Þjóðviljinn - 23.09.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1956, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 875 uppdrættir en eiginit hæfur Sovétstjómin hefur tilkynnt, að enginn þeirra mörgu upp- drátta sem borizt liafa af fyrir- Dhuguðu grafhýsi yfir Lenín og Stalín hafi átt skilið fyrstu verðlaun í verðlaunasamkeppni sem hún efndi til. Nokkrir upp- dráttanna voru þó verðlaunaðir með 10.000 rúblum hver. Samkeppnin um uppdrátt af grafhýsi í stað þess sem nú stendur á Rauða- torgi var aug- lýst fyrir tveim árum. 875 upp- drættir bárust frá sovézkum arkitektum. Dómnefndin segir að enginn uppdráttanna sé með þeim hætti „að hann geti tal- izt samboðinn minningu hinna ágætu leiðtoga". Tuttugu franskir hermenn féllu í viðureign í Alsír í gær. 9 ára stjómarfeiii Muhammeðstruar MynduS samsfeypusfjérn Awami-banda- lagsins og LýSveldisflokksins Lokið er níu ára stjórnarskeiði Múhameðstrúarmanna- bandalagsins í Pakistan. Suhrawardi, leiðtogi höfuðand- stöðuflokks þess Awami-bandalagsins, hefur myndað stjórn með Lýðveldisflokknum. Sl. miðvikudag var mynduð ný ríkisstjórn í Pakistan. For- sætisráðherra er 'Hussein Sha- heed Suhrawardy, forystumað- ur Awami-bandalagsins, en að því standa menn með ólíkar skoðanir, sem hafa það sameig- inlegt að vera eindregnir and- stæðingar Múhammeðstrúar- manna-bandalagsins. Að ríkis- Ringmessehaus í Leipzig, eitt stærsta sýningarhús i Evrópu. Hluti af Leipzig-vörusýningunni er par til húsa. Allir ráðsmenn rétttrúnaðar- Idrkjunnar á Kýpur handteknir Síðasti forystumaðurinn 1 ráði Grísku rétttrúnaðar- kirkjunnar á Kýpur, Nicos Kranidiotis, framkvæmda- stjóri kirkjunnar, var handtekinn 5. september að skipan Hardings hershöfðinE'ja, landsstjóra Breta á eynni. stjórninni stendur, auk Aswa- mi-bandalagsins, Lýðveldis- flokkurinn, sem talinn er standa í nánum tengslum við Mirza, forseta landsins. Vitað er að margir stuðn- ingsmenn Aswami-bandalagsins eru fylgjandi því, að Pakistan hverfi úr hernaðarbandalögum þeim, sem það er aðili að ásamt vesturveldunum. Hins vegar hefur Suhrawardy látið svo um- mælt, að hann óski eftir að hafa hér eftir sem fyrr náið bandalag við „hin frjálsu lýð- ræðisríki‘f. En búizt er við að Pakistan taki þó upp nánara samstarf við Kína en það hef- ur haft hingað til. Þáttaskil hafa orðið í stjórn- málasögu Pakistans með mynd- un samsteypustjórnar þessarar, þar eð með henni lýkur 9 ára stjórnarforystu Múhammeðs- trúarmanna-bandalagsins. Síð- asti forsætisráðherra þess, sá fjórði, Múliammeð Ali, lieydd- ist til að segja af sér vegna flokkadrátta og sundurlyndis innan þess. Hinn nýi forsætisráðherra Suhrawardi er enginn nýgræð- ingur í stjórnmálum. Þvert á móti á hann lengri stjórnmála- feril að baki en nokkur annar stjórnmálaleiðtogi landsins. gráEBEILAN Framhald af 12. síðu. trúanna á ráðstefnunni hefði viljað leggja megináherzlu á friðsamlega lausn deilunnar. Frönsku hægriblöðin fara ekki leynt með vonbrigði sín af ráðstefnunni, telja að hún hefði betur aldrei verið.jialdhn Brezka íhaldsblaðið Daily Telegraph sagði í