Þjóðviljinn - 23.09.1956, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.09.1956, Síða 3
Sunnudagur 23. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Störf Alþýðusambcmdsstjórnar Framhald af 1. síðu verklýðshreyfingarinnar töldu einsætt að fara inn á nýjar leið- ir í trausti þess að unnt yrði að komast hjá því að verða að heyja harða baráttu ár eftir ár og eiga síðan á hættu að ár- angrinum yrði rænt jafnóðum af stjórnarvöldunum. Alþýðu- sambandið tók því forustu fyrir tilraununum til þess að mynda vinstri stjórn á íslandi. Sam- bandið samdi stefnuyfirlýsingu þar sem rakin voru baráttumál verkalýðssamtakanna, sendi hana Alþýðuflokknum, Framsóknar- flokknum, Sósíalistaflokknum og Þjóðvarnarflokknum, og skoraði á þessa flokka að hefja viðræð- ur um myndun nýrrar ríkis- stjórnar sem starfaði í nánasta samráði við verkalýðssamtökin. En þær tilraunir mistókust, for- ustumenn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins voru þá ekki reiðubúnir til þess að taka upp samvinnu við verkalýðssam- tökin. Þess í stað var horfið að því ráði að Ijúka af kosningum á íslandi, og það fór ekki leynt að eftir kosningar átti að fram- kvæma stórfelldar árásir á al- þýðu manna, og var þá fyrst og fremst höfð í huga gengislækk- un. Meirihluti kjósenda vildi vinstri stjórn. Alþýðusambandið ákvað þá að verklýðssamtökin skyldu reyna að hafa sem allra ríkust áhrif á kosningarnar og úrslit þeirra, þau skyldu hafa að kjörorði að gera kosningamar að þætti í kjarabaráttunni. Að frumkvæði þeirra voru stofnuð samtök vinstri manna, Alþýðubandalag- ið, og stefnuskrá þess var sniðin eftir málefnaskrá Alþýðusam- baridsins. Þótt þessi samtök yrðu ekki eins víðtæk og stjórn A. S. f. hafði gert sér vonir um, urðu þau samt þegar mjög áhrifa' mikil. Að þeim stóðu Sósíalista- flokkurinn, vinstri menn Alþýðu- flokksins, vinstri menn úr Fram- sókn og óháðir kjósendur víða um land. Urðu kosningaúrslitin, eins og allir muna, mjög ótví- ræður sigur fyrir þessi nýju sam- tök. Þjóðvarnarflokkurinn hvarf af þingi, vegna þess að forustu- menn hans höfðu hafnað vinstri samstöðu í kosningunum, og bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknar tapaði atkvæðum til vinstri. Kosningaúrslitin sýndu ótvírætt að meirihluti kjósenda vildi vinstri stjórn á fslandi, stjórn sem starfaði í samræmi við hagsmuni og skoðanir verk- lýðshreyfingarmnar. ^ Alger umskipti. Þess sáust einnig merki þegar Bókauppboð fyrir mánaðamótin ,,Haustuppboðin“ eru í þann veginn að hefjast hjá Sigurði Benediktssyni; og verður að þessu sinni byrjað á bókaupp- boði, sem haldið verður í Sjálf- stæðishúsinu fyrir næstu mán- aðamót. Þeir, sem kynnu að vilja koma bókum á uppboðið, geta talað við Sigurð í Austurstræti 12, en þar er hann til viðtals daglega kl. 9—12 árdegis. að kosningum loknum að við- lenzk verklýðssamtök hafa unn- horfin voru gerbreytt. Framsókn- arflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn sáu þann kost vænstan að lýsa yfir því að samvinna við í- haldið kæmi ekki til greina. Varð þá ekki undan því komizt að taka upp samninga við Al- þýðubamdalagið. StjórtnarmjmdW unin tókst, og hefur hin nýja stjórn heitið því að leysa efna- magsmálin í nánu samræmi við hagsmuni og skoðanir verklýðs- samtakanna, enda er stefnuyfir- lýsing stjórnarinnar í veiga- miklum atriðum sniðin eftir málefnaskrá A. S. í. Þeir tveir