Þjóðviljinn - 27.09.1956, Blaðsíða 6
8) — ÞJ6ÐVILJINN — Fimmtudagur 27. septemiber 1956
ÞlÓÐVlLllNN
Útgefandi:
t«-meininaarflokkur alpýOu — Sósialistaflokkurinn
Falsákærur íhaldsins
j 17'láttskapur og óheilindi
hægri manna Alþýðu-
1 flokksins hafa orðið íhaldinu
' tilefni þess að láta blöð sín
foera Hermanni Jónassyni for-
' sætisráðherra á brýn að hann
hafi farið með fals eitt og vís-
vitandi ósannindi þegar hann
skýrði þjóðinni frá því í út-
varpsræðu sinni um verðfest-
ingarlögin að haft hefði verið
fullt samráð við stéttarsam-
tök verkamanna og bænda um
setningu þeirra. Á grund-
velli þessara fullyrðinga ræðst
svo Morgunblaðið með hinum
fárái’egustu ásökunum að
forsætisráðherra og krefst
þef " að hann segi af sér og
foið.i'st afsökunar frammi fyr-
ir þjcðinni!
Þessi fíflaskapur Morgun-
b’aðsins er varla svara-
verður, svo fáránlegur sem
hann er og án frambærilegs
rökstuðnings. Þjóðinni er það
vel kunnugt að forsætisráð-
herra skýrði satt og rétt frá
og að falsákærur Morgun-
blaðsins eru reistar á sandi.
Verðfestingarlögin voru gef-
in út með fullri vitund og
vilja þeirra samtaka vinnu-
stéttanna sem um þau fjöli-
uðu. Morgunblaðið hefur áður
fullyrt að gengið hafi verið
framhjá bændasamtökunum.
Eigi að síður eru það ósann-
indi. Það er margsinnis upp-
lýst að formaður Stéttarsam-
bands bænda var kvaddur til
ráða og að hann hafði sam-
ráð við forustumenn bænda-
samtakanna. Af þeirra hálfu
kon engin andstaða fram
he’dur fullkomið samþykki við
fyrirætlanir ríkisstjórnarinn-
ar.
\/arðandi afstöðu verkalýðs-
samtakanna er rétt að
rifia bað enn einu sinni upp,
í tilefii af blekkingarskrifum
Morgunblaðsins og heiftar-
legri árás þess á formann rík-
is=tir»marinnar, hvern hlut
þau áttu að undirbúningi og
út'~‘fu bráðabirgðalaganna. I
því sambandi fór rikisstjórn-
in f-innig sjálfsagðar og hefð-
buYsdnar leiðir. Hún leitaði á-
. lits h°ildarsamtaka verkalýðs-
stéttarinnar, Alþýðusambands
Islands. ■ En það var ekki að-
eins miðstjórn þess sem fjall-
aði um málið, heldur einnig
st.'c' rnir f jórðungssamband-
ar "a allra og sameiginlegur
st/órnarfundur verkalýðsfé-
la: anna í Reykjavík og full-
trúar' ðsins þar. Auk þess var
urr nfstöðuna til þess haft
víðtækt samráð við stjórnir
fjölmargra verkalýðsfélaga
um allt land. Allir þessir for-
ustuaðilar í verkalýðshreyf-
ingunni reyndust samþykkir
fyrirætiunum ríkisstjómar-
inrsar. Var þeim og einnig
vel kunnugt að setning lag-
anna byggðist beinlínis á því
að verkalýðshreyfingin væri
1 þeim fylgjandi, að öðrum
I kosti kom útgáfa þeirra ekki
J til greina.
TJorsætisráðherra sagði því
* sannleikann og ekkert
nema sannleikann í útvarps-
ávarpi sínu til þjóðarinnar.
Krafa Morgunblaðsins er því
reist á fölskum forsendum,
. grundvölluð á uppspuna ein-
um, tilbúnum í skrifstofum
þessa málgagns milliliða og
braskara, sem nú bera sig illa
undan því að fá ekki að maka
krókinn að eigin vild með
hömlulausum verðhækkunum.
Þaðan er líka gremjan og
heiftin sprottin en ekki af
umhyggju fyrir launastéttun-
um eða bændum, þótt íhald-
sið telji heppilegra að hafa
slíka hræsni í frammi á yfir-
borðinu. En það er vafalaust
til of mikils ætlazt af Morg-
unblaðinu að það kunni að
skammast sín og biðjast af-
sökunar á uppspuna sínum og
falsákærum. Það væri þó
skársti kosturinn sem blaðið
gæti valið eftir að það er
sjálft staðið að opinberum ó-
sannindum frammi fyrir al-
þjóð. En þess er sýnilega ekki
að vænta ef dæma má af
leiðara þess í gær þar sem
hinar tilefnislausu aðdróttan-
ir og fullyrðingar eru enn
endurteknar.