fyrradag, áð- ur en ráðstefnunni lauk, að ekki væri hægt að komast hjá að viðurkenna, að „notenda- samtök Súezskurðarins hafi smám saman verið svipt flest- um þeim verkefnum og mestu af því valdi, sem ætlazt var til að þau hefðu, þegar Eden til- kynnti neðri málstofunni um fyrirhugaða stofnun þeirra“. Enn kofanámu- bruni í lasjP! Áður en gamla Indlandi var skipt, var hann forsætisráð- herra Bengal-fylkis. Eftir skiptinguna virtist hann hverfa í skugga annarra leiðtoga Mú- hammeðstrúarmanna-bandalags ins og vitað var, að hann var þeim ósammála í mörgum mál- um. Árið 1949 klauf hann Mú- hammeðstrúarmanna-bandalag- ið og stofnaði Awami-banda- lagið. 1 síðustu kosningum í Austur-Pakistan vann það mikið á. Það hefur nýlega myndað stjórn • í þeim lands- hluta. Sjálfur er Suhrawardi ættaður frá Austur-Pakistan. Virðast þessir atburðir benda til þess, að hlutur austurhlut- ans í stjórn landsins verði nú mun meiri en áður, en fram til þessa hefur landsforræði að mestu leyti verið í 'höhdum manna úr vestur-hlutanum'. Helztu ráðherrar í ráðuneyti Suhrawardi eru: Utanríkismál: Firoz Khan Noon. Fjármál: Amjad Ali. Innanríkismál: Mir Ghulam Ali Talpur. Atvinnu- mál: Abdul Khaleque. ***& I síðustu viku kviknaði aftur í kolanámu í Belgíu, St. Charl- es-kolanámunni, sem er skammt frá námunni í Marchinelle, þar sem hið mikla námuslys varð í byrjun ágústmánaðar. 48 námumenn voru niðri í göngunum þegar eldurinn kviknaði. Þeim varð öllum bjargað og eldurinn var fljót- lega slökktur. „Kasis frelsið", en snerisf hngnr Ungyerski knattspyrnumað- urinn, Arpad Fazekas, sem ver- ið hefur markvörður í ung- verska landsliðinu, bað fyrir nokkru um griðland í Austur- ríki sem „pólitískur flóttamað- ur“. Nú hefur honum snúizt hugur og hann er aftur kom- inn heim. Fazekas hafði keppt í all- mörgum knattspyrnuleikjum í Vínarborg meðan hann dvaldist þar. Þegar hann hélt heim- leiðis með járnbrautarlest- til Búdapest sagði hann, að sér væri orðið Ijóst að hann hefði haft ranga hugmynd um lífs- skilyrðin í Austurríki. Hann hefði fljótlega komizt að því, að heima væri miklu betra að vera. Bretar láta undan kröfu Gull- strandarbúa um sjálfstæði Brezka stjórnin hefur taliö ráðlegast að láta undan kröfu íbúa Gullstrandarinnar, hinnar brezku nýlendu á vesturströnd Afriku, um sjálfstæði imian brezka sam- veldisins. Handtaka Kranidiotis hefur leitt í, Ijós, að brezka stjórnin er staðráðin að ryðja úr vegi for- ystu Grísku rétttrúnaðarkirkj- unnar og forystu hægri arms jþeirrar hreyfmgar eyjarskeggja, sem berst íyrir sameiningu við Grikkland, Enosis. En allir leið- togar vinstri arms hreyfingarinn- ar, Flokks vinnandi fólks, A.K.E.L. voru handteknir í des- fember í fyrra. Það vildi svo til, að um þær jnundir, sem Bretar voru að liandtaka Kranidiotis, var yfir- rnaður Grísku kirkjunnar, Doro- theos erkibiskup, að senda frá sér yfirlýsingu, þar sem hann á- sakaði brezku stjórnina um ger- ræði gagnvart Grísku rétttrúnað- arkirkjunni á Kýpur. Stefnu Breta á eynni kvað hann einkenn- ast af „ofsóknum og ógnunum" í garð leiðtoga kirkjunnar. Erkibiskupinn