ráðherrar sem Alþýðubandalagið hefur í stjórninni fjalla um flest þau mál sem mikilvægust eru fyrir alþýðu manna í bæjum. Þetta eru alger umskipti í stjórn- málum íslendinga’, verklýðssam- tökin hafa aldrei fyrr haft jafn eindregin áhrif á þjóðmálin og hafa nú opnazt leiðir til þess að heyja árangursríka kjarabaráttu einnig á þessu sviði. Stjórnar- völdin geta nú orðið samherjar verklýðssamtakanna eh ekki and- stæðingar. Þessi árangursríka barátta er án efa einhver mesti og mikilvægasti sigur sem ís- ið. 'jAr Ræður úrslitum um þróunina. En því aðeins ber þessi mikli sigur árangur að sókninni verði haldið áfram, að samningar þeir sem nú eru framundan í efna- hagsmálum beri góðan árangur og að ríkisstjórninni og verk- lýðssamtökunum gefist tóm til að framkvæma fyrirheit sín. Og um það er barizt í kosningum þeim til Alþýðusambandsþings sem nú eru að hefjast. íhaldið gerir að sjálfsögðu allt sem það megnar til þess að snúa þróun- inni við, og það nýtur sem fyrr aðstoðar hægri klíkunnar í Al- þýðuflokknum. En vinstri menn í verklýðshreyfingunni, jafnt Al- þýðuflokksmenn sem aðrir, vita hversu mikilvægt það er að á- fram verði sótt eftir þeim nýju leiðum sem opnazt hafa. Það er kosið um kjarabaráttu verklýðs- hreyfingarinnar og stjórnmála- áhrif, og sú barátta ræður úr- slitum um þróunina næstu ár- in. Búnaðarbankiim kaupir höggmynd eftir Ólöfu Pálsd. í aígreiöslusal Búnaöarbankans í Reykjavík hefúj' ver- iö komiö fyrir höggmyndinni Sitjandi maður eftir frú Ólöfu Pálsdóttur. Hefur bankinn keypt myndina og lát- ið koma henni þarna fyrir á fótstalli, sem er í stíl við innréttingu afgreiðslusalarins. Höggmyndin Sitjandi maður er meðal beztu verka frú Ólafar. Hún er gerð árið 1952 og kom fyrst fram á sýningu í Char- lottenborg 1953 og var fyrsta höggmynd listakonunnar á þeim Rannsókn á kósnæðismálum iðnaðar Með bréfi dags. 24. maí s.l. skipaði þáverandi iðnaðarmála- ráðherra nefnd til þess að gera athugun á þörf aukins iðnaðar- húsnæðis, iðnaðinum til handa, meðal annars með því að rann- saka: 1. Hvað byggt hafi verið af iðn- aðarhúsnæði síðastliðin átta ár. 2. Hvort ætla megi, að húsnæð- isskortur standi í vegi fyrir eðlilegri þróun iðnfyrirtækja og veiki samkeppnisaðstöðu þeirra gagnvart erlendum varningi. 3. Hve mikið þyrfti að byggja nú og næstu 3—4 ár, til þess að mæta brýnustu húsnæðis- þörfum þess iðnaðar, sem nú er fyrir í landinu. (Rúmmetr- ar bygginga og áætlað kost- aðarverð). 4. Að hve miklu leyti iðnfyrir- tækin telja sig hafa eigið fjármagn til þess að byggja fyrir. 5. Iðnfyrirtækin geri grein fyr- ir möguleikum fyrir lánsfé til þeirra byggingaframkvæmda, sem talið er nauðsynlegt að hefja. í nefndina voru skipaðir: Helgi Eyjólfsson, fr.amkvæmdastjóri, sem jafnframt var skipaður for- maður nefndarinnar, Eggert Jónssom framkvæmdastjóri og Páll S. Pálsson hæstaréttarlög- maður. Hinn 17. sept. sJ. skipaði iðn- aðarmálaráðherra til viðbótar í nefndina þá Axel Kristjánsson, framkvæmdastjóra og Harry Frederiksen framkvæmdastjóra. Nefndin hefur ákveðið, til þess að auðvelda störfin og flýta rannsókn sinni, iað afla upplýs- inga um byggingarþörfina og byggingarmöguleikana, með því að auglýsa í dagbiöðunum eftir skýrslum þar um frá þeim iðn- aðarfyrirtækjum og iðnaðar- mönnum, sem telja sig þurf,a á auknu iðnaðarhúsnæði að halda. Er mjög áríðandi að þessir aðil- ar bregðist fljótt