldslöndum“- á mót sem nefnd hafa verið „heims- mót æskunnar". — Þar hefur komið í ljós að „yfirburðir" þjóðtungnanna hafa lítt getað hamlað gegn kostum Esperant- os. Bréf það, sem ég geri hér að umtalsefni, er frá æskulýðs- samtökum í Leningrad, og læt ég það fylgja hér með í ís- lenzkri þýðingu. Efni þess skýrir sig sjálft. Vil ég geta þess hér, að bréf þetta ásamt Hér eru dansarar að sýna listir sínar á torgi í Lhasa, höfuðborg Tíbets, en í bak- sýn sést Potala-höllin, að- setur Dalai Lama. Dansinn er æfaforn, en yzt á mynd- inni tíl vinstri má sjá mann með kvikmyndavél; þannig mætist gamalt og nýtt í hinu „Iokaða“ landi. * þessari greinargerð minni um gagnsemi Esperantos, sendi ég öllum dagblöðum í Reykjavík, í trausti þess að þau birti hana lesendum sínum, eingöngu sem sýnishorn um útbreiðslu Esper- antos, en ekki í pólitískum til- gangi. Fer svo bréfið hér á eftir: ” ' m ÁVARP frá æskulýðs- samtökum í Leningrad: Til alls æskufólks og allra æskulýðshópa, sem ætla að taka þátt x „Heimsmóti æskunn- ar“ í Moskvu árið 1957: Kæru vinir! Æskulýður Leningradbo’rgar, sem nú býr sig undir sjötta Heimsmót æskunnar í Moskvu árið 1957, hefur skipulagt á- hugamannahljómsveit. — Yfir 100 æskumanna taka þátt í hljómsveitinni: hljómsveitar- menn, söngvarar, dansarar, upplesarar, trúðleikarar, fjöl- listarmenn, brúðuleikarar og aðrir sem kynna sundurleitustu tegundir lista; einnig áhuga- menn um tónlist, skáld, leik- ritahöfundar og málarar. Við hópfélagarnir, ungir karl- ar og konur, verkamenn, starfs- menn, stúdentar, fórnum list- inni allri ást okkar og hæfi- leikum og öllum frístundum okkar án endurgjalds. Við erum að undirbúa stórt tímarit sem við vonum að ykkur falli í geð. Við stingum upp á að við höfum kynningarsamband við ykkur fyrir heimsmótið og við Framh. á 9. síðu Hryssingsleg framkoma læknis — Læknar eru mis" jafnlega færir eins og aðrir menn — Yngstu börnin byrjuð í skólunum MÓÐIR skrifar: „Kæri Bæjar- póstur; Mig langar til að skýra í stuttu máli frá því, þegar ég fór með son minn til læknis nú fyrir skömmu. Drengurinn, sem er sex ára, hafði nú um nokkurn tíma kvartað um þreytu í öðrum fætinum, og gekk hálf haltur öðru hvoru. Ég fór svo með hann til heimilislæknis míns, en hann var þá ekki við, annar læknir gegndi störfum fyrir hann um tíma. Ég tjáði honum að ég ætlaði að biðja hann að líta á drenginn minn. „Nú, hvað er að stráknum ?“ spurði læknirinn heldur stuttur í spuna. Ég sagði honum sem var, að drengurinn kvartaði um þreytu í fætinum og gengi hálf haltur. „Þetta er hara uppgerð í stráknum, hann er alveg sýnilega stálheilbrigð- ur, — bara uppgerð og leti, kona góð“, sagði læknirinn stuttaralega. Mér þóttu þetta í meira lagi kaldar viðtök- ur, en bað lækninn þó að skoða drenginn. Gerði hann það með hangandi hendi og tilkynnti síðan að ekkert væri að stráknum, og við svo búið fór ég. Leitaði ég svo annars læknis, og tók hann okkur með mesíu ljúfmennsku, og skoðaði drenginn nákvæm- lega, fann hvað að var og gerði ráðstafanir til að ráða bót á því. Nú vildi ég spyrja: Eru heimilislæknar fólks ekki skyldugir til að skoða fólk, ef það biður þá um það? Hafa þeir nokkra heimild til að segja sem svo: Þetta er bara uppgerð, að óathuguðu máli, þótt börn eigi í hlut? Tilheyrir það ekki einmitt starfi læknanna að fylgjast með heilsufari fólks og a.m.k. reyna að ráða bót á þeim meinum, sem þeir finna? Þess eru því miður allt of mörg dæmi, að læknar þekki þá fyrst sjúkdóma (t.d. syk- ursýki, magasár, o.fl.) hjá fólki, sem gengið hefur til þeirra lengi, þegar í óefni er komið, og maður freistast til að álykta, að í’annsókn þeirra sé ekki alltaf eins sam- vizkusamlega gerð og skyldi.“ LÆKNAR eru vafalaust misjafnlega færir og sam- vizkusamir í starfi sínu, eins og aðrir menn. En jafn- hryssingsleg framkoma og sú, sem bréfritari segir frá, hygg ég að sé sjaldgæft fyrirbæri, sem betur fer. Og slík fram- koma virðist mér með öllu ó- afsakanleg. Það er afsakan- legt, þótt læknunum skjátl- ist stundum í greiningu sjúk- dóma, en það er varla til of- mikils mælzt, að þeir isýni fólki, sem til þeirra leitar fyllstu nærgætni. EN NÚ ERU yngstu skóla- börnin nýbyrjuð í skólunum, og það er alltaf talsverður viðburðnr, þegar maður byrj- ar skólanámið. Þau eru líka æði ábyrgðarfull á svipinn, þegar maður mætir þeim á götunni, sex og sjö ára börnin, með spánnýjar skóla- töskur undir hendinni, og Gagn og gaman, blýant, strokleður og skrifpappír í töskunum. Langflest þeirra hlakka til „að vera í skóla“ og vænta sér góðs af kynn- ingunni við kennara og skólasystkin. Ef til vill eru sum þeirra þegar farin að þekkja stafina og jafnveí stauta dálítið, en flest eru þó sennilega algerir byrjendur, með öllu ókunnug nöfnum hinna ýmsu bókstafa og þeirri flóknu kúnst að raða þeim saman og búa til orð. En hvað um það. Pósturinu óskar þeim öllum góðs geng- is í skólanum og vonar að þeim gangi vel að verða læs. Það er nefnilega hin bráð- nauðsynlega undirstaða undir allt annað skólanám. vmmms j&&mm3OEtta£t0ðti Minningarkortln era til söln i skrifstofa Sósíalistaflokks- ins, Tjarnargöta 20; afgreiftslni Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21; og í Bóka- verzlan Þorvaldar Bjamason- ar í HafnarfirðL Munið Kaffisöluna í Hafnarstræti 16. | Húsnæði Tékkneska sendiráðíð óskar eftir a'ð fá leigða íbúS með húsgögnum, sem j fyrst. íbúðin óskast aðeins leigö í 1—2 mánuði. j Upplýsingar gefnar í síma 82823 miiii kl. 10 og 12 j og 2 og 4 næstu daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.