Það er mikill misskilningur
ef íhaldið heldur að stað-
lausar ákærur þess verði að
óhrekjandi staðreyndum með
ívitnun í samþykkt hægri
manna Alþýðuflokksins og í-
haldsins í Sjómannafélagi
Reykjavíkur. Öllum er nú
ljóst hvernig sá liðsauki í-
haldsins er til orðinn. For-
maður Sjómannafélagsins var
hafður með í ráðum og
stjórnarmeðlimir þess sam-
þykktu ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar á fundi stjórna
verkalýðsfélaganna. Það stóð
ekki á þeirra samþykki, síður
en svo. En það sem seinna
gerðist var einfaldlega það,
að þessir sömu menn læddust
niður í Holstein og sömdu þar
við stjórnarandstöðuna, flokk
atvinnurekendanna og milli-
liðanna um sameiginlegt her-
hlaup að Alþýðusambandinu
og rikisstjórninni. Gjaldið
sem þeir urðu að greiða fyrir
samvinnuna við íhaldið var að
hlaupa frá sínum fyrri yfir-
lýsingum og skipa sér í
flokk með starfsmönnum
heildsalanna sem áður höfðu
kvartað fyrir hönd húsbænda
sinna. Þannig eru þær vítur
til orðnar sem íhaldið er nú
hróðugast af og hefur að
uppistöðu í áróðri sínum og
árásum á ríkisstjórnina.
Verður varla gert upp í milli
þess hvorir eru aumkunarverð
ari, hægri menn Alþýðuflokk-
ins sem nú hafa opinberað
þjónustulipurð sína við í-
haldið með því að hlaupa frá
fyrri yfirlýsingurn eða í
haldið sjálft sem hefur ekki
á traustari grundvelli að
byggja í áróðri sínum og mál-
flutningi en þannig fengnum
framburði hægri krata.
Kiötútflutnmgurinn
Á aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda sem nýlega var
haldinn mun Sverrir Gíslason
formaður sambandsins hafa
skýrt frá því, að á þessu ári
hefðu verið flutt út 1364 tonn
af dilkakjöti, aðallega til
Bretlands, og að söluverð
þessa kjöts hafi numið kr.
kr. 7.55 á kíló fob.
Hér mun nær eingöngu
hafa verið um dilkalæri og
dilkahryggi að ræða, en fyrir
þá greiðir islenzkur kaupandi
27.75 kr.
Það ligur í augum uppi að
slík öfugþróun á verðlagi er
jafn ómöguleg sem óþolandi,
að íslenzkur kaupandi verður
ekki aðeins að greiða 3 sinn-
um meira en sá brezki, heldur
verður hann líka að standa
undir verðuppbótum til kjöt-
framleiðenda svo þeir fái
sama verð íyrir útflutt kjöt
og það sem selt er á innlend-
um markaði.
Það hlýtur að vera verk-
efni Stéttarsambands bænda
og því viðráðanlegt, að finna
leiðir fyrir bændastéttina til
að framleiða kindakjöt á
seljanlegu verði og þó svo, að
kjötframleiðsla sé arðvænleg.
Það liggur ljóst fyrir öllum
að það er ekkert vit í því að
livetja alla bændur til að
auka sauðfjárrækt, við hvaða
skilyrði sem fyrir hendi eru,
hvort sem þau eru hagstæð
eða óhagstæð til slíkrar fram-
leiðslu, -— og svo bara heimta
verðbætur fyrir því sem á
vantar.
Nei, bændastéttin er það
vel vitiborin og það er það
vel að henni búið af hendi
hins opinbera, t. d. með ráðu-
nautum og tilraunabúum, að
hún hlýtur að geta leyst þann
vanda, að gera sauðfjárrækt-
un. er hún stundar við hag-
stæð skilyrði, að arðvænlegri
atvinnugrein.
Einnig ber að reyna, að
stilla svo til, að útflutningur
á kjöti sé ábatasöm við-
skipti. Og aldrei verri en það,
að þau svari framleiðslu-
kostnaði, allt annað er fjar-
stæða og stefnir aðeins til
þjóðfélagslegra vandræða.
En að flytja út dilkalæri
og dilkahryggi fyrir kr. 7.55
pr. kíló fob, á sama tíma og
íslenzkir kaupendur verða að
greiða 27.75 kr. fyrir kílóið,
er hreinasta fásinna, og er
engu líkara en að sölumenn
hafi ekki haft hugmynd um
hvað þeir í raun og veru
voru að selja, því það er
naumast hægt að kalla þetta
sölu.
Það er mjög sennilegt að
ekki sé heppilegt að selja
dilkaskrokkana í heilu lagi,
ef reyna á að fá sem bezt
verð og sem mest sölumagn.
Við sem höfum handleikið
þetta kjöt um áratugi, höfum
áþreifanlega orðið varir
þeirra stórfelldu breytinga
sem átt hafa sér stað á allri
sölu dilkakjöts hérlendis.
Fyrir tveimur áratugum
var hægt að selja svo að
segj a allan dilkskrokkinn
upp, úrgangslaust.