og vel við og sendi svör sín í tæka tíð, svo niö- urstöður rannsóknarinnar sýni sem réttasta mynd iaf raunveru- legri húsnæðisþörf iðnaðarins. sýningum. Hlaut myndin frá- bæra dóma listgagnrýnenda dönsku blaðanna. Búnaðarbankinn hefur áður keypt listaverk til að fegra með húsakynni bankans, og má nefna Breytingar á skipulagi bæjar- málanna ræddar í bæjarstjórn Greinargerð um starishætti í erlendum borgum og frumtillögur í undirhúnmgi Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag urðu allmiklar umræöur um starfshætti bæjarstjórnar og bæj- arráðs og' fyrirkomulag bæjarmálanna yfirleitt. Upphaf umræðnanna var til- laga, sem Magnús Ástmarsson flutti, þess efnis að fræðilega at- hugun verði látin fara fram á „öllum þeim lagafyrirmælum og reglugerðum sem mæla fyrir um stjórn Reykjavíkurbæjar, að hve miklu leyti slíkt hentar nú- verandi aðstæðum“. Jafnframt er gert ráð fyrir því í tillögunni að fengnir yrðu hæfir menn til að framkvæma athugunina, sem hraða skyldi. Þórður Björnssn benti í um- ræðunum á, að núverandi skipu- lag bæjarmálanna hefði verið samið, er Reykjavík var enn lítill bær og Knud Zimsen komst yfir að stjórna öllum bæjar- málefnum ásamt tveim skrif- stofumönnum. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri kvaðst ekki hafa setið auðum höndum í þessu máli, hann hefði að undanfömu aflað Það heiÉir HAMRAFELL Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær tóku fulltrúar SÍS og Olíufélagsins í gær við hinu mikla olíuflutningaskipi sínu, sem er langstærsta skip ís- lenzka flotans. Við það tæki- færi var skipinu gefið nafn, og heitir það Hamrafell. gagna um stjórnarhætti all- margra erlendra borga. Væri nú verið að semja greinargerð um þessa athugun og undirbúa frumtillögur um skipan bæjar- málanna. hið mikla málverk Jóns Engil- berts í afgreiðslusalnum, auk fleiri listaverk á öðrum stöðum í húsinu. Hafa forráðamenn bankans þar í senn í huga hag stofnunarinnar og stuðning við listir í landinu. Frú Ólöf Pálsdóttir hefur þeg- ar hlotið mikla viðurkenningu sem listakona, og hafa opinberar stofnanir erlendis fest kaup á verkum eftir hana. Bæjarstjóm Árósa í Danmörku keypti fyrir nokkru telpumynd, sem vakti mikla athygli á sýningu þar, og nýlega hefur hún selt til Ítalíu konumynd, sem verið er að steypa í brons í Kaupmannahöfn. Rússnesk list- danssýning fyrir börn Mjög mikil aðsókn hefur ver- ið að Rússneska ballettinum. Upphaflega var gert ráð fyrir að hafa fimm sýningar. Á svip- stundu seldist upp á allar þær sýningar. Var þá ákveðið að hafa tvær sýningar til viðbótar. Á þær sýningar seldist einnig upp á skömmum tíma. Vegna þessarar miklu að- sóknar og ágætu undirtekta hefur listdansfólkið fallizt á að hafa eina danssýningu til viðbótar sem sérstaklega er ætluð börnum og er leikdans- skráin miðuð við það Á þess- ari barnasýningu verða því að- allega léttir dansar í gaman- sömum stíl. Barnasýningin verður í dag kl. 3 í Þjóðleik- húsinu. Verð aðgöngumiða að þessari barnasýningu er um helmingi lægra en að hinum listdanssýningunum. KONUR— munið sérsundtima ykkar í Sund- höllinni mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9 síðdegis. Ókeypis kennsla. Vandaðar þýzkar rafmagnseldavélar Niðurbyggðar með rúmgóðu geymsluhólii Seldar gegn afborgun. RAFTÆKiADEILD Skólavörðustíg 6 — Sími 6441. (<ROj)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.