birti vfirlýsing- una í nafni ráðs Grísku kirkj- unnar og var hún send Alþjóða- kirkjuráðinu og erkibiskupnum af Kantaraborg. Erkibiskupinn heitir á Alþjóða- kirkjuráðið að beita áhrifum sín- um til að hemill verði lagður á aðgerðir Hardings landstjóra gegn Grísku rétttrúnaðarkirkj- unni á eynni, áður en samtök hennar hafa verið með öllu Ieyst upp. sigur r i 5000 skipasmiðir við Clyde í í Bretlandi sneru aftur til vinnu í gær eftir þriggja vikna verk- lágmarkskaup. Talsmaður þeirra fall til að knýja fram kröfu um sagði, að vinnuveitendur hefðu gert betur en að fallast á helm- ing þess sem krafizt var. 5000 aðrir verkamenn sem misst höfðu vinnu vegna verkfalls skipasmiða eru flestir aftur tekn- ir til starfia. Nasser forseti, Saud konungur og Kuwatly forseti Sýrlands koma saman á fund í Saudi- Arabíu í dag. arFnw'. I fyrradag var tilkynnt sam- tímis í Aecra, höfuðborg Gull- strandarinnar, og London, að brezka stjórnin hefði ákveðið að láta undan kröfu Gull- strandarbúa um fullt sjálfstæði innan brezka samveldisins og verður hið sjálfstæða lýðveldi þeirra stofnað 6. marz næsta ár. Jafnframt mun landið að ósk löggjafarsámkundu nýlend- unnar skipta um nafn og verða kallað Gana. I kosningum til þings ný- lendunnar í sumar vann flokk- ur dr. Nkrumah forsætisráð- herra mikinn meirihluta þing- Blaðamaðar beitt- ur lögregluofbeldi Yfirlögregluþjóni Vestur-Ber- línar, Erich Dvinsing, var í gær stefnt vegna líkamsárásar. f ákærunni er hann sakaður um að hafa slegið Josef Pilar, fréttamann Austur-þýzku frétta- þjónustunnar í andlitið í lög- reglustöð Vestur-Berlínar, en þangað hafði hann verið flutt- ur, eftir að hafa tekið þátt í kröfugöngu kommúnista, sem efnt var til án leyfis lögreglunn- ar. sæta. Sjálfstæði nýlendunnar er helzta stefnuskrármál flokks hans. Fyrir kosningarnar lýsti brezki nýlendumáiaráðherrann, A. Lennox-Boyd, því yfir fyrir hönd stjórnar sinnar, að brezka stjórnin mundi verða við kröf- um flokksins, ef hann reyndist hafa greinilegan meirihluta landsmanna bak við sig. Stjómarandstaðan er hins vegar mótfallin því, að nýlend- unni verði veitt sjálfstæði, áður' en gengið hefur verið frá vænt- anlegri stjórnarskrá! Hefur hún sent nefnd til London tiL að ganga á fund nýlendumála- ráðherrans til að tala máli sínu.. Fyrir sendinefndinni er K. A.. Busia prófessor. Stjórnarand- staðan er sterkust í Ashanti- landshlutanum og nyrzt í ný- lendunni. Standa að henni margir gömlu ætthöfðingjanna- Stjórn Marokkó, sem þangað til í fyrra var franskt verndar- ríki, hefur ákveðið að franskir ríkisborgarar, sem óski eftir að ferðast til Marokkó verði að fá vegabréf sín árituð, áður en þeir komi til landsins. Lanábásiai fær nær Mlijarð dollara i sfyrk Á síðasta ári greiddi banda- ríska stjórnin 974.767.365 dali til styrktar landbúnaðinum og er það 175.7 milljónum dala meira en árið áður. Styrkir þessir eru einkum greiddir í þeirri mynd, að ríkið kaupir allar landbúnaðarvörur, sem fram em boðnar á tilteknu verði, ef aðrir fást ekki til þess. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.