En á þessu hefur orðið
mikil breyting, svo að í dag
er svo komið að ca. einn
þriðji partur og þaðan af
meira fer í vinnslu. Á stríðs-
árunum þótti það alleinkenni-
leg sjón að sjá til Bretans,
hvemig hann handlék íslenzkt
dilkakjöt. Þeir skáru af lær-
in og hryggvöðvana losuðu
þeir úr skrokknum, allt fram
að nýra, en hentu svo afgang-
inum eða ca. helmingi
skrokksins. Eftir því sem mér
er bezt kunnugt um, þá er
Bretum mjög ósýnt um að
kunna að hagnýta sér feitt
dilkakjöt. En það er fyrst og
fremst fitan og fituvaxið
kjöt sem úr gengur bæði hjá
Bretum og hér hjá okkur.
Það er sýnilega þetta sem
veldur því að Bretar vilja
gefa svo lítið fyrir dilka-
skrokkana, þar sem mikill
hluti þyngdarinnar fer til ó-
nýtis.
Svo er það annað sem trú-
lega hefur stórspillt fyrir
dilkakjötssölunni, í heilum
skrokkum, og það er sóða-
legt ásigkomulag allt of mik-
ils hluta af útflutnings-
merktu kjöti sem kemur í
kjötverzlanimar.
Þegar skrokkurinn hefur
verið klofinn í söginni, kemur
í ljós meira eða minna af
lambaspörðum, dreifðum oft
um allan skrokkinn, að mað-
ur nefni ekki fleira.
Slíka meðferð á kjöti hef
ég aldrei augum litið erlend-
is, ekki í eitt skipti. Það em
ekki mikil líkindi til að kjöt-
sali eða hótel,, sem lendir á
slíkum skrokkum í eitt skipti,
hafi mikla löngun til að halda
viðskiptunum áfram.
Það eru hinsvegar mikil lík-
indi til að selja mætti vax-
andi magn af flokkuðu dilka-
kjöti, læri, hryggi, súpukjöt
og frikassé o. fl. í hæfilegri
þar til gerðri pökkun, valið
og niðursagað. Það er löngu
orðið tímabært að athuga
slíka sölu. Þá mætti selja
reykt dilkalæri, það er stað-
reynd, að útlendingar sem
hingað kohia, og bragða
hangikjöt, finnst það gott.
En til þess að hægt væri að
gera reykt læri að útflutn-
ingsvöru, þætti mér líklegt
að breyta þyrfti reykingunni
lítið eitt, og útlitið á því þarf
að vera gott. Þá ætti líka að
vera markaður fyrir vel gerð-
ar rúllupylsur, tæknin er orð-
in það góð, að mögulegt ætti
að vera fyrir hagkvæmum af-
greiðsluháttum á þeim. Þó
ber ávallt að varast að senda
hvað sem er, og hvernig sem
það er.
Nú finnst víst mörgum
vandinn fára að vaxa, ef við
eigum að fara að sitja uppi
með hundruð tonna af dilka-
kjötsúrgangi. En ef við eigum
nokkra möguleika á að auka
dilkakjötsframleiðsluna frá
því sem er, þá verðum við
í allra fyrsta lagi að koma
kindakjötsframleiðslunni á
eins hagkvæman grundvöll og
frekast er unnt og nútíma-
tækni frekast leyfir, ög ætti
Stéttarsambandi bænda; að
vera það kleift.
Þá er að útvega beztu fá-
anlega markaði og tilreiða
kjötið eftir beztu sölumögu-
leikum og kröfum kaupenda.
Einnig þarf kjötsölusamn-
ingur að vera um garð geng-
inn áður en slátrun hefst.
Það er mjög þýðingarmikið
atriði, að hægt sé að afgreiða
útflutningskjötið fljótt eftir
slátrun. Það hefur ekki aðeins
fjárhagslega þýðingu heldur
og líka mikla söluþýðingu.
Því að því fyrr sem kjötið
kemst til neýtenda, því ljúf-
fengara en það. Hinn fíni
gróðurilmúr ísl. fjallajurta,
sem eru aðalkostir kjötsins,
hann dvínar með hverjum
mánuði sem líður, þótt kjötið
sé að öðru leyti óskemmt og
nokkurt geymsluþol eftir.
Islenzkt dilkakjöt er ekki
sambærilegt við argentínskt
og ástralskt dilkakjöt. Það er
miklu betra, og á það ber að
leggja áherzlu.
1364 tonn var útflutningur-
inn síðastliðið ár, en það
mætti með góðu móti auka
vinnslukjötsnotkunina um
þetta magn árlega ef rétt er
með. farið. Það er öllum ljóst,
að aðalkjötframleiðsla okkar
er einmitt kindakjöt, og þess
vegna hlýtur það að vera að-
alviðfangsefni okkar í kjöt-
iðnaðinum. Það er því ekki
aðeins æskilegt heldur líka
nauðsynlegt að nota það
meira og á fjölbreyttari hátt
í kjötiðnaðinum og mundi sú
aukna notkun auka gæði
framleiðslunnar.
LangaveK 36 — Síml 82209
Fjölbreytt órval *f
ctelnhrlngnm. — Póstsendnm.
Vinnuskúr
til sölu, ódýrt.
i :
: Upplysingar í síma 81654. :
HERBERGI
til leigu á Miklubraut 16.
.0 ÞG! ."
Upplýsingar eftir kl. 6.